Morgunblaðið - 04.11.1995, Síða 43

Morgunblaðið - 04.11.1995, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 1995 43 ____________________FRÉTTIR Falsanir Vinnuveitenda- sambands Islands Fundur um ferða- mál á Akranesi MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Guð- mundi Gunnarssyni formanni Raf- iðnaðarsambands Islands: „I Morgunblaðinu 3. nóvember er birt greinargerð VSI vegna kjara- samninga og forsendna þeirra. Þar kemur fram, að samningur Rafiðn- aðarsambands íslands við fjármála- ráðuneytið hafi skapað mikilvægt fordæmi um prósentuhækkun launa. síðan er látið að því liggja að RSÍ hafi gengið þvert á það sem það stóð að ásamt öðrum í febrúar- samningum. Við rafíðnaðarmenn höfum á und- anförnum árum orðið ýmsu vanir í óvönduðum vinnubrögðum þeirra VSÍ-manna og má þarm.a. minna á þegar framkv.stj. VSÍ_tók 3ja ára kjarasamning VSÍ/RSÍ upp úr skúffu sinni og sagðist aldrei hafa staðfest hann, þar af leiðandi væri hann ekki í gildi, allt í plati. Þetta fékk hann síðan staðfest í dómi að væri löglegt. Við breyttum lögum okkar í kjölfar þessa dóms á næsta aðalfundi og höfum ekki staðfest neina kjarasamninga síðan. Rafíðn- aðarmenn brosa nú kankvíslega þegar þessi sami maður fer hamför- um í fjölmiðlum og segir að gerðir kjarasamningar eigi að standa. Vegna greinargerðar VSI ætla ég að jeyfa mér að minna framkv.stj. VSÍ á fund sem hann ásamt mér átti með fjármálaráðherra kl. 13 23. marz. síðastliðinn. Þar var farið yfir samning sem VSÍ var nýlega búið að gera við starfsfólk í Sements- verksmiðju og einnig var farið yfir tilboð sem VSÍ hafði gert starfsfólki ÍSAL. í báðum þessum tilfellum var VSÍ búið að útfæra krónutölulauna- hækkun, frá því sem gert var í febr- úar, yfir í prósentur. í því tilboði sem VSÍ hafði lagt fram í ISAL-deil- unni áttu laun að hækka um tæp 7% og voru færð ýmis rök fyrir þessari breytingu, þau helstu voru að flöt krónutöluhækkun myndi leggja þessi launakerfi í rúst, því þau væru stærðfræðileg matrissa. Einnig var boðið upp á 25 þús. kr. eingreiðslu væru kjarasamingar undirritaðir á friðsamlegan hátt. Það samsvaraði um 1% kauphækk- un _á ISAL-svæðinu. Á þessum fundi benti ég framkv.stj. VSÍ og fjármálaráðherra á að á þessum vinnustöðum væru samskonar launakerfi og við hefðum hjá fjármálaráðuneytinu. Það væru starfandi um 50 rafíðnaðarmenn í þessum verksmiðjum og þannig ég myndi aldrei fá rafiðnaðarmenn hjá ríkinu til þess að samþykkja annað en að farin yrði svipuð leið og VSÍ hafði farið í verksmiðjunum. Kostn- aðarauki ijármálaráðuneytisins var sá hinn sami þótt þessi leið væri farin og við værum sáttir við rök VSÍ. Eftir nokkurra daga umhugsun samþykkti samninganefnd fjár- málaráðuneytisins þessi rök okkar, sem voru í reynd nákvæmlega þau sömu og VSÍ hafði lagt fram í til- lögu sinni til lausnar ÍSAL-deilunni. Öll eru þessi gögn til hjá okkur, samninganefndum verksmiðjanna og fjármálaráðuneytisins og ég ef- ast ekki um að þau séu einnig til vestur í Garðastræti. Það er forvitni- legt að fylgjast með á hvern hátt framkvæmdastjórn VSÍ berst nú um í leit sinni að sökudólgum til þess að fela útbrunna láglaunastefnu sína sem er á góðri leið að gera landið að vígvelli verkfalla og heift- arlegra kjaradeilna, þar sem vænt- anlega verður tekin hver kollsteypan á fætur annarri eins og gert var á árunum 1965-1989 þar sem menn stóðu upp frá samningaborðinu með kjarasamning 15-20% á 3ja mán- aða fresti. Stjórnmálamenn hafa sumir hvetjir mært þessi ár undan- farið og talið þau til afreksára verkalýðshreyfingarinnar, sárt er til þess að horfa að VSÍ skuli leggjast í leðjuslaginn með þeim.“ FERÐAMÁLASAMTÖK íslands (FSÍ) í samvinnu við ferðamálafull- trúa Akraness gangast fyrir fundi um ráðgjöf í ferðaþjónustu, störf ferðamálafulltrúa o.fl. Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 9. nóvember kl. 10.50-16.40 í Sal Verkalýðsfélag- anna, Kirkjubraut 40, Ákranesi. Er fundartíminn sniðinn að áætlun Akraborgar. Þátttökugjald er 1.500 kr. og er í því innifalinn hádegisverður og kaffi. Helsti fyrirlesari á fundinum verður dr. Terry Stevens, prófessor við háskólann í Swansea í Wales. Hann mun sérstaklega kynna fyrir fundarmönnum hvernig ráðgjöf við þá er stunda ferðaþjónustu er hag- að í Bretlandi og víðar. Fjallar hann um hlutverk ferðamálafull- trúa og landshlutasamtaka í þessu samheúgi en einnig um rekstur og fjármögnun upplýsingamiðstöðva o.fl. Auk dr. Terry mun Þórdís G. Arthursdóttir, ferðamálafulltrúi á Akranesi, kynna störf ferðamála- fulltrúa á íslandi og Magnús Odds- son ferðamálastjóri skýrir frá því hernig Ferðamálaráð íslands sinnir lögbundnu ráðgjafarhlutverki sínu í greininni. Fyrirspurnir verða leyfðar eftir hvert erindi. í lokin verða pallborðsumræður þar sem frummælendur munu taka þátt. Þátttökutilkynningar þurfa að hafa borist ferðamálafulltrúa Akra- ness fyrir þriðjudaginn 7. nóvember. ■ ALÞJÓÐLEG ungmennn- skipti/A US eru íslandsdeild alþjóða- samtaka sem á ensku heita Internati- onal Christian Youth Ex- change/ICYE. Samtökin starfa í öll- um heimsálfum í yfir_ 35 löndum. AUS hefur starfað á íslandi í yfir 30 ár og hét upphaflega Nemenda- skipti þjóðkirkjunnar. Alþjóðleg ung- mennaskipti halda aðalfund sinn á laugardag. Fundurinn verður haldinn í húsakynnum URKI, Ungmenna- deildar Rauða kross Islands, Þver- holti 15, 2. hæð og hefst kl. 13. Sr. Jón Bjarman, heiðursforseti ICYE, mun opna fundinn og Torfi Hjartar- son, fyrrverandi formaður AUS og Ágúst Þór Árnason, framkvæmda- stjóri Mannréttindastofu_ íslands, munu ávarpa fundargesti. I júlf komu 15 ungmenni til Islands á vegum AUS og eru þau nú um það bil að Ijúka nokkurra mánaða dvöl á sveita- heimilum. Eftir þann tíma fara þau í vinnu á hinum ýmsu stofnunum úti í þóðfélaginu. ■ / TILEFNI af fyrstu dagsferð vetrarins sunnudaginn 5. nóvember verður Utivist með „Opna göngu- ferð“. Gönguleiðin liggur um heima og heiðarlönd gömlu Hraunbæjanna suður með sjó. Val verður um að mæta á Umferðarmiðstöðina að vest- anverðu kl. 10.30 og fara með rútu suður að Straumi eða mæta þar á eigin bílum kl. 11 og geyma þá þar. Gengið verður frá Straumi upp að Þorbjarmarstöðum síðan að Gvend- arbrunni, Smalaskálaken (Slunka- ríki), Kristrúnarborg (Óttarstaða- borg) og niður að Lónakoti og áfram með ströndinni um Bogafar að Óttar- stöðum. Göngunni lýkur við Straum. Gengið verður að miklu leyti eftir gömlu götuslóðum um svæði sem ^rfidrykkjur frá kr. 590 pr. mann -leikur að lœra! Vinningstölur 3. nóv. 1995 2*3*10*12 «15 «28*30 Eldri úrslit á slmsvara 568 1511 hefur margt forvitnilegt að geyma. Hópurinn tekurnesti upp í Lónakota- bæjarstæðinu. í lok göngunnar gefst kostur á að kynnast starfseminni í Straumi. ■ FRÆGIR erlendir ostar ásamt góðum íslenskum ostum verða kynntir af Ostahúsinu í Miðbæ, Hafnarfirði, í dag, laugardag. Með- al erlendu ostanna eru Gorganzola frá Ítalíu, Emmentaler og Appenzell- er frá Sviss og Raklet frá Frakk- landi. Einnig mun Islenskt-franskt eldhús kynna íslenskt fjallagrasa- paté. ■ / TILEFNI tveggja ára afmælis EBAS gjafavara, Laugavegi 103 býður verslunin 20% afslátt af öllum vörum til 4. nóvember. Vörurnar eru aðallega frá Englandi, en einnig fást þýskar gler- og stálvörur. Allra heil- agra messa íBreið- holtskirkju FYRSTA sunnudag í nóvember er allra heilagra messu minnst í lúth- ersku kirkjunni að fornum sið en á allra heilagra messu minnist hinn kristni söfnuður sérstaklega þeirra sem látnir eru og þakkað er fyrir líf þeirra og þjónustu. Af þessu tilefni verður á morgun sérstök messa í Breiðholtskirkju í Maður þarf ekki að vera í jólafötunum hjá ljósmyndaranum. Lára Long, Ijósmyndari LJOSMYNDARINN í MJODDINNI J SÍMI 557 9550 Mjódd kl. 14. Við þessa athöfn verð- ur samleikur á kontrabassa og píanó og kertaljós tendrað til minn- ingar látinna. Að messu lokinni verður síðan kaffísala í safnaðar- heimilinu til stuðnings orgelsjóði kirkjunnar. ■ OPNUNAR- og afmælishátíð æfingastöðvarinnar World Class verður í dag, laugardag, að Fells- múla 24 frá kl. 15-20. Þar verður m.a. boðið upp á stærstu súkkulaði- köku á íslandi, Sálin hans Jóns míns og Stjórnin leika, tískusýning verður frá Nike, Esso-tígurinn kem- ur o.fl. Boðið verður upp á pizzur frá Domino’s og kynntur Orkudrykkur frá Vífilfelli og Gatorade drykkurinn frá Sól. ------4----------- Tich Frier kem- ur í næstu viku MISSAGT var í blaðinu í gær að írsk stemming yrði á Ara í Ögri um þessa helgi. Gestir fá að njóta tónlistar Tich Frier um næstu helgi. Ef stórafmæli er í vændum Jóhannes Long ljósmyndari Ásholti 2, - sími 552 2700. Jóhannes Long

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.