Morgunblaðið - 07.11.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.11.1995, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 1995 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Kristján BENSÍNSTÖÐ Orkunnar hf., sem opnuð var fyrir utan Hagkaup á Akureyri á laugardag, mun ekki siija lengi ein að markaðnum fyrir mannlausar^sjálfsafgreiðslustöðvar í höfuðstað Norður- lands því að á næstunni verður opnuð svipuð stöð við stórmarkaðinn Nettó. Fyrirhuguð sjálfsafgreiðslustöð Nettó á Akureyri Olíufélögin bíða viðbragða almennings EKKI virðist mega búast við verð- lækkunum hjá olíufélögunum þremur beint í kjölfar opnunar þriggja nýrra sj álf safgreiðslustöðva fyrirtækisins Orkunnar á laugardag. Hjá olíufélög- unum fengust þær upplýsingar að beðið yrði átekta eftir viðbrögðum almennings við bensínstöðvum Ork- unnar. Kristinn Bjömsson, forstjóri Skeljungs, sagði í gær að hjá olíufé- lögnnum væru nú „allir að horfa hver á annan“. Á Akureyri er hins vegar að vænta viðbragða á næst- unni og hefur þegar fengist sam- þykki fyrir breytingu á bæjarskipu- lagi til að opna bensínstöð með sjálfs- afgreiðslu við verslunina Nettó. Engir afgreiðslumenn eru á bens- ínstöðvum Orkunnar á Akureyri í Kópavogi og Reykjavík. Orkan selur bensín á lægra verði en gengur og gerist á hefðbundnum bensínstöðv- um og er munurinn allt frá tæplega þremur krónum til fimm króna eftir því um hvemig bensín er að ræða og hvaða þjónustu hin olíufélögin bjóða upp á. Samkeppni svarað á Akureyri Bensínstöð Orkunnar á Akureyri er við verslun Hagkaupa þar í bæ, aðeins sex hundruð metra frá stór- markaðnum Nettó. Nettó er í beinni samkeppni við Hagkaup og hyggst bregðast við með opnun sams konar „VIÐ ERUM mjög ánægðir með þær viðtökur sem Orkan hefur fengið. Það má segja að það séu búnar að vera stanslausar biðrað- ir á öllum stöðvunum frá því að við opnuðum. Þetta hefur tekist mjög vel og greinilegt er að þetta er eitthvað sem þörf var fyrir á markaðnum," sagði Hörður Helgason, framkvæmdastjóri Orkunnar hf.. Hörður vildi ekki gefa upplýs- bensínstöðvar og Orkan rekur. „Við ætlum að bæta við ákveðinni þjónustu til að standast samkeppn- ina,“ sagði Hannes Karlsson, deild- arstjóri matvörudeildar Nettó. Hann sagði að sú breyting, sem gera þyrfti til að reisa bensínstöð við verslun Nettó, væri komin inn í skipulag Akureyrarbæjar, en bæjarbúar hefðu nú frest til athugasemda. Ætlunin er að bensínstöðin verði hluti af versl- un Nettó og ekki verði stofnað sér- stakt fyrirtæki um hana. Þótt olíufélögin þijú, Olíufélagið hf., Olíuverzlun íslands hf. (OLIS) og Skeljungur hf. hyggist ekki blása til verðstríðs eftir þessa innrás Ork- unnar, sem er að V, hlutum 1 eigu fjárfestingafélagsins Þors hf., dótt- urfélags eignarhaldsfélags Jóhann- esar Jónssonar í Bónus og fjölskyldu hans, inn á bensínmarkaðinn eru innanbúðarmenn þar í viðbragðs- stöðu. Að bera saman epli og appelsínur „Við ætlum að fylgjast með þró- uninni," sagði Thomas Möller, fram- kvæmdastjóri markaðssviðs OLÍS. „Við munum kanna óskir viðskipta- vina og fara eftir þeim.“ Thomas hélt því fram að ekki væri verið að selja sömu vöru á bens- ínstöðvum Orkunnar og gerðist ann- ars staðar og rétt eins mætti „bera ingar um hve salan hjá Orkunni hefði verið mikil um helgina. Hann sagði einungis að forráða- menn fyrirtækisins væru mjög ánægðir með viðtökurnar. Hörður sagði að stjórnendur Orkunnar hefðu ekki uppi nein áform um að hækka verð á bens- ininu. Þetta verð væri komið til að vera svo fremi sem verðbreyt- ingar yrðu ekki á heimsmarkaðs- verði á bensíni. saman epli og appelsínur". „Orka selur ekki bensín með hreinsiefnum eins og yfirleitt tíðkast í Evrópu," sagði Thomas og sagði að þessi gæðamunur hefði ekki komið fram í málflutningi Orkunnar. Þórólfur Amason, framkvæmda- stjóri markaðssviðs Olíufélagsins hf. (ESSO), sagði að vitað hefði verið lengi að þetta stæði til og hjá Olíufé- laginu yrði brugðist við með því að leggja áherslu á að á þess vegum væri boðið upp á mein þjónustu. „Við skulum sjá hvað þeir hanga lengi á þessu,“ sagði Þórólfur. „Við munum að minnsta kosti ekki bregð- ast við með því að minnka þjón- ustuna.“ „... bjóða betri kjör en eigin umboðsmönnum“ Þórólfur kvaðst þess fullviss að Skeljungur borgaði með olíunni, sem fyrirtáákið seldi Orkunni í heildsölu. „Þeir bjóða [Orkunni] betri kjör en eigin umboðsmönnum," sagði hann og bætti við að til þess að Orkan gæti selt bensín á umræddu verði yrði heildsöluverðið að vera tveimur krónum lægra en gengur og gerist, þar sem sölulaun á bensínstöð væru yfirleitt þijár krónur á hvern lítra. '„Við munum bregðast við ótt og títt,“ sagði Kristinn Björnsson fyrir hádegi í gær, en síðdegis hafði hann snúið við blaðinu og sagði að við- brögð olíufélagsins Skeljungs yrdu „að sjá hvað setur“. Kristinn kvaðst vilja láta nýjabrumið fara af sjálfsaf- greiðslustöðvunum og bætti við að sér sýndist „ísland sæmilega sett með bensínstöðvar". Hann benti á að bensínsala hefði dregist saman á íslandi í fyrsta skipti í fjölda ára og væri nú um tveimur milljónum lítra minni nú en á sama tíma í fyrra. Að meðaltali seljast 175 til 180 miiljónir lftra af bensíni á íslandi á ári og sagði Kristinn að sennilega mætti meðal annars rekja samdráttinn til sparneytnari bifreiða. Hann sagði kyndugt að samkeppni væri að aukast og erlendir aðiljar horfðu girndaraugum til íslands á sama tíma og bensínneysla væri að dragast saman. Þörfin var fyrir hendi á markaðnum Eggjaframleiðsla verði felld undir samkeppnislög FRAMKVÆMDASTJÓRN Vinnu- veitendasambandsins krefst þess að bundinn verði endir á óeðlilega við- skiptahætti á eggjamarkaði og að framleiðsla og sala eggja lúti sömu reglum og hver önnur iðnaðarfram- leiðsla. Til þess að svo megi verða leggur VSÍ áherslu á að eggjafram- leiðsla verði felld undir samkeppnislög og opinberri verðlagningu verði tafar- laust hætt ásamt því að tollar á eggj- um verði lækkaðir svo að innflutning- ur veiti dnnlendri" framleiðslu aðhald. Verðið geti lækkað um þriðjung Þetta kemur fram í samþykkt framkvæmdastjórnar VSÍ um fram- leiðslu og sölu á eggjum. Einnig krefst VSÍ þess að innheimtu gjalda af innfluttu kjarnfóðri verði viðhald- ið, þá verði öllum framleiðendum endurgreiddur fóðurtollurinn og end- urgreiðslurnar gangi undanbragða- laust beint til hvers framleiðenda. VSÍ telur að engin rök standi til þess að eggjaframleiðsla búi við ann- að starfsumhverfi en gildir um aðra iðnaðarframleiðslu og engin sýnileg rök séu fyrir því að verðlag á eggjum víki meira frá því sem gerist meðal nágrannaþjóðanna en almennt gerist með iðnaðarvörur. Af því leiði að verð á eggjum eigi að geta lækkað um allt að þriðjung með 0,1% áhrif- um á vísitölu neysluverðs. Jafnframt telur VSÍ að með eðlilegum við- skiptaháttum megi ná fram umtals- verðri lækkun eggjaverðs. Mamma kenndi mér mann- ganginn BRAGI Þorfinnsson, 14 ára gam- all nemandi í Æfingaskóla Kenn- araháskólans, varð unglinga- meistari 20 ára og yngri á Ungl- ingameistaramótinu í skák sem lauk sl. sunnudag. Bragi hlaut sex vinninga af sjö mögulegum. I öðru sæti varð Arnar Erwin Gunnars- son með fimm og hálfan vinning og í þriðja sæti hafnaði Davið Kjartansson með 5 vinninga. Bragi lærði að tefla sex ára gam- all og tefldi hann við bróður sinn, Björn, á Unglingameistaramótinu. Skákinni lauk með bróðurlegu jafntefli. „Það er mjög gaman hve vel þetta gekk. Eg byijaði að tefla á æfingum hjá Taflfélagi Reykja- víkur sex ára gamall og hef hald- ið því við síðan. Eg tefK þrisvar til fjórum sinnum í viku að jafnaði og oftar þegar mót eru,“ sagði Bragi. Hann er í Æfingaskóla Kenn- araháskólans og tefldi á fyrsta borði skáksveitar skólans sem varð Norðurlandameistari skóla- skáksveita í Danmörku fyrir stuttu. „Það var eiginlega mamma sem kenndi mér mannganginn og pabbi tók síðan við af henni. Það kunna allir mannganginn í fjöl- skyldunni og bróðir minn er reyndar mjög góður skákmaður," sagði Bragi. I sigurlaun fær Bragi að tefla á alþjóðlegu móti erlendis og hall- aðist hann helst að því að fara til Bandaríkjanna. Endurnýjun Sogsvirkj- ana kostar 1,1 milljarð SAMKVÆMT áætlun sem Lands- virkjun hefur gert um endurbætur á Sogsvirkjunum kostar viðgerð á þeim 1.140 milljónir króna. Mark- miðið með þessum endurbótum er að tryggja öruggan rekstur þeirra til næstu 30-40 ára. Þessar upplýsingar komu fram á Alþingi í svari iðnaðarráðherra við fyrirspum frá Össurri Skarphéðins- syni alþingismanni. í svarinu segir að Sogsvirkjanirnar séu komnar vel til ára sinna og víða gæti einkenni öldrunar sem ekki sé hægt að bæta lengur með venjubundnu varnarvið- haldi, Bilanir hafi farið vaxandi á undanfömum árum og því sé nauð- synlegt að gera víðtækar endurbæt- ur á búnaði og mannvirkjum. „Með tilliti til þessa hefur Lands- virkjun gert áætlanir um víðtækar endurbætur á stöðvunum á kom- andi ámm í þeim tilgangi að lengja líftíma þeirra og tryggja öruggan rekstur þeirra til næstu 30-40 ára. Meðal helstu framkvæmda sem ráð- ast þarf í er að lagfæra stíflur og styrkja stöðvarhús ásamt því að endurnýja eða endurbæta lokur, rofabúnað, aflspenna og ýmsan hjálparbúnað. Undirbúningur og hönnun er þegar hafín en gert er ráð fyrir að ljúka verkinu fyrir árið 2000,“ segir í svari iðnaðarráð- herra. í svarinu segir að áætlaður fram- kvæmdakostnaður við endumýjun Ljósafossstöðvar sé 530 milljónir, írafossstöðvar um 390 milljónir og Steingrímsstöðvar um 220 milljónir. Morgunblaðið/Ásdís BRAGI Þorfinnsson, nýbakaður unglingameistari í skák, við taflborðið heima hjá sér. Athugasemd við leiðara Morgunblaðsins MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd við leið- ara blaðsins sunnudaginn 5. nóv- ember sl: „í leiðara í Morgunblaðinu í dag er gefið til kynna að trygginga- kerfið taki ekki þátt í að greiða þann mikla kostnað sem hlýst af hjartaaðgerð sem sex mánaða gömul stúlka með sjaldgæfan hjartagalla þarf að fara í erlendis. Undirritaður óskar eftir að koma á framfæri leiðréttingu vegná þessa. Hið rétta er að í svona til- vikum greiðir Tryggingastofnun ríkisins allan kostnað á sjúkrahús- inu erlendis (rannsóknir, skurðað- gerð og aðra meðferð). Auk þess greiðir Tryggingastofnun ferða- kostnað sjúklings og eins aðstand- anda, ef um barn er að ræða eða fullorðinn einstakling sem þarfn- ast mikillar aðstoðar eða stuðn- ings. Jafnframt er greiddur kostn- aður vegna fylgdar fagfólks, læknis og/eða hjúkrunarfræðings, ef talin _er þörf á slíkri fylgd á leiðinni. Á vegum Tryggingastofn- unar starfar nefnd fimm yfir- lækna, sem eiga að hafa góða yfirsýn yfír hvaða meðferð er • . hægt að veita hérlendis og hvenær þörf er á að senda fólk í meðferð 1 á sjúkrahúsum erlendis. Þessi nefnd afgreiðir allar umsóknir um að senda íslendinga í meðferð er- Iendis. Eðlilegt hefði verið að leið- arahöfundur hefði leitað upplýs- inga hjá Tryggingastofnun rík- isins um gang slíkra mála áður en leiðari þessi var skrifaður. Sigurður Thorlacius tryggingayfirlæknir." Aths. ritstj.: Morgunblaðið hefur bersýnilega farið með rangt mál í forystugrein sl. sunnudag og er hér með beðist afsökunar á því. Hið jákvæða er hins vegar, að Tryggingastofnun tekur svo mikinn þátt í umræddum kostnaði. Á næstu dögum mun Morgunblaðið birta rækilega út- tekt á því, hvaða kostnaður er greiddur af Tryggingastofnun og 1 hvaða kostnaður lendir á aðstand- j endum í tilvikum sem þessum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.