Morgunblaðið - 07.11.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.11.1995, Blaðsíða 29
28 ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBEH 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. FALLINN FORINGI YTZHAK Rabin, forsætisráðherra ísraels, var borinn til gra-far í gær að viðstöddum fjölmörgum þjóðarleiðtog- um, þar á meðal Davíð Oddssyni, sem var fulltrúi íslenzku þjóðarinnar við útförina. Rabin helgaði mestan hluta starfs- ævi sinnar vopnaðri baráttu fyrir- fullveldi þjóðar sinnar, en féll fyrir morðingja hendi sem maður friðarins. Morðið á Rabin er til vitnis um þær hættur, sem friðflytj- endur leggja sig í við ætlunarverk sitt, ekki sízt í því eld- fima andrúmslofti, sem um áratuga skeið hefur ríkt í Mið- austurlöndum. Þess er skemmst að minnast, að annar frið- flytjandi, Anwar Sadat Egyptalandsforseti, var myrtur í kjölfar friðarsamninga hans og Menachems Begins árið 1978. Einkennandi er fyrir bæði morðin, að þau voru fram- in af trúarofstækismönnum, annars vegar myrti heittrúað- ur gyðingur leiðtoga þjóðar sinnar á fjölmennum útifundi, en hins vegar gerðu íslamskir bókstafstrúarmenn atlögu að Sadat á hersýningu. Rabin átti langan og glæstan feril að baki í þjónustu málstaðar gyðinga. Hann tók þátt í vopnaðri baráttu fyrir stofnun Ísraelsríkis og ávann sér skjótan frama í ísraels- her. Hann varð þjóðhetja sem yfirmaður hersins í kjölfar sigursins í sex daga stríðinu 1967. Eftir það varð hann sendiherra í Washington, en sneri sér að stjórnmálum á vegum Verkamannaflokksins 1971. Hann gegndi ýmsum ráðherraembættum, varð m.a. forsætisráðherra við afsögn Goldu Meir 1974 en sagði af sér 1977. Þá tók Simon Per- es við sem leiðtogi Verkamannaflokksins. Flokkurinn valdi Rabin sem forsætisráðherra 1992 og Peres varð utanríkis- ráðherra. Þeir tveir hófu friðarumleitanir, sem lyktaði með samkomulagi við Arafat 1993. Þeir hlutu saman friðarverð- laun Nóbels ári síðar. Vegna frækins ferils síns sem stríðsmaður treystu ísra- elsmenn Rabin betur en flestum öðrum til að gæta öryggis ríkisins og þess vegna nutu samningarnir við Palestínu- menn stuðnings meirihluta þeirra. Það var sannfæring Rabins, að öryggi ísrels væri bezt tryggt með friðsamlegri sambúð við Palestínumenn. Frá sannfæringu sinni hvikaði hann ekki, jafnvel þótt heittrúaðir landnemar- gyðinga á hernumdu svæðunum snerust heiftarlega gegn honum, að ekki sé talað um palestínska öfgamenn. íslendingar sem aðrir urðu þrumu lostnir yfir ódæðinu í Tel Aviv og harma fallinn leiðtoga ísraelsmanna. Óskandi er, að friðarstarfi Rabins verði haldið áfram og fráfall hans verði til að einangra öfgahópa sem spilla vilja friðnum. STUÐNINGUR VIÐ UFFE ELLEMAN * ISLENDINGAR, Norðmenn og að sjálfsögðu Danir styðja Uffe Elleman Jensen í stöðu framkvæmdastjóra Atlants- hafsbandalagsins, allar norrænu þjóðirnar, sem eru aðilar að bandalaginu. Heyrzt hefur að Bandaríkjamenn hafi bætzt í hópinn og kann það að hafa úrslitaáhrif. Bretar og meginlandsþjóðirnar hafa hins vegar lýst stuðningi við Hollendinginn Ruud Lubbers, sem á glæsilegan feril að baki sem stjórnmálamaður, ekki síður en Uffe Elleman. Framkvæmdastjórar Atlantshafsbandalagsins hafa fram að þessu annaðhvort verið brezkir eða frá meginlandinu, nú síðast Belginn Willy Claes. Þess vegna er ekki úr vegi, að norrænn áhrifamaður verði fyrir valinu að þessu sinni. Inn í valið blandast um þessar mundir mismunandi afstaða meginlandsþjóðanna og Bandaríkjamanna til átakanna í Bosníu. Bandaríkjamenn hafa verið hlynntari hernaðarað- gerðum en Evrópuþjóðirnar til að binda enda á átökin þar. Framundan eru mikilvægar ákvarðanir um hlutverk Atl- antshafsbandalagsins í Bosníu við að framfylgja væntanleg- um friðarsamningum stríðandi fylkinga. Bandaríkjamenn hafa haft veg og vanda af friðarumleitunum að undanförnu og telja væntanlega æskilegt, að nýr framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins hafi svipaðar skoðanir í þeim efn- um. Uffe Elleman Jensen var um árabil utanríkisráðherra Dana og er leiðtogi miðjuflokksins Venstre. Hann hefur fastmótaðar skoðanir og er óhræddur að lýsa þeim. Uffe Elleman er ótrauður stuðningsmaður norrænnar samvinnu og samstarfs Evrópuríkja, en hann telur mikilvægi Evrópu- sambandsins ekki sízt felast í öryggishagsmunum álfunnar. Uffe Elleman þekkir mjög vel til allra aðstæðna á ís- landi og hefur átt mikið samstarf við íslendinga. Stuðning- ur ríkisstjórnar Islands við hann er því eðlilegur, þegar hagsmunir lands og þjóðar eru hafðir í huga. ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 1995 21 Dáður og þekktur og var örmagna af þreytu. Skömmu áður en Sex-daga stríðið braust út lagðist hann veikur í rúmið og var sagt að hann þjáðist af heiftarlegri „nikótín-eitrun". Hann bað Wiezman um að taka við stjórn hersins. En Rabin tók aftur við stjórninni þegar árásin hófst og stjórnaði glæsilegri herför ísraelshers, sem braut sér leið inn á Sínaí-skaga, Vesturbakkann og Gólan-hæðirnar og tók aftur hinn gamla hluta Jerúsalem-borgar. YITZHAK RABIN TEKUR í hönd Yassers Arafats, leiðtoga Frelsishreyfingar Palestínu (PLO) við Hvíta húsið í Washing- ton þann 13. september 1993. Þetta sögulega handtak innsiglaði friðargjörðina sem þeir Arafat, Rabin og Shimon Peres utanríkisráðherra fengu síðar Friðarverðlaun Nóbels fyrir. YITZHAK Rabin, forsætis- ráðherra ísraels, sem féll fyrir morðingjahendi á laugardagskvöld varð heimsþekktur maður sökum fram- göngu sinnar og hörku á vígvellinum en galt fyrir tilraunir sínar til að tryggja friðinn með lífi sínu. Rabin kallaði yfir sig fordæmingu landnema og þeirra sem lengst eru taldir til hægri í ísraelskum stjórnmálum er hann undirritaði friðarsamningana í Ósló í september 1993. Hatursmenn forsætisráðherrans óttuðust um framtíð sína og margir fordæmdu friðargjörðina á þeim forsendum að verið væri að færa helgan svörð í hendur trúvillinga. Þegar ísraelar bjuggu sig undir að draga herafla sinn frá Vesturbakkanum ætlaði allt um koll að keyra og Rabin fékk við- vörun frá ísraelsku leyniþjónustunni, Mossad, um að líf hans kynni að vera í hættu. Hann hafði aldrei það miklar áhyggjur af öryggi sínu að hann léti það hafa áhrif á áform sín og ferðir. Hann var skotinn tveimur skotum af stuttu færi eftir að hafa haldið ræðu á fjölmennum friðar- fundi í Tel Aviv á laugardagskvöld. Yitzhak Rabin var ekki ákafur friðarsinni. Hann var harður og jafn- vel miskunnarlaus hermaður. Hann var ekki yfirkominn af tilfinninga- semi þegar helgi landsins var annars vegar Iíkt og Menachem Begin, sem jafnan ræddi um hina „óforgengilegu arfleifð Júdeu og Samaríu“. Hann vildi tryggja öryggi Israels og efna- hagslega hagsæld landa sinna og taldi hernámssvæðin vera byrði á ísrael bæði í efnahagslegu, hernað- arlegu og pólitísku tilliti. Sem herfor- ingi vildi hann losa fyrrum samheija sína og undirmenn undan þeirri slít- andi auðmýkingu sem var samfara því að reka hernámslið. Reynslulaus í ráðherraembætti Rabin varð fyrst forsætisráðherra Israels í apríl árið 1974 þegar Golda Meir sagði af sér eftir Yom Kippur- stríðið. Það voru glæstir sigrar Rab- ins á vígvellinum sem tryggðu honum þetta háa embætti. Rabin varð fimmti forsætisráðherrann í sögu ísraels og sá fyrsti sem var fæddur í landinu. Síðar sagði hann að af öll- um þeim mistökum sem hann gerðist sekur um á fyrstu mánuðum sínum í embætti hefði sú ákvörðun hans að taka við þessu starfi verið þau stærstu. Reynslu hafði hann litla af stjórnmálum. Hann hafði setið á þingi í nokkra mánuði og í ríkisstjórn í örfáar vikur. Eðlilegt hefði verið að varnarmálaráðherra ísraels, Mosche Dyan, tæki við af Goldu Meir. Mistökin í Yom Kippur-stríðinu höfðu hins vegar gert að verkum að blettur hafði fallið á ímynd hans og aðrir ráðherrar voru af ýmsum „Neyddur til að taka mér byssu í hönd“ Yitzhak Rabin, forsætisráðherra ísraels, sem féll fyrír morðingjahendi á laugardagskvöld, átti glæstan feril að baki sem herforinffl er hann gerðist stjómmálamaður. Hann var annálað hörkutól og af þeim sökum tókst honum að sannfæra landa sína um réttmæti þess að láta af hendi land fyrir frið. ástæðum ekki taldir sannfærandi frambjóðendur. Rabin var flekklaus. Hann var nýkominn aftur til heima- landsins eftir að hafa verið sendi- herra í Bandaríkjunum þegar stríðið braust út. ísraelar höfðu ekki gleymt dirfsku hans og kænsku í Sex-daga- stríðinu og töldu að hann einn gæti endurreist sjálfstraust þjóðarinnar. Rabin átti eftir að sýna að hann væri þess megnugur. Ein glæstasta stundin á ferli hans rann upp í júní- mánuði 1976 þegar Palstínumenn rændu þotu frá Air France-flugfélag- inu með 105 Israelum og neyddu flugstjórann til að lenda henni í En- teppe. Björgunaraðgerðin þykir enn í dag dæmi um meistarastykki á þessu sviði. Hún einkenndist af mik- illi dirfsku og framkvæmdin var óað- finnanleg. Það var hershöfðinginn fyrrverandi, Rabin, sem fór yfir hvern lið áætlunarinnar og velti fyrir sér líkunum á því að slík aðgerð gæti heppnast. Og það var hann sem gaf fyrirskipun um að haldið skyldi af stað. Sjálfur sagði hann síðar að hann hefði verið „hengdur á opinber- um vettvangi" hefði aðgerðin mis- heppnast. Hann stóð uppi sem hetjan. Hrifningarbylgjan hjaðnaði fljótt. Klofningur og andleysi einkenndi Verkamannaflokkinn þegar Rabin tók við honum. Valdaþreyta var tek- in að gera vart við sig og fjármála- hneyksli voru upplýst. I febrúar 1977 varð Rabin fyrir miklu áfalli er mað- ur sem hann hafði tilnefnt í embætti Seðlabankastjóra var dæmdur til fangelsisvistar vegna svika og mútu- greiðslna. Sama ár, rétt fyrir þing- kosningar, var síðan upplýst að eigin- kona Rabins ætti gjaldeyrisreikning sem skráður væri á þau bæði. Þarna var í raun um tæknilega yfirsjón að ræða en Rabin taldi sér skylt að segja af sér. Vonleysi og depurð hafði tek- ið við af þeirri birtu og bjartsýni sem einkennt hafði fyrstu ár hans í emb- ætti. Shimon Peres tók við embætti flokksleiðtoga og tapaði kosningun- um. Sambandið á milli þessara tveggja manna var alltaf með sér- stökum hætti, það einkenndist af spennu og þeir áttu fátt sameigin- legt. Yitzhak Rabin var fæddur her- maður en Peres fékk stjórnmálagáf- una í vöggugjöf. Þeir voru báðir tor- tryggnir. Þótt grunsemdir þeirra um óheillindi hvors annars hafi trúlega ekki verið á rökum reistar tókst þeim að yfirvinna fjandskapinn í þágu þess að leita leiða til að tryggja frið- inn. Það starf hófst er Rabin varð aftur forsætisráðherra árið 1992. í fangabúðum Yitzhak Rabin var fæddur í Jerú- salem 1. mars 1922. Hann stundaði nám í búnaðarfræðum og hugðist taka til starfa á samyrkjubúi. Hann komst hins vegar í kynni við félaga í Palmach en svo nefndist ein af hreyfingum leynihers gyðinga. Árið 1941 tók hann þátt í mikilli dirfsku- för er hann hélt inn í Sýrland og Líbanon, sem Vichy-stjórnin í Frakk- RABIN ÁSAMT eiginkonu sinni Leu fyrir tæpu ári. Henni tókst aldrei að breyta eiginmanni sinum í samkvæmisljón og sjálfur taldi hann fullkomna skemmtun felast í góðum knattspyrnuleik. skýra frá þyí að í Lydda Ramleh hafi arabarnir verið þvingaðir í burt í krafti vopnavalds. Rabin var í samninganefnd ísra- ela í friðarviðræðunum við Egypta en neitaði síðan að skrifa undir sáttargjörðina á þeirri forsendu að ísraelar hefðu sýnt of mikla linkind. Rabin tók síðar við Negev-herfylk- inu ísraelska sem síðar rann saman við það sjöunda. Á árunum 1950 -1952 stjórnaði hann skóla fyrir herforingja og var yfirmaður að- gerða og skipulagningar í ísraelska herráðinu. Árið 1956 var hann hækkaður í tign og gerður ábyrgur fyrir allri þjálfurj innan ísraelshers en á milli hafði hann lagt stund á herfræði í Bretlandi. Árið 1956 var hann yfirforingi Israelshers á norðurvígstöðvunum en viðbúnaðurinn þar miðaðist einkum við að ógnunina frá Sýrlandi. Rabin kunni lítt að meta það starf og lýsti sjálfum sér sem „atvinnulausa her- foringjanum". Árið 1959 tók hann að gerast óþolinmóður og íhugaði að láta af störfum í hernum. En Ben Gourion tókst að telja hann ofan af þeim áformum með því að heita hon- um stöðuhækkun. Árið 1961 var hann skipaður aðstoðarforseti ísra- eska herráðsins. Tveimur árum síðar tók hann síðan við herráðinu og varð þar með æðsti yfirmaður hermála í Israelsríki. Rabin beitti sér fyrir ýmsum breytingum innan hersins einkum á sviði stjómunar og ákvarð- anatöku. Hann lagði ríka áherslu á að efla landherinn en fékk því jafn- framt framgengt að bryndeildum væri fjölgað og flugherinn styrktur. Þegar Nasser Egyptalandsforseti sendi hersveitir sínar inn á Sínaí- skaga í maímánuði 1967 taldi Rabin í fyrstu að Egyptar væru einungis að sýna hvers þeir væru megnugir. Hann skipti hins vegar um skoðun þegar Egyptar tóku að hamla sigling- um ísraelskra skipa. Forsætisráð- herra Israels var þá Levi Eshkol sem hafði einnig, líkt og forveri hans í embætti Ben Gurion, verið varnar- málaráðhérra. Eskhol hafði aldrei áður þurft að glíma við herfræðilegan vanda. Því kom það í hlut Rabins að stýra varnarmálaráðuneytinu. Álagið reyndist gífurlegt og því létti ekki að hluta fyrr en Moshe Dyan var skipaður ráðherra landvarna. Þá þegar var álagið tekið að setja mark sitt á Rabin. Hann var ekki maður þeirrar gerðar að geta varpað af sér öllum áhyggjunum með því að gleðj- ast í góðra vina hópi. Hann var íhug- ull og fremur ómannblendinn, gat ekki losað huga sinn við fyrirliggj- andi verkefni og tók álagið inn á sig. Skömmu áður en bardagarnir bloss- uðu upp fékk Rabin áfall, líkt og aðstoðarmaður hans, Ezer Weizman, skýrði síðar frá. Hann keðjureykti RABIN (lengst til hægri) skálmar inn í Jerúsalem við lok Sex-daga- stríðsins í júní 1967. Hann var þá aðstoðarforseti ísraelska herráðs- ins. Honum á hægri hönd er Moshe Dyan varnarmálaráðherra. landi réði, til að vinna skemmdar- verk. Eftir 45 kílómetra langa göngu fór Rabin úr skónum klifraði upp í staura og tók að klippa niður símalín- urnar. Þremur árum síðar fór hann fyrir herdeild Palmach sem lét til skarar skríða gegn breskum sveitum og tókst að leysa úr haldi um 200 ólöglega innflytjendur sem Bretar höfðu handtekið. í júní 1946 var Rabin handtekinn og dæmdur til fimm mánaða fangabúðavistar. Þeg- ar honum var sleppt úr haldi í nóvem- ber 1946 var hann skipaður herfor- ingi annarar stórdeildar Palmach. Árið 1948 varð hann foringi Harel- herfylkisins. í Sjálfstæðisstríðinu tók hann þátt í bardögunum um Jerúsalem auk þess sem hann barðist á Lydda Ramleh-vígstöðvunum í miðri Palest- ínu. ísraelar héldu því alltaf fram að þeir arabar sem yfirgáfu heimili sín hefðu gert það af fúsum og fijáls- um vilja. í æviminningum Rabins hikar hann hins vegar ekki við að Rabin var hampað sem sigurveg- ara stríðsins, ekki aðeins í ísrael heldur víða um heim. Hann varð heimsþekktur maður sakir þeirrar snilli sem hann þótti sína er hann stýrði ísraelsher til fullnaðarsigurs á óvinum sínum á aðeins sex dögum. Viðbrögð ísraelshers við árás hinna óvinveittu nágranna sinna þótti sígilt dæmi um snilld á sviði herfræða auk þess sem Israelar áunnu sér virðingu fyrir það hversu öflugur og vel þjálf- aður herafli þeirra var. Þeirrar ótta- blöndnu virðingar njóta þeir enn. Þegar Rabin ákvað að fara á eftir- laun sem herforingi við árslok 1967 var staða hans í Israel slík að hann gat valið um embætti í ríkisstjórn. Þennan meðbyr kaus hann ekki að nýta sér til fullnustu en gerðist þess í stað sendiherra ísraela í Washing- ton D.C. Þetta var einkennileg ákvörðun og starfið færði honum litla gleði. Allt upplag Rabins var með öðrum hætti en sæma þykir stjórnar- erindreka. Alþjóðlegar samskipta- reglur voru honum framandi sem og sú yfirborðsmennska sem á stundum þykir einkenna þetta líf. Þegar Golda Meir tók við embætti forsætisráð- herra af Eskhol kaus Rabin að vísa erindum frekar til hennar heldur en til Abba Eban utanríkisráðherra. Árið 1972 lét Rabin til sín taka í bandarískum stjórnmálum er hann gerðist yfirlýstur stuðningsmaður Richards Nixons Bandaríkjaforseta sem þá barðist fyrir endurkjöri. Nix- on vann og margir Bandaríkjamenn dáðust að því hversu ófeiminn Rabin var við að tjá skoðanir sínar. Hann náði einnig sérlega vel til gyðinga búsettra í Bandaríkjunum. Rabin hafði eintóna, dimma rödd sem ávallt virtist hafa einhvern boð- skap að færa. Hann var langt frá því að vera góður ræðumaður í hefð- bundinni merkingu þess orðs ,sér- staklega ekki þegar hann talaði ensku. Hann virtist fremur ómann- blendinn og reyndi lítt að skapa af sér þá ímynd að þar færi glæsi- menni. í þessu birtist sjálfstraust hans og þessi sérkenni hans urðu hans helsti styrkur á opinberum vet- vangi. Hann þótti hins vegar mynd- arlegur og blá augu hans sýndu að þar fór maður skarpur og viljasterk- ur. Hann kvæntist Leu Schlossberg og eignaðist með henni tvö börn. Sagt var um Leu að hún hefði tekið sér Jaqueline Onassis til fyrirmyndar en henni tókst ekki að gera Rabin að manni samkvæma og gestagangs. Olíkt Moshe Dyan, sem naut ágætrar kvenhylli og kunni vel við sig innan um glæsilegar konur, var Rabin fyrir- munað að taka þátt í samkvæmislífi eftir að starfinu sleppti og hélt ávallt heim eftir vinnu á kvöldin. Hugtakið „skemmtun“ var í hans huga góður knattspyrnuleikur. Hann naut þess að drekka gott vín en aldrei sá á honum opinberlega. Þótt Rabin hafi ekki verið fæddur stjórnmálamaður átti hann ekki langt að sækja stjórnmálaáhugann. For- eldrar hans, sem voru rússneskir inn- flytjendur, gerðust virkir þátttakend- ur í starfi Verkamannaflokksins. Rabin gekk hins vegar ekki í flokkinn fyrr en árið 1971 og var kjörinn til setu á þingi Israels, Knesset, tveimur árum síðar. Eftir sex mánaða setu þar var hann orðinn ráðherra at- vinnumála. Osigurinn í þingkosningunum 1977 varð Rabin áfall og um nokk- urt skeið virtist sem pólitískur ferill hans væri jafnvel á enda. Árið 1984 tók hann hins vegar við embætti varnarmálaráðherra í samsteypu- stjórn Verkamannaflokksins og Likud-bandalagsins. Ári síðar kom hann herafla Israela út úr ógöngun- um í Líbanon. Tveimur árum síðar blossaði uppreisn Palestínumanna á hernámssvæðunum, intifada, upp. Fjölmiðlar víða um heim fylltust vandlætingu er þeir höfðu eftir Yitz- hak Rabin að hann hefði fyrirskipað ísraelsher að „brjóta bein Palestínu- manna“. Hann neitaði að hafa látið þessi orð falla en yfirlýsingin mæltist vel fyrir í ísrael. Hermdarverkamönnum refsað Shimon Peres hafði nú stýrt Verkamannaflokknum í fernum kosningum í röð án þess að vinna sigur og töldu því ráðamenn innan flokksins tímabært að gefa Rabin tækifæri á ný í kosningunum 1992. Ákveðin örvænting bjó að baki þess- ari ákvörðun _en hún skilaði tilætluð- um árangri. ísraelar voru teknir að þreytast á boðskap Yitzhakis Sham- irs, Jeiðtoga Likud-flokksins, um Stór-ísrael og þeim hafði fjölgað ört v sem vildu gefa eftir land í skiptum fyrir frið. Á þessum tímapunkti var þörf á ákveðnum leiðtoga, hörkutóli sem hikaði ekki og það hlutverk uppfyllti Yitzhak Rabin. Hamas, hreyfing ísl- amskra bókstafstrúarmanna, gekkst fyrir fjölda hryðjuverka og tók m.a. af lífi gyðing sem tekinn hafði verið í gíslingu. Rabin brást við af hörku og fyrirskipaði í desember 1992 að 415 liðsmenn Hamas skyldu reknir úr landi og þeim gert að fara til Lí- banon. Líbanir neituðu að taka við þeim og athygli heimsbyggðarinnar beindist um stund að mönnum þess- um sem þurftu að þrauka í fimbul- kulda á einskismanns-landi um vet- urinn. Þessi atburður skaðaði mjög málstað ísraela á alþjóðavettvangi. Rabin sýndi hins vegar engin merki iðrunar enda sýndu skoðanakannanir að 91% þjóðarinnar töldu hann hafa gert rétt. Stuðningur þjóðarinnar og sú stað- reynd að þar fór rómað hörkutól gerði Rabin kleift að telja löndum sínum trú um ágæti þess að gefa eftir yfirráð yfir landi til að tryggja friðinn og leggja grunn að eðlilegum samskiptum við Palestínumenn. . Stundum er talað um „hauka“ og „dúfur" í stjórnmálafræðum eftir því hvort viðkomandi er talinn sérlega herskár eða friðsemdarmaður með afburðum. í Mið-Austurlöndum virð- ist sem einungis haukarnir geti tekið að sér hlutverk friðardúfunnar. „Haukurinn“ Yitzhak Rabin hafði náð afburðaárangri og sýndi fram á að hörkutólin geta oftlega fengið meiru framgengt með gjörðum sínum en hinir háleitu með yfirlýsingum um göfugar fyrirætlanir. í desember 1994 var Rabin launuð stefnufestan og honum þakkað fram- lag sitt í friðarþágu í Mið-Austur- löndum er hann tók við friðarverð- launum Nóbels ásamt þeim Shimon Peres, utanríkisráðherra ísraels og Yasser Arafat, leiðtoga Frelsishreyf- ingar Palestínu PLO, ári eftir undir- ritun friðarsáttmálans í Ósló. Ræðu sína þegar hann tók við Friðarverðlaununum hóf Rabin með þessum orðum: „Á þeim árum þegar flestir ungir menn eru að berjast við að leysa gátur stærðfræðinnar eða leyndardóma Biblíunnar;á þeim aldri þegar fyrsta ástin tekur að blómstra;á þeim viðkvæma aldri þeg- ar ég var sextán ára gamall; þá var mér réttur riffill til að verja mig með. Það var ekki minn draumur. Mig langaði til þess að verða vatnsafls- verkfræðingur. Ég var við nám í landbúnaðarskóla og taldi að það að vera vatnsaflsverkfræðingur væri mikilvægt hlutskipti í hinum skrauf- þurru Miðausturlöndum. Ég tel svo vera enn í dag. En þess í stað var ég neyddur til þess að taka mér byssu í hönd.“ Síðar í þessari ræðu sagði Rabin: „Sem hermaður, sem herforingi sem varnarmálaráðherra, þá gaf ég skip- anir um ótalmargar hernaðaraðgerð- ir. Og ásamt með gleði sigurstundar- innar og sorg vonbirgðanna, þá mun ég ætíð minnast stundarinnar eftir að ákvörðun var tekin - ég man klið- inn þegar herforingjarnir eða ráð- herrarnir stóðu á fætur - ég man hvernig þeir litu út er þeir fjarlægð- ust - ég man hljóðið þegar þeir lögðu hurðina gætilega að stöfum á eftir sér - og ég man þögina sem síðan skall á - þögnina þar sem ég var alltaf einn.“(Þýðing:Illugi Jökuls- son.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.