Morgunblaðið - 07.11.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.11.1995, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Sig. Jóns. FRÁ útför Lilju Óskar Ásgeirsdóttur og Þorleifs Ingvasonar í Stokkseyrarkirkju. Morgunblaðið/Halldór Guðmundsson FRÁ útför Geirþrúðar S. Friðriksdóttur og Gunnlaugs P. Kristjánssonar í Isafjarðarkirkju. Morgunblaðið/Kristinn FRÁ útför feðganna Sigurðar Þorsteinssonar og Þorsteins Sigurðssonar í Hallgrímskirkju. Morgunblaðið/Árni Sæberg FRÁ útför hjónanna Fjólu Aðalsteinsdóttur og Magnúsar Einars Karlssonar og dóttur þeirra, Lindu Bjarkar, í Víðistaðakirkju. Flateyringar j arðsungnir FJÓRAR útfarir fórnarlamba snjóflóðsins á Flateyri voru gerðar á laugardag og í Utför Lilju Oskar Asgeirsdóttur og Þor- leifs Ingvasonar var gerð frá Stokkseyrar- kirkju á laugardag, 4. nóvember. Fjölmenni var við útförina og meðal kirkjugesta var forseti íslánds, frú Vigdís Finnbogadóttir. Sr. Sigríður Óladóttir flutti bænarorð við útförina og sr. Úlfar Guðmundsson sóknar- prestur flutti minningarorð og blessun. Hin látnu voru jarðsett í kirkjugarði Stokks- eyrarkirkju. Orgelleikarar við útförina voru Pálmar Þ. Eyjólfsson og Úlrik Ólason. Alína Dubik söng einsöng, Auður Hafsteinsdóttir lék á fiðlu og kirkjukór Stokkseyrarkirkju söng ásamt félögum úr kirkjukór Gaulverjabæj- arkirlqu. Útför hjónanna Geirþrúðar S. Friðriks- dóttur og Gunnlaugs P. Kristjánssonar var gerð frá ísafjarðarkirkju siðastliðinn laug- ardag kl. 14 að viðstöddu hátt á fimmta hundrað manns. Það var sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson dómkirkjuprestur sem jarð- söng. Kirkjukór ísafjarðarkirkju og Sunnu- kórinn sungu og hjónin Sigríður Ragnars- dóttir og Jónas Tómasson léku saman á píanó og flautu. Útför feðganna Sigurðar Þorsteinssonar og Þorsteins, Sigurðssonar var gerð frá Hallgrímskirkju í gær. Hátt í þúsund manns voru við athöfnina, þar á meðal forseti ís- lands, frú Vigdís Finnbogadóttir. Séra Kjart- an Örn Sigurbjörnsson jarðsöng. Organisti var Hörður Áskelsson og Mótettukórinn söng. Elín Ósk Óskarsdóttir söng einsöng og Guðný Guðmundsdóttir og Elísabet Wa- age léku saman á fiðlu og hörpu. Útför hjónanna Fjólu Aðalsteinsdóttur og Magnúsar Einars Karlssonar og dóttur þeirra, Lindu Bjarkar, var gerð frá Víði- staðakirkju í gær. Um 500 manns voru við athöfnina, þar á meðal forseti Islands, frú Vigdís Finnbogadóttir. Séra Sigurður Helgi Guðmundsson jarðsöng, organisti var Úlrik Ólason og Hljómkórinn söng. Elín Ósk Ósk- arsdóttir og Sigurður Skagfjörð Stein- grímsson sungu einsöng, Zymon Kuran lék einleik á fiðlu og Eiríkur Örn Pálsson á flygilkosu. Kosningar um sameiningu sex sveitarfélaga á Vestfjörðum Kj ördagnr fluttur um þriár vikur LAGT hefur verið til að kosningum um sameiningu sex sveitarfélaga á norðanverðum Vestfjörðum verði frestað um þrjár vikur vegna snjó- flóðanna á Flateyri og virðist ríkja einhugur um að verða við þeirri ósk. Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna hélt fund á sunnudag til að ræða ósk Flateyr- inga um annan kjördag og sagði Þorsteinn Jóhannesson, formaður samstarfsnefndarinnar, að það hefði ekki komið annað til greina en að virða hana. „Það eru allir í doða út af þessu slysi,“ sagði Þor- steinn, en kynningarstarf vegna kosninganna hefur tafist vegna snjóflóðanna. Þorsteinn sagði að það að flytja kjördaginn myndi seinka fjárlaga- gerð, en ekki hafa áhrif að öðru leyti. ,,í mínum huga er þetta formsatriði," sagði Þorsteinn. „Mér þykir það alveg sjálfsagt," sagði Halldór Hermannsson, sveit- arstjóri Suðureyrarhrepps, um frestunartillögu nefndarinnar og í sama streng tóku Jónas Ólafsson, sveitarstjóri Þingeyrarhrepps, og Ásvaldur Guðmundsson, oddviti Mýrahrepps. Þegar samþykkt á ísafirði Kristján Þór Júlíusson, bæjar- stjóri á ísafirði, sagði að bæjar- stjórn ísafjarðarhrepps hefði sam- þykkt að verða við þessari tillögu þegar á sunnudag og kvaðst búast við að hin sveitarfélögin • myndu sigla í kjölfarið von bráðar. Kosið verður um að sameina Þingeyrarhrepp, Mýrahrepp, Mos- vallahrepp, Flateyrarhrepp, Suð- ureyrarhrepp og ísafjarðarkaup- stað. Samkvæmt skoðanakönnun blaðsins Bæjarins besta á ísafirði, sem gerð var um miðjan október, er rúmur helmingur íbúa sveitarfé- laganna sex hlynntur sameiningu. Mest var fylgið við sameiningu í Flateyrar- og Mosvallahreppi, eða 86%. í Suðureyrarhreppi voru 65% hlynnt sameiningu og aðeins 10% andvíg. Helmingur aðspurðra var hlynntur ' sameiningu á ísafirði, fjórðungur andvígur og fjórðungur óákveðinn. Andstæðingar samein- ingar voru hins vegar í meirihluta í Mýra- og Þingeyrarhreppum, eða 39%. Verði þetta niðurstaðan gæti það haft í för með sér að fjögur fyrstnefndu sveitarfélögin samein- ist, en hin tvö standi utan við, vegna þess að nú liggur fyrir þingi frumvarp um að samruni sveitar- félaga skuli ganga eftir njóti hann fylgis meirihluta í þremur fjórðu þeirra sveitarfélaga, sem at- kvæðagreiðsla snýst um. Þetta frumvarp er umdeilt, en verði það að lögum, mun það aðeins gilda um þessar einu kosningar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.