Morgunblaðið - 07.11.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 07.11.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 1995 33 með víðtæka námsörðugleika, en einnig starfa talkennarar, heyrn- leysingjakennarar og blindrakenn- ari við skólann. Ýmsar aðrar starfs- stéttir starfa við skólann svo sem sálfræðingar, félagsráðgjafi, sjúkraþjálfari, iðjuþjálfi, þroska- þjálfar, félagsþjálfí og hjúkrunar- fræðingur. Ekki er óalgengt að flestar þessar starfsstéttir tengist málum nemanda og fjölskyldu hans. Þá getur einnig reynst gott að búa yfir svo breiðum hópi sérhæfðs starfsfólks, þegar leitað er til skól- ans eftir ráðgjöf. Skólinn er einsetinn, allir nem- endur skólans byija skóladaginn árdegis. Eins og áður sagði koma nemendurnir víða að og oft eru þeir félagslega einangraðir í sínu heima- hverfi. Til þess að bregðast við þessu gefst þeim kostur á að vera í „lengdri viðveru" eftir að kennslu lýkur til kl. 16.45, þar sem boðið er upp á ýmsa tómstundaiðju, íþrótt- ir, leiki og útivist, en umfram allt samveru. Nú, þegar Öskjuhlíðarskóli hefur starfað í 20 ár sem ríkisskóli og haft það hlutverk að þjóna nemend- um úr öllum fræðsluumdæmum landsins, stendur hann eins og aðrir grunnskólar í landinu von bráðar á tímamótum þar sem um er að ræða flutning grunnskólanna til sveitarfé- laganna 1. ágúst nk. Þó hlýtur að vera reginmunur á, þegar um er að ræða flutning skóla sem þjónar nemendum margra sveitarfélaga eða þegar um almenna grunnskóla, hverfisskóla, er að ræða, þar sem allir nemendur skólans eiga lög- heimili í því sveitarfélagi, sem reka mun skólann. Sérskólarnir verða reknir af því sveitarfélagi sem þeir eru staðsettir í. Reykjavíkurborg mun því taka við rekstri Öskjuhlíð- arskóla og er mikilvægt að svo verði búið um hnútana, að réttur nemenda annarra sveitarfélaga til að stunda nám í skólanum verði tryggður, ef það er sameiginlegt álit foreldra og fagfólks að það sé besti kosturinn. Höfundur er skólastjóri Óskjuhlið- arskóla. 4 ð I Q ð 4 4 4 4 um Ríkisendurskoðunnar í þessu efni. Hvar ætla leiðarahöfundamir að ná 30 m.kr. sparnaði innan Ríkis- útvarpsins í stað þess sem hugsan- lega sparast við sameiningu frétta- stofanna? Það er ljóst af þeim rekstrarvanda sem Ríkisútvarpið hefur átt við að glíma að alla möguleika til sparnað- ar verður að skoða, hvort sem það er sameining fréttastofa eða sam- eining Rásar 1 og Rásar 2. Því vandi þessarar stofnunar frekar en ann- arra leysir sig ekki sjálfur. Framtíð Ríkisútvarpsins Það má vera ljóst að Ríkisútvarp- ið hefur mikilvægu hlutverki að gegna í framtíðinni. Þessu hlutverki getur stofnunin ekki gegnt nema að hún lifi í sátt við umhverfi sitt. Stofn- unin verður að taka til hendinni í sínum rekstri, hún verður að setja sér markmið í samræmi við stöðu sina og tengsl hennar við neytendur og samkeppnisaðila verða að vera í samræmi við kröfur dagsins í dag. Hún verður að forðast ofmetnað eins og þann að ætla sér að byggja nýtt dreifíkerfi í stað þess að nota ljósleið- arakerfí Pósts og síma eins og Ríkis- endurskoðun leggur til. Takist stofn- uninni ekki að fóta sig getur hún tapað tiltrú neytenda og tapað hlut- verki sínu sem ein af styrkustu stoð- um íslenskrar menningar. Höfundur er alþingismaður fyrir Sjáifstæðisflokkinn í Reykjanes- kjördæmi. FRÉTTIR ■ Á FUNDI Félagsráðs Svína- ræktarfélags íslands 27. október sl. var samþykkt bókun þar sem sejg- ir: „Félagsráð Svínaræktarfélags Is- lands varar við afleiðingum þess, fyrir aðrar kjötframleiðslugreinar, að láta verulegt magn kindakjöts á niðursettu verði flæða yfir viðkvæm- an kjötmarkað og bendir á að svína- bændur hafa ávallt borið fulla ábyrgð á framleiðslu sinni og lagt sig fram um að láta neytendur njóta þess árangurs sem áunnist hefur á liðnum árum, án þess að seilast á sama tíma í vasa skattgreiðenda. Þá er lögð áhersla á þá meginskyldu Bænda- samtakanna að vinna að sameigin- legum hagsmunum bændastéttarinn- ar og skapa sátt um stöðu landbúnað- arins í þjóðfélaginu." ■ UNGLINGAR í Tónabæ héldu ball til styrktar Flateyringum föstu- dagskvöldið 3. nóvember. Mikill fjöldi unglinga mætti á staðinn og dansaði til styrktar Flateyringum. Hinn vin- sæli plötusnúður Winx þeytti skífurn- ar af mikilli list. Unglingaráð Tóna- bæjar og Tónabæjarráð mun afhenda söfnunarféð til styrktar Fiateyring- um á næstum dögum en alls söfnuð- ust um 40.000 kr. ■ FÉLAG framhaldsskólanema hefur lagt 350.984 kr. inn á reikning söfnunarinnar Samhugur í verki. Peningarnir söfnuðust með kyndla- sölu vegna blysfararinnar. ■ FÉLAG Islendinga í Lúxem- borghefur hrundið af stað söfnun til styrktar Flateyringum. Þeir sem vilja' | leggja söfnuninni lið geta lagt inn á i bankareikning 30-03 7917-29-1 í j öllum bönkum Banque Generale í t Lúxemborg undir nafninu Samhugur í verki. út ÁshnUnÁA: Áskrifendum Morgunblaðsins gefst nú kostur á að kaupa áskrift að blaðinu á Alnetinu fyrir aðeins 500 krónur á mánuði. Með áskriftinni fylgir aðgangur að Gagnasafni Morgunblaðsins sem inniheldur yfir 350.000 greinar og fréttir sem birst hafa í blaðinu frá árinu 1987 til dagsins i dag. Hver leit í safninu kostar 50 krónur. Áskrifendur geta ekki framselt áskrift sína öðrum þar sem hún er bundin þeim miðlara sem notandinn tengist. Rétt er að taka fram að ekki er borin ábyrgð á þeim greiðslukortanúmerum sem send eru um netið. Áskrifandi skal annað hvort senda símbréf meö þessum upplýsingum eða hringja inn númerið. Áskrifendur Morgunblaðsins sem vilja nýta sér þetta tilboð hringi \ síma 562 4700 hjá Streng hf. «0 T^jmú HiAÍsmi http://www.strengur.is/mbl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.