Morgunblaðið - 07.11.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.11.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBBR 1995 23 LISTIR Guðrún og Peter á Háskólatónleikum Á HÁSKÓLATÓNLEIKUM í Norræna húsinu miðviku- daginn 8. nóvember flytja Guðrún Birgisdóttir flautu- leikari og Peter Máté píanóleikari verk eftir Ge- orges Enesco og Bohuslay Martinu. Tónleikarnir eru um hálftími að lengd og hefjast kl. 12.30. Guðrún Birgisdóttir nam flautuleik við Tónlistar- skólann í Reykjavík undir handleiðslu Jóns Sigur- björnssonar og Manuelu Wiesler og eftir það hjá Per 0ien við Tónlistarháskólann í Osló. Einleikaraprófi lauk hún svo frá Ecole Normale de Musique í Par- ís árið 1979. Guðrún var styrk- þegi franska ríkisins næstu árin og sótti einkatíma hjá Raymond Guiot og Pierre-Yves. Peter Máté er fæddur í Tékkó- slóvakíu árið 1962 og útskrifaðist frá tónmenntaskóla þar árið 1982. Hann vann tvisvar til verðlauna tón- menntaskólanna í Slóv- akíu. Smetana-píanó- keppnina vann hann og verðlaun gagnrýnenda á listahátíð ungmenna í Trencianske Teplice árið 1982. Þá hóf hann nám hjá Valentinu Kameníková við Tónlistarháskólann í Prag. Hann tók þátt í mörgum píanókeppnum og vann til fjölda verðlauna. Peter hefur m.a. komið fram sem ein- leikari með Sinfóníuhljómsveit Prag, Útvarpshljómsveitinni í Berlín og Sinfóníuhljómsveit ís- lands. Nýjar bækur Furður og feluleikir ÚT ER komin ný bók eftir Jónas Árnason sem hann nefnir Furður og feluleikir. Á síðasta ári kom út eftir Jónas bókin Jón- asarlimrur og hlaut hún góðar viðtökur. I kynningu segir: „Allir landsmenn þekkja leikrit og söngva hans sem hafa svo sannarlega snort- ið þjóðarsálina. Limruformið nýtur mikilla vinsælda. Óhætt er að fullyrða að engum mundi leið- Jónas Árnason ast að lesa þessa nýju bók Jónasar Árnason- ar. Hún er barmafull af skopi, en alltaf er samt stutt í alvöruna hjá höfundinum, eins og í öðrum verkum hans.“ Útgefandi er Hörpuútgáfan á Akranesi. Bókin er 76 blaðsíður. Mynd af höfundi gerði Erla Sigurðardóttir mynd- listarkona. Prent- vinnsla: Oddi hf. Verð 1.580 kr. Tónskóli Sigursveins heldur sinfóníu- tónleika HLJÓMSVEIT Tónskóla Sig- ursveins heldur tónleika í Langholtskirkju miðvikudag- inn 8. nóvember kl. 20. í hljóm- sveitinni eru 56 tónlistarnemar á aldrinum 9-20 ára þ.á m. 11 nemendur úr Tónlistarskóla íslenska Suzukisambandsins. Þetta er í fyrsta sinn sem skól- inn teflir fram fullskipaðri hljómsveit. Flutt verða tvö verk, Sinfón- ía nr. 1 í C dúr op. 21 eftir Ludwig van Beethoven og Sex norsk þjóðlög fyrir fiðlu og strengjasveit eftir Sparre 01- sen. Einleikari á tónleikunum er Hildigunnur Halldórsdóttir fiðluleikari og stjórnandi er Sigursveinn Magnússon. Allir eru veikomnir á tón- leikana. Kvennakór- inn í Ráð- húsinu VEGNA hörmunganna á Flat- eyri þann 26. nóvember síðast- liðinn var tónleikum Kvenna- kórsins, sem áttu að vera í Ráðhúsi Reykjavíkur þann sama dag, frestað. Tónleikarnir verða haldnir miðvikudaginn 8. nóvember kl. 20.30. Efnisskráin verður í léttari kantinum, íslensk og erlend sönglög, lög úr söng- leikjum, gospel o.fl. Áð tónleikunum loknum verður boðið upp á kaffiveit- ingar og áframhaldandi skemmtun með ýmsum uppá- komum í húsi Kvennakórsins við Ægisgötu 7. <S>SILFURBÚÐIN Kringlunni 8-12 - Sími 568-9066 — þcir færðu gjðfina — HN VERSLDN erfyrir þig Spœnskar Appelsínur og Klementínur. Sœtar & safaríkar!!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.