Morgunblaðið - 07.11.1995, Page 23

Morgunblaðið - 07.11.1995, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBBR 1995 23 LISTIR Guðrún og Peter á Háskólatónleikum Á HÁSKÓLATÓNLEIKUM í Norræna húsinu miðviku- daginn 8. nóvember flytja Guðrún Birgisdóttir flautu- leikari og Peter Máté píanóleikari verk eftir Ge- orges Enesco og Bohuslay Martinu. Tónleikarnir eru um hálftími að lengd og hefjast kl. 12.30. Guðrún Birgisdóttir nam flautuleik við Tónlistar- skólann í Reykjavík undir handleiðslu Jóns Sigur- björnssonar og Manuelu Wiesler og eftir það hjá Per 0ien við Tónlistarháskólann í Osló. Einleikaraprófi lauk hún svo frá Ecole Normale de Musique í Par- ís árið 1979. Guðrún var styrk- þegi franska ríkisins næstu árin og sótti einkatíma hjá Raymond Guiot og Pierre-Yves. Peter Máté er fæddur í Tékkó- slóvakíu árið 1962 og útskrifaðist frá tónmenntaskóla þar árið 1982. Hann vann tvisvar til verðlauna tón- menntaskólanna í Slóv- akíu. Smetana-píanó- keppnina vann hann og verðlaun gagnrýnenda á listahátíð ungmenna í Trencianske Teplice árið 1982. Þá hóf hann nám hjá Valentinu Kameníková við Tónlistarháskólann í Prag. Hann tók þátt í mörgum píanókeppnum og vann til fjölda verðlauna. Peter hefur m.a. komið fram sem ein- leikari með Sinfóníuhljómsveit Prag, Útvarpshljómsveitinni í Berlín og Sinfóníuhljómsveit ís- lands. Nýjar bækur Furður og feluleikir ÚT ER komin ný bók eftir Jónas Árnason sem hann nefnir Furður og feluleikir. Á síðasta ári kom út eftir Jónas bókin Jón- asarlimrur og hlaut hún góðar viðtökur. I kynningu segir: „Allir landsmenn þekkja leikrit og söngva hans sem hafa svo sannarlega snort- ið þjóðarsálina. Limruformið nýtur mikilla vinsælda. Óhætt er að fullyrða að engum mundi leið- Jónas Árnason ast að lesa þessa nýju bók Jónasar Árnason- ar. Hún er barmafull af skopi, en alltaf er samt stutt í alvöruna hjá höfundinum, eins og í öðrum verkum hans.“ Útgefandi er Hörpuútgáfan á Akranesi. Bókin er 76 blaðsíður. Mynd af höfundi gerði Erla Sigurðardóttir mynd- listarkona. Prent- vinnsla: Oddi hf. Verð 1.580 kr. Tónskóli Sigursveins heldur sinfóníu- tónleika HLJÓMSVEIT Tónskóla Sig- ursveins heldur tónleika í Langholtskirkju miðvikudag- inn 8. nóvember kl. 20. í hljóm- sveitinni eru 56 tónlistarnemar á aldrinum 9-20 ára þ.á m. 11 nemendur úr Tónlistarskóla íslenska Suzukisambandsins. Þetta er í fyrsta sinn sem skól- inn teflir fram fullskipaðri hljómsveit. Flutt verða tvö verk, Sinfón- ía nr. 1 í C dúr op. 21 eftir Ludwig van Beethoven og Sex norsk þjóðlög fyrir fiðlu og strengjasveit eftir Sparre 01- sen. Einleikari á tónleikunum er Hildigunnur Halldórsdóttir fiðluleikari og stjórnandi er Sigursveinn Magnússon. Allir eru veikomnir á tón- leikana. Kvennakór- inn í Ráð- húsinu VEGNA hörmunganna á Flat- eyri þann 26. nóvember síðast- liðinn var tónleikum Kvenna- kórsins, sem áttu að vera í Ráðhúsi Reykjavíkur þann sama dag, frestað. Tónleikarnir verða haldnir miðvikudaginn 8. nóvember kl. 20.30. Efnisskráin verður í léttari kantinum, íslensk og erlend sönglög, lög úr söng- leikjum, gospel o.fl. Áð tónleikunum loknum verður boðið upp á kaffiveit- ingar og áframhaldandi skemmtun með ýmsum uppá- komum í húsi Kvennakórsins við Ægisgötu 7. <S>SILFURBÚÐIN Kringlunni 8-12 - Sími 568-9066 — þcir færðu gjðfina — HN VERSLDN erfyrir þig Spœnskar Appelsínur og Klementínur. Sœtar & safaríkar!!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.