Morgunblaðið - 07.11.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.11.1995, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI * Agóðaleikur í handbolta í KA-heimilinu Veláfjórða hundrað þúsund söfnuðust ÚRVALSLIÐ Jóhanns Inga Gunn- arssonar í handbolta, lagði lið KA að velli í ágóðaleik sem háður var til styrktar landssöfnuninni Sam- hugur í verki. Leikurinn fór fram í KA-heimilinu á laugardag og söfnuðust 363.000.- krónur. Alls greiddu 685 manns aðgangseyri og borguðu margir hærri upphæð en uppsett verð. í liði gestanna voru margir af snjöllustu leikmönnum landsins, menn eins og Sigurður Valur Sveinsson, þjálfari og leikmaður HK, Guðmundur Guðmundsson, þjálfari og leikmaður Fram, Jakob Jónsson, þjálfari og leikmaður BÍ, Petr Bamruk, Haukum, Sigurður Sveinsson, FH, Aron Kristjánsson, Haukum, Sigfús Sigurðsson, Val, Róbert Sighvatsson, Aftureldingu, Alexi Trufan, Aftureldingu, Sig- urður Bjamason, Stjömunni, Júrí Sadovskí,_Gróttu og markverðirnir Magnús Árnason, FH og Sigmar Þröstur Óskarsson, ÍBV. KA-menn voru með alla sína bestu menn, að Patreki Jóhannes- syni undanskildum, sem var að leika með íslenska landsliðinu í Rússland á laugardag. Það virtist há KA-liðinu nokkuð, sem tapaði leiknum 25:40. Bæði lið léku með sorgarbönd. Nokkur fyrirtæki aðstoðu KA við framkvæmd' leiksins, m.a. Flugleiðir sem flaug með gestina til Akureyrar og aftur heim, þeim að kostnaðarlausu. Morgunblaðið/Kristján SVIPMYNDIR frá ágóðaleik til styrktar landssöfnuninni. Útgerðarfélag Akureyringa hf. Hrímbakur E A til ísafjarðar Morgunblaðið/Kristján EKKI kemur til þess að Hrímbaki EA verði lagt alveg á næst- unni eins til stóá, því togarinn hefur verið leigður til ísafjarð- ar, þaðan sem hann verður gerður út á rækjuveiðar næstu tvo mánuði í það minnsta. FYRIRTÆKIÐ Básafell hf. á ísafirði, hefur tekið Hrímbak EA, ísfisktogara Útgerðarfélags Akur- eyringa hf., á leigu. Togarinn er leigður án aflaheimilda og er leigu- tíminn tveir mánuðir til að byija með en með möguleika á framleng- ingu. Hrímbakur verður gerður út á rækjuveiðar og fer togarinn vest- ur á fímmtudag eða föstudag. Hrímbakur EA kom fyrir helgina úr sínum síðasta túr fyrir ÚA en áður hafði allri áhöfn verið sagt upp störfum. Magnús Magnússon, út- gerðarstjóri ÚA, segir að leigjandi Hrímbaks hafi boðið áhöfninni áframhaldandi skipspláss og hafí menn sýnt því _áhuga að fara með togaranum til ísafjarðar. Ekkert gerst í sölu ÚA-togara Tveir togarar ÚA, Hrímbakur og gamli Svalbakur, eru til sölu en Magnús segir að ekkert sé fast í hendi varðandi sölu þeirra. Svalbak- ur liggur við Torfunefsbryggju og til stóð að Hrímbakur legðist við hlið hans eftir síðasta túr en nú er Ijóst að einhver bið verður á því. Básafell hf. rekur rækjuvinnslu á ísafirði og á auk þess tvo báta, Guðmund Péturs og Hafrafell. Þá hefur fyrirtækið verið með nótabáta á leigu, nú síðast Berg VE en hann er farinn á loðnuveiðar. Þá hafa báðir bátar fyrirtækisins verið við veiðar á Flæmska hattinum en eru nýkomnir heim. Amar Kristinsson, framkvæmda- stjóri Básafells, segist ánægður með að hafa náð samningi við ÚA, því hann reiknar ekki með að fá nóta- báta í viðskipti á næstunni, alla vega ekki á meðan loðna veiðist. „Það eru líka erfiðir tímar fram- undan við rækjuveiðarnar fyrir minni bátana og því mikilvægt að vera með öflug skip á þessum árs- tíma. Skipveijum Hrímbaks hefur verið boðið áframhaldandi skips- pláss en þó komast ekki allir að því það eru helmingi færri um borð á rækjuveiðum en hefðbundnum físk- veiðum.“ Aðspurður um áhuga fyrirtækis- ins á að kaupa Hrímbak, sagði Arnar að oft væri nú áhuginn fyrir slíku meiri en getan og þá væri ekki vitað hvað héngi á spýtunni varðandi haffærniskírteini togar- ans. Ekki þarf að fara í miklar til- færingar úm borð í Hrímbaki vegna rækjuveiðanna og vonast Arnar til að togarinn stoppi stutt við á ísafirði og helst að hann haldi sam- dægurs til veiða. Hnmbakur mun svo landa vikulega á ísafirði á leigu- tímanum. Hjá rækjuvinnslu Básafells starfa um 50 manns og er unnið á tveimur sex tíma vöktum. Að auki starfa um 20 sjómenn á bátum fyr- irtækisins og enn aðrir á þeim skip- um sem fyrirtækið hefur í viðskipt- um eða leigir. Afurðir fyrirtækisins eru seldar í gegnum ÍS og fer stærstur hluti þeirra á Bretlands- markað. Staða leik- hússljóra auglýst aftur LEIKHÚSRÁÐ Leikféiags Ak- ureyrar ákvað á fundi í gær að auglýsa að nýju stöðu leik- hússtjóra. Ástæða þess er sú að Sunna Borg formaður Leik- félags Akureyrar og leikhús- ráðs var í hópi sex umsækjenda um stöðuna. Þeir sem sóttu um auk Sunnu voru Halldór E. Lax- ness, Jakob S. Jónsson, Jón Júlíusson, Skúli Gautason og Trausti Ólafsson. Ekki lá fyrir fýrr en umsókn- arfrestur var útrunninn að Sunna var meðal umsækjenda og ákvað leikhúsráð því að aug- lýsa stöðuna að nýju, en það er gert til að tryggja að jafn- ræði ríki meðal umsækjenda. Viðar Eggertsson leikhús- stjóri lætur af því starfí um næstu áramót, en hann hefur sem kunnugt er verið ráðinn leikhússtjóri Borgarleikhússins. Um 800 hafa séð Drakúla UM 800 manns hafa séð sýn- ingu Leikfélags Akureyrar á gömlu hryllingssögunni um Drakúla en verkið hefur verið sýnt 6 sinnum. „Auðvitað eru það viss von- brigði að verkið skuli ekki ganga betur,“ sagði Sunna Borg, formaður Leikfélags Ak- ureyrar. Kvað hún mikla vinnu liggja að baki uppsetningu verksins og kostnað mikinn. „En svona er leikhúsið, það skiptast á skin og skúrir." Ragna Garðarsdóttir miða- sölustjóri sagði að þó nokkur hópur ungs fólks hefði séð sýn- inguna á Drakúla og virtist verkið falla því vel í geð. Þá hefur fólk úr nágrannabyggð- um einnig sótt leikhúsið að venju. Leikritið er sýnt einu sinni í viku í Samkomuhúsinu, á laug- ardagskvöldum. Ráðist á stúlku TVÆR stúlkur réðust að 16 ára stúlku á Ráðhústorgi í miðbæ Akureyrar aðfaranótt laugardags. Þær spörkuðu í hana og marðist hún nokkuð á fótum. Árásin var tilkynnt til lögreglu. Þá kom tii átaka 'milli tveggja karlmanna í Sjall- anum um helgina og var lög- regla kvödd á vettvang. • Á bifreiöaverkstæöum þar sem félagsmenn okkar starfa eru þeir klæddir sérstökum vinnufatnaöi með merki Bíliðnafélagsins. • Merkið tryggir þér traustan fagmann sem kann vel til verka og hefur aðgang aö endurmenntun á sínu sérsviöi. • Láttu ekki bílinn þinn i hendurnar á hverjum sem er. Það gseti orðið þér dýrt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.