Morgunblaðið - 07.11.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.11.1995, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Samkeppnisráð telur ýmsa hnökra á aðskilnaði samkeppnisrekstrar hjá Pósti og síma Dráttar- Hraða þarf breytíngu á rekstrarformi P&S FJÁRHAGSLEGUR styrkur Pósts og síma og umsvif stofnunarinnar í sölu notendabúnaðar skapar sam- keppnissviði hennar yfirburðastöðu á markaði fyrir fjarskiptabúnað. Þetta kemur fram í nýju áliti Samkeppnis- ráðs sem sent hefur verið til sam- gönguráðúneytisins. Er það mat ráðsins að hraða þurfí breytingu á rekstrarformi Pósts og síma í hluta- félag svo samkeppnislegur jöfnuður náist gagnvart öðrum fyrirtækjum í sölu notendabúnaðar. Hins vegar telur ráðið að þær skipulagsbreyting- ar sem gerðar voru fyrr á árinu með stofnun samkeppnissviðs séu sam- rýmanlegar samkeppnislögum en laga þurfi ýmsa hnökra. Samkeppnisráð tók þetta mál til meðferðar vegna erindis Samtaka seljenda fjarskiptabúnaðar frá 5. apríl sl. Þar var óskað eftir afstöðu Samkeppnisstofnunar vegna þeirrar verkaskiptingar sem ákveðin er í reglugerð frá því fyrr á árinu um Póst og síma, skipulag og verkefni, m.t.t. aðskilnaðar einkaréttarstarf- semi og samkeppnisstarfsemi. Samtökin gerðu m.a. athugasemd við útgáfu símaskrár sem heyrir undir fjarskiptasvið. Það er niður- staða Samkeppisráðs að ákvörðun um að fjarskiptasvið Pósts og síma annist útgáfu símaskrárinnar sé ekki í samræmi við það sjónarmið sam- gönguráðuneytisins að samkeppnis- svið annist þá starfsemi sem ekki er bundin lögum. „Ef útgáfa síma- skrár er öllum fijáls, er með hliðsjón af samkeppnislögum, æskilegt að símaskráin verði felld undir sam- keppnissvið Pósts og símamálastofn- unar og þannig m.a. fjárhagslega aðskilin einkaréttarstarfsemi stofn- unarinnSr. Reyndar má efast um skyldu stofnunarinnar tii útgáfu símaskrár," segir í álitinu. Hafa yfirlit yfir starfsemi keppinautanna I erindi samtakanna er því einnig haldið fram að tengsl einkaréttar og samkeppnisréttar stofnunarinnar á tilteknum sviðum séu órofin. T.d. hafí samkeppnissvið yfirlit yfir starf- semi keppinauta í gegnum sölu á símanúmerum og -kortum. Einnig hafí samkeppnissvið aðgang að sölu á póst- og símstöðvum um land allt en þær heyri undir einkaréttarsvið. Samkeppnisráð áréttar í áliti sínu það sjónarmið að æskilegt sé að stofnað verði sérstakt félág um sam- keppnisrekstur Pósts og síma. Það yrði sérstakur lögaðili sem greiddi skatta og skyldur eins og keppinaut- ar. „Meðan rekstrarformið er með þeim hætti sem nú er munu einkarek- in fyrirtæki ekki sitja við sama borð og samkeppnissvið Póst- og síma- málastofnunar. Með því að vinna að frumvarpi til laga um breytt rekstr- arform stofnunarinnar stefnir sam- gönguráðuneytið að meiri jöfnuði á umræddum markaði. Samkeppisráð telur ekki ástæðu til að gera frekari athugasemdir við það form sem er á aðskilnaði einkaréttarstarfsemi og samkeppnisstarfsemi Póst- og síma- málastofnunar. Hins vegar virðast vera atriði í samskiptum einkaréttar- og sam- keppnissviða stofnunarinnar sem geta valdið samkeppnislegri mismun- un á markaðnum. Felast þau einkum í upplýsingamiðlun einkaréttarsviðs til samkeppnissviðs og skorti á sam- bærilegri miðlun til 'einkafyrirtækja á sama markaði. Seljendur fjar- skiptabúnaðar hafa t.d. kvartað und- an því að samkeppnissvið viti af því með löngum fyrirvara hvenær stækkun á farsímakerfinu sé fyrir- huguð og geti hagað markaðsstarfí í samræmi við það. Verður að telja það eðlilegt og sjálfsagt að öllum farsímaseljendum séu tiltækar upp- lýsingar um slíka hluti á sama tíma. Ljóst má vera að sala símstöðva á notendabúnaði fyrir samkeppnis- svið getur skekkt samkeppnisstöð- una á þeim markaði. Þetta fyrir- komulag veitir samkeppnissviði P&S ákveðið forskot gagnvart samkeppn- isaðilum, m.a. vegna þess að nýir símnotendur þurfa einatt að sækja þjónustu til símstöðva." Brotið gegn jafnræðisreglu Loks var í erindi Samtakanna gerð athugasemd við rekstur farsímarás- anna tveggja og boðkerfis undir hatti samkeppnisstarfsemi. Samkeppnis- ráð vekur athygli á að samgönguráð- herra geti heimilað aðilum á Evr- ópska efnahagssvæðinu að reka slík stofnkerfi að uppfylltum skilyrðum. Ljóst sé að samkeppni geti orðið í rekstri stofnkerfa fyrir farsímarásir o.þ.h. Hins vegar hafi ekki ennþá verið birt hvaða skilyrði þurfi að uppfylla til að fá leyfi til að reka umrædd kerfi þótt liðin séu tvö og hálft ár frá setningu fjarskiptalaga og nokkur tími sé liðinn síðan ráðu- neytinu barst umsókn um rekstur GSM-farsímakerfís. „Póst og símamálastofnun rekur farsímakerfí hér á landi án þess að ljóst sé hvaða skilyrði þarf að upp- fylla til slíks rekstur. Með því að ekki liggja fyrir almenn hlutlæg skii- yrði og vegna þess dráttar sem orðið hefur við afgreiðslu umsóknar um GSM-farsímakerfi verður að telja að farið sé gegn markmiði samkeppni- slaga. Jafnframt verður ekki betur séð en að þessi skipan mála fari gegn þeirri grunnreglu íslensks rétt- ar um jafnræði aðila.“ vextir verði gefnir frjálsir LAGT er til að dráttarvextir verði gefnir fijálsir í frumvarpi til nýrra vaxtalaga sem nú er til athugunar hjá viðskiptaráðuneytinu. Gert er ráð fyrir að dráttarvextir verði samningsatriði en horfið verði frá því fyrirkomulagi að Seðlabankinn ákveði alla dráttarvexti í landinu. Hins vegar muni Seðlabankinn áfram birta dráttarvexti sem hægt verði að vísa til í lánasamningum, skv. upplýsingum Morgunblaðsins. Frumvarpið var samið af sér- stakri nefnd viðskiptaráðherra sem skipuð var í kjölfar aðgerða ríkis- stjómarínnar og Seðlabankans á fjármagnsmarkaði til að lækka vexti fyrir tveimur árum. Þar er einnig gert ráð fyrir breyt- ingum á útreikningi svonefndra meðalvaxta Seðlabankans sem al- gengt er að sé stuðst við í Iánasamn- ingum manna á meðal. Þessi viðmið- un þykir vera orðin meingölluð eftir tilkomu kjörvaxtakerfísins því erfítt hefur reynst að finna vogir í útreikn- ingum. Það þykir þó ennþá alvar- legra að enginn greinarmunur hefur verið gerður á lántakendum með þessu fyrirkomulagi. Ljóst þykir að þessir vextir geta verið óeðlilega háir fyrir trausta lántakendur en of lágir fyrir þá lakari. í frumvarp- inu er því lagt til að Seðlabankinn birti meðalvexti sem ætlaðir yrðu fyrir mjög trausta skuldara, en síðan gætu menn samið sín í milli um mismunandi álag í samræmi við tryggingar. Námskeið fyrir bifreiðasala Prófnefnd bifreiðasala og Fæðslumiðstöð bílgreina auglýsa námskeið fyrir bifreiðasala 20. nóvember - 4. desember nk. Námskeiðið sem er 24 kennslustundir, fer fram síðdegis og á kvöldin í 7 skipti samtals og varir í tvær vikur. Athugið: Einnig verður farið með námskeiðið út á land þar sem næg þátttaka fæst. Þeir sem hafa áhuga á því, eru beðnir að hafa samband við FMB (símanr. hér að neðan) Námsþættir: Kauparéttur Samningaréttur Veðréttur lausafjármuna, þinglýsingar og viðskiptabréfareglur Mat á ástandi og verðmæti ökutækja, ráðgjöf við kaupendur Reglur um skráningu ökutækja, skoðun o.fl. Fjármálaleg ráðgjöf við kaupendur Opinber gjöld af ökutækjum Vátryggingar ökutækja Reglur um virðisaukaskattsbíla Sölu- og samningatækni Hagnýt frágangsatriði við sölu Indriði Þorkelsson, lögmaður hdl. Andri Árnason, lögmaður hrl. Bjarni H. Diego, lögmaður hdl. Finnbogi Eyjólfsson, blaðafulltrúi Heklu hf. Gunnar Svavarsson, verkfræðingur. Björn Jónsson, viðskiptafræðingur. Bergþór Magnússon, fjármálaráðuneytið. Einar Þorláksson, Tryggingamiðstöðin hf. Bjarnfreður Ólafsson, embætti Ríkisskattsj. Sigþór Karlsson, viðskiptafræðingur. Haraldur Stefánsson, Toyota. Námskeiðið sem er eitt af skilyrðum þess að hljóta leyfi til rekstrar á bílasölu, er haldið samkvæmt lögum um sölu notaðra ökutækja nr. 69/1994 og Reglugerð um námskeið og próf til að öðlast leyfi til sölu notaðra ökutækja nr. 407/1994. Námskeiðsgjald kr. 35.000 Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík Upplýsingar og skráning: Sími 581-3011 Fax 581-3208 íslenski dansflokkurinn Þjóðleikhúsið Raunt. 1994 Frumv. 1996 Raunt. 1994 Frumv. 1996 Heildartölur fyrir stofnun Heildartölur fyrir stofnun Rekstrakostnaður (m.kr.) 46,1 46,4 Rekstrakostnaður (m.kr.) 481,2 450,0 Sértekjur (m.kr.) 3,6 3,6 Sértekjur (m.kr.) 145,0 142,0 Mismunur 42,6 42,8 Mismunur 336,2 308,0 Ársverk 17,0 15,0 Ársverk - -j Þjónustuvisar Þjónustuvísar Fjöldi uppsettra verkefna 3 2 Fjöldi uppsettra verkefna 272 275 Fjöldi sýningargesta 2.994 1.900 Fjöldi sýningargesta 78.914 76.000 Fjöldi sýninga 15 8 Fjöldi sýninga 17 14 Niðurgreiðslur fyrir Niðurgreiðslur fyrir hvern synmgargest (kr.) 14.228 22.526 hvern sýningargest (kr.) 4.260 4.053 Verkefnavísar til aukins aðhalds í ríkisrekstri FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur nú gefíð út verkefnavísa í fyrsta sinn og er ætlunin með þessarí útgáfu að gefa betra yfirlit yfir hagkvæmni og skilvirkni í rekstri opinberra stofn- anna. í bókinni er að finna ýmsar tölur úr rekstri ríkisstofnana sem skipt hefur verið niður á einstök verkefni. Útgáfan er hluti af mótun nýrrar stefnu í rekstri ríkisins, sem nefnd hefur verið „Nýskipan í ríkis- rekstrí", að því er fram kemur í for- mála Friðriks Sophussonar, fjár- málaráðherra að fyrstu útgáfu Verk- efnavísa. Þær upplýsingar sem gefnar eru upp í bókinni, eru rauntölur í rekstri viðkomandi stofnunar fyrir árið 1994, ásamt framlagi af fjárlögum ársins 1995 og því sem reiknað er með í fjárlagafrumvarpinu 1996. f meðfylgjandi töflu má sjá dæmi um hvernig upplýgingar um rekstur stofnana eru settar fram. Bornar eru saman rekstrarupplýsingar um Þjóð- leikhúsið og íslenska dansflokkinn. Það skal þó tekið fram að síðasti lið- urinn í samanburðinum, þ.e. kostnað- ur á hvem sýningargest umfram tekjur, er ekki tilgreindur í Verkefna- vísum. NAGLARNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.