Morgunblaðið - 07.11.1995, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 07.11.1995, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FJÖLSKYLDAN HJALLA VEGI10 SÍMINN hjá okkur hringdi klukkan rúmlega 7 þ. 26. okt. sl. og spurt var hvort við hefðum heyrt fréttirn- ar um snjóflóðið á Flateyri. Þama höfðu gerst hörmulegir atburðir og brátt kom í ljós að Svanhildur bróð- urdóttir mín og fjölskylda hennar voru á meðal þeirra sem saknað var og síðar um daginn kom áfallið, fjögur höfðu fundist, öll látin, en yngsta barnið var ófundið. Lengi var haldið í vonina um að það fynd- ist á lífi en sú von dvínaði smám s^aman eftir því sem frá leið, en hún fannst daginn eftir, einnig látin. Engin orð fá lýst hugarástandi að- standenda, en það er mikils virði að finna samhug og hlýju allra nær og fjær. Hann er harður þessi heim- ur og nokkuð víst að ekki er í okk- ar valdi að setja hættumörk svo örugg að þau haldi og það er einn- ig nokkuð ljóst að við búum á mörk- um hins byggilega heims og nátt- úruöflin vægðarlaus. Elsku Svanhildur, Haraldur, Waraldur Jón, Ástrós Bima og Re- bekka Rut. Þið erað hjá okkur í huga og hjarta og erfitt að setja orð á blað. Þið voruð svo samheldin fjölskylda og okkur fannst oft að þið byggjuð alltof langt í burtu frá Reykjavík. Svanhildi höfum við ætíð fýlgst vel með og síðan fjöl- skyldu hennar fyrir vestan. Hún var svo sterk manngerð, jákvæð, bjart- sýn og glettin, og tók því sem að höndum bar í lífsbaráttunni með æðraleysi. Hún var félagsvera og naut þess að vera meðal vina og ættingja og sérstaklega eru mér minnisstæðar umræðurnar um lífið og tilverana og oft var búið að spyija okkur hvenær við ætluðum 'Siginlega að láta verða af því að koma vestur og alltaf var svarið „við komum“ en atvikin höguðu því þannig að við höfum ekki enn látið verða af því. Enn man ég ljómann í augum hennar þegar hún sagði okkur frá Haraldi sínum og þeirra fyrstu kynnum og þegar hún síðan kynnti hann fyrir okkur á Lauga- teignum á heimili foreldra sinna sá ég um leið að þarna fór mannkosta- maður, traustur og ljúfur drengur, sem við áttum eftir að kynnast nánar. Litlu sólargeislarnir þeirra þrír, sem síðar litu dagsins ljós, uxu og döfnuðu undir öruggri hand- leiðslu foreldra sinna og lífið blasti við. Miklar vonir voru bundnar við þetta unga fólk. Hlöðver og Birna og fjölskylda þeirra hér í Reykjavík höfðu oft dvalið á Flateyri í fríum og fjöl- skyldan að vestan fyrir sunnan hjá þeim og stóð til að halda næstu jólin fyrir vestan með þeim. Oft var hringt vestur og miðlað fréttum frá þeim til okkar hér og var þá oft verið að snúast í mörgu þar. Við veltum oft vöngum yfir því hvort ekki væri erfitt fyrir Svan- hildi sem borgarbarn að búa við þessa þungu vetur fyrir vestan en hún sagði að þegar sumrin kæmu gleymdust veturnir fljótt en síðasta sumar kom eiginlega ekki og haust- ið varð ekkert og síðan byrjaði þessi ógleymanlegi vetur og þó var fyrsti vetrardagur ekki runninn upp. Oft kom Svanhildur með frásögur af baráttunni við snjóinn í fyrravetur fm.a. þegar þau „skriðu út úr aflinum og fóra til Bandaríkjanna + Haraldur Eggertsson fædd- ist á Flateyri 18. janúar 1965. Kona hans, Svanhildur Hlöðversdóttir húsmóðir, fædd- ist í Reykjavík 23. mars 1965. Börn þeirra voru Haraldur Jón, f. í Reykjavík 4. júní 1991, Ástrós Bima, f. í Reykjavík 21. október 1992, og Rebekka Rut, f. á ísafirði 27. júní 1994. Þau létust öll í snjóflóðinu á Flat- eyri aðfaranótt 26. október síð- astliðins. Þau bjuggu á Hjalla- vegi 10, Flateyri. Foreldrar Haraldar eru Eggert Jón Jóns- son, skipsijóri á Flateyri, fæddur 31. júlí 1936, og eigin- kona hans, Laufey Guðbjarts- dóttir verslunarstjóri á Flat- eyri, f. 15. ágúst 1936. Systkini Haraldar em: 1) Kristín Ág- ústsdóttir verslunarmaður, f. 28. ágúst 1958, sambýlismaður hennar er Brad Egan nemi, f. 16. september 1968 í Jóhannes- arborg, Suður-Afriku. Börn hennar eru Arnar Már Þor- steinsson, f. 11. apríl 1980, og Aldís Þorsteinsdóttir, f. 13. mars 1982. 2) Magnús Gunnar sjómaður, f. 27. maí 1962. Kona hans er Kristbjörg Sunna Reynisdóttir húsmóðir, f. 8. mars 1968. Börn þeirra eru Thelma Rún, f. 15. október 1989, og Friðrik Bjartur, f. 24. í nokkurra daga frí í sólina og skriðu síðan í skaflinn aftur“ eins og hún sagði og hló bara að öllu saman þá. Þarna voru þau að halda upp á þijátíu ára afmæli beggja. Allar góðu minningarnar um Svanhildi skjóta upp kollinum og efst í huga okkar er bjarta brosið og umhyggja hennar fyrir fjölskyld- unni allri og létti hláturinn hennar. Hún var náttúrubarn og við munum hana og fjölskyidu hennar alla þeg- ar við horfum á útsprungin blómin og náttúrana í kringum okkur og allt það sem sannarlega gefur lífinu gildi. Margar voru samverastundir fjölskyldu hennar í sumarhúsi for- eldra hennar og undu börnin sér þar vel hjá afa og ömmu og oft með Hjalta frænda og mikið var leikið sér og hamrarnir óspart not- aðir við byggingarlist. Þegar fjöl- skyldan að vestan var „í bænum“ þá dreif að ættingja og vini til að hitta þau öll á Laugateignum og var þá oft glatt á hjalla og stundirn- ar verða ógleymanlegar þaðan, ykk- ar skarð verður ekki fyllt. Síðast þegar fjölskyldan kom „í bæinn“ var lítiil tími til að hittast en ákveðið eins og hún sagði „að hitta fólkið almennilega í byijun nóvember". Það er svo sárt að sjá fólk í blóma lífsins hverfa sjónum okkar og svo óskiljanlegur tilgangurinn en ef til vill er okkur ekki ætlað að skilja hann eða eins og einhver sagði, „annað er stærra en hitt“, þ.e. að við mennirnir séum svo smáir en hlutverkin svo stór. Má þá ef til vill segja að nóg sé fýrir okkur mennina að lifa kafla í tilganginum, sem við ekki skiljum, í einu, þannig væri ganga mannsins hér á móður jörð gengin í mismunandi tímabilum. Elsku Hlöðver, Birna, Guðríður, Arnar, Kristján, Þórdís, Hjalti og júlí 1992. 3) Guðrún Sigurbjört verslunarmaður, f. 4. febrúar 1966. Dóttir hennar er Sandra Mjöll Traustadóttir} f. 6. des- ember 1989. 4) Omar Ingi nemi, f. 19. september 1973. Sambýliskona hans er Iris Edda Thompson, f. 14. október 1972. Þeirra barn er Svanur Ingi, f. 18. október 1995. 5) Helga Ósk verslunarmaður, f. 26. nóvember 1978. Foreldr- ar Svanhildar eru hjónin Hlöð- ver Oddsson offsetprentari, f. 16. september 1943 í Reykja- vík, og Birna Júlíusdóttir hús- móðir, f. 11. október 1941 í Reykjavik. Systkini Svanhildar eru: 1) Krisiján, rannsóknar- maður við Steypustöðina hf., f. í Reykjavík 26. október 1963. Kona hans er Þórdís Ivarsdótt- ir kennari, f. 14. febrúar 1966. 2) Ingibjörg Sólveig, f. 29. ág- úst 1967, lést í umferðarslysi 16. september 1978. 3) Guð- ríður, f. 13. janúar 1973, unn- usti hennar er Arnar Sigurður Helgason, f. í Reykjavík 6. apríl 1973. Útför Haraldar, Svanhildar, Haraldar Jóns, Ástrósar Birnu og Rebekku Rutar fer fram frá Hallgrímskirkju í dag, þriðju- daginn 7. nóvember, og hefst athöfnin klukkan 15.00. Ingibjörg Sólveig, móðir mín og Hlöðvers, og foreldrar og systkini Haraldar og aðrir aðstandendur Haraldar, Svanhildar og bamanna þriggja, við vonum að þið fáið styrk til að standa saman og lifa með sorginni í kærleika. Amma mín kenndi mér þessa bæn þegar ég var barn: Heimsins þegar hjaðnar rós og hjartað klökknar. Jesús gef mér eilíft ljós sem aldrei siökknar. Drottinn veittu látnum ró og þeim líkn sem lifa. Margrét, Davíð og fjölskylda. Skelfilegar fréttir bárust vestan af Flateyri að morgni 26. októbers síðastliðins. Snjóflóð hafði fallið á þorpið og fjölda manns var saknað. Sem gamall Vestfirðingur þekki ég aðstæður, fann til með fólkinu í þess hörmungum og jafnframt setti að mér vissan kvíða, minnugur þess að Svanhildur frænka mín bjó þarna ásamt flölskyldu sinni. Það kom því miður í ljós er líða tók á daginn að sá kvíði var ekki ástæðulaus. Nátt- úruöflin höfðu enn einu sinni farið sínu fram og sniðgengið mannlega útreikninga með þeim afleiðingum að Svanhildur, ásamt eiginmanni, þrem börnum og fimmtán öðrum, lét lífið. Við svona atburði verða hugtök eins og sanngirni, réttlæti og tilgangur ansi brothætt og mað- ur veltir því fyrir sér hversu mann- legur skilningur á tilverunni er í raun takmarkaður. Hugurinn reikar til unglingsár- anna þegar ég var hálfgerður heimagangur á Laugateigi 42 hjá Stjána vini mínum og frænda, og hafði ég þá mikil samskipti við alla fjölskylduna enda voru Hlölli og Birna einstaklega jákvæð í garð okkar unglinganna þó að oft væri mikið látið. Þar er Svanhildur, björt í minningunni, myndarleg og alltaf stutt í brosið. Hún virkaði oft á mig dálítð fullorðinsleg, þrátt fýrir stelpulegt útlit og einhvern veginn kom mér það ekkert á óvart þegar hún tók þá stefnu síðar í lífinu að eignast stóra fjölskyldu. Samskipti okkar Svanhildar voru töluvert mik- il á þessum árum enda við Stjáni vinir, og Þórey systir og Svanhildur góðar vinkonur. Minningar frá þessum tíma eru nú verðmætari en nokkra sinni fyrr. Frá því að Svanhildur flutti vest- ur höfum við lítið hist vegna fjar- lægðar. Til stóð reyndar í sumar þegar ég og Þórey systir vorum stödd á Patreksfirði að renna við hjá henni á Flateyri, en vegna tíma- leysis var sú ferð ekki farin og verð- ur víst ekki farin úr þessu. Kæra Hlölli, Birna, Stjáni, Guð- ríður, aðrir aðstandendur Svanhild- ar, Haraldar og barna, og þið aðrir sem líka eigið um sárt að binda vegna snjóflóðsins, megi Ijósið verða myrkrinu yfirsterkara í lífi ykkar alíra. Jósef Gunnar Sigþórsson. Snemma á fimmtudagsmorgun- inn vorum við vakin upp með þeim skelfilegu tíðindum að snjóflóð hefði fallið á Flateyri. Fjöldi vina og kunningja lést, þar á meðal okkar kæru vinir Halli og Svanhildur og börn þeirra Halli Jón, Ástrós og Rebekka Rut. Margs er að minnast er við hugs- um til þeirra stunda sem við áttum með fjölskyldunni að Hjallavegi 10. Margar góðar stundir áttum við með Svanhildi í eldhúsinu yfir kaffi- bolla á meðan við bjuggum allar á Flateyri og eftir að við fluttum suð- ur var alltaf gaman að fá símhring- ingar frá þér. Sárt er til þess að hugsa að við eigum aldrei eftir að heyra glaðværa rödd þína, elsku Svanhildur okkar. Kæri Halli. Það skarð sem rofið hefur verið í vinahópinn verður aldr- ei fyllt. Stundirnar sem við áttum saman á sjó og í landi verða okkur ógleymanlegar. Erfitt verður að sætta sig við að fara ekki með þér á sjó um jólin eins og áformað var. Einnig minnumst við elskulegu barnanna sem hrifin voru burt. úr þessum heimi svona ung. Við getum engan veginn útskýrt fyrir börnun- um okkar hvers vegna litlu vinir þeirra voru teknir burt. Við minnumst ykkar með hlýhug og djúpum söknuði og biðjum góðan Guð að geyma ykkur og elskuleg börnin ykkar. Kallið er komið komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur her hinn síðasta biund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem) Við vottum Eggerti, Laufeyju, Birnu og Hlöðveri og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu og innilegustu samúð og öllum þeim sem eiga um sárt að binda vegna hörmunganna .á Flateyri. Anna, Hannes og börn, Svanhildur, Eyþór og börn. Mér finnst ég varla heill né hálfur maður og heldur ósjálfbjarga þvi er ver. Ef værir þú hjá mér, vildi ég glaður verða betri en ég er. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það, sem samt ég verð að segja, að sumarið það líður alltof fljótt. (Vilhj.Vilhj.) Elsku vinkona mín. Það er erfitt að trúa því að þið séuð öll horfin, hrifin burt, eins og hendi sé veifað, í hörmulegu snjóflóði. Það er svo sárt að hugsa til þess að við eigum aldrei eftir að hittast meir. Aldrei eftir að deila gleði né sorg, ræða um börnin okkar, rifja upp allt sem við gerðum þegar við vorum yngri, bera undir hvor aðra það sem við ætluðum að gera í framtíðinni. Aldrei meir. Elsku vina mín. Ég geymi í hjarta mínu minninguna um yndislega, hamingjusama fjölskyldu, okkar einlægu, tryggu vináttu, minning- arnar um allt sem við áttum saman í gegnum tíðina. Ég kveð ykkur nú, litla yndislega fjölskylda, kveð ykkur með sorg og söknuði í hjartanu í hinsta sinn. Elsku Hlöðver, Birna, Kristján og Guðríður, Eggert, Laufey og allir aðstandendur. Guð veri með ykkur og styrki ykkur í þessari miklu sorg. Til þín ég, Drottinn, huga hef, er harmar lífs mig þjá, og bið af hjarta: hugpn gef mér himni þínum frá. Mig örmum kærleiks veikan vef og vota þerra brá, Kom, athvarf mitt, og ei við tef, minn anda lát þig sjá. (Guðm. Ein.) Hvíl þú litla fjölskylda í friði, minn- ing ykkar lifir. Hafið þökk fyrir allt og allt. Arna Þorsteinsdóttir. Hugurinn hvarflar aftur til ársins 1972. Lítil, grannvaxin, ljóshærð og glaðvær stúlka í gulu hekluðu vesti var flutt í Laugarneshverfið. Á þess- um tíma hófust kynni okkar og óijúfanleg vinátta sem varað hefur fram á þennan dag auk þess sem grunnur var lagður að „sauma- klúbbnum". Allar okkar eiga sínar minningar af kynnum við Svanhildi Hlöðvers eins og hún var alltaf nefnd til aðgreiningar frá Svanhildi Gunnars. Allan barna- og gagn- fræðaskóla fylgdumst við að, fleiri vinkonur bættust í hópinn og þegar upp í framhaldsskóla var komið myndaðist sá kjarni sem hefur hald- ið hópinn æ síðan. Það sem kemur fyrst upp í hug- ann nú eru minningar um þá gleði sem ævinlega fylgdi Svanhildi og óteljandi lilátursköst. Við minnumst allra þeirra skemmtilegu stunda sem við áttum saman þar sem Svanhildur Hlöðvers, með sín góðlátlegu prakka- rastrik og endalausu brandara, hélt öllu gangandi. En auk prakkarans bjó ýmislegt annað í Svanhildi. Við sjáum hana fyrir okkur smíðandi rúm í gagnfræðaskóla, saumandi mynda- ramma og gardínur, takandi ljós- myndir og föndrandi við herbergið sitt. Allt lék þetta í höndunum á Svanhildi enda fann hún sér starfs- vettvang í listiðn og lærði prent- myndagerð í Iðnskólanum. Á tímabili vorum við allar félagar í okkar eina sanna „karlhatara- klúbbi". Þar skiptust þær nöfnur „Hlöðvers" og „Gunnars“ á að vera í formennsku eftir því sem við átti. Við gátum allt, vorum bestar og fannst við ekki þurfa á neinum körl- um að halda. Reglurnar voru strang- ar og neyddust flestir meðlimir til að yfirgefa félagsskapinn í lengri eða skemmri tíma sakir áhuga á hinu kyninu. En ætíð var þeim sömu tekið fagnandi ef ástarmálin urðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.