Morgunblaðið - 07.11.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.11.1995, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Tjarnarkvartettinn fyrsti gestur verkefnisins Tónlist fyrir alla Frábær söngur og aðlaðandi framkoma heilluðu áheyrendur Selfossi. Morgunblaðið. TJARNARKVARTETTINN hélt 25 tónleika á fimm dögum og lauk tónleikaröðinni með afburðagóð- um tónleikum í Fjölbrautaskóla Suðurlands föstudagskvöldið 3. nóvember. Söngvararnir frá Tjörn í Svarfaðardal voru gestir verkefnisins, Tónlist fyrir alla, sem hefur að markmiði að kynna skólanemendum og almenningi tónlist og starf tónlistarfólks í fremstu röð á Islandi. Verkefnið hófst 1992 með samstarfi sveitar- stjórna á Selfossi, Akranesi, í Kópavogi, Reykjanesbæ og Grindavík undir forystu eldhug- ans Jónasar Ingimundarsonar. Fleiri sveitarfélög hafa nú bæst í hópinn og það er mat manna að Tónlist fyrir alla hafi skotið djúp- um rótum í menningarlífinu. 50 tónlistarmenn á 250 tónleikum í vetur Á þessum fjórða vetri Tónlistar fyrir alla munu alls 50 tónlistar- menn flytja um tólf þúsund nem- endum tónlist sina á 250 tónleik- um, auk tónleika Sinfóníuhljóm- sveitar Islands í mars. Tjarnar- kvartettinn var fyrsti gesturinn í vetur. Hann kynnti nemendunum tónlist sína og frábær söngur fé- laganna, aðlaðandi framkoma og Ieikræn túlkun áttu greiða leið að hjarta hinna ungu áheyrenda. Lokatónleikarnir voru síðan vel sóttir og hinum syngjandi hjónum úr Svarfaðardal var vel og inni- lega fagnað í lok tónleikanna í Fj ölbrautaskólanum. 18 jólalög væntanleg á geisladiski Tjarnarkvartettinn er blandað- ur kvartett, skipaður þeim Rósu Kristínu Baldursdóttur sópran, sem jafnframt er stjórnandi, Kristjönu Arngrímsdóttur alt, Hjörleifi Hjartarsyni tenór og Kristjáni Hjartarsyni bassa. Þau hafa starfað saman síðan 1989 og komið fram víða um land, haldið fjölda tónleika og sungið i útvarpi og sjónvarpi. í ágúst var kvartett- inum boðið að syngja fyrir Islands hönd á alþjóðlegri leiklistarhátíð í Tampere í Finnlandi. Hópurinn hélt tónleika víðar í Finnlandi og fékk hvarvetna góðar viðtökur og framúrskarandi dóma i finnskum blöðum. í fyrra kom út geisladisk- ur mað söng kvartettsins og nú er annar væntanlegur fyrir jólin með 18 jólalögum án undirleiks, íslenskum lögum og erlendum. Morgunblaðið/Sig. Jóns. TJARNARKVARTETTINN að loknum tónleikum í Fjölbrautaskóla Suðurlands. Rósa Kristín Baldursdóttir, Hjörleifur Hjartarson, Krist- jana Arngrímsdóttir og Kristján Hjartarson. Morgunblaðið/Kristinn JÓRUNN Viðar tónskáld var heiðruð í lok tónleikanna. TÓNLIST Dómkirkjan TÓNLISTARDAGAR DÓMKIRKJUNNAR Flutt voru verk eftir Jón Nordal og Jórunni. Viðar Flytjendur Marteinn H. Friðriksson og Dóm- kórinn. Laugardagurinn 4. nóv- ember, 1995. TÓNLISTARDAGAR Dóm- kirkjunnar voru settir í fjórtánda sinni sl. laugardag með tónleik- um, þar sem flutt voru verk eftir Jón Nordal og Jórunni Viðar. Á þessum fjórtán árum hafa jafn- mörg tónskáld, íslensk og erlend, samið tónverk fyrir Dómkórinn og dómorgelleikarann, Martein H. Friðriksson, sem flutt hafa verið á nefndum tónlistardögum Dómkirkjunnar, en tími þeirra hefur ávalt verið í byijun vetrar, eins og nú. Tónleikarnir hófust á Tokkötu fyrir orgel eftir Jón Nordal, er hann samdi í minningu Páls ísólfssonar, en fáir hafa markað jafn djúp spor í þá braut, sem flestir tónlistarmenn íslenskir hafa fetað sig eftir, sem orgel- leikari, kennari og tónskáld. Tokkatan er viðamikið verk og vel samið og var mjög vel flutt af Marteini H. Friðrikssyni, dóm- organista. Tónskáld tónlistardaganna er að þessu sinni Jórunn Viðar, en eftir hana voru flutt tvö kórvek, Sigling við kvæði eftir Árna Páls- Stóð ég við Oxará son og frumflutt nýtt verk, Stóð ég við Öxará við kvæði Halldórs Laxness. Kórverkið Stóð ég við Öxará er samið vegna 50 ára afmælis lýðveldis á Islandi og er fyrir kór, orgel, flautu og selló. Flytjendur voru Martial Nardeau á flautu, Lovísa Fjeldsted á selló og Hrönn Helgadóttir á orgel en Dómkórinn söng undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar. Fyrra verkið, Sigling, er samið fyrir kvennakór, fallegt söngverk við sérkennilegt kvæði Árna Páls- sonar, sem er að gera upp lífs- hlaup sitt. Hann dregur „knörr af dimmri strönd“ og í draumi sér hann „undralönd" er seinna „síga bak við þokutjöld" og endar ljóðið eftir margvísleg óhöpp, og segir: „taka mun ég lending senn“ og lýkur á viðlaginu „I djúpinu glitrar gullið rauða og ljósa“. Kvæðið er ort 1906 en þijátíu árum seinna bætir Ámi við einni vísu og er hún svona: Seiðir moldin svört og köld. - Sigrinum allir hrósa. - Bak við hennar hlífiskjöld hníga sé ég öld af öld. - í moldinni glitrar gullið rauða og ljósa. Þetta fallega tónverk Jórunnar Viðar sungu stúlkurnar í Dóm- kórnum mjög vel og af innileik. Líklega eru þeir fáir sem þekkja ljóð Árna Pálssonar, en Stóð ég við Öxará eftir Halldór Laxness mun hins vegar standa eins og þjóðsöngur, þar sem skáldið yrk- ir sig inn í sögu þjóðarinnar, finn- ur til nærveru Jóns Arasonar en álfar og ástvinir syngja honurn söngva og tendraður heyrir skáldið brostna klukku landsins hringja sér með „alskærum ómi“ og kalla alla til sín, - kátt tók að klingja og fast klukkan sem áður brast alskærum ómi sló útyfír vatn og skóg. Mín klukka, klukkan þín kallar. oss heim til sín. Tónverk Jórunnar er vel sam- ið, þar sem fléttað er saman sam- leiksþáttum á hljóðfæri, er greina að vísurnar þrjár. Kórinn söng verkið mjög vel en það endar á löngum hljómi og um leið og hann deyr út, hljómar íslands- klukkan. Jórunn leggur áherslu á hljóðfall textans, svo að fram- burður hans verði sem skýrastur og þannig verður tónmál verksins mjög meitlað og hreint. Það er næsta víst, að þetta verk á eftir að hljóma oftar á tónleikum, því Jórunni hefur tekist að tónklæða textann á þann hátt, að lag og texti eru eitt. Jón Ásgeirsson Athvarf á sandi BÖKMENNTIR Ljóö ÞAÐ TALAR í TRJÁNUM eftir Þorstein frá Hamri. Iðunn, Reykjavík, 1995.64 bls. HAFI sæfarinn verið sofandi í síð- ustu bók Þorsteins er hann vakandi nú og siglir um fornar slóðir sem nýjar, segir sögur sem oft hafa óljóst inntak, óljósan endi, eru lausar í tíma og rúmi, flöktandi, sveimandi eins og nafnlausar hugsanir, eins og strokudrengur á vegamótum sem flýgur í hug „hvort fyrir þann sem er slitinn/ úr tengslum við hvaða/ tíma og herbergi sem vera skal/ megi einu gilda/ hvert götur liggja" (Strokudrengur VI). Á ég mér áfangástað? er spuming sem hvílir á skáldinu. En það er allt- af ljóst hvaðan það kemur. Fortíðin er eins og leiðandi Ijós hér sem í fyrri bókum Þorsteins. Við erum afurð sögunnar og værum ekki hér „í þessu rómaða núi“ án hennar. Þannig er fortíðin í nútíðinni og stundum er allt einn tími, ein svip- st.und, svo sem í grískum rústum þar sem vitundin tengir „viðfang augans og minnið“: „Saman renna síða úr bók og staður./ Eldforna sögu, í brotum, nem ég af báðum:/ hér blaktir í dag, á hljóðri andr- ánni, skýjuð/ voð, ofin úr þáttum sagnar og sýnar -/ unz líða kvik um vígindin veröld og maður" (Rúst- ir). Eins og í mörgum fyrri verkum Þorsteins er tíminn þannig eitt af grunnþemum bókarinnar, tíminn, eilífðin og augnablikið. Og það er oft eins og skáldinu sé beinlínis illa við þennan mælikvarða; því finnist hann þrengja að sér, að hann tak- marki sig, að hann tortimi. Tíminn er eins og „grákornóttur gustur", segir Þorsteinn í ljóðinu Eyðimörk: Og fyrir ber að viss orð leita inn í Ijóð þitt óvænt - eins og ljóð þitt sé athvarf á sandi nóttina fyrir dóminn: næsta vindsveip... Ljóðið er athvarf deyjandi orða. Og hugsanir okkar eru éins og syngj- andi fuglar „á þræði tímans" sem þreyja drauma „um alnýja sköpun: ástir mannsins" (Leiðarmörk). Gleymskan er líka ávöxtur tímans og Þorsteini áleitið yrkisefni. Hann segir að „tíminn sé raunar/ grímu- iaus höfðingi gleymsku“ (Söguljóð) en minningin „einskonar/ eyja í tím- anum!/ íðilgræn/ með troðningum bröttum og tæpum“. Hún er hins vegar líka varasöm því þegar „leik- hjúpur æskunnar" er orðinn að spennitreyju lykur hann „um kverk- ar vorar,/ limi, brjóst/ og ljóð sem dylja svan/ í hveiju tákni...“ (Minn- ing)- Grunnþáttur í táknkerfi bókarinn- ar eru tré sem vefja hana öngum sínum. Heiti bókarinnar gefur auð- vitað ákveðna vísbendingu um þetta en hún hefst á ljóði sem heitir Skógaraltarið og nefnir „ungan náttfara [sem] næddi/ undir ofur véfréttarlegu/ tré allra tíða/ við ys frá gestum í grennd/ þar sem öllum setningum/ virtist saman skipað af guðum ...“. Sennilega er hér kominn hinn forni askur Yggdrasils, heimstréð, miðjan. Heiti ljóðsins gefur til kynna einhvers konar fórnarathöfn og er sem ljóðum bókarinnar sé hér fórnað á altari skógarins. í lokaljóði bókarinnar, Síðasta tréð í garðinum, má svo lesa tréð sem tákn skáldskapar. Ljóðmælandi „hefur ráðgert/ að komast yfir/ of- urlítinn teinung" af síðasta trénu í garðinum sem á að höggva á morg- un í von um að hann skjóti rótum „í draumakytrunni heima./ Við höfðalagið./ I fyllingu tímans/ má færa hann út í garð,/ alþjóð til ynd- is/ - svo fremi að gleymt sé að fullu/ að í fyrndinni stóð þar/ ekki ósvipað tré ...“. Þannig æxlast tré af tijám - „tré vaxa/ út frá sjálfum sér“, segir í öðru ljóði - rétt eins og ljóð æxlast af ljóðum. Ekki er laust við að það gæti eilítillar sjálfshæðni í þessu ljóði. Hér hefur verið drepið á helstu þemu í bók Þorsteins. Margt er ónefnt, svo sem fjöldi dulmagnaðra ljóða, þáttur með lif- andi ljóðmyndum frá Grikklandi og gletta eins og Hjam sem fjall- ar um kreddufestu manna. Það hefur ann- ars alltaf verið þung- búið yfir kveðskap Þor- steins og myrkt, stund- um of myrkt og svo er einnig í þess- ari bók. Svo sem í fyrri bókum Þor- steins er ljóðmál hér fágað og senni- lega á það ekki jafn vel við um neitt annað skáld að ljóð þess séu athvarf orða sem vindsveipur tímans vill feykja burt. Og rétt eins og aðdáend- ur fagurs máls og stíls vita að hveiju þeir ganga hjá skáldinu er víst að unnendur eldri kveðskapar Þorsteins verða ekki sviknir af því sem hér er fram borið. Þröstur Helgason Þorsteinn frá Hamri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.