Morgunblaðið - 07.11.1995, Page 12

Morgunblaðið - 07.11.1995, Page 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Sig. Jóns. FRÁ útför Lilju Óskar Ásgeirsdóttur og Þorleifs Ingvasonar í Stokkseyrarkirkju. Morgunblaðið/Halldór Guðmundsson FRÁ útför Geirþrúðar S. Friðriksdóttur og Gunnlaugs P. Kristjánssonar í Isafjarðarkirkju. Morgunblaðið/Kristinn FRÁ útför feðganna Sigurðar Þorsteinssonar og Þorsteins Sigurðssonar í Hallgrímskirkju. Morgunblaðið/Árni Sæberg FRÁ útför hjónanna Fjólu Aðalsteinsdóttur og Magnúsar Einars Karlssonar og dóttur þeirra, Lindu Bjarkar, í Víðistaðakirkju. Flateyringar j arðsungnir FJÓRAR útfarir fórnarlamba snjóflóðsins á Flateyri voru gerðar á laugardag og í Utför Lilju Oskar Asgeirsdóttur og Þor- leifs Ingvasonar var gerð frá Stokkseyrar- kirkju á laugardag, 4. nóvember. Fjölmenni var við útförina og meðal kirkjugesta var forseti íslánds, frú Vigdís Finnbogadóttir. Sr. Sigríður Óladóttir flutti bænarorð við útförina og sr. Úlfar Guðmundsson sóknar- prestur flutti minningarorð og blessun. Hin látnu voru jarðsett í kirkjugarði Stokks- eyrarkirkju. Orgelleikarar við útförina voru Pálmar Þ. Eyjólfsson og Úlrik Ólason. Alína Dubik söng einsöng, Auður Hafsteinsdóttir lék á fiðlu og kirkjukór Stokkseyrarkirkju söng ásamt félögum úr kirkjukór Gaulverjabæj- arkirlqu. Útför hjónanna Geirþrúðar S. Friðriks- dóttur og Gunnlaugs P. Kristjánssonar var gerð frá ísafjarðarkirkju siðastliðinn laug- ardag kl. 14 að viðstöddu hátt á fimmta hundrað manns. Það var sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson dómkirkjuprestur sem jarð- söng. Kirkjukór ísafjarðarkirkju og Sunnu- kórinn sungu og hjónin Sigríður Ragnars- dóttir og Jónas Tómasson léku saman á píanó og flautu. Útför feðganna Sigurðar Þorsteinssonar og Þorsteins, Sigurðssonar var gerð frá Hallgrímskirkju í gær. Hátt í þúsund manns voru við athöfnina, þar á meðal forseti ís- lands, frú Vigdís Finnbogadóttir. Séra Kjart- an Örn Sigurbjörnsson jarðsöng. Organisti var Hörður Áskelsson og Mótettukórinn söng. Elín Ósk Óskarsdóttir söng einsöng og Guðný Guðmundsdóttir og Elísabet Wa- age léku saman á fiðlu og hörpu. Útför hjónanna Fjólu Aðalsteinsdóttur og Magnúsar Einars Karlssonar og dóttur þeirra, Lindu Bjarkar, var gerð frá Víði- staðakirkju í gær. Um 500 manns voru við athöfnina, þar á meðal forseti Islands, frú Vigdís Finnbogadóttir. Séra Sigurður Helgi Guðmundsson jarðsöng, organisti var Úlrik Ólason og Hljómkórinn söng. Elín Ósk Ósk- arsdóttir og Sigurður Skagfjörð Stein- grímsson sungu einsöng, Zymon Kuran lék einleik á fiðlu og Eiríkur Örn Pálsson á flygilkosu. Kosningar um sameiningu sex sveitarfélaga á Vestfjörðum Kj ördagnr fluttur um þriár vikur LAGT hefur verið til að kosningum um sameiningu sex sveitarfélaga á norðanverðum Vestfjörðum verði frestað um þrjár vikur vegna snjó- flóðanna á Flateyri og virðist ríkja einhugur um að verða við þeirri ósk. Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna hélt fund á sunnudag til að ræða ósk Flateyr- inga um annan kjördag og sagði Þorsteinn Jóhannesson, formaður samstarfsnefndarinnar, að það hefði ekki komið annað til greina en að virða hana. „Það eru allir í doða út af þessu slysi,“ sagði Þor- steinn, en kynningarstarf vegna kosninganna hefur tafist vegna snjóflóðanna. Þorsteinn sagði að það að flytja kjördaginn myndi seinka fjárlaga- gerð, en ekki hafa áhrif að öðru leyti. ,,í mínum huga er þetta formsatriði," sagði Þorsteinn. „Mér þykir það alveg sjálfsagt," sagði Halldór Hermannsson, sveit- arstjóri Suðureyrarhrepps, um frestunartillögu nefndarinnar og í sama streng tóku Jónas Ólafsson, sveitarstjóri Þingeyrarhrepps, og Ásvaldur Guðmundsson, oddviti Mýrahrepps. Þegar samþykkt á ísafirði Kristján Þór Júlíusson, bæjar- stjóri á ísafirði, sagði að bæjar- stjórn ísafjarðarhrepps hefði sam- þykkt að verða við þessari tillögu þegar á sunnudag og kvaðst búast við að hin sveitarfélögin • myndu sigla í kjölfarið von bráðar. Kosið verður um að sameina Þingeyrarhrepp, Mýrahrepp, Mos- vallahrepp, Flateyrarhrepp, Suð- ureyrarhrepp og ísafjarðarkaup- stað. Samkvæmt skoðanakönnun blaðsins Bæjarins besta á ísafirði, sem gerð var um miðjan október, er rúmur helmingur íbúa sveitarfé- laganna sex hlynntur sameiningu. Mest var fylgið við sameiningu í Flateyrar- og Mosvallahreppi, eða 86%. í Suðureyrarhreppi voru 65% hlynnt sameiningu og aðeins 10% andvíg. Helmingur aðspurðra var hlynntur ' sameiningu á ísafirði, fjórðungur andvígur og fjórðungur óákveðinn. Andstæðingar samein- ingar voru hins vegar í meirihluta í Mýra- og Þingeyrarhreppum, eða 39%. Verði þetta niðurstaðan gæti það haft í för með sér að fjögur fyrstnefndu sveitarfélögin samein- ist, en hin tvö standi utan við, vegna þess að nú liggur fyrir þingi frumvarp um að samruni sveitar- félaga skuli ganga eftir njóti hann fylgis meirihluta í þremur fjórðu þeirra sveitarfélaga, sem at- kvæðagreiðsla snýst um. Þetta frumvarp er umdeilt, en verði það að lögum, mun það aðeins gilda um þessar einu kosningar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.