Morgunblaðið - 09.11.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.11.1995, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1995__________________________________________________________MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR UNGMENNI úr Hvítasunnukirkjunni brenna geisladiska í júlí. Tvöhundruð og fimmtíulítra olíu- tunna var klofin og báðir hlutamir fylltir af geisladiskum áður en kveikt var í. Verðmæti diskanna er nálægt einni milljón króna. / ' • Ungmenni til liðs við Hvítasunnukirkjuna í Vestmannaeyjum Brenna „ókristilegar“ bækur o g geisladiska EINS og sjá má logaði eldurinn glatt. Kennarar verði áfram í LSR Viijahefja kjaraviðræður við sveitarfélög TUTTUGU ungmenni hafa með niðurdýfmgu gengið í Hvítasunnu- kirkjuna í Vestmannaeyjum frá því um áramót. Snorri Óskarsson, safn- aðarhirðir, staðfestir að ungmenni í söfnuðinum hafi brennt bækur og geisladiska með „ókristilegum" textum. Hann segir að ungmennin hafi ýmist brennt eigur sínar í ein- rómi eða tekið sig saman. Fimm til sex hundruð geisladiskar að verð- mæti allt að einni milljón króna voru brenndir í einni slíkri brennu á gömlu sorphaugunum í Vest- mannaeyjum í sumar. Fleiri slíkar brennur hafa verið haldnar í Vest- mannaeyjum í ár. Ólafur Hreinn Siguijónsson, skólameistari Fram- haldsskólans í Vestmannaeyjum, segist vera hræddur við hvers kon- ar múgæsingu og ofstæki. Snorri sagði að yfir 20% fjölgun eða frá 90 í 110 hefði verið í söfnuð- inum frá því um áramót. Skýringin væri einföld. „Andi guðs snertir við fólkinu. Við vöknum til meðvitundar um að við eigum lifandi trú og Jesú Kristur sé frelsari okkar. Ekki er hægt að segja að hingað sæki einn hópur í þjóðfélaginu fremur en ann- ar. Allir upplifa hins vegar drottihn og frelsiskraft hans. Hugarfars- breyting verður og áhuginn á Bibl- íunni vaknar. Biblían færir heim myndugleika, valdið, og endurhæf- ing hefst,“ sagði Snorri. Mikið af djöfla- og dauðarokki Hann sagði að unga fólkið hefði hlustað á ýmis konar veraldlega tónlist. „Mikið var af djöfla- og dauðarokki og margir textar hvöttu siðleysis, s.s. kynvillu og tvíkynja samskipta. Þegar unglingarnir átt- uðu sig á því að textamir væru í algjörri andstöðu við Biblíunna gátu þeir ekki lengur notið tónlistarinn- ar. Þeir fengu svo hugmyndina að því að brenna diskana eftir að hafa lesið í Postulasögu 19 að söfnuður- inn hefði brennt kuklbækur. Brenndar voru bækur á borð við Mein Kampf eftir Hitler, sem elur á kynþáttafordómum, og þvílíku og geisladiskar með hljómsveitum eins og Kiss og margir fleiri," sagði Snorri. Snorri sagði að unglingamir hefðu ekki verið lattir til að gera hugmyndina að vemleika eftir að hún kom fram. Hins vegar tók hann fram að Hvítasunnukirkjan væri alls ekki að setja sig á móti allri tónlist eða bókum sem tilheyrði til- teknu lífsmynstri. Aðeins ef textar boðuðu lögleysu, brytu gegn boð- orðinum tíu, Biblíunni eða kristinu siðferði almennt. Hræddur við múgæsingu og ofstæki Ólafur Hreinn sagði að áhuginn á Betelsöfnuðinum hefði ekki farið fram hjá sér. Meiri áhugi virtist vera meðal eldri nemenda, átján til rúmlega tvítugs, en yngri á starfi safnaðarins og einhver hópur nem- enda í skólanum og annara ung- menna hefði gengið til liðs við hann á síðustu misserum. Ólafur Hreinn sagðist hafa trú á því að orskanna á miklum áhuga á söfnuðinum mætti leita út í þjóðfélaginu eins og yfirleitt þegar tískusveiflur yrðu meðal ungs fólks. Unga fólkið hefði mjög mikil áhrif hvert á annað og boltinn væri fljótur að bæta utan á sig. Hann sagði að auðvitað yrði hver og einn að gera upp við sig hvað honum væri fyrir bestu. Hins vegar væri hann sjálfur hræddur við hvers konar múgæsingu og ofstæki. „Mér finnst líka að fólk sem gefur sig út fyrir að vera fremst í flokki varð- andi kristni megi ekki gleyma því meginstefi kristninnar að umburð- arlyndi og réttsýni ráði ferðinni," sagði Ólafur Hreinn og tók fram að skólamenn hlytu ætíð að vera gagnrýnir á bækur og aðrir slíkir miðlar væru brenndir. KENNARAFÉLÖGIN vilja að nú þeg- ar verði hafnar viðræður milli þeirra og sveitarfélaganna um nýjan kjara- samning. Félögin benda á að núgild- andi kjarasamningur renni út 1. ág- úst 1996 þegar allir grunnskólakenn- arar verða starfsmenn sveitarfélag- anna. Kennarafélögin hafa sent frá sér yfirlýsingu um áhersluatriði við flutning grunnskólans frá ríki til sveitarfélaga. Eiríkur Jónsson, formaður Kenna- rasambands íslands, sagði að í mars á næsta ári yrði farið að auglýsa eft- ir kennurum fyrir næsta skólaár. Þá strax yrði nauðsynlegt fyrir skóla- stjóra að geta svarað umsækjendum um þau kjör sem kennarar yrðu ráðn- ir á. Ekki væri því eftir neinu að bíða með að hefja viðræður um gerð nýs samnings. Tilbúin að semja Eíríkur sagði að kennarafélögin væru reiðubúin að semja sameig- inlega við samninganefnd sveitarfé- laganna ef nefndin hefði óskorað umboð til viðræðna og samningsgerð- ar. Á næstu dögum er von á skýrslu með tiilögum um hvernig þjónustu, sem fræðsluskrifstofumar veita, verð- ur hagað þegar grunnskólinn fer til sveitarfélaganna. 10. nóvember verð- ur síðan haldinn fundur í verkefnis- ÞEIR stóðu sig vel íslensku þátttak- endurnir á frímerkjasýningunni NOR- DIA-95 í Svíþjóð um helgina. í flokki fyrir 16-17 ára unglinga röðuðu ís- lenskir unglingar sér i' fjögur efstu sætin. Friðrik Ámason fékk 84 stig og gyllt silfur fyrir safn sitt „Kristófer Kólumbus og fundur Ameríku“, G.G. Harðarson fékk 77 stig og stórt silfur fyrir safn sitt „Fimm evrópskir tón- listarmenn, á klassískum tíma“, Steinar Friðfinnsson hlaut 75 stig og stórt silfur fyrir safn sitt „Styijöldin í Evrópu og Norður-Afríku, 1939- 1945“, í ijórða sætinu í þessum flokki var svo Björgvin Ingi Ólafsson með 73 stig og silfur fyrir safn sitt „Fugl- ar á eyjum í Norður-Atlantshafi“. Síðan komu Pétur H. Ólafsson með 71 stig og silfur fyrir safn sitt „Síð- ari heimsstyijöldin" og Jón T. Sig- urðsson með 67 stig og silfrað brons fyrir safn sitt „Saga flugsins". í flokki ungíinga 15 ára og yngri var Gunnar Garðarsson í efsta sæti BORGARRÁÐ hefur samþykkt að veita 500 þúsund króna styrk til fram- leiðslu og markaðssetningar á gagn- virku líkamsræktarforriti á geisladisk til notkunar í heimahúsum. í umsögn Atvinnu- og ferðamála- stofu til borgarráðs kemur fram, að beiðni um styrk er frá þeim Áma Geir Pálssyni og Magnúsi Seheving. Hugmyndin gerir ráð fyrir að hægt verði að stunda líkamsrækt í heima- húsi með því að kveikja á tölvu og ræsa forritið. Spurt verður nokkurra spuminga um aldur og líkamsmál viðkomandi og samkvæmt þeim upp- lýsingum velur forritið viðeigandi stjórn um flutning grunnskólans og er búist við að á fundinum skýrist hvaða stefnu þessi mál taka. í tengslum við samþykkt nýrra grunnskólalaga, sem samþykkt voru á síðasta þingi, gáfu allir stjórnmálæ flokkar yfirlýsingu með fyrirheitum um að grunnskólakennurum yrðu tryggð jafnverðmæt réttindi í framtíð- inni og þeir hafa nú. Eiríkur sagði að enn væru nokkur atriði varðandi réttindamál kennara óleyst. Í yfirlýsingu kennarafélaganna er lögð áhersla á að öllum grunnskóla- kennuram verði tryggð aðild að Líf- eyrissjóði starfsmanna ríkisins. Þau vilja að grannskólakennuram verði tryggð óskert ráðningarréttindi er nái til auglýsingar og veitingar á störfum, ráðningarfestu, réttar til biðlauna, veikindaréttar og réttar í bamsburð- arleyfum. Félögin vilja að þessi rétt- indi verði lögfest á Alþingi með skýr- um hætti. Félögin vilja einnig að áunnin lögbundin eða samningsbund- in réttindi kennara eins og réttur til námsorlofs, mat á starfsaldri vegna launa eða veikindaréttar og fleiri atr- iði, flytjist óskert með hveijum kenn- ara til nýs vinnuveitanda. Þá vilja kennarafélögin að menntamálaráðu- neytið hafí eftirlit með framkvæmd einstakra sveitarstjórna á kennarar- áðningum og haldi skrá um menntun og starfsferil kennara. með 80 stig, gyllt silfur og heiðurs- verðlaun fyrir safn sitt „Fuglar í út- rýmingarhættu". í bókmenntaflokki fékk Don Brandt 75 stig og stórt silfur, fyrir bók sína „Walking into Iceland’s Post- al History“. Þór Þorsteins fékk 72 stig og silfur fyrir bók sína „Vélst- implanir á Íslandi 1930-1993“. Í opnum flokki fékk Garðar Jóhann Guðmundarson 71 stig og silfur fyrir safn sitt „Fólk og fleira fólk“. Þá fékk Jón Áðalsteinn Jónsson 76 stig og stórt silfur fyrir safn sitt „Dan- mörk - tvílitu frímerkin frá 1870- 1905“. Ennfremur hlaut sænskt safn af tveggja kónga merkjum 73 stig og silfur. íslenskir dómarar íslenskir dómarar á sýningunni voru Sigurður R. Pétursson og Olafur Elíasson, en fulltrúar NORDIA-96, sem verður á Kjarvalsstöðum, voru þeir Sverrir Einarsson og Hálfdán Helgason. meðferð fyrir hvem einstakling. Fram kemur að styrkurinn er ætlaður til að kanna markaðshæfni forritsins svo og gerð framgerðar og sýningarút- gáfu. Bent er á að hugmyndin sé góð og hafi fengið góð viðbrögð hérlendis og í Bandaríkjunum. Propaganda Films og Sony Corporation hafi sýnt verkefninu áhuga og bíði þess að framgerðin verði gerð. Þetta sé hug- mynd sem ekki sé til og því nýsköp- un. Varan sé nær eingöngu ætluð til sölu erlendis og loks séu þeir aðilar sem komi að verkefninu hæfir og færir um framkvæmdina. Frímer kj asýningin Nordia-95 í Svíþjóð Islensk ungmenni í efstu sætin Borgarráð styrkir líkamsræktarforrit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.