Morgunblaðið - 09.11.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.11.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1995 25 LISTIR Guðríður Símonardóttír til Eyja á ný Heimur Guðríðar í Landa- kirkju Vestmannaeyjum. Morgunblaðið. LEIKRITIÐ Heimur Guðríðar, síð- asta heimsókn Guðríðar Símonar- dóttur í kirkju Hallgríms, eftir Stein- unni Jóhannesdóttur, var sýnt f Landakirkju í Vestmannaeyjum fyrir skömmu. Mikill fjöldi fólks fylgdist með sýningunni og var Landakirkja troðfuíl er leikritið var sýnt enda tengsl Guðríðar við Vestmannaeyjar sterk þar sem hún bjó þar er Tyrkir rændu Vestmannaeyjar árið 1627. Það var að frumkvæði Menningar- málanefndar Vestmannaeyjabæjar og sóknarnefndar Landakirkju að komið var með sýninguna til Eyja en verkið var sérstaklega samið fyr- ir Kirkjulistahátíð sem haldin var í sumar og var það frumsýnt í Hall- grímskirkju á hátíðinni. Leikritið fjallar um æviferil Guðríðar Símonar- dóttur, píslargöngu og örlög, ástir og harma hennar og Hallgríms Pét- urssonar. Aðalhlutverk í sýningunni skipa Helga Bachmann sem leikur Guðríði eldri, Helga Elínborg Jónsdóttir sem leikur Guðríði yngri og Þröstur Leó Gunnarsson sem leikur Hallgrím Pétursson. Þá leikur Guðjón Davíð Karlsson Sölmund, son Guðríðar, og á sýningunni í Eyjum lék 6 ára Eyja- peyi, Sveinn Friðriksson, Sölmund ungan en hann hljóp í skarðið fyrir Björn Brynjúlf Björnsson sem leikið hefur hlutverkið en hann kom ekki með til Eyja. Var þetta hlutverk frumraun Sveins í leiklistinni. Stein- Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson HELGA Bachmann í hlutverki Guðríðar eldri. unn Jóhannesdóttir leikstýrði verkinu en Hörður Áskelsson sá um orgelleik. Steinunn Jóhannesdóttir sagði í samtali við Morgunblaðið að sýningin í Landakirkju hefði tekist gífurlega vel. Það hafi verið gleðilegt að sjá hversu margir lögðu leið sína í kirkj- una til að fylgjast með og væru þau Eyjamönnum afar þakklát fyrir góð- ar móttökur. „Leikararnir voru djúpt snortnir að leika leikritið á þesum stað og taka sér í munn nöfn margra manna og kvenna sem lifðu þennan hrikalega atburð og var rærit' í Tyrkjaráninu 1627. Leikhópurinn er afar þakklátur fyrir frábærar og hlýj- ar móttökur", sagði Steinunn. Steinunn sagði að sýningar á verk- inu stæðu nú yfir í nýjum safnaðar- sal Hallgrímskirkju en í deiglunni væri að fara með verkið og sýna á einhverjum fleiri stöðum. í undirbún- ingi væri að sýna það í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd og verið væri að skoða möguleika á að sýna það í fleiri kirkjum úti á landsbyggðinni. Listhús Ingólfsstræti 8 MYNDIIST Ingólfsstræti 8 HUGMYNDAFRÆÐI- LEGLIST Hreinn Friðfinnsson. Opið alla daga frá 14-18. Lokað mánu- daga. Til 26. nóvember. Aðgang- ur ókeypis. NYTT listhús hefur opnað dyr sínar í hjarta borgarinnar, og er hin kunna listakona Edda Jónsdóttir aðalhvatamaðurinn, henni til aðstoðar var Börkur Arnarson sonur hennar og Svanur Kristbergsson, sem jafnframt er rekstrarstjóri. Mynda þau þrjú jafnframt syn- inga- og framkvæmdanefnd. Þessi hugmynd hefur verið lengi á döfinni, en hún byggist m.a. á færri og betur undirbún- um framkvæmdum, og munu sýningarnar þannig ekki verða nema 11-12 á ári. Þetta telst drjúg framför frá lítt undirbún- um síbyljusýningum, sem eru hálfgerð plága hér á landi, þar sém allt virðist eiga að gerast hratt, það sem verra er virðast þær flestar fara fyrir ofan garð og neðan hálfmeltar. Aðalatriðið virð- ist vera að setja þær sómasamlega upp, en síðan eru þær látnar á guð og gaddinn, að segja má. Að sjálfsögðu ber að lofa þessu nýja listhúsi að sanna sig, og í fljótu bragði virðist það eiga að þjóna þeim tilgangi að kynna samtímalist og bæta eitthvað upp er kann að skorta á í Nýlistasafninu, Annarri hæð og listhúsi Birgis Andrésson- ar. Hið aflanga rými er lítið en nota- legt og vel frá öllu gengið, stór Morgunblaðið/Árni Sæberg LISTAMAÐURINN hjá tveimur verka Listhúsinu Ingólfsstræti 8. sinna gluggi veit að götunni svo að vegg- irnir, og um leið listaverkin, blasa við vegfarendum svo ekki komist þeir hjá því að verða varir við starf- semina innandyra. Listhús af þessu tagi eru algeng erlendis og mörg hver mjög virt, hafa enda með sér góða samvinnu á alþjóðagrundvelli og markaða stefnuskrá, auk þess að skiptast á sýningum. Það býður upp á gríðarlega vinnu og útsjónarsemi að halda slíkri starfsemi gangandi auk þess sem flestir sem fara út í hana ytra, reikna með milljóna halla fyrstu árin á meðan starfsemin er að festá sig í sessi. Ýmis þekktustu jisthús af þessu tagi eru vel að merkja rekin af forríku fólki, sem jafn- framt gera samninga til margra ára við nafnkennda listamenn, auk þess að veðja á yngri kynslóðir. í ljósi þessa er mikill stórhugur og bjartsýni að baki fram- kvæmdunum á Ingólfs- stræti, og vonandi gengur dæmið upp. Það er Hreinn Friðfinns- son, sem fyrstur sýnir á staðnum, en hann er einn af okkar fremstu listamönnum á hugmyndafræðilega svið- inu og hefur verið búsettur í Amsterdam í nær aldar- fjórðung. Sýningin er líka út og í gegn hugmyndafræði- legs eðlis, en einkenni hennar eru þó helst hinn ljóðræni blær er oftar en ekki er höf- uðeinkenni verka Hreins. Sýningin er afar fagmann- lega og vel sett upp og nýtur sín vel í rýminu utan einnar myndar í glugga, sem helst hefði átt að vera á stalli úti á gólfi, svo hægt hefði verið að nálgast hana frá öllum hliðum. Kannski má segja, að það sem menn nefna stundum fínstillingu efnis og forms, gangi hér einum of langt, nema eitthvað hafi farið framhjá mér. í öllu falli hafði ekk- ert verkanna jafn ótvíræðar skír- skotanir og margt sem ég hef séð til listamannsins áður. Allt um það er þetta sýning sem á erindi við okkur og mun ómælt gleðja áhang- endur hugmyndafræðilegu listar- mnar. Bragi Ásgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.