Morgunblaðið - 09.11.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.11.1995, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Skipulagsmistök við Vesturlandsveg SEM íbúi í Mos- fellsbæ og ökumaður sem neyðist til að aka Vesturlandsveginn á hveijum einasta degi get ég ekki orða bund- ist nú þegar fyrir dyr- um standa einhver mestu skipulagsmistök sem gerð hafa verið í Mosfellsbæ fyrr og síð- ar. Tilefnið er fyrirhug- uð tvöföldun Vestur- landsvegar í gegnum Mosfellsbæ, þ.e.a.s. breikkun hans í tvær akreinar í hvora átt, með tilheyrandi breyt- ingum á gatnamótum, tilfærslu veg- arstæðis og stórframkvæmdum hvað varðar mengunarvamir. Tveir kynningarfundir hafa verið haldnir í bænum vegna vegabreyt- inganna og þar sem ég var á báðum þessum fundum get ég vottað að bæjarbúar sem hafa kynnt sér mál- in eru upp til hópa vægast sagt mjög ósáttir við þær hugmyndir sem fram hafa komið, og á báðum fund- unum mátti heyra að það er langt frá því að þeir geti sætt sig við þessar tillögur. Óánægjan fór að vísu nokkuð eftir því hvar í bænum fundargestir bjuggu, flestir gátu nefnilega fundið stóra galla á skipulaginu á þeim hluta vegarins sem næstur þeim er. Helstu ágreiningsefnin voru þó þessi: 1. Vegurinn (sem er hraðbraut, hvað sem vegagerðarmenn kjósa að kalla hann), mun kljúfa bæj- arfélagið í sundur á varanlegan hátt og verða enn meiri farar- tálmi milli bæjarhluta en nú er. 2. Vegurinn mun hafa í för með sér mikla hávaðamengun fyrir bæjarbúa sem búa nálægt hon- um og enn hafa hvergi komið fram skynsamlegar eða framkvæmanlegar leiðir tii að veijast há- vaðanum. 3. Forgangsröðun er greinilega ekki byggð á þekkingu á helstu hættusvæðum á vegin- um. 4. Aliar tengingar vegarins við byggðina eru vægast sagt lítt hugsaðar og virðist ábyrgðinni á að leysa það vera lýst á hendur bæjarfélagsins. (sbr. • Aðaltún og Ásland.) Pissað í skó sinn Öll eru þessi atriði svo alvarleg, að hvert og eitt þeirra ætti að nægja til að ekki verði ráðist í þessar fram- kvæmdir fyrr en búið er að leysa vandann og fínna leiðir sem allir geta sætt sig við. Þrátt fyrir þetta er þó alvarlegasti hluturinn enn ósagður... Gallinn er nefnilega sá, að það er himinhrópandi hugsana- skekkja í allri þessari skipulagningu — það er ekki hugsað til framtíðar. Þama háfa skammsýnir menn fundið lausn sem á að laga ástandið tímabundið, lausn sem mun skapa annan vanda enn verrri og í raun alls ekki leysa þann fyrri, aðeins breyta honum. Hugmyndin um að breikka Vest- urlandsveg til að leysa umferðar- vandann í gegnum Mosfellsbæinn er í raun sambærileg við að pissa í skó sinn til að ylja sér á tánum. Fáein rök af fjölmörgxim 1. Með þessum breytingum er í raun ekki verið að leysa neinn vanda til framtíðar — hvorki fyrir Mos- fellsbæ né landsbyggðina. Helsti umferðarvandi bæjarins liggur í þeirri umferð sem fer í gegn- um bæinn, þ.e.a.s. landsbyggðar- Sundavefflirínn er eina raunhæfa lausnin á umferðarvanda Mos- fellsbæjar, segir Jó- hanna Harðardóttir, og hann er mun þarfara framtak en Hvalfjarðar- göngin fyrír lands- byggðarumferðina. umferðinni. Önnur umferð er innan- bæjarumferð sem kvíslast um bæinn og vegna hennar er ekki stórra breytinga þörf. Það er landsbyggðarumferðin sem er vandamálið — þungaflutn- ingar og hraðakstur í gegnum bæ- inn — sem mun með þessum fram- kvæmdum verða gert auðveldara fyrir og þar með verða hættulegri fyrir innanbæjarumferðina Þarna er verið að leysa vandamál hringvegarins á kostnað bæjarbúa í Mosfellsbæ. Hið rétta og eðlilega í málinu væri auðvitað að leggja hinn svokallaða Sundaveg (um Álfs- nes) strax og láta síðan Mosfellsbæ um að leysa sinn „fortíðarvanda" í Þverholtinu, sem verður þá hið eina vandamál sem eftir stendur. 2. Hávaðamengun mun verða mikil á mörgum stöðum í bænum og hvað verst verður hún við Trölla- gil og í Ullamesbrekkunni (nálægt hringtorgi við Hlégarð). Á þessum stöðum er fyrirséð að ekki verður hægt að koma í veg fyrir hana á viðunandi hátt. Þær furðulegu hug- myndir sem komu fram hjá vega- gerðarmanni á fundinum í Hlé- Jóhanna Harðardóttir garði, m.a. um svokallaða hljóð- veggi, ieysa ekki vandann. Hljóð- veggir kunna hugsanlega að geta minnkað hljóðmengun ef hægt er að koma þeim fyrir vegna snjó- þyngsla og nálægðar við hús og veg, en þær valda í staðinn sjón- mengun og lækka fasteignaverð í þessu hverfi sem hefur byggst sér- staklega vegna útsýnisins. Þessi lausn er engan veginn boðleg á þess- um stað og hverfisbúar sætta sig aldrei við hana. 3. Tenging Vesturlandsvegar við Helgafellsmela (-lönd og -ásar) verður ónýtt, en engin tenging verð- ur lengur af Áslandi og á Vestur- landsveg. Það er ekki séð hvemig á að leysa þann vanda, enda vísuðu vegagerðarmenn honum til Mos- fellsbæjar að leysa. Bent hefur verið á að hægt sé að beina þeirri umferð um væntan- legt hringtorg og þaðan upp Brekkuland og um Ásland. Þessi tillaga er byggð á algeru þekkingarleysi á staðháttum. Brekkuland er mikið vandamál á vetmm vegna hálku og snjóalaga, því þar er alltaf hálka og oft skefur illa í veginn. Verra er þó „Áslandshaftið", þar sem vegurinn ku eiga að tengjast eftra hverfinu, því þar verður alltaf ófært um leið og byijar að skafa. Þetta vita allir sem þarna búa. 4. Meðan Vesturlandsvegur er aðalflutningsleið vestur og norður um land er aðeins eitt sem í raun liggur á að lagfæra áður en stórslys verður, en það em tvenn gatnamót Vesturlandsvegar — við Skarhóla- braut annars vegar og Ásland hins vegar. Þar sem ég bý við Ásland og starfa í Reykjavík ek ég alla þessa leið að minnsta kosti tvisvar á dag og ég leyfi mér að fullyrða að þessi gatnamót em þau íanghættulegustu á þessum kafla. (Gatnamótin við Þverholt eru að vísu tepptari og seinfarnari, en ekki líkt því eins hættuleg. Teppuna við Þverholtið væri vel hægt að leysa með nýju hringtorgi á þeim stað sem vegurinn er nú). Það rökstyð ég með því, að við þessa „útverði" Mosfellsbæjar er stundaður stórhættulegur hraðakst- ur þeirra sem inn í bæinn koma, Lj ós vakamiðlar og Morgunblaðið RITSTJÓRAR Morgunblaðsins virðast haldnir einhver skonar þráhyggju þegar mál- efni ljósvakamiðla ber á góma í fprystugrein- um blaðsins. Fyrir mörgum ámm töldu þeir sjálfum sér trú um — einir manna í heimin- um — að sjónvarpsrásir i loftinu lytu sömu lög- málum og þorskurinn í sjónum. Rásirnar væru, eins og þorskurinn, tak- mörkuð náttúraauðlind í eigu þjóðarinnar og því ætti ríkið að selja eða leigja hæstbjóð- Páll Magnússon þjöppun („digital com- pression") á sjónvarps- merkjum er flutnings- getan svo aftur að margfaldast og má nú heita svo gott sem ótakmörkuð. Jafnvel ritstjórar Morgun- blaðsins hljóta að skilja að þessar aðstæður í sjónvarpsheiminum eiga fátt sameiginlegt með ástandi þorsk- stofnsins á íslandsmið- um. Mín vegna mega rit- stjórarnir eftir sem áður hafa þá skoðun að ríkið eigi að þjóð- anda aðgang að þeim. Allar götur síðan hafa ritstjóram- ir þrástagast á þessari firm hvenær sem þeir drepa niður penna um Ijós- vakamiðla, síðast í forystugrein 24. október sl. Mér er-til efs að það sé í mannlegu valdi að leiða ritstjórana frá villu síns vegar, en þó skal þess freistað. Burðarleiðir fyrir sjónvarpsefni eru ekki takmörkuð náttúruauðlind heldur tæknilegt úrlausnarefni. Öfugt við þorskinn fer þeim fjölg- andi með aukinni eftirspum. Á síð- ustu árum og áratugum hefur tækni- leg burðargeta fyrir sjónvarpsefni margfaldast. Við hefðbundnar burð- arleiðir (VHF- og UHFVrásir) hafa bæst örbylgjurásir, gervihnattarásir og síðast en ekki síðst kapairásir. Með ljósleiðaratækni og stafrænni nýta þetta allt saman og leigja hæst- bjóðendum, en það getur ekki verið á þeirri forsendu að gæðin séu tak- mörkuð. Miklu frekar gætu þeir rétt- lætt þetta sjónarmið með almennri umhyggju fyrir þjökuðum ríkissjóði. Sömuleiðis gæti ríkið t.d. notað „leigutekjurnar" af sjónvarpsrásun- um til að taka aftur upp beina ríkis- styrki til dagblaðanna. „Menningin" víkur fyrir viðskiptahagsmunum Annars er hlutur Morgunblaðsins í þessari ljósvakaumræðu allri harla athyglisverður. Allar götur frá því að blaðið gerði misheppnaða tilraun til að hasla sér völl á þessu sviði, m.a. í vanheilögu bandalagi við Sam- bandið sáluga, hafa ritstjórar þess haft hom í síðu þeirra, sem vegnað Burðarleiðir fyrir sjón- varpsefni eru ekki tak- mörkuð náttúruauðlind, segir Páll Magnússon, heldur tæknilegt úrlausnarefni. hefur betur á þessum vettvangi. Þeir einstaklingar, sem skutu Morgun- blaðinu ref fyrir rass með stofnun Stöðvar 2 á sínum tíma, máttu liggja undir stöðugu ámæli blaðsins fyrir skort á íslensku dagskrárefni. Samt réðst Stöð 2 strax í rekstur eigin fréttastofu og talsverða framleiðslu á íslensku efni. Raunar gérðu menn þetta meira af vilja en getu og þessi metnaður átti nokkurn þátt í fjár- hagslegum erfíðleikum Stöðvar 2 í byijun Nú bregður hins vegar svo við að Morgunblaðið sjálft er orðið þátttak- andi í rekstri sjónvarpsstöðvar, sem virðist ætla að einskorða sig við er- lent efni, auk þess að endurvarpa erlendum gervihnattastöðvum. Og nú heyrist ekki hósti né stuna frá rit- stjómm Morgunblaðsins um metnað- arleysi í innlendri dagskrárgerð. Og hér liggur einmitt hundurinn grafinn. Nú em viðskiptahagsmunir Morgun- blaðsins í húfi og mnnin af ritstjórun- um hinn fölskvalausi metnaður fyrir hönd íslenskrar menningar. Meðal annarra orða: Af hveiju tók Morgunblaðið ekki þær fímm út- sendingarrásir, sem þess eigið fyrir- tæki fékk úthlutað endurgjaldslaust, sem dæmi um þau verðmæti sem ætti að bjóða út? Þess í _stað nefndu ritstjórarnir Sýn, sem íslenska út- varpsfélagið greiddi þó yfír 100 milljónir fyrir á sínum tíma. (Þeir fjármunir runnu að vísu ekki í ríkis- sjóð, en það má vera Morgunblaðs- mönnum huggun harmi gegn, að hluti þeirra hafnaði hjá núverandi samstarfsaðila þeirra í Stöð 3 og þannig óbeint nýst til að gera það fyrirtæki að veruleika.) Fyrirtæki Morgunblaðsins hefur hins vegar ekki greitt neinum neitt fyrir þær rásir sem það fékk úthlutað. Hlutleysi? En þótt Morgunblaðið hafi sleppt Stoð 3 í forystugreininni um útboð á sjónvarpsrásum, er blaðið þó skemmtilega áhugasamt um þetta nýja fyrirtæki sitt. Á fimmtudaginn var birti blaðið heilsíðu um þá er- lendu þætti, sem verða á dagskrá Stöðvar 3. Greinin ber þess að vísu öll merki að vera skrifuð á kynning- ardeild sjónvarpsstöðvarinnar, en Morgunblaðið lét sig þó hafa það að birta hana sem ritstjórnarefni en ekki auglýsingu. Ég treysti því auð- vitað að Morgunblaðið sinni „upplýs- ingaskyldu" sinni jafnvel þegar kem- ur að dagskrá Sýnar (heil síða og tólf myndir — allt ókeypis). í leiðara Morgunblaðsins á sunnu- daginn stendur svo eftirfarandi: „Á næstu vikum tekur ný sjónvarpsstöð til starfa. Hið nýja fyrirtæki hefur ekki enn sem komið er gefið upplýs- , ingar um hvert áskriftarverðið verð- ur. en telja verður líklegt að sam- keppnin, sem Stöð 3 kemur til með að veita RÚV og Stöð 2, verði bæði í verði og í myndefni, sem á boðstól- um verður, og þar með notendum til hagsbóta." Hér gleyma ritstjórarnir að visu og hvað eftir annað hef ég orðið vitni að skelfílegum og stórhættu- legum aðstæðum við þessi gatna- mót. Eina ástæðan fyrir því að á þessum stöðum hafa enn ekki orðið alvarlegri slys en raun ber vitni er sú, að heimamenn em í bóstaflegri merkingu „með lífíð í lúkunum" á þessum stöðum. Því miður er ég hrædd um að þessi heppni muni ekki endast um aldur og ævi og það er því nauðsyn- legt að byija að draga úr hraða utan við þessa staði, t.d. með afrein- um við þessi gatnamót, þverrákum og hraðahindmnum eða hringtorg- um. Væntanlegur Sundavegur eða Hvalfjarðargöng? Ég vona svo sannarlega að málið verði tekið til gaumgæfilegrar at- hugunar áður en ráðist verður í framkvæmdir og þeim möguleika velt upp að ráðast frekar í gerð Sundavegar um Álfsnes en að hefla fyrirfram vonlausar framkvæmdir við Vesturlandsveg í gegnum Mos- fellsbæ eða grafa göng undir Hval- fjörð. Sundavegurinn er eina raunhæfa lausnin á umferðarvanda Mosfells- bæjar og mun þarfara framtak en Hvalfjarðargöngin fyrir lands- byggðaramferðina. Þegar íbúar Mosfellsbæjar minnt- ust á Sundaveginn var samstundis stungið upp í þá með þeim orðum, að af honum yðri ekki á næstunni, þar sem hann væri enn ekki nauð- synlegur vegna umferðarþunga og að ekki væri til fjármagn til að ráð- ast í þær framkvæmdir. Fjármagnsleysi er engin afsökun meðan stefnt er á gerð Hvalíjarðar- ganga fyrir fjóra til fímm milljarða króna, en þau göng verða að sjálf- sögðu til að auka enn á vanda Vest- urlandsvegar og Mosfellsbæjar, þar sem þá mun bætast við umferðina sá þungaflutningur sem nú fer með Akraborginni. Það er þvi að mínu mati öfugt í enda farið að byija á Hvalfjarðargöngum í stað þess að leysa fyrst þennan hnút, sem sann- arlega verður ekki leystur með þeim hugmyndum sem nú em uppi. Höfundur er blaðamaður og dag- skrárgerðarmaður bjá RUV. að nefna Sýn, sem einnig byijar með reglulegar útsendingar innan skamms, en það skýrist væntanlega af því að Morgunblaðið á ekkert í því fyrirtæki. Hitt er einkennilegra að Morgunblaðið skuli ekki nota tækifærið og hvetja Stöð 3 til dáða í innlendri dagskrárgerð, eins og Stöð 2 forðum daga, en það skýrist þó trúlega líka af viðskiptahagsmun- um blaðsins. Af Ólympstindi í hagsmunagæslu Að öllu gamni slepptu er hér kom- inn mergurinn málsins, sem nauðsyn- legt er að lesendur Morgunblaðsins átti sig á: Morgunblaðið er allt í einu komið í bullandi viðskiptasamkeppni, sem því hefur að mestu verið hlíft við fram að þessu í skjóli yfrirburða- stöðu á dagblaðamarkaði. Hingað til hafa ritstjórar blaðsins getað staðið á einhverskonar Olympstindi yfír íslensku viðskiptalífí og horft með sérkennilegri blöndu af yflrlæti og vorkunnsemi niður á þá, sem hafa þurft að beijast upp á líf og dauða á miskunnarlausum markaði. Sem hreinir sveinar og með rigninguna upp í nefnið hafa þeir sagt sig tandurfria af öllum hags- munatengslum og þjóðarhagur þeirra eina leiðarljós. Nú er þeim hins vegar horfinn sveindómurinn og Morgun- blaðið komið niður af tindinum í slag- inn miðjan, og ritstjóramir með, eftir því sem best verður séð. Um þetta er ekkert nema gott að segja að bara jákvætt að þeir Morgunblaðs- menn kynnist nú alvöm lífsins. Ég vona þó, af því mér þykir vænt um Morgunblaðið, að ritstjóramir fari ekki offari í að gæta viðskipta- hagsmuna eigenda þess. Það kynni ekki góðri lukku að stýra fyrir „blað allra landsmanna". Byijunin lofar samt ekki góðu. Höfundur er útvarpssijóri Sýnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.