Morgunblaðið - 09.11.1995, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 09.11.1995, Blaðsíða 68
Afl þegar þörf krefur! RISC System / 6000 I ffrgttnÞIðjMfc OPIN KERFI HF. Sími: 567 1000 HPV® ctraPC MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 669 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FIMMTUDAGUR 9. NOVEMBER 1995 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK Afengis- átöppun í Borg- arnesi Borgarnesi, Morgunblaðið. KAUPFÉLAG Borgfirðinga, Borg- arnesi - KBB - festi nýlega kaiip \ tæplega 20% hlut í fyrirtækinu Catco hf. sem starfar að áfengisframleiðslu og útflutningí á lambakjöti. Þessa dagana er verið að flytja vélasam- stæðu fyrirtækisins frá Hrútafirði til Borgarness. En þangað mun áfengis- átöppunin flytjást. Að sögn Þóris Páls Guðjónssonar ~" kaupfélagsstjóra mun vélasamstæð- an verða sett upp í KBB að Engja- ási þar sem Mjólkursamlag Borgfirð- inga er til húsa. Sagði Þórir Páll að þarna væri um mjög svipaðan rekst- ur að ræða og átöppunin á Icyvodka sem fyrir er í húsinu. Sagði Þórir Páll að þær áfengis- tegundir sem þarna væri um að ræða væru m.a. íslenskt brennivín, Eldurís vodka, Tindavodka, Kláravín, Dillon gin og Jöklakrap. Reiknað væri með að þarna yrði um fjögur til fimm -, ársstörf að ræða, fyrir utan störf við þá flutninga sem starfseminni fylgdu. Gert er ráð fyrir að starfsem- in hefjist í Borgarnesi 27. nóvember nk. Um einhvern útflutning á nefnd- um áfengistegundum verður að ræða og í dag virðist vera vaxandi áhugi erlendis, sérstaklega í Rússlandi. Sagði Þórir Páll að fyrirtækið Catco hf. hefði verið að þreifa fyrir sér með útflutning á lambakjöti til Bandaríkjanna og sú staðreynd væri ekki síður spennandi fyrir KBB en áfengisátöppunin. ---------? ? ?--------- Tilraun til íkveikju UNGUR maður var staðinn að verki við að kveikja í bíl sem stóð inn í Austurslipp við Strandveg í Vest- mannaeyjum í gær. Grunur leikur á að hann hafi einnig gert tilraun til að kveikja í slippnum í fyrradag, en þá var eldur borinn að rusli í slippnum. Óverulegar skemmdir urðu á bílnum. Maðurinn er í haldi og verður yfirheyrður af RLR í dag. Hann hefur engar skýringar gefið á at- hæfi sínu. Nokkrir aðilar hafa sýnt áfauga á byggingu og rekstri nýs álvers hér á landi Kínversk sendinefnd kannar aðstæður hér SENDINEFND frá Kína er væntan- leg til íslands næstkomandi sunnu- dagskvöld og mun dvelja hér á landi næstu viku til að kanna aðstæður fyrir hugsanlega byggingu og rekst- ur álvers á íslandi. Eins og fram hefur komið hafa Kínverjar tvívegis lýst áhuga á að kanna möguleika á að fjárfesta í álveri á íslandi. Þessar hugmyndir múnu þó vera á frumstigi og ekkert er vitað hvaða áform Kínverjar hafa um hugsanlega fjárfestingu í ál- framleiðslu utan Kína. Sendinefndin kemur frá ríkisfyrirtækinu CNNC, sem er stærsta málmvinnslufyrir- tæki í Kína, með 1,2 milljónir starfs- manna. Fulltrúar í sendinefndinni munu skoða sig um hér á landi og eiga viðræður við stjórnendur Mark- aðsskrifstofu iðnaðarráðuneytisins og Landsvirkjunar og iðnaðarráð- herra. Columbia Aluminium fylgdist með Stjórnendur bandaríska álfyrir- tækisins Columbia Aluminium Corporation hafa haft samband við Markaðsskrifstofu iðnaðarráðuneyt- isins og Landsvirkjunar til að fá upplýsingar um hver hefði orðið nið- urstaða Alusuisse-Lonza varðandi stækkun álversins í Straumsvík. Samkvæmt upplýsingum Garðars Ingvarssonar, forstöðumanns mark- aðsskrifstofunnar, voru þeim veittar upplýsingar um málið en Columbia Aluminium hefur enn enga ákvörðun tekið um hvaða land verður fyrir valinu vegna staðsetningar nýrrar álbræðslu fyrirtækisins. Stjórnendur fyrirtækisins eru nú staddir í Ven- esúela til að kanna aðstæður þar í landi. Fyrirtækið áformar að byrja með álver með 60 þúsund tonna fram- leiðslugetu með möguleika á stækk- un upp í 120 þúsund tonn og jafn- vel upp í 180 þúsund árlega fram- leiðslugetu. Er búist við að ákvörðun verði tekin fyrir áramót og sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins er reiknað með að fyrsti áfangi verk- smiðjunnar yrði kominn í gagnið fyrir lok næsta árs. Alumax áréttar áhugann Jóhannes Nordal, formaður álvið- ræðunefndar, sagði í gærkvöldi, að fundur með Atlantsáls-hópnum hefði staðið til, en ekki gæti orðið af hon- um fyrr en í byrjun næsta árs. í Financial Times í gær var haft eftir talsmanni bandaríska fyrirtæk- isins Alumax, að forráðamenn þess hefðu enn áhuga á að reisa álver á íslandi og vitnaði hann til fyrri ummæla um, að spurningin væri ekki hvort, heldur hvenær. Fyrirtæk- in þrjú Alumax, sænska fyrirtækið Granges og það hollenzka Hoog- ovens, frestuðu fyrir fjórum árum framkvæmdum við 210 þúsund tonna álver á Keilisnesí. Neysluverðsvísi- talan lækkar um 0,3% VÍSITALA neysluverðs lækkaði um 0,3% milli mánaðanna október og nóvember, en það jafngildir 4% verð- hjöðnun á heilu ári. Astæður Iækk- unarinnar eru einkum lækkun á dilkakjöti, kartóflum og grænmeti. Síðustu mánuði hefur vísitalan hins vegar hækkað frá mánuði til mánað- ar og hefur mánaðarleg hækkun verið á bilinu 0,3-0,5% frá því í júlí og fara þarf aftur til mánaðanna febrúar og mars til að finna dæmi um lækkun vísitölunnar milli mán- aða en þá.var lækkunin 0,1 og 0,2%. Vísitalan hefur hækkað um 2,1% Siðustu tólf mánuði og verðbólgu- hraðinn síðustu þrjá mánuði er 1,9% umreiknað til heils árs. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bands íslands, kvaðst halda að þessi lækkun vísitölunnar myndi hafa áhrif á viðræður launanefnda ASÍ og VSÍ um launalið þeirra samn- inga, sem gerðir voru í febrúar. Verðlagsforsendur staðist „Það þarf enginn að efast um að verðlagsforsendur samninganna hafa staðist," sagði Þórarinn. „Verð- bólga verður samkvæmt þessu undir 2% á þessu ári og innan viðmiðunar- marka næsta ár. Verðlagsþróun er hagfelldari en búist hafði verið við." Benedikt Davíðsson sagði að ekki væri mikið um vísitölulækkunina að segja. „Meginhlutinn er vegna kjöt- útsölu og kemur aftur til baka," sagði Benedikt. „Þetta er ekki raunveruleg lækkun, en það er jákvætt að vísital- an skuli lækka." Þegar Benedikt var spurður um þau ummæli Þórarins, að lækkunin sýndi að verðlagsfor- sendur samninganna hefðu í raun staðist, sagði hann að ekki hefði verið lagt mat á það enn. Ætlunin væri að setjast niður til viðræðna um launamál, meðal annars í ljósi þessara upplýsinga. ¦ Útsala/4 Opinber heimsókn frá Eistlandi TIIT Vahi, f orsætisráðherra Eistlands, kom í opinbera heim- sókn til íslands í gær ásamt konu sinni, Raine-Lea Vahi, og fylgd- arliði. Davíð Oddsson forsætis- ' ráðherra og Sigríður Snævarr, sendiherra Islands í Eistlandi, voru meðal þeirra, sem tóku á móti ráðherrahjónunum. Á leið- inni til Reykjavíkur var komið við í Bláa lóninu og yar þessi mynd tekin þegar Davíð og Vahi könnuðu hitastig þess. Heimsókn Valii stendur til 11. nóvember og mun hann meðal annars eiga fundi með Davíð Oddssyni, Hall- dóri Asgrímssyni utanrikisráð- herra og Ólafi G. Einarssyni, forseta Alþingis. Morgunblaðið/Kristinn Hvítasunnu- menn kaupa Tívolí-húsið HVITASUNNUSÖFNUÐURINN hefur fest kaup á hluta Tívólí-hússins í Hveragerði af Hveragerðisbæ og hyggst flytja húsið í einingum að safhaðarmiðstöð í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð. Tívolíið er í raun tvö hús og Hvíta- sunnusöfnuðurinn kaupir syðri álmu hússins með turninum, alls um 3.000 fermetra. Húsið er smíðað úr límtré og klætt með plastplötum. Kaupverð þess er 5,7 milljónir króna en auk þess sér kaupandi um að steypa vegg í húsið sem eftir verður í Hvera- gerði. Hinrik Þorsteinsson safnaðar- hirðir segir að hafist verði handa við að flytja húsið í maímánuði og verði verkið unnið í sjálfboðavinnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.