Morgunblaðið - 09.11.1995, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FJOLMIÐLUN
Umbrotí
russneskum
blaðaheimi
Rússneskir fjölmiðlar hafa ekki farið var-
hluta af breytingunum þar í landi síðustu
árín. Guðmundur Sv. Hermannsson heim-
sótti stærsta dagblaðið í Moskvu, Komso-
molskaja Pravda, sem árið 1990 kom út í
21 milljón eintaka. Rúmu ári síðar var upp-
lagið komið niður í milljón eintök.
Morgunblaðið/GSH
FULLKOMNAR tölvur eru notaðar á Komsomolskaja Pravda. Forsíða þess á sunnuuogiim.
ÞAÐ MA ef til vill líkja rússnesk-
um blaðaheimi við illa hirtan garð
þar sem blómum og illgresi ægir
saman. Nú eru um 27 þúsund blöð
og tímarit skráð í landinu en talið
er að um 5.000 komi út nokkuð
réglulega.
Áður tilheyrðu blöð og aðrir fjöl-
miðlar í landinu sovéska Kommún-
istaflokknum eða stofnunum hans.
Nú eru flest blöðin sjálfstæð að
því leyti að þau eru ekki háð rúss-
neskum stjórnvöldum. Þó eru gef-
in út tvö ríkisdagblöð og ______
tvö ríkistímarit, sem fá
framlag af opinberu fé.
Þá gefa héraðsstjórnir
víðs vegar um landið út
eigin málgögn. —^^—
Það segir sig því sjálft að eðli
rússneskra fjölmiðla hefur breyst
mikið undanfarin 4-5 ár. Löggjaf-
inn hefur reynt að bregðast við
með því að tryggja frelsi og rétt-
indi fjölmiðla, m.a. til þess að fá
upplýsingar frá stjórnyöldum. Þá
hafa verið sett lög um auglýsing-
ar, en rússneskur auglýsinga-
markaður er kominn frekar
Blaðamönn-
um greitt eftir
afköstum
skammt á þróunarbrautinni. Það
mun þó mjög skorta á samræm-
ingu laganna og því er réttarstaða
blaða og blaðamanna ekki alltaf
mjög skýr og heldur ekki einstakl-
inga eða stofnana sem hugsanlega
verða fyrir barðinu á óvandaðri
fjölmiðlaumfjöllun.
Rússneska blaðanefndin var
stofnuð árið 1993 og var nokkurs
konar arftaki Blaða- og upplýs-
ingaráðuneytisins sovéska. Hlut-
verk þessarar nefndar er bæði að
veita prentmiðlum að-
hald og aðstoð við upp-
byggingu. Nefndin get-
ur þannig afturkallað
útgáfuleyfi ef blöð
—¦—~~ þykja fara yfír strikið,
en það strik er raunar ekki mjög
skýrt afmarkað af lögum. Þá er
auðvelt að stofna nýtt tímarit í
stað annars sem hefur misst leyfi.
Óvandaðrí fréttaskrif
Yfirmaður rússnesku blaða-
nefndarinnar er Ivan Laptiev, sem
er virtur blaðamaður í Rússlandi
og var m.a. eitt sinn ritstjóri blaðs-
ins Izvestíja. Laptiev segir að blöð-
in taki nú meiri þátt í pólitík en
áður, en fréttaskrif séu ekki eins
vönduð. Þar fljóti með mikið af
röngum og villandi upplýsingum,
hagsmunaaðilar geti keypt sér
umfjöllun og fréttir séu óábyrgar.
Árangurslaust hafi verið reynt að
koma skikk á ástandið í samvinnu
við blaðamannasamband Rúss-
lands. Engar siðareglur blaða-
manna séu í gildi og eina mögu-
lega refsingin sé að vísa þeim úr
blaðamannagambandinu. Það hafí
þó lítil áhrif því aðild að samband-
inu sé ekki forsenda þess að starfa
við blaðamennsku.
„Ástæða þessara erfiðleika er
fyrst og fremst þær miklu breyt-
ingar sem orðið hafa á skömmum
tíma," segir Laptiev.
Nikolaj M. Dolgopolov, aðstoð-
arritstjóri Komsomolskaja Pravda,
er ekki sammála þessari skilgrein-
ingu á rússneskum fjölmiðlum.
Hann segist vilja setja blað sitt í
flokk með gæðadagblöðum á Vest-
urlöndum.
Dolgopolov kvartar raunar yfir
því að rússnesk stjórnvöld veiti
fjölmiðlum ekki nægilegan stuðn-
ing meðan þeir séu að byggja sig
upp og segir til dæmis að blað
sitt hafi hvorki fengið hvatningu
né fjárstuðning frá ríkisnefndinni.
Hrun
Komsomolskaja Pravda var
stofnað árið 1925 sem blað sov-
éskra ungkommúnista í Moskvu
en tengdist ekki hinni einu sönnu
Prövdu, sem var lengst af málgagn
miðstjórnar Kommún- _______
istaflokksins.
Komsomolskaja
Pravda var um tíma
stærsta blað heims og
var samkvæmt Heims-
metabók Guinness gefið
milljón eintaka árið 1990
Heimilt að
birta merktan
áróður
út í 21
En þá
var farið að fjara undan Kommún-
istaflokknum í Sovétríkjunum og
önnur blöð, óháð flokknum, nutu
vaxandi vinsælda á kostnað gömlu
blaðanna.
Komsomolskaja Pravda reyndi
að bregðast við með því að slíta
öll tengsl við flokkinn og starfs-
TRYGGINGAKOSTNAÐUR
FYRIRTÆKISIIMS
í hærra lagi þetta aríðP
LÁTTU SKANDIA GERA THJBOQ í ALLAR TRYGGINGAR F YRIRTÆKISINS
F-yrirtœki geta sparad umtalsverðar jjárhœðir með þvi að láta
gera tilboð í allar tryggingar sínar. Fyrirtœkjattyggingar Skandia
eru góður kostur fyrir þá sem vilja hagstœðar og óruggar
tryggingar. Hafðu samband og láttu Skandia
gera þér tilboð.
¦ Það gœti lœkkað tryggingakostnaðinn.
Fáðu tilboðfyrir 1. des. þviþá rennur
útfrestur margra fyrirtækja,
til að segja upp eldri
tryggingum.
•Skandia
LAUGAVEGI 1 70
SÍMI BB 19 7DO, FAX S5 38 177
menn yfirtóku reksturinn. Samt
fór upplagið niður í rúma eina
milljón eintaka árið 1991.
Dolgopolov sagði að minnstu
hafi munað að blaðið legði upp
laupana. Loka varð öllum skrif-
stofum blaðsins utan Moskvu og
segja upp fréttariturum og blaða-
mönnum. Nú hefur blaðið smátt
og smátt verið að rétta úr kútnum
og í byrjun október var upplagið
komið upp í tæpar 1,6 milljónir
eintaka.
______. Blaðið hefur fjölgað
útgáfudögum, gefið út
tímarit og stofnað sér-
stök blöð í öllum stærstu
borgum Rússlands. Þá
' er blaðinu dreift í fjar-
hlutum landsins og utan
svo sem í Eystrasalt-
lægum
Rússlands,
slöndunum, ísrael, Bandaríkjunum
og Þýskalandi^ meðal rússneskra
innflytjenda. Á síðasta ári var
hagnaður af rekstrinum og á þessu
ári var lokið við að tölvuvæða blað-
ið.
Vinstri eða hægri?
Dolgopolov segir að stjórnmála-
stefna Komsomolskaju Prövdu sé
örlítið vinstra megin við miðju, en
blaðið hafi tilheigingu til að fara
til hægri þegar hætta steðjar að
ríkinu; þannig hafi það stutt Bórís
Jeltsín forseta í uppreisn þing-
manna gegn honum árið 1993.
Hann segir auðvelt að fá fréttir
úr stjórnkerfinu og góð tengsl séu
við ráðuneyti og stjórnarstofnanir
aðrar en varnarmálaráðuneytið
sem fái það oft óþvegið á síðum
blaðsins.
Erlendir fjölmiðlamenn, sem ég
hitti í Moskvu, telja hins vegar að
talsvert erfiðara sé nú, að minnsta
kosti fyrir vestræna fjölmiðla, að
fá glöggar upplýsingar innan úr
stjórnkerfmu en fyrstu árin eftir
að Rússland fékk sjálfstæði á ný.
Þá hafí Jeltsín og ríkissyórn hans
lagt sig fram við að tala við blaða,-'
menn og veita þeim upplýsingar.
Nú sé ástandið hins vegar farið
að minna á sovéttímann þegar
fréttamenn þurftu að leggja stund
á eins konar Kremlarfræði, meta
hvers kyns orðróm um valdamenn
og túlka greinar sem birtust í
málgögnum ríkisstofnana.
Undarleg lögmál
Það hefur ákveðna ókosti að
vera landsblað í Rússlandi því
landið er stórt. Því eru síðustu
fréttir í Komsomolskaja Pravda
skrifaðar kl. 16.30 á daginn til að
trygg)a að hægt sé að dreifa því
á tilteknum tíma í fjarlægum
landshlutum. Það er nú prentað í
nokkrum tugum borga utan
Moskvu. Blaðið er ekki stórt um
-