Morgunblaðið - 09.11.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.11.1995, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ STÆKKUN ALVERSINS Margrét Frímannsdóttir Verulegur ávinningur fyrir þjóðarbúið MARGRÉT Frímannsdóttir, for- maður Alþýðubandalagsins, segir að stækkun álversins sé verulegur ávinningur fyrir efnahags- og at- vinnulíf og ekki veiti af. Hún tek- ur fram að þing- flokkurinn hafi ekki fjallað um skattahliðina og orkusölusamn- inginn. „Ég tek hins vegar fram að þó þingflokkurinn hafi vissulega ekki farið yfir orkusölusamning- inn var hann samþykktur af Svav- ari Gestssyni, okkar fulltrúa í sljórn Landsvirkjunar, og ég treysti honum fullkomlega," sagði Margrét. Hún sagðist fyrst og fremst hafa áhyggjur af starfs- leyfi og mengunarvörnum vegna álversins. „Áhyggjurnar snúa sér- staklega að alþjóðlegum samn- ingi, sem við höfum undirritað og undirgengist, um verndun lofts- lagsins. íslendingar skuldbinda sig með samningnum til að sjá til þess að útblástur á C02 verði ekki meiri en árið 1990. Síðan hafa úthafsveiðar bæst við og þar af leiðandi hefur útblásturinn aukist verulega. Við eigum eftir að sjá hvað kemur út úr mengunarvðrn- um álversins varðandi þennan þátt sérstaklega." Staðiðsé við skuldbindingar Margrét sagði að srjórnvöld hlytu að sjá til þess að íslendingar stæðu við skuidbingar sínar í umhverfismálum. „Reyndar finnst mér alltof oft brenna við þegar við undirritum samninga, hvort heldur er á sviði umhverfismála eða annarra þátta, að við horfum ekki á málin til enda. En við höfum skuldbundið okkur til ákveðinna . aðgerða og hljótum að treysta því að við það verði staðið." Sighvatur Björgvinsson Mjög ánægður með niður- stöðuna SIGHVATUR Björgvinsson, fyrr- verandi iðnaðarráðherra Alþýðu- flokksins, segist mjög ánægður með niðurstöð- una enda sé hún í stórum drátt- um eins og gert hafi verið ráð fyrir þegar hann hafi ákveðið að íslendingar tækju frum- kvæðið að því að reyna að knýja fram stækkun álversins f febrúar. Forsendur varðandi skattamál og orkuverð virðast mjög svipaðar. Sighvatur sagðist vona að fleiri erlendar fjárfestingar fylgdu í kjðlfarið. „Enda hefur ekki orðið hér nein erlend fjárfesting í tutt- ugu ár. Hins vegar er alveg ljóst að á meðan verið var að ráðstafa afgangsorku Landsvirkjunar, sem nam næstum því allri orku- vinnslugetu Búrfellsvirkjunar, var hægt að bjóða hagkvæmt orkuverð. Ef þarf að reisa nýjar Morgunblaðið/RAX Ingvar Viktorsson bæjarstjóri um framkvæmdir ISAL Obeinn hagnaður til Hafnarfjarðar HAGNAÐUR Hafnarfjarðarbæjar vegna framkvæmdanna. í Straumsvík er fyrst og fremst óbeinn, að sögn Ingvars Viktors- sonar bæjarstjóra. „Hér hefur verið viðvarandi 4% til 5% at- vinnuleysi," sagði hann. „Það sem við sjáum fram á eru auknir möguleikar á vinnu fyrir atvinnu- lausa og fyrir þá verktaka, sem hafa verið verkefnalausir." Þá benti Ingvar á að íbúum hafi fjölg- að þegar álverið var byggt og tekjur bæjarsjóðs aukist um leið, en ekki mætti gleyma að fólks- fjölgun kallaði á aukna þjónustu bæjarins. Hafnarframkvæmdir „Það sem er mest spennandi fyrir okkur eru hafnarfram- kvæmdirnar," sagði Ingvar, „og hefur hafnarstjórn þegar komið saman til fundar og rætt lítillega fyrirhugaðar framkvæmdir." Hafnarfjarðarhöfn mun sjá um stækkun hafnarinnar í Straums- yík, en höfnin er í eigu bæjarins. ÍSAL hefur forgang að henni og greiðir allan kostnað við fram- kvæmdina. Sagði hann að samningur bæj- Miklar framkvæmdir við Straums- víkurhöfn arins og ÍSAL gerði ráð fyrir að Hafnarfjarðarbæ væri heimilt að leggja fram eitt heildartilboð vegna hafnarframkvæmdanna en í samningnum segir: „Sveitarfé- lagið skal eiga þess kost að gera ÍSAL tilboð um að'láta gera við- bót við hafnaraðstöðuna fyrir fast verð." Ingvar sagði að ef samn- ingar tækjust ekki væri sá mögu- leiki fyrir hendi að verkið yrði unnið eftir reikning. Verkið boðið út „Þetta er okkar mál og bærinn mun bjóða verkið út," sagði hann. „Mér skilst að það sé möguleiki á að vinnan suðurfrá hefjist eftir tvær vikur eða svo. Þá erum við strax inni í þeirri mynd, meðal annars við uppgröft fyrir skálann, en það efni sem kemur upp mun- um við nýta við hafnarfram- kvæmdir í Straumsvík og í Hafn- arfirði." í samkomulaginu er gert ráð fyrir að bærinn eignist höfnina alfarið árið 2014. Aukin hlutdeild í tekjuskatti Ingvar sagði að í drögum að samkomulagi milli bæjarins og ríkissjóðs, sem ekki hefur verið gengið frá, væri gert ráð fyrir aukinni hlutdeild bæjarins í tekju- skatti, sem ÍSAL greiðir og er miðað við hagnað fyrirtækisins. ÍSAL greiddi ekki gatnagerðar- gjöld, lóðarleigu, fasteignagjöld eða aðstöðugjöld. „Tekjurnar sem við höfum fengið er svokallað framleiðslu- gjald, sem er ákveðin upphæð, á bilinu 20 til 40 milljónir króna á ári," sagði Ingyar. „Það er ljóst að á næstu tveimur árum munu tekjurnar aukast verulega vegna hagnaðar af rekstri verksmiðj- unnar og hærri hlutdeildar í þeim tekjuskatti sem ÍSAL greiðir fyrir árin 1994 og 1995, en greitt er eftirá fyrir hvert ár. Ætli það séu ekki um 150 milljónir hvort árið, en árið 1996 lækkar skatturinn þegar fer að gæta afskrifta vegna framkvæmdanna." virkjanir vegna nýrra fyrirspurna er auðvitað ekki hægt að bjóða jafn hagstætt orkuverð og hægt var með afgangsorku Lands- virkjunar núna." Strangar umhverfiskröfur Sighvatur sagði að gerðar væru strangar umhverfiskröfur í sam- ræmi við nýjar reglur og lög. „Hollustuvernd og umhverf- isráðuneyti hafa gefið út starfs- leyfi í samræmi við nýju lögin og þar er tekið tillit til allra þeirra athugasemda sem borist hafa. Hins vegar verða menn auðvitað að gera sér grein fyrir því að starfsemi af þessu tagi hefur allt- af einhver mengunaráhrif í för með sér en það gerir þú lika þeg- ar þú flytur bíla til landsins. Hver bíll, sem kemur til landsins, eykur loftmengun á íslandi og hefur einhver áhuga á því að hætt verði að flytja bila til landsins af þvi að þeir vankantar eru á bílum að þeir auka loftmengun. Svona dæmum er endalaust hægt að stilla upp." Hugarfarsbreyting Sighvatur sagði að sér virtist að hugarfarsbreyting hefði orðið á íslandi til erlendrar fjárfesting- ar. „Fyrir aðeins örfáum árum voru Islendingar dauðhræddir við einhverja ríka olíufursta sem menn héldu að biðu eftir þvi að hella sér með peningunum sínum inn í landið. Nú hafa menn áttað sig á því að það er mikil eftirsókn eftir erlendu fjármagni alls staðar í heiminum kringum okkur. Eng- inn er reiðubúninn að fjárfesta hér nema aðstæður séu hagkvæm- ar og við verðum að skapa þær aðstæður. En stuðningur almenn- ings er orðinn miklu meiri gagn- vart því að við leitum eftir er- lendu fjármagni inn í landi og ánægjulegt að Framsóknarflokk- urinn, sem var mjög tvístígandi hér áður fyrr, skuli hafa skipt um skoðun." Kristín Halldórsdóttir Stækkun skásti kosturinn KRISTÍN Halldórsdóttir, fulltrúi Kvennalista í umhverfisnefnd og áheyrnarfulltrúi i iðnaðarnefnd, sagði að af fram- komnum hug- myiidum um stóriðju væri stækkun álvers- ins skásti kost- urinn. Hins veg- ar sagðist hún hafa áhyggjur á því að í starfs- leyfi væru mörk vegna mengunar í útblæstri frá kerskála hærri en í nágrannalöndunum, t.d. Noregi. Kristín sagðist hafa hvað mest- ar áhyggjur af því að ekki væru gerðar kröfur um vothreinsibún- að, aðeins þurrhreinsibúnað, i ál- verinu. „Ég man eftir því að í umræðum vegna starfsleyfis fyrir álver á Keilisnesi fyrir fjórum árum talaði Hollustuvernd um að nauðsynlegt yrði að setja upp vothreinsibúnað til að takmarka brennisteinsdíoxíð-mengun og stuðla að betri hreinsun flúoríð- sambanda. Nú virðist Hollustu- vernd hafa skipt um skoðun og ekki er farið frainá vothreinsi- búnað í álverinu. Eg hef ekki fengið fullnægjandi skýringar á því hvað veldur breyttri afstöðu," sagði Kristín. Hún sagðist telja að íslendingar ættu að líta til nágranna sinna og nota tækifærið til að herða reglur um mengunarmörk þegar farið væri af stað með nýja starf- semi. „Mér finnst alls ekki nægi- legur skilningur á mikilvægi um- hverfisverndar varðandi áfram- haldandi þróun í atvinnulífinu, t.d. í greinum eins og matvælaiðn- aði og ferðaþjónustu, svo ég tali ekki um mannlífið almennt," sagði hún. Eggin séu ekki í sömu körfu Kristín tók fram að stækkun álversins hefði jákvæð áhrif fyrir atvinnulifið. Hins vegar sagðist hún vera þeirrar skoðunar að of mikil áhersla hefði verið Iögð á uppbyggingu stóriðju hér á landi. „Mér finnst óskynsamlegt að bera öll eggin í sömu körfunni. Ég tala nú ekki um þegar álverð er jafn óstöðugt og raun ber vitni. Við vitum hvað svona sveiflur hafa verið afdrifaríkar í sjávarútvegin- um, okkar höfuð atvinnugrein," sagði hún. Ágúst Einarsson Fagna því sem komið er ÁGÚST Einarsson, starfandi þing- flokksformaður Þjóðvaka, segir Þjóðvaka líta jákvæðum augum á væntanlega stækkun álvers- ins í Straumsvík og fagna samn- ingi þar um. Hins vegar þyrfti að skoða betur t.d. skatta- I mál og mengun- armál og fara betur ofan í þá hluti sem samn- ingurinn gerði ráð fyrir. Þá væri sú leynd sem hvíldi yfir orkusölu- samningnum ekki rétt og til þess að almenningur og þingmenn gætu áttað sig betur á málinu yrðu öll spil að koma betur upp á borðið í því sambandi. „Við metum það svo að hér sé um að ræða verulega verðmæta- sköpum hér á næstu árum, en bendum á að það eru ekki nema 80 störf sem til frambúðar koma við þessa 14 miUjarða króna fjár- festingu. Að vísu munu nokkur hundruð manns fá störf við upp- byggingu álversins og við raf- orkuframkvæmdir, en þegar horft er til þess að 7.000 manns eru án atvinnu þá er Uóst að þetta eitt út af fyrir sig leysir ekki ðll okk- ar vandamál og alls ekki atvimiu- leysisvandann. En það er ánægjulegt að þessi samningur tókst. Það eru áratugir síðan við höfum náð svona samn- ingi og við höfum verið með van- nýtta fjárfestingu í orkumálum upp á annan tug milUarða og sjálf- sagt vaxtagjöld af þvi upp á millj- arð á ári. Það var því kominn tími til að fá nýtingu á þetta og það er jákvætt. Hins vegar á ekki að ofmeta þetta en það ber að fagna því sem komið er," sagði Ágúst. -4-.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.