Morgunblaðið - 09.11.1995, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1995 47
MIIMNINGAR
FJÖLSKYLDANHJALLA VEGI10 -
SÓLRÚNÁSA GUNNARSDÓTTIR
+ Sólrún Ása
Gunnarsdóttir
fæddist í Reykjavík
2. nóvember 1980.
Hún fórst í snjó-
flóðinu á Flateyri
26. október síðast-
liðinn og fór útför
hennar fram frá
Hallgrímskirkju 2.
nóvember.
SNEMMA morguns
26. október var ég
vakin upp með mjög
óhugnanlegum frétt-
um um að snjóflóð hafi fallið á
Flateyri. Það var sem hjarta mitt
hefði stöðvast og mig setti hljóða.
Síðan bárust fréttirnar hver á fæt-
ur annarri um afdrif þeirra sem í
flóðinu lentu. 20 manns fórust og
þekkti ég þau flest öll, sum mjög
vel. Meðal þeirra sem fórust voru
elskuleg frændsystkin mín, Sólrún
Ása, aðeins fimmtán ára gömul,
Halli, Svanhildur og litlu bömin
þeirra þijú, Halli Jón, Ástrós og
Rebekka. Það var erfitt að sofna
á kvöldin eftir þessar hörmungar
og var vonin sú hjá mér að þetta
væri bara martröð og ég mundi
vakna upp og anda léttar. En raun-
veruleikinn var allur annar. Er ég
grét yfir raunveruleikanum, kom
sonur minn til mín og sagði við
mig: Heyrðu mamma, þau em öll
saman hjá Guði, og em núna engl-
ar eins og við verðum þegar við
deyjúm. Við skulum biðja bænina
okkar, þá líður okkur svo miklu
betur. Og við fómm með bænina
saman.
Leiddu mína litlu hendi,
ljúfí Jesú, þér ég sendi
bæn frá mínu bijósti sjáðu,
blíði Jesú að mér gáðu.
Þessi orð sonar
míns voru mér mikil
huggun. Ekkert er
ofar kærleikanum. Ég
sé frændsystkin min
fyrir mér svo full af
lífí og þrótti. Þannig
mun ég ávallt minnast
þeirra. Ég og Bjarni
erum þakklát fyrir all-
ar þær góðu stundir
er við áttum saman með Svanhildi
og Halla. Þessar minningar geym-
um við eins og fjársjóð í hjarta
okkar. Elsku Ella og Gunni og fjöl-
skylda, Laufey, Eggert og fjöl-
skylda, Bima, Hlöðver og §öl-
skylda. Ykkur vottum við okkar
dýpstu samúð. Missir ykkar er svo
mikill. Megi Guð styrkja ykkur á
þessum erfiða tíma.
Hver vepr að heiman
er vegurinn heim
en handan við flöllin
og handan við áttimar og nóttina
ris tum ljóssins
þar sem tíminn sefur
inn í frið hans og draum
er fórinni heitið.
Gunnhildur Hreinsdóttir.
Nú er horfin frá okkur kær vin-
kona í hörmulegu slysi sem átti sér
stað á Flateyri aðfaranótt 26. októ-
ber síðastliðinn. Tilfinningunni sem
heltók okkur er við fréttum að Ása
okkar væri dáin er ekki hægt að
lýsa með nokkrum fátæklegum orð-
um á blaði og við vonum að þeir
sem misst hafa ástvin skilji okkur.
Hún Ása var alltaf brosandi og
hún bjó yfir þeim einstaka eigin-
leika að geta alltaf komið okkur í
betra_ skap ef við vorum leið og
súr. Ása var aldrei vond við neinn
og alltaf til reiðu fyrir okkur vini
sína. í frystihúsinu í sumar var
hún langduglegust af okkur og
ómögulegt var að reyna að tala
við hana í vinnutímanum því hún
var svo niðursokkin í starf sitt. í
pásunum þegar við settumst niður
og kvörtúðum sáran undan bak-
verkjum og þrældómnum, brosti
hún bara og sagði: „Látiði ekki
svona, eftir bara fjóra daga er
kominn föstudagur og þá skellum
við okkur á ísó, er það ekki?“
Skarð hefur verið höggvið í vina-
hópinn og sárið mun seint gróa,
en aldrei munum við gleyma Ásu,
minningin um breiða brosið henn-
ar, hláturinn og lífsgleðina sem
geislaði frá henni mun ylja okkur
um hjartarætur á lífsleiðinni.
Ása er dáin. Því getur ekkert
breytt. En við munum muna hana
eins og hún var lifandi og geymum
hvert og eitt minninguna um hana
í hjarta okkar þar sem hún á
heima.
Elsku Ella og Gunnar, Fribba
og Fríða. Við vottum ykkur okkar
dýpstu samúð og megi góðar minn-
ingar veita ykkur styrk í sorginni.
Björg, Helga, Lára, Berglind,
íris, Helga Rún og Teitur.
LINDA BJÖRK
MAGNÚSDÓTTIR
-I- Linda Björk
‘ Magnúsdóttir
fæddist í Reylqa-
vík 28. apríl 1971.
Hún fórst í snjó-
flóðinu á Flateyri
26. október síðast-
liðinn og fór útför
hennar fram frá
Víðistaðakirkju 6.
nóvember.
ELSKU Linda Björk.
Þó svo að við höfum
þekkst alla ævi,
kynntumst við ekki
vel fyrr en við leigðum
saman íbúð í miðbæ Hafnarfjarð-
ar. Það var ekki erfítt að lynda
við þig enda hafðir þú mikið jafn-
aðargeð - alltaf til í allt og alltaf
stutt í brosið og hláturinn. Það
myndaðist strax mjög sterkt vin-
áttusamband 'okkar á milli er
byggðist á trúnaði, trausti og
kærleika er entist allt fram til hins
mikla sorgardags 26. október er
snjóflóð féll á Flateyri.
Það var ætíð glatt á hjalla hjá
okkur frænkunum, hvort sem við
sátum heima í stofu yfír pijóna-
skap eða gerðum eitthvað allt ann-
að. Við áttum það til að veltast
um af hlátri yfir einhverju sem
við höfðum sagt eða gert enda
sögðum við hvor annarri flest allt
er fyrir okkur kom. Samband okk-
ar síðasta ár var að mestu leyti í
gegnum síma enda hvor á sínu
landshorninu, en við hringdumst
alltaf reglulega á, spjölluðum sam-
an um það sem okkur langaði til
að gera - nú síðast laugardaginn
fyrir snjóflóðið impr-
uðum við á því að
flytjast saman til Eg-
ilsstaða, leigja þar
íbúð og fara að vinna.
Elsku Linda, ég
kem til með að sakna
þín mikið, samtala
okkar og alls þess sem
við ætluðum að gera
saman, enda varst þú
ein af mínum bestu
vinkonum.
Elsku Fjóla og
Maggi, maður kom
aldrei að lokuðum
dyrum hjá ykkur. Það
ríkti alltaf gleði og samkennd þar
sem þið voruð, og allir velkomnir.
Pjóla, þú varst alltaf svo hress og
kát, og Maggi, þú með þinn dulda
húmor. Þið tókuð alltaf vel á móti
mér og mínum enda leið mér allt-
af vel meðal ýkkar.
Elsku Linda, Fjóla og Maggi,
ég kveð ykkur í þeirri vissu að
ykkur líði vel þar sem þið eruð,
sérstaklega þar sem þið eruð öll
saman. En kærleikurinn, vináttan
og samkenndin er ríkti á milli
ykkar og eftirlifandi íjölskyldu-
meðlima ykkar var alveg einstök,
mjög sterk og virkilega falleg.
Ég er svo fegin að hafa fengið
að kynnast ykkur eins vel og ég
gerði því ég hef svo margs að
minnast.
Elsku Kalli, Toni, Magga og
fjölskyldur. Ég votta ykkur mína
dýpstu samúð því engin orð fá því
lýst hve mikill missir ykkar er.
Ykkar frænka,
Anna Hilmarsdóttir.
SIGURÐUR ÞORSTEINSSON
ÞORSTEINN SIG URÐSSON
tSigurður
Þorsteinsson
fæddist 18. jan-
úar 1956. Þor-
steinn Sigurðs-
son fæddist í
Reykjavík 11. ág-
úst 1977. Þeir
fórust í spjóflóð-
inu á Flateyri 26.
október síðastlið-
inn. Útför Sig-
urðar og Þor-
steins fór fram 6.
nóvember.
„SKOÐAÐU hug þinn vel, þegar
þú ert glaður, og þú munt sjá, að
aðeins það, sem valdið hefur
hryggð þinni, gerir þig glaðan.“
(K. Gibran.)
Elsku Siggi og Þorsteinn.
Það finnast svo mörg orð. En
að raða þeim saman, þegar maður
kveður bróður sinn og frænda, er
ekki auðvelt.
Það eru svo margar góðar minn-
ingar. Það eru svo margar mynd-
ir. En þó að orðin vanti munu
minningarnar og myndimar alltaf
lifa í hjörtum okkar. Allt gerðist
svo fljótt, svo óvænt, og við hug-
leiðum allt sem við áttum eftir að
gera saman, ræða saman og upp-
lifa saman.
En okkur eru víst takmörk sett,
við hvorki sjáum fyrir eða ráðum
við hvenær dauðinn bankar upp á.
En við sem eftir erum, verðum
að halda áfram, það verður erfitt
en saman tekst okkur það.
Elsku Siggi og Þorsteinn, okkur
þykir svo innilega vænt um ykkur
og við munum ætíð sakna ykkar.
Við trúum því að þið séuð saman,
þar sem þið eruð núna.
Og jafnframt nálægt okkur, og
einhvern daginn hittumst við á ný.
„Þegar þú ert sorgmæddur,
skoðaðu þá aftur huga þinn, og
þú munt sjá, að þú grætur vegna
þess sem var gleði þín.“ (K. Gi-
bran.)
Elsku Sigrún, Berglind Ósk,
Atli Már og Borgrún Alda, megi
Guð gefa ykkur styrk á þessari
erfiðu stundu.
Einnig viljum við senda innileg-
ar samúðarkveðjur til allra þeirra
sem eiga um sárt að binda vegna
hamfaranna á Flateyri.
Kær kveðja.
Ingimar, Kristín,
Steinar og íris.
Við minnumst vinar og sam-
starfsmanns, formanns Verka-
lýðsfélagsins Skjaldar á Flateyri.
Siggi gekk án orða í það sem
þurfti að gera. Hugur hans stóð
alltaf með fólkinu sem hann vann
fyrir. Hann mátti ekkert bágt sjá
án þess að það kallaði á aðgerðir.
Siggi hafði alltaf tíma fyrir fólk
og það að leysa úr málum þess.
Hver einstaklingur þarf sína ein-
stöku meðferð. Það vissi Siggi.
Hann vissi líka hvar mörkin lágu.
í erfiðum málum settist hann nið-
ur með báðum aðilum, verkamanni
og vinnuveitanda, og gaf sér tíma
til að ræða málin í rólegheitunum
og komast að farsælli lausn. Það
sem Siggi lofaði að gera, stóð
hann við og fylgdi eftir. Hann vildi
leysa málin sem fyrst og í sem
mestu bróðerni. Siggi var rólegur
og yfirvegaður og skipti sjaldnast
skapi.
Þegar Jón Guðjónsson, fyrrver-
andi formaður Verkalýðsfélagsins,
lést af slysförum fyrir 7 árum,
kallaði Siggi, þá varaformaður
Verkalýðsfélagsins, okkur félag-
ana saman, leysti þau mál sem
þurfti að leysa og kom Verkalýðs-
félaginu af stað á ný.
Síðastliðið vor fór Siggi á tón-
leika með Rolling Stones í Dan-
mörku með vini sínum. Hann kom
uppnuminn til baka. Ferðin veitti
honum mikla hamingju og hann
sagðist mundu lifa á henni það sem
eftir væri.
Siggi hafði líka áhuga á að
kynnast myndlistinni og nota hana
sem tjáningarform. Hann bæði
skoðaði myndlist og prófaði sig
áfram. Pappírar á skrifstofunni
báru þeirri þörf hans fyrir tjáningu
oft vitni.
Siggi var einstakur vinur,
traustur og góður. Fyrir Sigga var
greinilegt að fjölskylda hans og
framtíð hennar skipaði stóran
sess. Hann var dyggur bakhjarl
barna sinna og þegar hann var
seinn fyrir á skrifstofuna var hann
að sinna litlu dúllunni sinni. Það
var honum ofarlega í huga að
tryggja þeim öllum góða framtíð.
Elsku Steini og börn, Sigrún,
Berglind, Atli Már og Borgrún
Alda. Megi almættið veita ykkur
stuðning og styrk vegna fráfalls
þess góða drengs sem Siggi var.
Ekki síður er styrkrar handleiðslu
þörf vegna sonarins Þorsteins, sem
kom heim tímabundið til að vinna
sér inn pening fyrir frekara námi.
Nám hafði hann bæði hæfileika
og getu til að stunda áfram. Megi
almættið blessa ykkur og hjálpa í
gegnum þessa sorgartíma og um
ókomna framtíð.
Fyrir hönd Verkalýðsfélagsins
Skialdar á Flateyri,
Agústa og Guðmundur Jón.
Eitt mannskæðasta snjóflóð ís-
landssögunnar féll á byggðina
okkar hér á Flateyri 26. október
sl. og hreif með sér 20 dýrmæt
mannslíf og ógnaði byggðinni sem
er okkur svo kær. Frá okkur voru
teknir vinir okkar í blóma lífsins
og ung börn sem áttu allt lífíð
framundan. Mikill harmur hefur
sótt heim mörg heimili í okkar
fámenna og trausta byggðarlagi
og eiga margir nú um sárt að
binda. Við og fjölskyldur okkar
sendum þeim okkar dýpstu samúð-
arkveðjur og biðjum algóðan Guð
að styrkja þau í þeirra miklu sorg.
Meðal þeirra sem fórust í þessu
snjóflóði var góðvinur okkar, Sig-
urður Þorsteinsson, og ungur son-
ur hans, Þorsteinn Sigurðsson.
Sigurður og Sigrún kona hans
fluttu hingað til Flateyrar fyrir
nær 17 árum og starfaði hann
lengst af við sjómennsku á togar-
anum Gylli, sjómannslífið átti vel
við Sigurð en vissulega átti hann
sér þann draum að starfa í landi
og geta þannig verið meira sam-
vistum við fjölskyldu sína. Sá
draumur hafði ræst og starfaði
hann síðustu árin hjá Vestfírskum
skelfiski hf. á Flateyri og líkaði
vel.
Sigurður var þannig gerður að
hann lét sig velferð samborgara
sinna skipta og þess vegna hlóð-
ust á hann ýmis trúnaðarstörf
sem hann leysti vel og samvisku-
samlega af hendi, hann sat í
hreppsnefnd Flateyrarhrepps eitt
kjörtímabil og hefur verið formað-
ur Verkalýðsfélagsins Skjaldar
allmörg ár. Sigurður naut þess
innilega að starfa að félagsmálum
og gáfu þessi störf honum aukinn
kraft og mikla gleði.
Þau hjón áttu mörg áhugamál
saman og einnig áttu þau sín sér-
stöku áhugamál. Sigurður var af
blómakynslóðinni og minntist
hann oft þeirra daga og lét sig
dreyma. Einn var sá draumur að
fá að sjá, í fullu formi, uppáhalds-
hljómsveit sína, Rolling Stones,
og lét hann þann draum rætast
sl. sumar þegar hann fór ásamt
félögum sínum til Danmerkur og
sá Rollingana spila af fullum
krafti. Oft sagði hann okkur frá
þessari ferð og þá var hann glað-
ur.
Mesta gæfuspor Sigurðar var
að kynnast og eignast fyrir eigin-
konu Sigrúnu Magnúsdóttur. Þau
voru hvort öðru festan í lífínu,
þau elskuðu hvort annað innilega
og nutu þess að vera saman. Þau
eignuðust fjögur mannvænleg
börn, tvo drengi og tvær stúlkur,
elsta barn þeirra, Þorsteinn, 18
ára, fórst með föður sínum í þessu
hörmulega snjóflóði og er því
harmur fjölskyldunnar mikill.
Sigurður var mikill „barnakarl"
og lét sér mjög annt um velferð
barna sinna og reyndist þeim
góður uppalandi og félagi enda
endurguldu þau honum umhyggj-
una og voru fjölskylduböndin
mjög sterk.
Það var gott að eiga þau Sigurð
og Sigrúnu að vinum og félögum
enda var vinahópurinn stór og
margt spjallað og spekúlerað.
Kæru feðgar, Sigurður og Þor-
steinn, nú er komið að leiðarlok-
um, við þökkum trausta vináttu
og samfylgdina sem varð allt of
stutt, biðjum ykkur guðs blessun-
ar í nýjum heimkynnum.
Elsku Sigrún, börnin þín bless-
uð og aðrir aðstandendur, við;
sendum ykkur okkar innilegustu
samúðarkveðjur og biðjum góðan
Guð að styrkja ykkur í þeirri
miklu sorg sem á ykkur er lögð
en minningin um góðan dreng
mun lifa og veita ykkur huggun
harmi gegn.
Ægir, Bjöm og Sigurður
Hafberg og fjölskyldur.