Morgunblaðið - 09.11.1995, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 09.11.1995, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1995 41 HESTAR hinsvegar legið í geysivinsælum vor- sýningum sem þar hafa verið haldn- ar í byrjun maí hvert ár. Bæði þykir þetta góður vettvangur til að auglýsa folana og svo ganga margir með það J maganum að stöðvarhestar hafi fengið smá aukabónus í einkunnum. Ósagt skal látið hvort það fær stað- ist en gott þótti að mæta með stóð- hesta í dóm á vorsýningu stöðvarinn- ar. Hin nýja stjórn stöðvarinnar hef- ur ekki ákveðið fyrirkomulag vorsýn- ingar að öðru leyti en því að stefnt skuli að veglegri sýningu og hugsan- lega megi gera ráð fyrir einhverjum breytingum eða nýjungum til að auka gildi og viðhalda vinsældum sýning- arinnar. Dýrt og vandað hús ýtir við mðnnum Það er margt sem kemur inn í umræðuna um framtíð stöðvarinnar og þar vegur hið glæsilega hesthús þungt. Það þykir mörgum snautlegt að loksins þegar hafðist í gegn að fá húsið byggt skuli umræðan vera farin að snúast um að leggja starf- semina niður. Þykir mörgum að kapp hafi ráðið meir en forsjá þegar ráð- ist var í byggingu þessa húss, sem kostaði á rúmlega 40 milljónir króna og eru allir sammála um að versti kosturinn sé að láta slíkt hús standa autt og ónotað. Þá þykir það grág- lettin fjárfesting ef hús sem er dýr- ara en 60 kúa fjós af bestu gerð yrði í framtíðinni notað undir almenna tamningastarfsemi. Sú staðreynd að húsið er risið, mjög vandað og dýrt, hvetur menn til að finna réttlætan- legt og þarft hlutverk sem er hrossa- ræktinni til hagsbóta. Flestir virðast orðnir sammála um að starfsemin, hver sem hún verður eða með hvaða hætti, skuli ekki rekin af ríki eða öðrum opinberum aðilum og hefur þar í fyrstu lotu verið litið til samein- ingar Félags hrossabænda og Hrossaræktársambands íslands sem nú stendur yfir. Samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins eru menn hóf- lega bjartsýnir um að sameining verði komin á það stig að hægt verði að yfirtaka starfsemi stöðvarinnar að ári liðnu. Gangi það ekki eftir má ætia að Bændasamtökin verði treg í rekstur annað ár til bráða- birgða ef þessi tilraun sem nú er hleypt af stokkunum stendur ekki undir sér. Bændasamtökunum er þröngur stakkur sniðinn í fjárfram- lögum til reksturs og liklegt að tveggja ára meðlagsgreiðslur til stóð- hestastöðvar geti valdið úlfaþyt inn- an stofnunarinnar. Af þessu má sjá að nýrri stjórn stöðvarinnar er mikill vandi á hönd- um og áriðandi að starfsemin gangi upp, bæði frá fjárhagslegu og fag- legu sjónarmiði. Það er að vísu gagn- rýnt að ekki skuli vera gerðar gæða- kröfur til þeirra hesta sem koma inn á stöðina til að byrja með en það er að sama skapi ánægjulegt að sú vit- und skuli ráða ríkjum að nauðsynlegt sé að starfsemi sem þessi skuli standa undir sér en ekki jarmað ein- göngu eftir framlögum frá ríkinu. Stjórnin hefur nú þegar sett sig í samband við Bændaskólann á Hólum með ósk um samstarf við rannsókn- arverkefni ýmiskonar. Tæpast verður farið út í umfangsmiklar rannsóknar á einu ári en þarna sýnir stjórnin við- leitni í þá átt að leggja grunninn að því sem kann að verða í áframhald- andi starfsemi. Flestir sem tjáðu sig um málefni stöðvarinnar voru sam- mála um að brýnt væri að efla rann- sóknir til hagsbóta ,fyrir hrossarækt- ina og væri stóðhestastöðin þar heppi- legur vettvangur í sumum tilvika. Stór nöfn á stöðinni Stjórnarmenn kváðust nokkuð ánægðir með undirtektir það sem komið væri og þegar ljóst að margir kunnir stóðhestar muni gista stöðina. Hrossaræktarsamband Suðurlands hefur tryggt sér pláss fyrir fimm hesta á stöðinni í vetur. Tveir hestar frá sambandinu, þeir Hrynjandi frá Hrepphólum og Krummi frá Hala, verða þar í tamningu en auk þeirra verða þar í geymslu Sörli frá Bú- landi, Kveikur frá Miðsitju og flagg- skipið Andvari frá Ey. Þrír síðast- töldu hestarnir verða járnaðir en ekki þjálfaðir markvisst. Þá verður Ögri frá Sauðárkróki áfram á stöð- inni og komið hefur til tals að Hrossa- ræktarsamband Skagfirðinga sendi fjögurra vetra hest, Hjalta frá Hól- um, suður en ekkert hefur verið ákveðið endanlega. Þá hyggst Leifur Þórarinsson bóndi í Keldudal senda tvo fjögurra vetra hesta á stöðina svo eitthvað sé nefnt. Ljóst er að framundan eru afdrifaríkir tímar varðandi framhald á starfsemi stóð- hestastöðvarinnar og fróðlegt að fylgjast með hverjar verða undirtekt- ir þeirra sem líklega munu yfirtaka starfsemina, það er hrossabænda. Höfundur skrifar utn hesta í Morgunblaðið. MINNINGAR Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson FYRSTI hesturínn var kominn á staðinn daginn áður en starf- semin hófst. Þeir Páll og Sigurður stUltu sér upp við Mið Strengs frá Stakkhamri sem er undan Stíganda frá Sauðár- króki og Pílu frá Stakkhamri, en hann mun verða f það minnsta tvo mánuði á stöðinni. hefur einn tamningamanna stöðvarinnar unnið í þeún þremur hesthúsum sem stöðin hefur veríð tíl húsa í, en hann vann á stöðinni frá 1980 til 1985. Sigurður Matthíasson, sem í sumar hætti að vera efnilegur er hann skipaði sér á bekk með fremstu reiðmönnum landsins, sagði þetta vissulega spennandi verkefni, dálítið öðruvísi en það sem hann hefur verið að fást við og svo væri gaman að breyta um umhverfi. „Ég hef alltaf veríð í bænum á veturna en breyti nú til og verð í sveit- inni í vetur," sagði Sigurður, ánægður með nýja starfið. Þeir Páll og Sigurður eru ráðnir fram að fjórðungsmóti með mðguleika á framlengingu ef starfsemi verður fram haldið að Ioknu móti. SIGURÐUR GUSTAF KJARTANSSON + Sigurður Gústaf Kjartans- son fæddist á Grímsstöðum á Fjöllum 18. mars 1922. Hann lést á heimili sínu á Birnunesi á Árskógsströnd 23. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Stærri Árskógskirkju 30. október. MIG langar í fáum orðum að minn- ast tengdaföður míns, Gústafs Kjart- anssonar, sem er látinn. Gústaf var búinn að vera heilsulítill nokkuð lengi, en aldrei kvartaði hann eða vildi ræða um veikindi sín, hann eyddi alltaf slíku tali eða sló því upp í glens. Gústaf var ekki sú mann- gerð er bar tilfinningar sínar á torg, en stutt var í gamansemina qg létt- leikann ef því var að skipta. Ég veit ekki til þess að tengdafaðir minn hafi látið styggðaryrði falla um nokkurn mann, hann var einstakt ljúfmenni, kurteis og lítillátur. Gúst- af hugsaði fyrst og síðast um fjöl- skyldu sína, að henni liði vel og þar væru allir hlutir í lagi. Það lýsir því Gústaf vel að morguninn sem hann lést hafði hann hellt upp á kaffikönn- una eins og hann var vanur svo að rjúkandi kaffisopinn yrði til áður en heimilisfólkið færi til verka, en fáum mínútum síðar var hann látinn. Hans líðan vék fyrir umhyggju um sína nánustu. Ég man enn i dag eftir okkar fyrsta samtali þegar ég blá- ókunnugur strákurinn kom í fyrsta sinn í Brimnes. Þeirri hlýju og góð- mennsku sem ég fann þá og alla tíð síðan frá þér streyma gleymi ég aldr- ei. Gestrisni og hjálpsemi hefur alla tíð einkennt tengdaforeldra mína og voru þau hjónin samhent í því, eins og svo mörgu öðru og skipti þá ekki máli hvort það voru börnin úr ná- grenninu eða fullorðnir sem áttu í hlut. Barnabörnin hafa öll mikið sótt í sveitina og nærveruna við afa sinn og ömmu, þar sem þau fengu ótakmarkaða væntumþykju og hlýju. Meðan okkar börn voru yngri dvöldu þau þar stundum part úr sumri og komu þaðan hraust og sæl til baka. Oft hefðum við viljað vera nær ykkur og geta skroppið oftar í sveitina, en fjarlægðin hefur gert slíka skreppitúra ómögulega. Gústaf og Karólína byggðu upp á Brimnesi af miklum dugnaði og myndarskap og er þar rekið myndarlegt bú í dag, sem synirnir Kjartan og Arnar hafa nú tekið við að mestu. Gústaf gegndi ýmsum trúnaðar- störfum um dagana í sveitinni. Einn- ig vann hann mikið utan heimilis með búskapnum. Var þá oft langur vinnudagur og ekki alltaf spurt hvað tíma liði. Gústaf var mjög traustur og lagtækur maður og var oft til hans.Jeitað. Þar af leiðandi mæddu bústörfin oft meira á Karólínu. Þetta getur aldrei orðið tæmandi upptalning á störfum Gústáfs um dagana enda ekki ætlunin, heldur fátækleg orð um góðan mann. Nú ert þú, kæri tengdafaðir, fall- inn frá en minningin um yndislegan afa, föður og tengdaföður lifir áfram í hjörtum okkar. Hver fógur dyggð í fari manns er fyrst af rótum kærleikans. Af kærieik sprottin auðmýkt er, við aðra vægð og góðvild hver og friðsemd hrein og hógvært geð og hjartaprýði stilling með. (H. Hálfd.) Mér finnst þessar Ijóðlínur lýsa vel hjartaþeli þínu, og vil ég fá að þakka þér innilega fyrir kynnin og allt það sem þú hefur veitt mér og fjölskyldu minni í gegnum árin. Karólína, börn og bamabörn. Drott- inn mun sefa sorg ykkar og gefa ykkur styrk á þessari sorgarstund. Sigurður Ananiasson. INDSSÍT SNDESST iNDESÍT SNDESIT INDESIT iNDESIT INDESIT 1NDE5PT SNDESIT INDESiT INDISiT iNDESIT Q Qdýr...en frá þriöja stærsta framleiöanda heimilistækja í Evrópu. Verðin eru einstök og kaupir þú heimilistækin frá okkur, íærðu tryggingu, tyrir góðri þjónustu við kaupih, á ábyrgðatímabilinu og í mörg, mörg ár eftir þáð. Því endingin er einstök. Verðstgr. ? Eldavél KN6046 Undir og yfirhiti. Geymsluskúffa. HæS: 85-90 cm Breidd: 60 cm Dýpt: 60 cm Verokr.46.2U,- ö A Þvottavél IW860 Vindur 800 sn. 14 þvottakerfi. Stiglaus hitastillir. Orkunotkun 2,3 kwst. HaeS 85 cm Breidd 60 cm Dýpt 60 cm Verfc kr. 52.527,- a Uppþvottavél D4500 10 kerfa vél, tekurl2 monna matarstell, 6 falt vatnsöryggiskerfi mjög hljóolót og Killkomin. HæS: 85 cm Breidd: 60 cm Dýpt: 60 cm Verokr. 63.153,- _ S Veristar. N #indesíl" Kæliskápur GR 1860 HæS: 117 cm Breidd: 50 cm Dýpt: 60 cm Kælir:140l. Frysfir: 45 I. 1.15 kwst/24 tímum. Verokr.41.939,- Kæliskápar með frystihólfi fyrir ofan % ui s 5 z m a Þurrkari SD 510 Tromlan snýst í báSar áttir,tvö hitastig. Kaldur blástur. Klukkurofi. Barki fylgir Verokr.37.517,- Undirborbsofn ? C/ M2W - Blóstur undir og yfirhiti, grill meo eSa ón blásturs. Klukkurofi Verd kr. 34.684,- Veggofn FlMl: Blástur undir og vfirhiti, grill meS eoa ón blásturs. Klukkurofi Verö fcr. 29.950,- l-ft^t-a—^——- HeðxBreiddiDýpt ICielIrtei!Fry«arltr. StaAgr. ffflSpSS™ 180 4S 44.916,- ! f^^300^17toSo 225 76 55.433,- :<u BRÆÐURNIR =)]QRMSSONHF Lágmúla 8, Sími 553 8820 Vesturland: Mélnlngarþjónustðn ^kranesl, Kt Ðorglírölnga, Borgamesl. Blómsturvellir, Hellissandt. Guönl Hatlgrtmsson, Grundarfiröl. Asubúo.Búðardal Vestflrðir; Rafbúö Jónasar Þór.Patreksflrðl. Rafverk, Bolungarvfk.Straumur.fsafirðl. p. Norðurland: Kf. SteÍngrimsljarðar.Hólmavík. ^ Kf. V-Hún., Hvammslanga. Kí. Húnvetninga, Btönduósi. Skagflrðlngabúö.Sauðárkróki. KEAbyggtngavörur, Lónsbakka, Akureyri.KEA, Datvík. Kf. Þingeyinga, Húsavík. „q Urð, Raufarhöln. Austurland: Sveinn Guðmundsson, Egilsslööum. O Kf. Vopnflrðlnga. VopnaíirðL Síál, Seyölstirði. Verslunln Vik, Neskaupsstað. -O Kf. Fáskrúösfirðinga, Fáskrúösfirði. KASK, Hðfn Suðurtand: Kf. Rangœlnga, Hvolsvelli. E Mosfell, Hellu. Árvlrklnn, Sellossl. Rás, Þorlékshðin. Jón Þorbergs, Kirkjubœjarklaustri. Brlmnes, Vestmannaeyjum. 3 Reykjanes: Slapafell, Keflavik, Rafborg, Grindavfk. FIT, Halnarfirði c mmStí IHDSSIT ÍNDESIT INDESfT INDESiT tNDISIT INDESIT INDESíT iND^SIT ÍNC^SIT INDGSIT1NDE$IT»
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.