Morgunblaðið - 09.11.1995, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1995 35
JlforgtsiifeljifrUr
ORÐABÓKAÚTGÁFA hefur
átt erfitt uppdráttar hér á
landi. Samt hafa náðst
__ mprk'f áfímcrnr 6 K\rí csyíAi
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
BJARTSYNIEFTIR
ÁLSAMNINGA
AHRIF samningsins um stækkun álversins í Straumsvík
verða víðtæk í íslenzku efnahags- og atvinnulífi. Samning-
urinn er til merkis um það, að efnahagsbatinn, sem hófst síð-
ari hluta árs 1994, mun halda áfram með tvíefldum krafti.
Tuttugu ára kyrrstöðu í uppbyggingu orkufreks iðnaðar er lok-
ið, en engar stóriðjuframkvæmdir hafa verið frá því Járnblendi-
verksmiðjan á Grundartanga tók til starfa. Aukinnar bjartsýni
er þegar tekið að gæta í landinu eftir sjö ára samdráttarskeið
og má marka það af því, að hlutabréf tóku strax að hækka í
verði og ljóst varð um samningana við Alusuisse-Lonza.
Bein áhrif álsamninganna á þjóðhagsstærðir sýna ljóslega
mikilvægi þeirra fyrir efnahagsþróunina. Ótalin eru þá marg-
feldiáhrifin, sem síast um allt efnahagskerfið. Fjárfesting vegna
stækkunarinnar og virkjunarframkvæmda er áætluð um 17
milljarðar króna, um 750-800 manns munu fá atvinnu við fram-
kvæmdirnar sjálfar, hagvöxtur eykst um 0,7% á byggingartím-
anum og um 0,5% árlega upp frá því, útflutningstekjur munu
aukast um 6,6 milljarða á ári miðað við núverandi álverð. Reikn-
að er með, að 72 ný störf bætist við þau 430, sem fyrir eru .í
álverinu, þegar það tekur til starfa síðari hluta árs 1997. Sér-
staklega ánægjuleg er sú yfirlýsing Christians Roths, for-
stjóra, að stefnt verði að því að ráða fleiri konur til starfa í
álverinu en hingað til.
Hagur ríkissjóðs vænkast mjög við framkvæmdirnar og
áætlar Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra, að ríkissjóðshallinn
minnki um 500 milljónir á ári á framkvæmdatímanum og seg-
ir hann, að þessar fjárfestingar réttlæti enn frekar áform ríkis-
stjórnarinnar um sparnað í fjárfestingum ríkisins sjálfs. Fjár-
málaráðherra hefur að sjálfsögðu rétt fyrir sér í þessu, en
hans bíður það erfiða en óhjákvæmilega hlutverk að halda aft-
ur af þingmönnum, þegar fjárlög koma til lokaafgreiðslu á
Alþingi. Sú hætta er fyrir hendi, að þeir telji fært að draga
úr sparnaði vegna álsamninganna og jafnvel dusta rykið af
gæluverkefnum sínum. Slík eftirgjöf hefði hins vegar alvarleg
áhrif á fjármagnsmarkaðinn, sem tæki hana sem merki um
undanhald á braut efnahagslegs stöðugleika. Ekki er bætandi
á óvissuna vegna kjaramála á almennum vinnumarkaði.
Þjóðhagsstofnun spáir áfram 2,5% verðbólgu á næsta ári,
þótt álsamningarnir hafi í för með sér þensluhættu í efnahags-
lífinu. Því er brýn nauðsyn, að ríkisstjórnin hafi traust tök á
ríkisfjármálum og geri ráðstafanir til að verðbólgan fari ekki
af stað á nýjan leik.
síðastliðin ár. Má þar nefna brautryðj-
endastarf Arnar og Örlygs með út-
gáfu ensk- og fransk-íslensku orða-
bókanna og Alfræðiorðabókarinnar.
Einnig mætti nefna dansk-íslensku
orðabókina frá Máli og menningu
(1992), íslensk-ensku (1989), íslensk-
ítölsku (1994) og íslensk-þýsku
(1993) orðabækurnar frá Iðunni og
útgáfu á sérhæfðum orðabókum eins
og Orðastað sem kom út í fyrra hjá
Máli og menningu og íslenska sam-
heitaorðabók sem kom út árið 1985
og íslenska orðsifjabók sem Orðabók
Háskólans gaf út árið 1989.
Að mörgu leyti stendur þjóðin þó
höllum fæti í þessum efnum. Skand-
inavískum málum hefur til dæmis
ekki verið sinnt sem skyldi. Nýjasta
íslensk-danska orðabókin var gefin
út af ísafold árið 1976. íslensk-
sænska orðabókin sem Mál og menn-
ing gaf út í nýju bandi í fyrra er að
upplagi frá árinu 1943 og unnin af
Svíum fyrir Svía. Norska hefur legið
nánast óbætt hjá garði nema hvað
Mál og menning gaf út tvær bækur,
íslensk-norska orðabók (1992) og
norsk-íslenska (1993), sem Ivar Org-
land og Frederik Raastad settu sam-
an. Eru þær bækur litlar og ófull-
komnar þótt handhægar séu. Það er
bót í máli að árið 1987 var gefin út
Norsk-íslensk orðabók af Univers-
itetsforlaget í Noregi sem er mun
fyllri en sú fyrrnefnda.
Finnsku hefur sömuleiðis lítið verið
sinnt, einungis eru til tvö orðakver,
íslenskt-finnskt (1990) og Finnskt-
íslenskt (1991). Einnig mætti nefna
að með útgáfu sinni á Þýsk-íslensku
orðabókinni frá ísafold setti Mál og
menning einungis gamalt vín á nýja
belgi; bókin kom fyrst út árið 1935
og var síðast endurskoðuð árið 1953.
Mál og menning hefur endurútgefið
fleiri af bókum ísafoldar í nýjum
búningi, svo sem Ensk-íslenska orða-
bók, en hún kom fyrst út árið 1952
og íslensk-enska orðabók frá 1970
(endurbætt 1975). Eru þessar bækur
vitanlega úreltar og er undirtitillinn,
Til að hafa við höndina, sem Mál og
rhenning hefur valið þeim, ef til vill
vísbending til kaupenda um það. Síð-
ast en ekki síst er orðin brýn þörf á
að endurbæta Íslensk-íslensku orða-
bókina, en 32 ár eru síðan hún kom
fyrst út hjá Menningarsjóði og tólf
ár eru liðin frá endurskoðun hennar.
Vantar orða-
bókauppeldi
ÓVÍGÐ SAMBÚÐ
*
OVIGÐ sambúð er hjúskaparstétt, sem hefur stækkað mikið
á íslandi á síðustu áratugum. Nú er svo komið að pör í
óvígðri sambúð eru um 11.600, en hjón eru 45.800.
Það má eflaust deila um ágæti þess að svo margir séu í
óvígðri sambúð. Mörg pör stíga aldrei það skref að gifta sig;
eignast börn og kaupa eignir þótt enginn hjúskaparsáttmáli
sé fyrir hendi. Hins vegar sýna tölurnar að' hin nýja hjúskapar-
stétt er staðreynd og það, hvernig farið er með hana að lögum,
snertir persónulega hagsmuni margra.
í greinargerð með stjórnarfrumvarpi, sem mælt var fyrir á
Alþingi í fyrradag, kemur fram að engin heildarlöggjöf sé til
um þetta hjúskaparform, í lögum sé hvergi að finna skilgrein-
ingu á óvígðri sambúð, og að þau lagaákvæði, sem bindi viss
réttaráhrif við sambúð, setji fyrir henni mismunandi skilyrði,
til dæmis hvað lengd sambúðar varðar. Almennt má segja að
það þurfi ekki annað en fylla út eyðublað hjá Hagstofunni til
þess að teljast í óvígðri sambúð.
í athugasemdum við frumvarpið kemur sömuleiðis fram að
hér og þar í lagabálkum sé að finna ákvæði, sem fela í sér að
um sambúðarfólk skuli í sumum tilvikum fara eins og með
hjón. „Spurningin er sú hvort um sambúð eigi að öllu leyti að
fara sem um hjónaband eða hvort sambúð eigi að vera valkost-
ur fólks, annars konar sambúðarform en hjónaband. Æskilegt
hefði verið að í lögum væri að finna afstöðu löggjafans í þessu
efni og fyrst væru sett heildarlög um óvígða sambúð í stað
þess að byrja á því að setja ákvæði um sambúð á víð og dreif í
lög sem geta bundið hendur löggjafans komi til þess síðar að
setja eigi heildstæð lög um sambúð," segir í greinargerðinni.
Astæða er til að taka undir þetta sjónarmið. Lagasetning
verður eflaust ekki einfalt mál. Þó virðist blasa við að ekki er
rétt að óvígð sambúð sé peningalega hagkvæmari en hjóna-
band, til dæmis hvað varðar rétt til ýmissa opinberra bóta. Það
verður aldrei farið með óvígða sambúð að öllu leyti eins og
hjónaband, enda eru skuldbindingarnar, sem í henni eru fólgn-
ar, langt í frá þær sömu - óvígðri sambúð verður slitið jafnauð-
veldlega og hún hefst. Lagasetning, ásamt þeim umræðum, sem
henni myndu tengjast, myndi sennilega vekja sambúðarfólk til
umhugsunar um réttindi þess, skyldur og ábyrgð gagnvart fjöl-
skyldu sinni.
Forlagið Örn og Örlygur hefur
vafalítið verið stórtækast í útgáfu
orðabóka síðari árin, en fimm slíkar
hafa komið úr smiðju þess frá árinu
1984. Fransk-íslenska orðabókin sem
forlagið sendi frá sér fyrir skömmu
gæti þó verið sú síðasta, því að núver-
andi eigendur þess, Prentsmiðjan
Oddi, G. Ben. prentsmiðja og Iðnþró-
unarsjóður, hafa ekki í hyggju að
gefa út ný verk að svo stöddu.
Örlygur Hálfdanarson, fyrrverandi
eigandi Amar og Örlygs, segir að
orðabókaútgáfan hafi verið mjög
kostnaðarsöm og erfið. „Þessi útgáfa
á þó að geta borið sig. Ensk-íslenska
bókin okkar borgaði sig til dæmis upp
á nokkrum árum, en hún kostaði um
100 milljónir í framleiðslu. Opinber
framlög til þeirrar bókar voru lítil,
laun eins starfsmanns voru greidd og
að auki fengum við 1 milljón í styrk.
Alfræðiorðabókin hefði líka borið sig
ef ekki hefði komið til virðisauka-
skatturinn. Fyrsta árið seldist sú bók
I 6.000 eintökum en árið eftir settu
yfírvöld skatt á bækur og salan á
bókinni datt niður fyrir 1.500 eintök
en hefði átt að tvöfaldast samkvæmt
reynslu okkar af sölu ensk-íslensku
bókarinnar og íslandshandbókinni.
Ef salan hefði aukist eins og við ætl-
uðum hefðum við verið hólpin. Stjórn-
völd hefðu þurft að gefa aðlögunar-
tíma fyrir útgáfufyrirtæki þegar þau
settu skattinn á bækurnar eins og
mér skilst að sé regla erlendis, eitt
eða tvö ár í aðlögunartíma hefði
bjargað fyrirtæki eins og mínu.“
Dóra Hafsteinsdóttir fyrrverandi
ritstjóri orðabókadeildar Arnar og
Örlygs sagði í samtali við bíaðamann
að það væri mjög bagalegt að starf-
semi deildarinnar lægi nú niðri, en
þar hefði orðið til mikil sérþekking á
ÍSLENSK ORÐABÓKAÚTGÁFA
Raforkuframkvæmdir Landsvirkjunar
Morgunblaðið/Júlíus
„ÞAÐ er gríðarlega mikið mál að gefa út orðabók, þetta er tímafrekt og kostnaðarsamt verk. Hinn
litli markaður hér stendur ekki undir þessum kostnaði og því ráðast menn ekki í orðabókaútgáfu nema
í einhverju bjartsýniskasti", segir einn viðmælandi blaðamanns um orðabókaútgáfu á íslandi.
Lykill að
eflingii
tungunnar
Orðabókaútgáfa er hverri þjóð geysilega
mikilvæg, ekki aðeins tungu hennar og
menningu, heldur einnig í samskiptum hennar
við aðrar þjóðir. í könnun Þrastar Helga-
sonar á íslenskri orðabókaútgáfu kom í ljós
að þótt ýmislegt hafí áunnist á því sviði eru
brestimir ennþá nokkrir.
orðabókaútgáfu sem nú væri ónýtt.
„Yið íslendingar erum frekar aftar-
lega á merinni í orðabókamálum. Það
eru mjög fáar góðar og fagmannlega
unnar íslenskar orðabækur til, fæstar
þeirra bóka sem hafa verið gefnar út
á síðustu árum eru unnar á strang-
fræðilegan hátt. Það var eiginlega
ekki fyrr en með tilkomu orðabóka-
deildar Arnar og Örlygs sem farið
var að vinna orðabækur þannig, má
segja að Ensk-íslenska orðabókin
hafi valdið straumhvörfum í þessum
efnum. Vegna þess hvað íslendingar
voru seinir til vantar hér allt orða-
bókauppeldi, þjóðin gerir engan
greinarmun á góðri orðabók og
vondri. Það er því nánast hægt að
bjóða henni hvað sem er í þessum
efnum eins og dæmin sanna."
í bígerð
Að mati Dóru og fleiri sem blaða-
maður ræddi við ríður mest á að end-
urnýja Íslensk-íslensku orðabókina
sem er orðin úrelt og skortir til dæm-
is skilgreiningar á hugtökum sem slík
bók þarf að hafa. I samtali við Hall-
dór Guðmundsson, útgáfustjóra Máls
og menningar sem á útgáfuréttinn á
Islensk-íslensku orðabókinni, kom
fram að undirbúningur að endurskoð-
un hennar hafi staðið síðastliðin tvö
ár, „Það er búið að leggja drög að
verkáætlun og vinnan hefst í haust
en við getum ekki enn gert okkur
grein fyrir því hversu mikið verk þetta
verður.“
Mörður Árnason, sem stjórnar end-
urskoðun á bókinni fyrir Mál og
menningu, segir að verkið sé ekki
komið langt. „Þegar forlagið keypti
bókina af Menningarsjóði árið 1992
var strax ákveðið að hún yrði endur-
skoðuð. Það var síðast gert árið 1983
undir stjórn bræðranna Árna og Ás-
geirs Blöndals. í þá útgáfu voru sett-
ar skýringarmyndir og ýmsar úrbæt-
ur gerðar á orðaforðanum, til dæmis
hvað snertir fornyrði og mállýskuorð.
Nokkrar bætur verða svo gerðar á
bókinni fyrir næstu útgáfu. Bókin
verður nú unnin í tölvu sem fyrri
útgáfur voru ekki og það eitt hefur
miklar breytingar í för með sér. Við
munum geta lagað ýmsa tæknilega
galla sem eru á eldri útgáfunum í
tölvunum. Orðaforði hefur aukist í
málinu, bæði sá almenni og í tækni
og verður tekið tillit til þess. Við höf-
um líka áhuga á að endurskoða
myndakost bókarinnar. Það verða
hins vegar engar eðlisbreytingar
gerðar á bókinni. Við stefnum að því
að hafa hana álíka stóra og fyrri út-
gáfur. Hún verður líka jafn víðtæk
og hún hefur verið, mun taka bæði
til máls nútímans og fyrri alda.“
Mörður segir að bókin gæti hugs-
anlega komið út á tölvudiski, þótt það
hafí ekki verið ákveðið þá liggi það
beint við þar sem hún verður unnin
á tölvu. Mörður segist ekki geta sagt
nákvæmlega til um hvenær bókin
muni koma út en ekki sé ólíklegt að
tvö til fimm ár líði þangað til.
Að sögn Jóns Karlssonar, fram-
kvæmdastjóra Iðunnar, er verið að
vinna að útgáfu Ítalsk-íslenskrar
orðabókar á vegum forlagsins og er
ætlunin að hún komi út á næsta ári.
Það er Paolo Maria Turchi sem er
höfundur að verkinu eins og að Is-
lensk-ítölsku bókinni sem kom út í
fyrra. Forlagið er einnig að íhuga að
ráðast í gerð þýsk-íslenskrar orðabók-
ar og í bígerð er að endurskoða ís-
lensk-ensku bókina sem kom út árið
1989.
Guðrún Kvaran, forstöðumaður
Orðabókar Háskólans, sagði í viðtali
við blaðamann að fyrir utan sögulegu
orðabókina sem stöðugt er verið að
vinna í væri stærsta verkefnið íslensk-
ur-skandinavískur orðabókastofn.
„Við erum að búa til grunn í íslenska
orðabók sem væri hægt að nota til
að búa til erlendar orðabækur hér,
einkum þó norrænar. Við erum einnig
að vinna að útgáfu á orðabók Guð-
mundar Andréssonar, sem er í flokki
eldri ófáanlegra orðabóka sem við
höfum verið að gefa út undanfarin
ár, en hún var fyrsta orðabók sem
var gefin út á íslandi. Þess mætti og
geta að hluti af sögulega verkefninu
er þegar aðgengilegt á tölvunetinu.
Það er stefna okkar að gera allt sem
við erum að fást við hér eins aðgengi-
legt almenningi og hægt er, eins fljótt
og hægt er.“
Ríkið þarf að taka þátt
Allir þeir sem blaðamaður talaði
við voru sammála um að orðabókaút-
gáfa væri sérlega erfið þar sem hún
væri geysilega tímafrek og kostnað-
arsöm. Jón Karlsson segir að í raun
og veru séu engar ljárhags-
legar forsendur fyrir útgáfu
orðabóka eins og þeirra ít-
ölsku og þýsku hér á landi
þar sem markaðurinn væri
mjög lítill. „Það er borin von
að ítölsku bækurnar beri sig
en bækur eins og sú þýska
gætu hugsanlega borið sig á mjög
löngum tíma. Ef maður hins vegar
tekur kostnað við endurskoðun orða-
bóka inn í þetta dæmi bera þær sig
ekki. það er gríðarlega mikið mál að
gefa út orðabók, þetta er tímafrekt
og kostnaðarsamt verk. Hinn litli
markaður hér stendur ekki undir
þessum kostnaði og því ráðast menn
ekki í orðabókaútgáfu nema í ein-
hverju bjartsýniskasti. Sennilega
þurfa að koma til verulegir ríkisstyrk-
ir til að þessari útgáfu verði haldið
áfram í landinu svo einhverju nemi.
Því má ekki gleyma að orðabókaút-
gáfa er mjcg mikilvæg tungunni og
menningunni; hún er líka lykill að
heimssamfélaginu."
Jón segir að það verði líka að hafa
í huga að orðabækur þurfi að vera í
sífelldri endurskoðun éf vel á að vera.
„Endurskoðanir eru mjög brýnar í
tæknivæddu þjóðfélagi þar sem heilir
hugtakaflokkar koma upp á ör-
skömmum tíma. Það er líka mikil-
vægt að þekkingunni á bak við svona
verk sé haldið við, þekkingunni á
orðabókafræðunum."
Halldór Guðmundsson, útgáfustjóri
Máls og menningar, telur einnig að
það þurfi verulega opinbera styrki til
orðabókaútgáfu í landinu. „Ríkið þarf
að koma inn í þessa útgáfu og þá
umfram allt í styrkjaformi, ég tel
ekki æskilegt að ríkið reki svona út-
gáfu sjálft. Það þarf að styrkja þessa
útgáfu vegna þess að þetta eru menn-
ingarleg langtímaverkefni. Að mínu
mati á útgáfa Íslensk-íslensku orða-
bókarinnar að geta borið sig til langs
tíma litið. íslenskir kaupendur og les-
endur hafa mikinn áhuga á orðabók-
um og því held ég að markaðurinn
bregðist yfirleitt ekki en meginvand-
inn er að fjármagna vinnuna við
bækurnar; hagnaðurinn af sölu þeirra
skilar sér of seint inn í fyrirtækið.
Engin íslensk útgáfufyrirtæki hafa
bolmagn til að leggja út fjármagn í
vinnu á svona viðamiklu verki. Við
þurfum því styrki til að fjármagna
hana.
Það er annars mín skoðun að út-
gáfa eigi að reyna að komast af með
sem minnstum styrkjum frá hinu op-
inbera. Frá sjónarhóli ríkisins held
ég að það hafi verið mikil mistök að
leggja virðisaukaskatt á bækur. Hann
steypti mönnum í erfiðleika svo þeir
neyðast til að leita sífellt fleiri opin-
berra styrkja.
í útgáfu okkar á Íslensk-íslenskri
orðabók bindum við vonir okkar við
Menningar- og Lýðveldishátíðarsjóð.
Styrkirnir hafa hins vegar ekki verið
af þeirri stærðargráðu hingað til að
þeir hafi skipt miklu. í útgáfu okkar
á Orðastað munaði miklu um þá góðu
aðstöðu sem við fengum hjá Orðabók
Háskólans og vonumst við til að fram-
hald geti orðið á þeirri samvinnu."
í samtali við blaðamann sagði
Bjöm Bjarnason, menntamálaráð-
herra, að ekki hefði verið tekin nein
ákvörðun um að styrkja sérstaklega
orðabókaútgáfu í landinu. „Hins veg-
ar ákvað Alþingi 17. júní 1994 að
stórauka fjárveitingar til að styrkja
íslenska tungu í sessi. Menningarsjóð-
ur veitir einnig styrki til bókaútgáfu.
Auk þess hafa verið veittir styrkir til
orðabókaútgáfu fyrir utan allt sjóða-
kerfi, svo sem til Fransk-íslensku
orðabókarinnar og nú er verið að at-
huga með útgáfu á Sænsk-íslenskri
orðabók. Menn sækja ótrauðir um
styrki til ríkisins ef þeir eru með ein-
hver verk af þessu tagi í bígerð og
er tekin afstaða til umsókna þeirra.
Hitt er ljóst að það er ekki á vísan
að róa. Áf hálfu ríkisins er hins veg-
ar lagður vísindalegur og fræðilegur
grunndvöllur að allri íslenskri orða-
bókaútgáfu með starfsemi Orðabókar
Háskólans."
Efling tungunnar
Af því sem hér hefur verið rakið
má ljóst vera að nokkrir brestir eru
í íslenskri orðabókaútgáfu þótt ýmis-
legt hafí áunnist í þeim efnum á síð-
ustu árum. Hér hefur ekki verið gerð
heildarúttekt á íslenskri orðabókaút-
gáfu en víst er að mikið starf er unn-
---------- ið á þessu sviði hér á landi
þrátt fyrir að fjárhagslegar
forsendur séu ekki alltaf
fyrir hendi. Hér hafa gæði
íslenskra orðabóka ekki
verið könnuð náið en ef
marka má ummæli nokk-
urra viðmælenda eru þau
mjög misjöfn. Vafalaust er því um
að kenna að útgefendur hafa ekki
fjármagn til að leggja í þá vinnu sem
það til dæmis kostar að semja og
safna saman nákvæmum skilgrein-
ingum á hugtökum. Sú vinna er þó
nauðsynleg og fer hún vart annars
staðar fram en á þessum vettvangi.
Fijó og góð orðabókaútgáfa er einn
af lyklunum að eflingu íslenskrar
tungu og þarf því að hlúa að henni
eins vel og unnt er.
Þjóðin gerir
engan grein-
armun á góðri
orðabók
og vondri
oluii lyru lúu
manns á næsta ári
Lokið verður við 5. áfanga
Kvíslaveita, Þjórsárlón
Arnárfell \, Þjórsárlán
hið mlkla //? (' /,.
% V' \ í Á Í \ /Í/'y
XtxXnííní
Byvindarlón
KV/SLA
VATN
Vráttha/a-
vatn {
Versalir
Sauöafells-
lón
Sfðhvárhús
fnntakí-
lón
C ilsvatn
Austara
/riömundar-X
vatn |
Vestara
Mömundarv
atn
N Coltaból
Smala-
vatn
Kolkustifla í,
Framkvæmdir Landsvirkjunar vegna stækkunar ISAL
\ 'vJV'- Ffárennsli
\ \\'% \ \
v— Aokpmugong
Kvíslaveita
Búrfell
M/oavatn
Mannafli
1996 1997 Kostnaður Verklok
44 42 1.000 m.kr. 1997
17 19 750 m.kr. 1998
Bílstjórar og tæknimenn
Verkamenn
125%
Blöndulón 36 - 200 m.kr. 1996
Sog 17 54 1.100 m.kr. 1999
Flutningskerfi 6 21 500 m.kr. 2001 |
Um 180 ársverk verða vegna framkvæmda í raforku-.
kerfinu frá 1998-2001
Framkvæmdir við Kvíslaveitu og Blöndulón eru
fyrst og fremst jarðvinna en aðrar framkvæmdir
tilgreindar eru meira á sviði vél- og rafbúnaðar.
Skrifstofufólk,
tæknimenn o.fl.
Járnidnaðarmenn
og vélvirkjar
Rafvirkjar og
rafveituvirkjar
15%
13%
10%
Skipting
mannafla
eftir
starfsgreinum
Smiðirog
múrarar
Blöndustíflan verður hækkuð
svo og yfirfallið og vatnsborð
Miðlunarlónsins verður
hækkað um 4 metra, úr 474
í 478 metra yfir sjó
Miölunarlón
Blönduvirkjunar
5 km
474 m.y.s., núverandi borð lónsins
478 m.y.s., nýtt borð lónsins
Blöndustifla
HOFSJOKULL
lOkm
Kvíslaveitur
Þórisvatn
' < er 1.330gígalítra miblunarlón í577m.y.s.
Framkvæmdir við stækkun Blöndu-
lóns hefjast strax næsta vor og á
verkinu að vera lokið næsta haust
— Áætlaður verktími við Kvísla-
veitu er tvö sumur.
LANDSVIRKJUN gerir ráð fyrir
að 440 ársverk verði til við raforku-
framkvæmdir vegna stækkunar ál-
versins og til að anna orkuþörf al-
menningsveitna til aldamóta.. Af
þeim mannafla verði um 260 árs-
verk að ræða á næstu tveimur
árum. Þörf verður fyrir 120 manns
við ýmsar framkvæmdir strax á
næsta ári, þar af er gert ráð fyrir
44 starfsmönnum við fimmta
áfanga Kvíslaveitu árið 1996 og
lítið eitt færri á árinu 1997.
Áætlaður verktími við Kvísla-
veitu er tvö sumur. Við lokaáfanga
Kvíslaveitu verður fyrst og fremst
um jarðvinnu við stíflugerð að
ræða.
Framkvæmdir við stækkun
Blöndulóns hefjast strax næsta vor
og á verkinu að vera lokið næsta
haust. Núverandi lón verður stækk-
að í um 400 gígalítra með því að
lokið verður við að hlaða Blöndu-
stíflu upp í endanlega hæð, en þar
vantar á um 2-3 metra og byggja
yfirfall vestan Blöndustíflu í fulla
hæð. Gert er ráð fyrir 36 störfum
við þessar framkvæmdir næsta
sumar.
Tekin hefur verið ákvörðun um
endurnýjun vatnshjóla í Búrfells-
virkjun. Undirbúningur útboðs er
þegar hafinn og er ráð fyrir því
gert að framkvæmdir hefjist á
næsta ári og verði lokið fyrir árslok
1997. Gert er ráð fyrir 17 ársverk-
um við þessar framkvæmdir á
næsta ári, fyrst og frest á sviði
vél- og rafbúnaðar.
Þá verður endurbótum á Sogs-
virkjunum flýtt þannig að þeim
verði að mestu lokið 1997, þótt
endanlegum framkvæmdum verði
ekki lokið fyrr en 1999. Reiknað
er með að mannaflsþörfín verði
mest á árinu 1997, þegar 54 starfs-
menn vinna við framkvæmdirnar.
Auk þessara framkvæmda verð-
ur ráðist í endurbætur á flutnings-
kerfi og settir upp raðþéttar í há-
spennulínur. Þessum verkefnum a
að ljúka árið 2001 en gert er ráð
fyrir 27 ársverkum við fram-
kvæmdirnar á næstu tveimur árum.
Frá 1998 til ársins 2001 verður
þörf fyrir um 180 ársverk á vegum
Landsvirkjunar vegna fram-
kvæmda í raforkukerfinu.
Bílstjórar og tækjamenn
28% af heildinni
Sé litið á áætlaða skiptingu þess
mannafla sem nauðsynlegur er við
virkjunarframkvæmdimar eftir
starfsgreinum kemur í ljós að
stærsti hópurinn eru bílstjórar og
tækjamenn eða 28% af heildarfjöld-
anum. Þörf verður á rúmlega 100
verkamönnum eða 25% af heildinni
og skrifstofufólk og tæknimenn
verða 15% af mannaflanum. Iðnað-
armenn verða rúmlega 30% mann-
aflans við þessar raforkufram-
kvæmdir.