Morgunblaðið - 09.11.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 09.11.1995, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR9.NÓVEMBER1995 MORGUNBLAÐIÐ t iHtt&mMafaito STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. BJARTSYNIEFTIR ÁLSAMNINGA AHRIF samningsins um stækkun álversins í Straumsvík verða víðtæk í íslenzku efnahags- og atvinnulífi. Samning- urinn er til merkis um það, að efnahagsbatinn, sem hófst síð- ari hluta árs 1994, mun halda áfram með tvíefldum krafti. Tuttugu ára kyrrstöðu í uppbyggingu orkufreks iðnaðar er lok- ið, en engar stóriðjuframkvæmdir hafa verið frá því Járnblendi- verksmiðjan á Grundartanga tók til starfa. Aukinnar bjartsýni er þegar tekið að gæta í landinu eftir sjö ára samdráttarskeið og má marka það af því, að hlutabréf tóku strax að hækka í verði og ljóst varð um samningana við Alusuisse-Lonza. Bein áhrif álsamninganna á þjóðhagsstærðir sýna ljóslega mikilvægi þeirra fyrir efnahagsþróunina. Ótalin eru þá marg- feldiáhrifin, sem síast um allt efnahagskerfið. Fjárfesting vegna stækkunarinnar og virkjunarframkvæmda er áætluð um 17 milljarðar króna, um 750-800 manns munu fá atvinnu við fram- kvæmdirnar sjálfar, hagvöxtur eykst um 0,7% á byggingartím- anum og um 0,5% árlega upp frá því, útflutningstekjur munu aukast um 6,6 milljarða á ári miðað við núverandi álverð. Reikn- að er með, að 72 ný störf bætist við þau 430, sem fyrir eru .í álverinu, þegar það tekur til starfa síðari hluta árs 1997. Sér- staklega ánægjuleg er sú yfirlýsing Christians Roths, for- stjóra, að stefnt verði að því að ráða fleiri konur til starfa í álverinu en hingað til. Hagur ríkissjóðs vænkast mjög við framkvæmdirnar og áætlar Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra, að ríkissjóðshallinn minnki um 500 milljónir á ári á framkvæmdatímanum og seg- ir hann, að þessar fjárfestingar réttlæti enn frekar áform ríkis- stjórnarinnar um sparnað í fjárfestingum ríkisins sjálfs. Fjár,- málaráðherra hefur að sjálfsögðu rétt fyrir sér í þessu, en hans bíður það erfiða en óhjákvæmilega hlutverk að halda aft- ur af þingmönnum, þegar fjárlög koma til lokaafgreiðslu á Alþingi. Sú hætta er fyrir hendi, að þeir telji fært að draga úr sparnaði vegna álsamninganna og jafnvel dusta rykið af gæluverkefnum sínum. Slík eftirgjöf hefði hins vegar alvarleg áhrif á fjármagnsmarkaðinn, sem tæki hana sem merki um undanhald á braut efnahagslegs stöðugleika. Ekki er bætandi á óvissuna vegna kjaramála á almennum vinnumarkaði. Þjóðhagsstofnun spáir áfram 2,5% verðbólgu á næsta ári, þótt álsamningarnir hafi í för með sér þensluhættu í efnahags- lífinu. Því er brýn nauðsyn, að ríkisstjórnin hafi traust tök á ríkisfjármálum og geri ráðstafanir til að verðbólgan fari ekki af stað á nýjan leik. ÓVÍGÐ SAMBÚÐ OVIGÐ sambúð er hjúskaparstétt, sem hefur stækkað mikið á íslandi á síðustu áratugum. Nú er svo komið að pör í óvígðri sambúð eru um 11.600, en hjón eru 45.800. Það má eflaust deila um ágæti þess að svo margir séu í óvígðri sambúð. Mörg pör stíga aldrei það skref að gifta sig; eignast börn og kaupa eignir þótt enginn hjúskaparsáttmáli sé fyrir hendi. Hins vegar sýna tölurnar að' hin nýja hjúskapar- stétt er staðreynd og það, hvernig farið er með hana að lögum, snertir persónulega hagsmuni margra. í greinargerð með stjórnarfrumvarpi, sem mælt var fyrir á Alþingi í fyrradag, kemur fram að engin heildarlöggjöf sé til um þetta hjúskaparform, í lögum sé hvergi að finna skilgrein- ingu á óvígðri sambúð, og að þau lagaákvæði, sem bindi viss réttaráhrif við sambúð, setji fyrir henni mismunandi skilyrði, til dæmis hvað lengd sambúðar varðar. Almennt má segja að það þurfi ekki annað en fylla út eyðublað hjá Hagstofunni til þess að teljast í óvígðri sambúð. í athugasemdum við frumvarpið kemur sömuleiðis fram að hér og þar í lagabálkum sé að finna ákvæði, sem fela í sér að um sambúðarfólk skuli í sumum tilvikum fara eins og með hjón. „Spurningin er sú hvort um sambúð eigi að öllu leyti að fara sem um hjónaband eða hvort sambúð eigi að vera valkost- ur fólks, annars konar sambúðarform en hjónaband, Æskilegt hefði verið að í lögum væri að finna afstöðu löggjafans í þessu efni og fyrst væru sett heildarlög um óvígða sambúð í stað þess að byrja á því að setja ákvæði um sambúð á víð og dreif í lög sem geta bundið hendur löggjafans komi til þess síðar að setja eigi heildstæð lög um sambúð," segir í greinargerðinni. Astæða er til að taka undir þetta sjónarmið. Lagasetning verður eflaust ekki einfalt mál. Þó virðist blasa við að ekki er rétt að óvígð sambúð sé peningalega hagkvæmari en hjóna- band, til dæmis hvað varðar rétt til ýmissa opinberra bóta. Það verður aldrei farið með óvígða sambúð að öllu leyti eins og hjónaband, enda eru skuldbindingarnar, sem í henni eru fólgn- ar, langt í frá þær sömu - óvígðri sambúð verður slitið jafnauð- veldlega og hún hefst. Lagasetning, ásamt þeim umræðum, sem henni myndu tengjast, myndi sennilega vekja sambúðarfólk til umhugsunar um réttindi þess, skyldur og ábyrgð gagnvart fjöl- skyldu sinni. ÍSLENSK ORÐABÓKAÚTGl ORÐABÓKAÚTGÁFA hefur átt erfitt uppdráttar hér á landi. Samt hafa náðst mprkjr áf^n^^r á ^VÍ SVÍðÍ síðastliðin ár. Má þar nefna brautryðj- endastarf Arnar og Örlygs með út- gáfu ensk- og fransk-íslensku orða- bókanna og Alfræðiorðabókarinnar. Einnig mætti nefna dansk-íslensku orðabókina frá Máli og menningu (1992), íslensk-ensku (1989), íslensk- ítölsku (1994) og íslensk-þýsku (1993) orðabækurnar frá Iðunni og útgáfu á sérhæfðum orðabókum eins og Orðastað sem kom út í fyrra hjá Máli og menningu og íslenska sam- heitaorðabók sem kom út árið 1985 og íslenska orðsifjabók sem Orðabók Háskólans gaf út árið 1989. Að mörgu leyti stendur þjóðin þó höllum fæti í þessum efnum. Skand- inavískum málum hefur til dæmis ekki verið sinnt sem skyldi. Nýjasta íslensk-danska orðabókin var gefin út af ísafold árið 1976. íslensk- sænska orðabókin sem Mál og menn- ing gaf út í nýju bandi í fyrra er að upplagi frá árinu 1943 og unnin af Svíum fyrir Svía. Norska hefur legið nánast óbætt hjá garði nema hvað Mál og menning gaf út tvær bækur, íslensk-norska orðabók (1992) og norsk-íslenska (1993), sem Ivar Org- land og Frederik Raastad settu sam- an. Eru þær bækur litlar og ófull- komnar þótt handhægar séu. Það er bót í máli að árið 1987 var gefin út Norsk-íslensk orðabók af Univers- itetsforlaget í Noregi sem er mun fyllri en sú fyrrnefnda. Finnsku hefur sömuleiðis lítið verið sinnt, eínungis eru til tvö orðakver, íslenskt-finnskt (1990) og Finnskt- íslenskt (1991). Einnig mætti nefna að með útgáfu sinni á Þýsk-íslensku orðabókinni frá ísafold setti Mál og menning einungis gamalt vín á nýja belgi; bókin kom fyrst út árið 1935 og var síðast endurskoðuð árið 1953. Málog menning hefur endurútgefið fleiri af bókum ísafoldar í nýjum búningi, svo sem Ensk-íslenska orða- bók,^ en hún kom fyrst út árið 1952 og íslensk-enska orðabók frá 1970 (endurbætt 1975). Eru þessar bækur vitanlega úreltar og er undirtitillinn, Til að hafa við höndina, sem Mál og menning hefur valið þeim, ef til vill vísbending til kaupenda um það. Síð- ast en ekki síst er orðin brýn þörf á að endurbæta íslensk-íslensku orða- bókina, en 32 ár eru síðan hún kom fyrst út hjá Menningarsjóði og tólf ár eru liðin frá endurskoðun hennar. Vantar orða- bókauppeldi Forlagið Örn og Örlygur hefur vafalítið verið stórtækast í útgáfu orðabóka síðari árin, en fimrn slíkar hafa komið úr smiðju þess frá árinu 1984. Fransk-íslenska orðabókin sem forlagið sendi frá sér fyrir skömmu gæti þó verið sú síðasta, því að núver- andi eigendur þess, Prentsmiðjan Oddi, G. Ben. prentsmiðja og Iðnþró- unarsjóður, hafa ekki í hyggju að gefa út ný verk að svo stöddu. Örlygur Hálfdanarson, fyrrverandi. eigandi Arnar og Örlygs, segir að orðabókaútgáfan hafí verið mjög kostnaðarsöm og erfið. „Þessi útgáfa á þó að geta borið sig. Ensk-íslenska bókin okkar borgaði sig til dæmis upp á nokkrum árum, en hún kostaði um 100 milljónir í framleiðslu. Opinber framlög til þeirrar bókar voru lítil, laun eins starfsmanns voru greidd og að auki fengum við 1 milljón í styrk. Alfræðiorðabókin hefði líka borið sig ef ekki hefði komið til virðisauka- skatturinn. Fyrsta árið seldist sú bók í 6.000 eintökum en árið eftir settu yfirvöld skatt á bækur og salan á bókinni datt niður fyrir 1.500 eintök en hefði átt að tvöfaldast samkvæmt reynslu okkar af: sölu ensk-íslensku bókarinnar og íslandshandbókinni. Ef salan hefði aukist eins og við ætl- uðum hefðum við verið hólpin. Stjórn- völd hefðu þurft að gefa aðlögunar- tíma fyrir útgáfufyrirtæki þegar þau settu skattinn á bækurnar eins og mér skilst að sé regla erlendis, eitt eða tvö ár í aðlögunartíma hefði bjargað fyrirtæki eins og mínu." Dóra Hafsteinsdóttir fyrrverandi ritstjóri orðabókadeildar Arnar og Örlygs sagði í samtali við bíaðamann að það væri mjög bagalegt að starf- semi deildarinnar lægi nú niðri, en þar hefði orðið til mikil sérþekking á \. „ÞAÐ er gríðarlega mikið mál að gefa út orðabók, þetta er tímafrekt litli markaður hér stendur ekki undir þessum kostnaði og því ráðast mei í einhvei-ju bjartsýniskasti", segir einn. viðmælandi blaðamanns um Lykill að eflingu tungunnar Orðabókaútgáfa er hverri þjóð geysilega mikilvæg, ekki aðeins tungu hennar og menningu, heldur einnig í samskiptum hennar við aðrar þjóðir. í könnun Þrastar Helga- sonar á íslenskri orðabókaútgáfu kom í ljós að þótt ýmislegt hafí áunnist á því sviði eru brestirnir ennþá nokkrir. orðabókaútgáfu sem nú væri ónýtt. „Við íslendingar erum frekar aftar- lega á merinni í orðabókamálum. Það eru mjög fáar góðar og fagmannlega unnar íslenskar orðabækur til, fæstar þeirra bóka sem hafa verið gefnar út á síðustu árum eru unnar á strang- fræðilegan hátt. Það var eiginlega ekki fyrr en með tilkomu orðabóka- deildar Arnar og Örlygs sem farið var að vinna orðabækur þannig, má segja að Ensk-íslenska orðabókin hafi valdið straumhvörfum í þessum efnum. Vegna þess hvað íslendingar voru seinir til vantar hér allt orða- bókauppeldi, þjóðin gerir engan greinarmun á góðri orðabók og vondri. Það er því nánast hægt að bjóða henni hvað sem er í þessum efnum eins og dæmin sanna." I bígerð Að mati Dóru og fleiri sem blaða- maður ræddi við ríður mest á að end- urnýja íslensk-íslensku orðabókina sem er orðin úrelt og skortir til dæm- is skilgreiningar á hugtökum sem slík bók þarf að hafa. í samtali við Hall- dór Guðmundsson, útgáfustjóra Máls og menningar sem á útgáfuréttinn á Islensk-íslensku orðabókinni, kom fram að undirbúningur að endurskoð- un hennar hafi staðið síðastliðin tvö ár. „Það er búið að leggja drög að verkáætlun og vinnan hefst í haust en við getum ekki enn gert okkur grein fyrir því hversu mikið verk þetta verður." Mörður Árnason, sem stjórnar end- urskoðun á bókinni fyrir Mál og menningu, segir að verkið sé ekki komið langt. „Þegar forlagið keypti bókina af Menningarsjóði árið 1992 var strax ákveðið að hún yrði endur- skoðuð. Það var síðast gert árið 1983 undir stjórn bræðranna Árna og Ás- geirs Blöndals. I þá útgáfu voru sett- ar skýringarmyndir og ýmsar úrbæt- ur gerðar á orðaforðanum, til dæmis hvað snertir fornyrði og mállýskuorð. Nokkrar bætur verða svo gerðar á bókinni fyrir næstu útgáfu. Bókin verður nú unnin í tölvu sem fyrri útgáfur voru ekki og það eitt hefur miklar breytingar í för með sér. Við munum geta lagað ýmsa tæknilega galla sem eru á eldri útgáfunum í tölvunum. Orðaforði hefur aukist í málinu, bæði sá almenni og í tækni og verður tekið tillit til þess. Við höf- um líka áhuga á að endurskoða myndakost bókarinnar. Það verða hins vegar engar eðlisbreytingar gerðar á bókinni. Við stefnum að því að hafa hana álíka stóra og fyrri út- gáfur. Hún verður líka jafn víðtæk og hún hefur verið, mun taka bæði til máls nútímans og fyrri alda."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.