Morgunblaðið - 09.11.1995, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 09.11.1995, Blaðsíða 58
58 FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Elskulegu œttingjar og vinir! Ástarþakklœti fyrir yndislega samveru, blóm, heillaóskir og gjafir í tilefni af 80 ára afmœli mínu þann 28. október sl. Ég bið Guð að blessa ykkur öll. Ragnheiður J. Ólafsdóttir, Selvogsbraut 23, Þorlákshöfn. máhrinnf nmiMftr njrir veturinn URTE PENSIL - GRÆNA VÖRNIN - er eitt mest selda jurtaheilsuefnið í Danmörku. V&M 13 vítamín — 10 steinefni og 18 amínósýrur með SPIRULINA. Mjög vinsælt fjölvítamín, ekki síst vegna spírulína, sem er steinefnaríkt og grennandi. ESTER-C VÍTAMÍNIÐ er aiveg í sérflokki. Fæst í 200 mg., 500 mg. og sem ESTER C-PLUS. Græna vömin Sólhattur og propolis styrkir ónæmiskerfið. Auk þess fjórar þekktar jurtir, sem hafa góð áhrif á efnaskipti Iíkamans. Frábær f)5Ivítamín með Spimlina. ESTER f-vHomin FEKT1V Ester C fer sérstaklega vel í maga og nýtist því mun betur. BIO-SELEN UMBOÐIÐ Sími 557-6610. Ábendingará mjólkiirumbúðum, nr. 19 af 60. Aftur á bak og áf ram Sléttubönd eru ferkvæður bragarháttur sem þekkist best á því að lesa má erindin hvort heldur sem er aftur á bak eða áfram. Prófaðu að fara með þessa vísu aftur á bak og taktu eftir því hvernig merking hennar breytist um leið: Dóma grundar, hvergi hann hallar réttu máli. Sóma stundar, aldrei ann örgu pretta táli. íslenskan lætur að sér kveða! MJÓLXURSAMSALAN íslenskufrctðsla ú mjólkurumbúðúm er samstarfsverkefni Mjólkursamsölunnar, íslenskrar múlnefndar og Málrcektarsjóðs. IDAG ÞÉSSIR duglegu krakkar þau Birkir Steinn, íris Ösp og Ragna Kristín, bjuggu til litabækur og seldu til styrktar Flateyringum og létu ágóðann 3.150 krónur renna í landssöfnunina „Samhugur í verki“. ÞESSIR duglegu strákar héldu nýlega basar i Grímsbæ til styrktar Flateyringum og létu ágóðann sem varð kr. 11.204 renna í Rauða kross Islands. Þeir heita frá vinstri Jósep Þórhallsson og Baldvin Jóhannesson. Hlutaveíta ÞESSIR duglegu strákar héldu nýlega hlutaveltu til styrktar Flateyringum og létu ágóðann sem varð kr. 5.690 renna til Rauða kross Islands. Þeir heita frá vinstri Kári Logason, Ingi Bogi og Pétur Heimisson. VELYAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Sálfræðiaðstoð vegna barnamissis VIÐ ERUM hér konur sem leitum að áhuga- sömum einstaklingi með menntun til að leiða okk- ur á braut í samtökum fyrir foreldra sem hafa orðið fyrir þeirri sorg og missi að bami eða böm- um hafi verið ráðstafað annars staðar. Áhuga- samur einstaklingur sem hefur menntun og skiln- ing á líðan okkur hafi samband við okkur í síma 421-6202. Dúkka keypt í Kolaporti UNGA konan sem keypti handsaumaða dúkku á 200 krónur í Kolaportinu sl. laugardag er beðin að hafa samband við selj- andann því fallegir skór, sem áttu að fylgja dúkk- unni, urðu viðskila við hana. Síminn er 561-0528. COSPER HÖGNIHREKKVÍSI Víkveiji skrifar... AU hörmulegu slys, sem orðið hafa undanfarnar vikur á þjóðvegum landsins vekja upp margar spumingar um öryggi fólks, sem ferðast um landið. Helgina fyr- ir Flateyrarslysið varð mjög alvar- legt umferðarslys í Hrútafirðinum svo sem menn rekur minni til og nokkrar helgar þar á undan urðu slys þar sem fólk beið bana. Helgin eftir Flateyrarslysið var síðan fyrsta helgin í margar vikur sem engin alvarleg umferðarslys urðu á land- inu. Ástæður þessara hörmulegu slysa kunna að vera margar, en ein þeirra er áreiðanlega allt of hraður akstur á lélegu þjóðvegakerfi lands- ins. Þjóðvegir landsins eru allt of mjóir og einnig er undirbygging þess varanlega slitlags, sem lagt hefur verið á undanförnum árum gerð af miklum vanefnum, enda eyðileggja vegirnir á stuttum tíma höggdeyfa bílanna, sem slitna óeðli- lega mikið vegna mishæða sem myndast vegna þessa lélega undir- lags. Hraðaksturinn er mikið vanda- mál. Hámarkshraðinn er t.d. allt of hár fyrir svo mjóa vegi sem raun ber vitni. Vita menn t.d. að hann er meiri á þjóðvegakerfinu hérlend- is en á þjóðvegakerfinu í mörgum ríkjum Bandaríkjanna? Þar er há- markshraði víða 55 mílur á klukku- stund, sem jafngildir 88 km hraða, eða tveimur kílómetrum minni hraða en leyfður er hérlendis. Samt er þjóðvegakerfið í Bandaríkjunum allt tvöfalt, þ.e.a.s. menn mæta aldrei bifreið á sama vegi, hrað- brautimar með 88 km hámarks- hraða eru tvær, hvor um sig fyrir akstur í sömu átt. Hérlendis mæt- ast hins vegar bifreiðar í slíkri nánd við hver aðra að aðeins skilja nokkrir sentímetrar á milli hliðar- spegla. Hámarkshraðinn er sem sé allt of hár, svo að ekki sé talað um þann 100 km hraða, sem allir eru að jafnaði á eðajafnvel meiri. Sum- um kann að finnast það goðgá að mæla með því að hámarkshraði verði lækkaður á íslenzkum þjóð- vegum, en setjist menn aðeins niður og hugsi málið til enda, þá er ekk- ert vit í svo miklum hraða, hann er stórhættulegur, auk þess sem hann er slítandi fyrir allt og alla og menn geta verið orðnir að hálf- gerðum taugaflökum, þegar í áfangastað er komið. XXX ÝLEGA var birt í fréttum skýrsla svonefndrar GATT- nefndar um það hvernig til hefði tekizt með gildistöku reglna í sam- bandi við innflutning á grænmeti og fleiri vörutegundum og var nið- urstaða hennar að vel hefði til tekizt o g var síðan farið nokkrum háðuleg- um orðum um það hvernig fjöliriiðlar hefðu fjallað um verðlagninguna, m.a. tekið'dæmi af nokkrum „vel- vakandi" fjölmiðlum eins og það var orðað, sem hefðu rætt um ofurtolla á jólatijám í viðtölum við innflutn- ingsaðila jólatrjáa. Víkverji telur að nefndin hafi í þessu tilfelli verið að beina spjótum sínum að Morgun- blaðinu með orðinu „velvakandi". Þar hljóp þó nefndin á sig, því að Morgunblaðið fjallaði ekki um jóla- trén, sem blaðið spurðist fyrir um og fékk upplýsingar að um þau gilti vel rúmur innflutningskvóti og því kæmi ekki til hækkunar á verði tijánna. í Morgunblaðinu birtist því engin frétt í þessu sambandi um ofurtolla á jólatijám.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.