Morgunblaðið - 09.11.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.11.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1995 31 - TZ----------N um það að hafa misst verkþekkingu úr lándi þegar ákveðin iðnfram- leiðsla hefur lagst af vegna tíma- bundinna erfiðleika og vantrúar stjórnvalda og almennings. Val á innlendri vöru og þjónustu styrkir íslenskt efnahagslíf. Hlut- deild íslensks iðnaðar í þjóðarfram- 93% neytenda telja ís- lenskar vörur sambæri- legar erlendum. Har- aldur Sumarliðason telur mikilvægt að ís- lenskur iðnaður eigi sterkan heimamarkað. leiðslunni er um þessar mundir um 18%, eða heldur meiri en hlutur sjávarútvegs. ímyndum okkur að hlutur iðnaðar í þjóðarframleiðsl- unni myndi lækka niður í 9%. Það þýddi að þjóðarauðurinn minnkaði að sama skapi, eða að aðrar gjald- eyrisskapandi atvinnugreinar yrðu að brúa bilið. Með öðrum orðum: Með því að kaupa íslenskt eru neyt- endur að spara erlendan gjaldeyri og styrkja um leið stöðu sína og þjóðarbúsins í heild. íslenskir neytendur efla innlenda atvinnu með því að kaupa íslenskt. Þótt atvinnuleysi hafi margfaldast hér á landi á örfáum árum er það samt minna en í löndunum kringum okkur. Hér þurfa allir að spyrna við fótum og snúa þróuninni við, m.a. með því að kaupa íslenskt. Öflugur heimamarkaður er for- senda útflutnings. íslenskir fram- leiðendur vilja sanngjama sam- keppni við erlenda framleiðslu. Þeir vilja sjá innlenda neytendur gera miklar kröfur til íslenskra vara. Það er m.a. forsendan fyrir því að ís- lenskar vörur seljist í öðrum lönd- um. Að lokum skal bent á þá stað- reynd að íslenskar vörur þykja að jafnaði standast samanburð við það besta í öðrum löndum. í könnun sem ÍM-Gallup gerði i janúar sl. kemur í ljós að 93% neytenda telja íslenskar vörur sambærilegar eða betri að gæðum en innfluttar vör- ur. Það er óþarfi að þegja yfir þessu. Höfundur er húsasmíðameistari og formaður Samtaka iðnaðarins. Enn til útgerðarmanna A ÞRIÐJUDAGINN var sendi ég aðalfundi LÍÚ línu í Morgunblað- inu og bað fundarmenn að íhuga hvort ekki væri vert að samtök útgerðarmanna æsktu þess að gengið yrði úr skugga um að núver- andi eignarhald á veiði- leyfum samræmdist því meginmarkmiði, að öll þjóðin njóti góðs af auð- lindum hafsins. Þá dag- ana voru menn með hugann við flest annað en fundahöld og veiði- leyfi, og því æxlaðist svo til að bréfkornið birtist löngu fyrir fund- inn ?em það var stílað á. Því er ástæða til að ítreka í örstuttu máli það sem þar var farið fram á. Það þarf engan að undra þótt Útgerðarmenn biðja um athugun á því, segir Markús Möller, hvort minnkandi eignarhald á kvóta tryggi almenna hagsæld. menn veiji hagsmuni sína með oddi og egg. Menn hneigjast meira að segja til að sjá aðstæður í því ljósi sem best henta hagsmunum þeirra. „Það sem er gott fyrir General Mot- ors, er gott fyrir Bandaríkin,“ sagði forstjóri þess mæta fyrirtækis ein- hveiju sinni. Ef nauðsyn krefur er síst erfiðara að telja sér trú um að þar sem núverandi eignarhaldsfyrir- komulag á veiðileyfum er harla gott fyrir útgerðarmenn, þá hljóti það að vera býsna hagstætt fyrir íslensku þjóðina. Það er líka nokkurn veginn á hreinu að íslenska þjóðin græðir ekki á auðlindum sjávar ef enginn er til að gera út. Blómleg útgerð er áreiðanlega nauðsynleg forsenda þess að landsmenn njóti góðs af auð- lindum sjávar. Þar með er hins vegar hreint ekki sjálfgefið, raunar að minni hyggju ólíklegt, að hagur almennings sé tryggður með því einu að útgerðin dafni. Athugunin sem útgerð- armenn ættu að biðja um, á einmitt að snúast um hvort núverandi fyrirkomulag nægi til þess að tryggja að al- menn hagsæld á ís- landi verði sem mest. Krafan er gerð á út- gerðarmenn sjálfa, því starfslið þeirra, sem venjulega verður fyrir svörum, er trútt sínum starfsskyldum og telur þær meðal annars fel- ast í að hlífa umbjóð- endum sínum við að horfa framan í óþægilegan veruleika. Þessir menn þurfa því aukið umboð áður en þeir verða til viðtals. Því er hér milliliðum sleppt og spurningunni beint til full- trúa á aðalfundi LÍÚ: Að því gefnu að þið fáið að njóta arðs af þeirri ótvíræðu eign ykkar, sem er hæfi- leikinn til að veiða fisk hagkvæmar en aðrir, eruð þið þá svo harðir á ykkar hagsmunum, að þið leggist gegn vandaðri athugun á því, hvort íslenskum almenningi kemur betur að eignarhald á óveiddum físki verði með öðrum hætti en nú er? Höfundur er hagfræðingur. GLÆSILEGAR GJAFAVÖRUR KR. 4.750 Markús Möller 14. nóv. - 7. des. þriðjud./fimmtud. kl. 20.00-22.15 (7 skipti). Námskeið fyrir þá sem eiga við kvíða og fælni að stríða og/eða eru að ganga í gegnum mikla breytingar í lífinu. Kenndar verða leiðir til að slaka á og öðlast auhið frelsi og lífsgleði. Engin reynsla eða þekking á jóga nauðsynleg. Leiðbeinandi: Ásmundur Gunnlaugsson, jógakennari. Upplýsingar og skráning: Voga Studio, Hátúni 6a, Reykjavík. Slmar 552-1033 og 552-8550 milli kl. 10 og 12 og 20-22 daglega. Skelltu þér á einn AT Litríkur og smart Kr. Staðgreiðsluafsláttur eða góð greiðslukjör HÚSGAGNAHÖLLIN Bíldshöfði 20 -112 Rvík - S:587 1199 Félac Löggiltra Bifreidasala NÝJA BÍLAHÖLUN FUNAHÖFDA I S: 567-2277 Félag Löggiltra Biereidasala MANAÐA SP- BILALAN TIL ALLT AÐ 6 fToyota Landcruiser VX Executive diesel árg. ‘94, ek. 70 þús. km., í dökkgrænn, sjálfski, álfejgur, sóllúga, z leöurinnr. V. 4.890.000. Ath. skipti. fToyota Corolla L/B Special Series árg. ‘94, ek. 26 þús. km., rauður, • þjófav., cen., 5 g. V. 1.195.000. * Ath. skipti. MMC Pajero stuttur árg. ‘92, ek. 74 þús. km., dökkgrænn, 31“ dekk, álfelgur. V. 2.000.000. Ath. skiptl. Mazda 323 F árg. ‘92, ek. 33 þús. km., dökkgrænn, 5 g., toppbíll. V. 1.090.000. Ath. skipti. MMC Lancer GLXi. 4WD árg. '92, ek. 42 þús. km., hvítur, 5 g.,. V. 1.190.000. Ath. skipti. Toyota Landcruiser VX árg. '93, ek. 76 þús. km., grár, sjálfsk., álfelgur, sól- lúga. V. 4.480.000. Ath. skipti. Bílalán getur fylgt. SBMW 735i árg. ‘89, ek. 92 þús. km„ dökkblár, sjájfsk., álfelgur, sóllúga 2 og m.fl. V. 2.700.000. Ath. skipti. fPlymouth Voyager SE árg. ‘90, ek. 70 þús. km„ blár, sjálfsk., 7 manna, 5 góður fyrir stórar fjölskyldur. S V. 1.450.000. Ath.skipti. Toyota Touring GLi árg. '92, dökkblár, vetrar- og sumardekk, álfelgur, cen„ ástandsskoðaður. V. 1.130.000. Ath. skipti. S Renault Clio RT árg. ‘92, ek. 34 5? þús. km„ hvítur, sjálfsk. V. 780.000. g Ath. skipti. SNissan Pathfinder SE V6 árg. ‘88, ek. 132 þús. km., svartur, sjálfsk., álfelgur, sóllúga. V. 1.250.000. Ath. skipti. Nissan Sunny GTi árg. ‘92, ek. 55 þús. km„ rauöur, álfelgur. 5 g. V. 1.090.000. Ath. skipti. LÁTIÐ EKKI GLEPJAST AF GYLLIBOÐUM BÍLAUMBOÐANNA - GERIÐ VERÐSAMANBURÐ HJÁ OKKUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.