Morgunblaðið - 25.11.1995, Page 6

Morgunblaðið - 25.11.1995, Page 6
6 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Tap Ríkisspít- ala tvöfaldast milli ára BLIIST er við að Ríkisspítalar verði reknir með 280 milljóna króna tapi á þessu ári og er það rúmlega helmingi meira en á síðasta ári, þegar hallinn var 127 milljónir króna, þrátt fyrir aðhaldsaðgerðir í heilbrigðismálum. Guðmundur G. Þórarinsson, stjórnarformaður Ríkisspítala, sagði á ársfundi Ríkisspítala í gær, að miklar breytingar ættu sér nú stað í heilbrigðisþjónustu. Aukinn kostn- aður væri af lyfjum, aðgerðum og rannsóknum, sem og því að legutími sjúklinga hefði styst og sjúklingum fjölgað. Mótsögn vegna aukinna afkasta Að sögn Guðmundar hafa þessir þættir leitt til ákveðinnar mótsagn- ar: „Aukin afköst og bætt vinnu- brögð leiða ekki til aukinna tekna og af því sprettur stjórnunarvand- inn.“ Davíð Á. Gunnarsson, forstjóri Ríkisspítala, sagði á fundinum að heilbrigðisvísindin væru svo frjó að þau hefðu skilið stjórnunarfræðina eftir. Davíð lætur af embætti í lok þessa mánaðar eftir að hafa stjórnað Rík- isspítölunum frá árinu 1979 og tekur þá við starfi Páls Sigurðssonar, ráðuneytisstjóra heilbrigðis- og tryggingaráðuneytisins. Hann sagði að á þessum tíma hefði hann þurft að taka „sársaukafullar ákvarðanir", en hann kveddi með trega og þakk- aði fyrir. Davíð kvaðst vona að stjórnmálamenn, stjórnendur og starfsfólk í heilbrigðismálum kæmi heilt frá þeim aðgerðum, sem grípa þyrfti til, því að allir hefðu sama markmið; að bæta heilbrigðisþjón- ustuna. Guðmundur G. Þórarinsson kynnti ársskýrslu Ríkisspítala fyrir síðasta ár og sagði að þá hefðu orðið nokkr- ar breytingar. Tekið hefði verið við helmingi bráðavakta Landakotsspít- ala og hefði þeim því fjölgað um 23% og einnig hefðu hafist hjartaaðgerð- ir á börnum. Sjö slíkar aðgerðir hefðu verið gerðar á síðasta ári og sennilega yrðu þær tíu á þessu ári. m að 315 manns væru á biðlista til að gangast undir bæklunaraðgerðir, 260 biðu þess að komast í þvagfæra- aðgerðir og 50 væru á biðlistanum fyrir hjartaaðgerðir. Þijár til fjórar þvagfæraaðgerðir eru gerðar á viku og þeir, sem eru aftastir á biðlistan- um þurfa því að bíða í rúmlega eitt og hálft ár eftir að röðin komi að þeim. Fimm.hjartaaðgerðir eru gerð- ar á viku og biðlistinn þar er því tíu vikur. Guðmundur sagði einnig að legu- tími sjúklinga hefði styst um rúmlega helming á árunum 1980 tii 1994. Þá hefði hver innlagður sjúklingur að meðaltali legið á sjúkrahúsi í 18 daga, en nú væri legutími að meðaltali átta dagar. Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðis- og trygging’aráðherra, ræddi þá ákvörðun að fresta öllum nýfram- kvæmdum við Ríkisspítala um eitt ár. „Slík mál eru hvorki einföld né átakalaus,“ sagði Ingibjörg. „Ég get ekki lofað hvenær framkvæmdir hefj- ast aftur.“ Heilbrigðisráðherra lauk lofsorði á vísindamenn við Ríkisspítala og sagði að verkefnum, sem þeir hefðu náð í erlendis að andvirði milljóna króna, hefði fylgt atvinnusköpun. Hvatningarverðlaun ánægjuleg Ingibjörg sagði eirinig sérstaklega ánægjulegt að Ríkisspítalar hefðu fengið hvatningarverðlaun Gæða- stjórnunarfélags íslands og í skoð- anakönnun, sem gerð hefði verið meðal sjúklinga, hefði komið fram ánægja með þjónustu þessarar „stærstu stofnunar landsins". Morgunblaðið/Kristinn INGIBJÖRG Pálmadóttir, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, er þeirrar hyggju að sjúkraflug á Vestfjörðum megi ekki leggjast niður. „Verður að vera sjúkraflug á Vestfjörðum“ ÁKVÖRÐUN var tekin á ríkis- stjómarfundi í gærmorgun um að fulltrúar frá samgönguráðuneyti, samgöngunefnd Alþingis og heil- brigðisráðuneyti kæmu saman til að skera úr því hvemig bregðast skuli við því vegna þeirrar óvissu, sem ríkir urn sjúkraflug á Vest- fjörðum í kjölfar þess að flugfélag- ið Ernir er að hætta þar störfum. „Það er ljóst að það verður að vera sjúkraflug á Vestfjörðum, það er engin spurning," sagði Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðis- og trygg- ingaráðherra, í gær og bætti við þegar borin voru undir hana um- mæli Ólafs Hannibalssonar, vara- þingmanns Sjálfstæðisflokks, á Alþingi í vikunni að ódýrara væri að reka sjúkraflug á Isafirði, en sjúkrabíl, að þetta mál snerist ekki um ,,[kfónu]tölur“. Halldór Blöndai, samgönguráð- herra, sagði í gær að þetta mál myndi skýrast eftir viku eða hálfan mánuð. „Ég fagna skjótum viðbrögðum ríkisstjómarinnar," sagði Ólafur, sem átti frumkvæðið að utandag- skrárumræðum um samgöngur á Vestfjörðum fyrr í vikunni. „Þetta sýnir að það var tímabært að taka þetta fyrir á Alþingi og ég treysti því að stjórnvöld muni leysa vanda Vestfirðinga." Ástæðan fyrir því að starfsemi Ernis leggst niður er sú að ekki samdist við flugfélagið um póst- flutninga. Halldór sagði að hins vegar væru nú uppi raddir um það að eðlilegt væri að standa þannig að málinu að áætlunarflug gæti haldist milli Patreksfjarðar, Bíldu- dals og ísafjarðar um leið og grip- ið væri til aðgerða vegna sjúkra- flugsins. Að sögn samgönguráðherra er hvert sjúkraflug fyrir sig vel borg- að, en „spurning hvort þau séu nægilega mörg til að rekstur borgi sig“. Nú 'megi einnig búast við að þeim fækki vegna bættrá sam- gangna og gangagerðar. Halldór sagði að samkvæmt fjár- lögum hefðu rannið styrkir tíl sjúkraflugs á Aust- og Vestfjörð- um, fjórar miiljónir króna til flug- félagsins Emis og sex milljónir til Flugfélags Austfjarða. Áf orm um aukið samstarf Land- og Borgarspítala Stefnt að 200 millj- ónakr. spamaði ÁFORMA.Ð er að auka samstarf og samvinnu Landspítala og Borgarspítala á næstu árum og sagði Guðmundur G. Þórarinsson, ’formaður stjórnarnefndar Rík- isspítala, á ársfundi Ríkisspítala í gær að stefnt væri að því að ná fram 200 milljóna króna sparn- aði. Ýmsar hugmyndir hafa verið nefndar um það til hvaða breyt- inga þetta aukna samstarf gæti leitt og jafnvel hefur verið rætt að stóru spítalarnir tveir í Reykja- vík yrðu undir einni yfirstjórn. „Það er of sriemmt að segja til um það,“ sagði Ingibjörg Pálma- dóttir, heilbrigðis- og trygginga- ráðherra, í gær. Hún kvað stjórn- endur sjúkrahúsanna myndu ræða saman leiðir til að auka hagkvæmni í rekstri. Aðgerðir boðnar út til deilda sjúkrahúsanna? Sú hugmynd að gera deildum sjúkrahúsanna kleift að taka þátt í útboði ákveðinna aðgerða er meðal þess sem er í umræðunni. Ingibjörg sagði að ýmsum hug- myndum hefði verið varpað varp- að fram varðandi endurskipulagn- ingu, en þessi væri alls ekki efst á blaði. „Áhersla verður lögð á að auka hagkvæmni í innkaupum, skrif- stofuhaldi og þjónustuþætti sjúkrahúsanna,“ sagði Ingibjörg. Hundaræktarfélag íslands óánægt með hugmyndir um nýja samþykkt um hundahald Sjónarmið sem líkj- ast mest fordómum „ÞESSI fundur kom Hundaræktar- félagi íslands í opna skjöldu. Sam- eiginleg nefnd með fulltrúum borg- arinnar og Hundaræktarfélagsins var skipuð fyrir síðustu borgar- stjórnarkosningar og henni falið að gera tillögur að nýrri samþykkt um hundahald. Sú nefnd hefur enn ekki lokið störfum og ég vissi ekki að önnur nefnd, án fulltrúa Hunda- - ræktarfélagsins, ynni á vegum borgarinnar, að hinu sama. Fundur heilbrigðisnefndar var boðaður með mjög skömmum fyrirvara og ekki var hægt að kynna sér tillögur nefndarinnar fyrir fundinn. Ég þekki ekki svona vinnubrögð annars staðar frá,“ segir Lilja Dóra Hall- dórsdóttir, lögfræðingur og tals- maður Hundaræktarfélags Islands. Ólafur F. Magnússon á sæti í heilbrigðisnefnd Reykjavíkur og segir hann að nefndin hafi í mörgu tekið tillit til tillagna sem Hunda- ræktarfélagið hefði lagt fram, en því mótmælir Lilja Dóra. „í drögum heilbrigðisnefndar er gert ráð fyrir að hundahald verði áfram bannað í Reykjavík, en eins og fyrr verði hægt að sækja um rándýra undan- þágu frá banninu. Hundaræktarfé- lag íslands hefur lagt á það ríka áherslu að í stað þess að sífellt sé veitt undanþága frá banni sé rök- rétt að leyfa hundahald." Byggt á úreltum lögum Lilja Dóra segir að heimild til að banna hundahald sé í úreltum lög- um um vamir gegn sullaveiki og lögum um hollustuhætti og heil- brigðiseftirlit. „Um áratuga skeið hefur hvorki fundist bandormur í hundum né höfuðsullur í sauðfé og rök fyrir takmörkun hundahalds eru því ekki lengur fyrir hendi. Þessi sjónarmið eru miklu frekar í átt við fordóma." Ólafur segir að meðal markmiða með nýrri samþykkt um hundahald sé að bæta samskipti hundeigenda og annarra borgara. Einnig að efla hundaeftirlit í borginni, auka skil- virkni í skráningu hunda og greiðsl- um á leyfisgjöldum. „Til eru dæmi um mjög harðar nágrannadeilur vegna hunda. Ég nefni sem dæmi mál í Álakvísl í Reykjavík, sem tals- vert hefur verið fjallað um í fjölmiðl- um. Maður, sem sviptur hefur verið leyfi til að halda hunda, hefur skráð hunda sína tvo í annað sveitarfélag og kemst nú upp með að segja að hundamir séu í heimsókn hjá sér þegar kvartað er við hann. Heil- brigðisnefndin lítur nágrannaeijur af þessu tagi mjög alvarlegum aug- um. Ljóst er að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur ekki bolmagn til að sjá til þess að reglum um hunda- hald sé framfylgt. Nauðsynlegt er að efla hundaeftirlit til muna og gera því kleift að sinna hlutverki sínu.“ Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur kynnti ný- lega drög að nýrri sam- þykkt um hundahald. Brynja Tomer kynnti sér þau og ræddi við talsmann Hundarækt- arfélags íslands, sem segir sjónarmið hunda- eigenda virt að vettugi. Lilja Dóra segist vilja sjá hunda- eftirlitið lagt niður í núverandi mynd. „Reynsla okkar af þeirri stofnun er fáránlega hár kostnaður og hundabannsskilti út um alla borg. Við erum langþreytt á rétt- indaleysi og fordómum. Við erum einnig þreytt á himinháum leyfis- gjöldum, sem borgin fékk reyndar ákúrur fyrir með áliti umboðsmanns Alþingis nú í haust.“ Hún segir að eftir fund heilbrigð- isnefndar sé ljóst að nefndin hafi ekki í hyggju samráð við hundaeig- endur í borginni við endurskoðun samþykktarinnar. „Það kemur ekki heim og saman við þau markmið sem ég hélt að R-listinn hefði ætlað að hafa að leiðarljósi. í stað þess að leita til þeirra sem sérþekkingu hafa á málefnum hundaeigenda, er skipuð þriggja manna nefnd sem virðist telja það eitt af hlufyerkum sínum að vernda hagsmuni þeirra sem þjást af fordómafullri og órök- studdri andúð gegn hundum og eig- endum þeirra." „Kvörtunum vegna hunda hefur flölgað mjög mikið á síðustu tveim- ur árum og í hinum nýju drögum er gert ráð fyrir að hundaeigendur sem eru ábyrgir, skilvísir og lög- hlýðnir njóti þess, meðal annars í að greiða lægri leyfisgjöld," segir Ólafur. „Eitt af algengustu um- kvörtunarefnum hundaeigenda hef- ur einmitt verið að leyfisgjöld séu of há. Þótt deilur um hundahald sé þverpólítískt mál og nefndin vinni með hag allra borgarbúa að mark- miði, er rétt að taka fram að ég er fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, en ekki R-listans í heilbrigðisnefnd." Tæplega 1.100 hundar skráðir í Reykjavík í skýrslu um hundahald í Reykja- vík 1994 kemur fram að tæplega 1.100 hundar voru skráðir í borginni um síðustu áramót og hefur fjöldi þeirra verið svipaður síðustu tvö ár. Á árinu veitti borgin 224 undanþág- ur frá banni við hundahaldi, en aft- urkölluð voru leyfi vegna 189 hunda, sem ýmist voru aflífaðir, fluttir úr lögsagnarumdæminu eða teknir af skrá vegna vanskila á leyfisgjöldum. Kvartanir vegna hunda berast aðallega til hundaeftirlitsins, sem heyrir undir Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, en einnig berst nokkuð af kvörtunum til lögreglu. Í skýrslu hundaeftirlitsins kemur fram að alls bárast eftirlitinu 1.328 kvartanir vegna hunda á síðasta ári og lögregl- unni 149. Flestar voru þessar kvart- anir vegna lausra hunda, eða tæp- lega 700. Farið var með 173 lausa hunda í geymslu á síðasta ári, en til að fá hunda sína leysta út, þurftu eigendur að greiða rúmlega 1,2 milljónir króna, enda var tökugjald vegna lausra hunda 7.000 krónur. Kvartanir vegna óþrifa af völdum hunda vora alls 129 á síðasta ári og segir Lilja Dóra að Hundarækt- arfélag Islands hafí ítrekað bent á að oft ragli fólk saman hunda- og gæsaskít, sérstaklega á stöðum þar sem mikið er um gæsir, til dæmis á Miklatúni og í Hljómskálagarði. „Við hvetjum félagsmenn og raunar alla hundaeigendur til að þrífa upp eftir hunda sína og langflestir hundaeigendur gera það.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.