Morgunblaðið - 25.11.1995, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 25.11.1995, Qupperneq 8
8 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1995______________________ FRÉTTIR ÞAÐ MÆTTU nú gjarnan vera fleiri opinberir „þurrkdagar" á árinu, Gunna mín ... Nú bjóöum vlð þýsku DETfl rafgeymana á tilboðsveröi 45 amp. áður 6.082 kr. HV & °M f'V 60 amp. áður 6.104 kr. nú 4.9 óó kiv 63 amp. áður 6.104 kr. nú 4,966 tot 70 amp. áður 7.558 kr. I allar algengari tegundir fólksbilreiða ogjeppa ísetning á staðnum H þjónarþér Staða LIN virðist sterk að mati Ríkisendurskoðunar Einn skuldar 14,6 milljónir 6,3 milljarðar afskrifaðir af útistandandi lánum LÁNÞEGAR Lánasjóðs íslenskra námsmanna eru tæplega 32 þús- und og útistandandi námslán sjóðsins nema 38,5 milljörðum. 335 einstaklingar skulda meira en sex milljónir króna í námslán hver og hæsta skuld einstaklings við sjóðinn er 14,6 milljónir króna. Þetta kemur fram í úttekt Ríkis- endurskoðunar á fjárhagsstöðu LÍN. Þar segir ennfremur að sá hópur sem skuldar meira en sex milljónir sé um 1% allra lántak- enda og samtals skuldi þeir tvo milljar’ða króna, sem er um 5% af útlánum LÍN. LÍN getur staðið undir öllum núverandi skuldbindingum Fram kemur í úttekt Ríkisend- urskoðunar að af útistandandi námslánum hafi 6,3 milljarðar verið færðir niður í ársreikningi vegna lána sem talið er að ekki verði innheimt að fullu vegna tak- markana sem eru á endurgreiðsl- um samkvæmt ákvæðum þeirra. „Lánasjóðurinn getur staðið undir öllum núverandi skuldbind- ingum með eigin fé. Ef sjóðnum hefði verið lokað í árslok 1994 gæti hann staðið við allar sínar skuldbindingar án þess að þurfa á frekari ríkisframlögum að halda,“ segir í skýrslu stofnunarinnar. Um seinustu áramót nam eigið fé sjóðsins 16,3 milljörðum. A mælikvarða Bankaeftirlitsins og svonefndra BlS-reglna var eigin- fjárhlutfall sjóðsins 50,8% og virð- ist staða sjóðsins því vera nokkuð sterk að mati Ríkisendurskoðunar. „Rétt er hins vegar að geta þess að þá hefur ekki verið tekið tillit til þess að meginhluti útistandandi námslána ber enga vexti en í regl- um Bankaeftirlitsins eru ekki gerðar kröfur um núvirðingu.þess- arar tegundar lána,“ segir í skýrsl- unni. Kostnaður ríkissjóðs lækkaði úr 66% í 52% af veittum lánum í athugun stofnunarinnar á fjár- hagsstöðu sjóðsins, sem gerð var 1991, var kostnaður ríkissjóðs við námslánakerfið talinn vera um 66% af veittum lánum miðað við að eigið fé sjóðsins á hverjum tíma nægi til að standa við skuldbind- ingar vegna lána. Nú er þetta hlut- fallið áætlað vera 52% af veittum lánum. Ríkisendurskoðun telur þó að kostnaður ríkissjóðs hafi verið vanmetinn þar sem sjóðurinn hafi undanfarin ár verið fjármagnaður með hærri lánum en 6%, sem hef- ur verið sú viðmiðun sem útreikn- ingar hafa byggst á. Þannig mundi sjóðurinn tímabundið þurfa á hærra framlagi en 52% að halda á allra næstu árum. Fram kemur í skýrslunni að 72% lántakenda skulda innan við 1,5 milljónir króna hver. Vanskil við sjóðinn námu um 186 milljónum króna um seinustu áramót. Telur Ríkisendurskoðun að stærstu hluti þessara vanskila muni innheimt- ast. MORGUNBLAÐIÐ Bindindisdagur fjölskyldunnar Það gera börnin sem fyrir þeimerhaft BINDINDISDAGUR r— fjölskyldunnar hef- ur verið árlegur við- burður frá árinu 1991. Framkvæmd hans er í höndum Stórstúku íslands en fjöldi samtaka hefur ár- lega komið að undirbúningi dagsins. Tilgangurinn er að knýja fólk til umhugsunar um neikvæðar hliðar vímu- efnaneyslU. „Við erum ekki að skipa fólki að hætta að drekka áfengi. Hins vegar biðjum við það að hugsa um þessi mál í fullri vinsemd og líta í eigin barm, fjölskyldunnar og barnanna vegna,“ sagði Eðvarð Ingólfsson, einn þeirra sem standa að undir- búningi dagsins. „Við leggj- um sérstaka áherslu á að menn verði að byija forvarnir heima. Foreldrar eru mikilvægar fyrirmyndir." - Ér sýnilegur árangur af degi sem þessum? „Reynslan sýnir að t.d. lögregl- an hefur ekki þurft að hafa eins mikil afskipti af fólki vegna áfeng- isdrykkju á bindindisdegi fjöl- skyldunnar og aðra daga, þannig að ég tel fullvíst að umræðan um þessi mál hafi sitt að segja.“ - Er sérstök dagskrá í tilefni dagsins? „Það verður haldin mikil fjöl- skylduhátíð í dag í Vinabæ (gamla Tónabíói). Hún hefst kl. 15.30 og þar mun Lína langsokkur til dæm- is mæta, ræningjarnir úr Kard- imommubænum og kórar syngja. Allir eru hjartanlega velkomnir á hátíðina." - Hvað er annað gert til að minna á daginn? „í gær stóðu unglingar fyrir framan áfengisverslanir á höfuð- borgarsvæðinu, dreifðu miðum og buðu fólkj upp á hollan og góðan ávaxtadrykk í stað áfengis. Krakkarnir voru um leið að minna á sjálfa sig því þeir sem aðrir á heimilum eru oft fómarlömb þeg- ar misnotkun áfengis á sér stað. Við höfum þó aðallega -vakið at- hygli á deginum með greinaskrif- um og umræðu í fjölmiðlum." - Hefur neysla áfengis aukist á þessu ári? „Heildarneyslan hefur aukist samkvæmt nýjustu sölutölum frá ÁTVR. Sala sterkra drykkja hefur dregist saman um 2%. Á móti hefur léttvínsdrykkja aukist um 2%, en bjórneysla hefur aukist um 12%. Hins vegar er erfitt að gera sér fyllilega grein fyrir umfang- inu, m.a. vegna þess áfengis sem berst inn í landið með ferðafólki, skips- og flugáhöfnum og vegna ólöglegs bruggs. Til dæmis áætlar lögreglan að brugg ---------------- hafi verið selt fyrir um Misnotkun einn^ miHjarð króna í áfengis bitnar ym'Hvert er áiit oft á heimilum bindindishreyfingar- ————— innar á lækkun lögaldurs til áfengiskaupa úr 20 árum niður í 18 ár? „Hún er á móti því. Byggist það m.a. á áliti Alþjóða heilbrigð- ismálastofnunar SÞ (WHO). Þar er lögð áhersla á að heillavænleg áfengismálastefna byggist bæði á fræðslu og lagasetningu, enda hafi hár aldur til áfengiskaupa, hátt verð og hömlur á framboði reynst hafa mikil áhrif til góðs. Þetta telur stofnunin grundvall- aratriði. Reynsla frá Bandaríkjunum Eðvarð Ingólfsson ►EÐVARÐ Ingólfsson fæddist 25. apríl 1960 í Reykjavík en ólst upp á Hellissandi. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólan- um á Egilsstöðum 1981 og emb- ættisprófi í guðfræði frá HÍ í október sl. Hann var blaðamað- ur og ritstjóri Æskunnar 1982- 1990 og dagskrárgerðarmaður hjá RÁS 1 og RÁS 2 í hluta- starfi á árunum 1981-1986. Hann hefur skrifað tíu ungl- ingabækur og fimm ævisögur. Eðvarð er kvæntur Bryndísi Sig- uijónsdóttur leikskólakennara og eiga þau tvö böm. hefur sýnt að í kjölfar lækkunar lögaldurs til áfengiskaupa, úr 21 ári allt niður í 18 ár, jukust alvar- leg umferðarslys og dauðaslys ungs fólks 18-20 ára. Einnig fjölgaði slysum í aldurshópnum 16-17 ára, sem bendir til að drykkja færist neðar þegar lögald- ur lækkar. Þetta varð til þess að aldur til áfengiskaupa var hækk- aður aftur og er hann nú 21 ár um gervöll Bandaríkin. í Ijós hefur komið að dregið hefur úr slysum hjá ungu fólki og áfengisneysla þess hefur einnig minnkað." - Hefur löggjafinn staðið vel að áfengisvarnarmálum að ykkar mati? „Alþjóða heilbrigðismálastofn- unin samþykkti á sínum tíma að hvetja til átaks gegn tjóni af völd- um áfengis. 45 aðildarríki sam- þykktu þátttöku í verkefninu, sem fólst í að draga úr áfengisneyslu um ‘A á árunum 1980-2000. Rík- isstjórn íslands samþykkti árið 1988 að vera með í tilrauninni. Þáverandi heilbrigðisráðherra, Sighvatur Björgvinsson, stóð fyrir ráðstefnu til að móta opinbera stefnu í áfengismálum. Sett var á laggirnar stjórnskipuð nefnd sem undirbjó málið. Unnið var að -------- frumvarpi til laga sem menn vonuðu að lagt yrði fyrir Alþingi. Það hefur ekki ennþá verið gert og hefur bindind- ishreyfingin oftsinnis gagnrýnt meðferð málsins. Nú er tíminn að renna út. Hún hefur einnig bent á að veitingahúsum með leyfi til sölu áfengis hefur fjölgað á árunum 1980 til dagsins í dag og gjöld fyrir áfengisleyfi eru hlægilega lág. Þá hafa ýmsir þingmenn tek- ið undir, og jafnvel kvatt sér hljóðs, varðandi verslunarfrelsi með áfengi og nú síðast í sam- bandi við lækkun lögaldurs. Það virðist því vera í hróplegri mót- sögn við þetta átak Sameinuðu þjóðanna."

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.