Morgunblaðið - 25.11.1995, Page 18

Morgunblaðið - 25.11.1995, Page 18
18 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ VERIÐ 390 þúsund tonn af loðnu enn óveidd SR-MJÖL á Siglufirði hefur tekið á móti 34.300 tonnum af loðnu það sem af er loðnuvertíð. Það er rúmlega helmingi meira magn en SR-mjöl á Seyðisfirði, sem situr í öðru sæti, hefur fengið til bræðslu. Mest brætt á Siglufirði Orri ÍS í vari á Dýrafirði í hálfan annan sólarhring Sveifarás- inn sveigju- mældur „VIÐ KOMUMST til ísafjarðar á fimmtudagskvöld,“ segir Hörður Guðbjartsson, skipstjóri á Orra ÍS. „Þá var skipið búið að vera í vari á Dýrafirði í hálfan annan sólarhring." Eins og áður hefur verið greint frá í Morgunblaðinu tók Stefnir ÍS Orra í tog eftir að hann hafði orðið fyrir vélarbilun á miðunum út af Vestfjörðum um hádegi á þriðjudag. Skipin urðu svo að leita vars vegna veðurs. Hörður segir að siglingin norður fyrir hafi gengið ágætlega, þrátt fyrir að sjö vindstig hafi verið á leið- inni. Hann segir að ekki sé enn kom- ið í ljós hversu miklar skemmdir séu á vélinni: „Það er verið að sveigju- mæla sveifarásinn og það er mikið í húfi að niðurstaðan úr þeirri mæl- ingu verði ekki slæm. Blokkin er talsvert mikið skemmd, en sjálfsagt verður hægt að gera við hana.“ Hann segir að ómögulegt sé að segja hvenær skipið komist aftur út, en Ijóst sé að kostnaðurinn aukist hvern dag sem það dragist. „Þetta skip aflar fyrir á annað hundrað manns í frystihúsinu," segir hann. „Það eru því ekki aðeins sjómennim- ir sem verða fyrir vinnutapi." ALLS hafa um 146 þúsund tonn af loðnu borist að landi það sem af er loðnuvertíð. Heildarloðnu- kvótinn fyrir yfirstandandi fisk- veiðiár nemur 536 þúsund tonnum og eru því um 390 þúsund tonn óveidd enn. Tæplega 141 þúsund tonn af loðnu hafa borist að landi með íslenskum skipum og rúmlega fimm þúsund tonnum hefur verið landað úr erlendum skipum. Af þeim fjórtán loðnuverk- smiðjum, sem taka á móti loðnu nú, hefur mest magn borist að landi á Siglufirði. Þannig hefur SR-mjöI hf. á Siglufirði tekið á móti 34.300 tonnum. Næst kemur SR-mjöl hf. á Seyðisfirði með 16.600 tonn. Hraðfrystistöð Þórs- hafnar hf. hefur tekið á móti 12.900 tonnum og Haraldur Böð- varsson hf. á Akranesi nokkru minna eða rúmum 12.300 tonnum. Síldarvinnslan hf. í Neskaupstað og Hraðfryst.ihús Eskifjarðar eru hvort um sig að nálgast 12.000 tonna markið. Yfir 9.000 tonn af loðnu hafa borist í Krossanesverk- smiðjuna á Akureyri, einnig til SR-mjöls hf. á Raufarhöfn ogtil Fiskimjöls og Lýsis hf. i Grinda- vík. Gná hf. í Bolungarvík hefur fengið 7.300 tonn. SR-mjöI á Reyð- arfirði hefur fengið til bræðslu rúm 2.200 tonn, Osland hf. á Höfn tæp 1.700 tonn og Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum tæp 1.300 tonn. Marel með 90% markaðshlutdeild á austurströnd Rússlands Þúsundasta sjó- vogin til Rússlands MAREL náði nýlega þeim áfanga að selja þúsundustu sjóvogina til Rússlands. Um var að ræða sjóvog af gerðinni Marel M-60 með 30 kg vigtargetu, sem ætluð er fyrir þorsk og alaskaufsa, og var hún seld til Norður-Kurileyja sem liggja að rússnesku Kyrrahafsströndinni. „Marel hefur verið leiðandi í þró- un sjóvogar með hreyfiaðlögun við vigtun um borð í skipum, en mis- ræmi myndast við hreyfingar skips- ins með hefðbundinni vigtun,“ seg- ir Lárus Ásgeirsson, markaðsstjóri Marel. Hann segir að Marel sjóvog- in geri það að verkum að vigtun og vinnsla um borð verði jafnná- kvæm og í landi. Frumgerð Marel sjóvogarinnar er frá árinu 1985 og fyrsta afhend- ing fór fram árið 1986. Síðan þá hefur Marel afhent á þriðja þúsund skipavogir til rúmlega 30 landa. Helstu kaupendur sjóvogarinnar í Rússlandi hafa tilheyrt krabba- veiðiflotanum á Kyrrahafi, en vogin hefur nýst þeim til að auka afurða- verðmæti og minnka yfirvigt. Borgar sig upp á nokkrum dögum 1 „Nákvæmni Marel sjóvogarinnar útilokar að mestu yfirvigtina sem fylgir hefðbundinni vigtun," segir Lárus. „Dæmi eru um það að við vigtun á verðmætum afurðum, t.d. hrognum og krabba, hafi vogin borgað sig upp á nokkrum dögum vegna minni yfirvigtar í pökkum.“ Hann segir að sovésk og síðar rússnesk fiskiskip hafi í flestum tilvikum valið Marel sjóvogir og salan hafi náð hámarki þegar um- fangsmikil endurnýjun togaraflot- ans hafi átt sér stað árið 1991. „Vogavæðing rússneska flotans hefur átt sér stað undanfarin ár og Marel hefur sinnt mörgum af stærstu raðsmíðaaverkefnum rúss- neskrar útgerðar,“ segir hann. „Á austurströnd Rússlands er mark- aðshlutdeild Marel um 90% í skipa- vogum.“ Marel hefur boðið upp á sjóvogir í Rússlandi fyrir ýmsar tegundir físks. „Auk krabbans má nefna þorsk, ufsa, ufsahrogn, iúðu og kyrrahafglax," segir Lárus. „Rúss- neskir kaupendur hafa verið fljótir að taka við sér þegar Marel hefur komið fram með nýjungar eins og mjúktækan flokkara fyrir við- kvæmar afurðir, t.d. hrognasekki." Fjölskylduspilið sem brúar ky n s I ó ð a b i I i ð Rummikub - Mest selda fjölskylduspil í heiminum Dreifing: Sími 565 4444 FRÉTTIR: EVRÓPA Eistland sækir um ESB-aðild Tallinn. Reuter. EISTLENDINGAR undirrituðu í gær formlega aðildarumsókn að Evrópusambandinu, ESB. Kváðust þeir vongóðir um að þeim yrði jafn- vel veitt aðild á undan öðrum um- sækjendum. „I dag stigum við stórt skref í átt að því að ganga frá einu mikil- vægasta utanríkismáli sjálfstæðs Eistlands," sagði Tiit Vaehi forsæt- isráðherra þegar hann hafði undir- ritað aðildarumsóknina að viðstödd- um fréttamönnum. Annað Eystrasaltsríkjanna þriggja, Lettland, hefur þegar sótt um aðild að ESB, auk Póllands, Ungveijalands og Slóvakíu. Tékkar hafa sagst munu leggja inn aðildar- umsókn í janúar nk. Vaehi sagðist í gær vongóður um að Eistlendingum yrði veitt aðild. „Eistland uppfyllir þær kröfur sem gerðar eru til umsækjenda mun betur en mörg önnur ríki. Efnahag- ur landsins er í jafnvægi og gjald- miðillinn er tengdur þýska mark- inu.“ Vaehi viðurkenndi hins vegar að verðbólgan, sem búist er við að verði um 30% í lok ársins, sé mun meiri en ESB geri kröfu um og að landið standist að því leyti ekki skilyrði um aðild. SÞ gagnrýnir ESB vegna flóttafólks Genf. Reuter. FLOTTAMANNAHJALP Samein- uðu þjóðanna (UNCHR) sagði í gær að nýlegur úrskurður Evrópusam- bandsins, ESB, í málefnum flótta- manna, græfí undan alþjóðlegum sáttmálum um meðferð fólks sem sótt hefur um pólitískt hæli. Segir stofnunin að úrskurðurinn kunni að leiða til þess að réttindi flótta- manna verði skert. Er þetta í annað sinn á jafnmörgum dögum sem UNCHR gagnrýnir ríki Evrópu fyr- ir meðferð á flóttafólki. Það sem Flóttamannahjálpinni þykir svo gagnrýnivert er úrskurður ráðherra ESB í Brussel á fimmtu- dag, sem samræmir skilgreiningu ESB á því hveijir teljist vera flótta- menn. Segir UNCHR að ákvörðunin sé tekin til að samræma reglur sam- bandsins ströngum reglum nokk- urra ríkja ESB; Frakklands, Þýska- lands, Italíu og Svíþjóðar en þau viðurkenna ekki að þeir sem flýja ofsóknir annarra en ríkis, séu flótta- menn. Segir UNCHR að niðurstaða ESB „svipti flóttamenn réttindum sínum og kunni að verða til þess að fjöldi þeirra njóti ekki nægrar verndar." Niðurstaðan kunni að leiða til þess að fólk geti ekki flúið ofsóknir skæruliðahópa, svo sem íslamskra bókstafstrúarmanna í Alsír sem hafa ráðist gegn fijáls- lyndum hópum og menntamönnum. Kristileg HELMUT Kohl, kanslari Þýska- lands, tók í gær á móti góðum gestum, Alexy II patriarka, og Alexíj biskupi rússnesku rétt- Reuter heimsókn trúnaðarkirkjunnar, sem hefur eflst talsvert frá hruni Sovétríkj- anna. Þeir eru í fjögurra daga opinberri heimsókn í Þýskalandi. Ósáttir við innflutn- ingsreglur ESB Dakar. Reuter. * ÚTFLYTJENDUR frá þróunar- löndum sem sóttu iðnaðarráð- stefnu Vestur-Afríkuríkja og Evr- ópusambandsins, ESB, í Senegal í gær, kvörtuðu undan því að inn- flutningsreglur ESB sem taka gildi um áramót, jöfnuðust á við verndarstefnu og kváðust efast um að þeir gætu keppt á slíkum markaði. „Framleiðsluvörur okkar eru gæðavörur og oft úr náttúrulegum efnum. Við framleiðum mikið af landbúnaðarvörum án þess að nota í þær auka litarefni. En þar sem vörurnar falla ekki að evrópskum stöðlum, eigum við í erfiðleikum með að komast inn á evrópskan markað,“ sagði fulltrúi Burkina Faso. Löndum frá Afríku, Karíbahafi og Kyrrahafi sem gert hafa sérkjarasamningina við Evrópu- sambandið, er gert að standast lög og reglugerðir þess um innflutning fyrir árslok. Óttast mörg þessara ríkja að þetta muni gera þeim út- flutning til ESB-ríkja afar erfiðan. ) > > ) l ) \ \ i i I I l I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.