Morgunblaðið - 25.11.1995, Síða 20

Morgunblaðið - 25.11.1995, Síða 20
20 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1995 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Forseti Suður-Kóreu um ábyrgð á blóðbaði í Kwangju 1980 Fyrrverandi forsetar verði sóttir til saka Seoul. Reuter. Áeftir fjölda stríðs- glæpa- manna Stríðsglæpadómstóllinn í Haag hefur birt ákærur á hendur 52 stríðsglæpamönn- um. Margir þeirra hafa verið ákærðir fyrir glæpi gegn mannkyni, þar á meðal þjóðar- morð, og er þá átt við þjóð- hreinsanir. Nokkrir illræmd- ustu stríðsglæpamennimir eru: Radovan Karadzic: Pólitískur leiðtogi Bosníu-Serba. Ratko Mladic: Yfirmaður hers Bosníu-Serba. Milo Stanisic: Yfirmaður leyni- lögreglu Bosníu-Serba. Dragan Nikolic: Yfírmaður fangabúða Bosníu-Serba í Susica. Zeljko Meakic: Yfirmaður Omarska-fangabúða Bosníu- Serba. Dragoljub Prcac: Næstráðandi Omarksa-búðanna. Dusan Tadic: Serbi og sá eini sem er í haldi stríðsglæpadóm- stólsins. Tihomir Blaskic: Fyrrverandi yfirmaður hersveita Bosníu- Króata, sém var hækkaður í tign innan króatíska hersins, daginn efir að stríðsglæpa- dómstóllinn birti ákæm á hendur honum. Dario Kordic: Háttsettur stjómmálamaður og Bosníu- Króati; fer fyrir flokki Tudj- mans á meðal Króata í Bosníu. Ivica Rajic: Foringi vopnaðs hóps harðlínu-Króata. Króa- tíski herinn handtók hann en hefur ekki framselt SÞ hann. Mile Mrksic: Undirhershöfð- ingi í gamla Júgóslavíu-hern- um. Berst við kulda í Búkarest RÚMENSKT götubarn ornar sér við opinn eld á járnbrautar- stöðinni í Búkarest í gær. Brunafrost hefur verið í borg- inni og hafa götubörnin af þeim sökum leitað skjóls á járnbrautar- og neðanjarðar- lestarstöðvum borgarinnar. KIM Young-sam, forseti Suður- Kóreu, hefur skipað flokki sínum, sem er í ríkisstjóm, að gera upp- kast að lögum er hægt verði að nota til að refsa tveim fyrri forset- um fyrir meinta ábyrgð þeirra á því að 10 daga uppreisn gegn ein- ræði hersins var kæfð í blóði 1980. Fulltrúi flokksins hafði eftir Kim að málið hefði „skert mjög heiður og stolt þjóðarinnar". Fyrirrennararnir tveir eru Roh Tae-woo, sem nú situr inni, sakaður um stórfellda mútuþægni, hann var forseti 1988 til 1992. Hinn er Chun Doo Hwan er var forseti á undan Roh. Þeir voru báðir háttsettir hers- höfðingjar í landhernum er herinn rændi völdum árið 1979. í maí 1980 efndu íbúar í Kwangju, stórborg í suðvesturhluta landsins, til fjöldamótmæla undir forystu háskólanema gegn einræð- inu og kröfðust lýðræðisumbóta. Herinn barði mótmælin niður með mikilli harðneskju, stjórnvöld sögðu að um 2Ó0 manns hefðu fallið en fólk í Kwangju fullyrðir að fóm- arlömbin hafí verið mun fleiri. Er talsmaður stjórnarflokksins, Kang Sam-jae, var spurður hvort mennirnir tveir væm meðal þeirra sem ábyrgð hefðu borið á blóðbað- inu svaraði hann: „Ég tel að þeir hafi verið það. Lögin munu einnig ná til þeirra." Mótmæli gegn Kim Háskólanemar hafa að undan- förnu efnt til útifunda og ýmissa aðgerða til að leggja áherslu á kröf- ur um að Kim segi af sér embætti vegna þess að hann hafi vanrækt að láta refsa Roh og Chun. Forset- inn hefur einnig verið bendlaður við spillingarmál Roh er lét tugi stór- fyrirtækja greiða sér fé í sjóð sem nemur um 654 milljónum Banda- ríkjadollara, rúmlega 42 milljörðum króna. Ekki hefur tekist að sanna þennan áburð á Kim. Hann virðist nú ákveð- inn í að reka af sér slyðruorðið. „Ég mun með þessari sérstöku lagasetn- ingu gera kleift að sýna almenningi fram á að réttlætið, sannleikurinn og lögin séu fyrir hendi í landinu,“ hafði Kang eftir honum. Saksóknarar í Seoul sendu í júlí frá sér skýrslu um uppreisnina í Kwangju. Var niðurstaðan að ekki væru neinar sannanir fyrir því að hershöfðingjamir hefðu af ásettu ráði látið sverfa til stáls og ætlað að nota atburðina sem afsökun fyrir því að herða tökin á þjóðinni. Herlög hefðu verið í gildi og allt benti til að eftir þeim hefði verið farið í Kwangju. ÁSTRALSKUR hnetubóndi stikar um flóð- vatn á ökrum sínum við Clifton, vestur af Brisbane. Ekki hafði dottið deigur dropi úr loft á þessum slóðum í tvö ár þar til miklir stormar með úrhellisrigningu fóru Þurrkatíð á enda yfir héraðið í vikunni. Lauk þar með mestu þurrkum í mannaminnum en þeir höfðu gert hnetubændum lífið leitt. Reyndar hafa Reuter þurrkar hrjáð bændur í austurhéruðum Ástralíu undanfarin fimm ár. Síðasta hveiti- uppskera nam t.a.m. ekki nema helming þess sem eðlilegt er og hefur ekki verið minni í 13 ár. Friður án réttlætis í Bosníu? Miroslav Radic: Foringi í her Júgóslavíu (Serbíu og Svart- fjallalands). Mladic Blaskic Radic Mrksic Margir óttast að grimmdarverkin í Bosníu gleymist í umræðunni um frið RICHARD Goldstone aðalsaksókn- ari stríðsglæpadómstóls Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í Haag, fullyrðir að tilviljun ein hafí ráðið því að tveir af mestu illvirkjunum á Balkanskaga voru ákærðir fyrir stríðsglæpi, á sama tíma og friðarviðræðumar í Dayton í Ohio voru að ná hápunkti. Goldstone viðurkennir hins vegar að ákæmrnar á hendur Radovan Karadzic, leiðtoga Bosníu-Serba, og Ratko Mladic, yfirmanns herafla þeirra, hafí verið „áminning“ til samningamannanna í Dayton að friður mætti ekki verða til þess breiða yfír grimmdarverk. í friðarsamningnum segir að þeir sem ákærðir hafí verið fyrir stríðs- glæpi, séu útilokaðir frá þátttöku í stjórnmálum í Bosníu. Þá heita leið- togar landanna fullri samvinnu við rannsókn og málssókn í málum stríðsglæpamanna. Hætt er þó við því að slíkar heitstrengingar séu aðeins orðin tóm. Áður en samningar náðust um Bosníu, höfðu margir áhyggjur af því að óskin um frið yrði til þess að hægja á leitinni að réttlæti. Niimberg einfaldari Núrn.berg-réttarhöldin reyndust einfaldari í framkvæmd en réttar- höldin í Haag. Saksóknarar gátu gefíð nokkram milljónum hermanna bandamanna skipanir til að fram- fylgja ákærum og hinir ákærðu vora geymdir á bak við lás og slá. Mörg- um þótti að með þessu væra banda- menn eingöngu að knýja fram „rétt- læti sigurvegarans" á kostnað þeirra sem biðu lægri hlut. Umboð saksóknaranna við stríðs- glæpadómstólinn í Haag er mun víðtækara, það kemur frá SÞ. Vona alþjóðlegir sérfræðingar í mannrétt- indamálum að úrskurðir dómstólsins muni hafa fordæmisgildi. En tilraunir Goldstones hafa haft lítið að segja, þegar illvirkin í gömlu Júgóslavíu era annars vegar. Mladic og Karadzic vissu í júlí sl. að til stæði að ákæra þá. Það kom þó ekki í veg fyrir að þeir horfðu fram hjá grimmdarverkum Bosníu-Serba í Srebrenica, að því er fullyrt er. Illvirki króatíska hersins er hann tók Krajina-hérað í ágúst sl. áttu sér stað löngu eftir að stríðsglæpa- dómstóllinn tók til starfa. Raunar sýndi Franjo Tudjman Króatíufor- seti hvaða álit hann hefur á dóm- stólnum er hann hækkaði Bosníu- Króatann Tihomir Blaskic í tign, daginn eftir að stríðsglæpadómstóll- inn ákærði hann fyrir glæpi gegn mannkyninu. Fjár- og upplýsingaskortur Stríðsglæpamennirnir sjálfir eru ekki eina vandamál Goldstones. Hann eyðir ótrúlega miklum tíma að reyna að afla fjár til rekstrar dómstólsins. Minnstu munaði að rannsóknarmenn dómstólsins yrðu að hlíta ferðabanni sem sett var á starfsfólk SÞ vegna slæmrar fjár- hagsstöðu samtakanna. Enn blasa þó ýmis vandamál við. Aðeins einn fangi er í haldi dómstóls- ins en vonir eru til þess að annar bætist fljótlega í hópinn, því hol- lenska lögreglan handtók fyrir skömmu múslima sem Goldstone hyggst birta ákæru á næstunni. Eftir tveggja ára starf hefur stríðsglæpadómstólnum ekki enn tekist að ná stærstu fískunum. Allt bendir því til þess að ákærur dóm- stólsins í Haag verði miklum mun fleiri en réttarhöldin. Byggt á Newsweek

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.