Morgunblaðið - 25.11.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.11.1995, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR KRANSINN er úr hálmstráum en einnig má nota frauðhring. Mosinn er vafinn utan um kransinn og ef þarf er hægt að festa hann bet- ur niður með lykkjum úr blómavír. FLEST festir Kolbrún niður með blómavírslyklqum en kúrbítssneiðar og leirpotta festir hún með límbyssu. í SÝNINGARKENNSLUNNI var hráefnið ekki úðað. A tilbúna kransinum er hins vegar búið að úða allt hráefnið og er það gert áður en byrjað er að skreyta kransinn. Hvítlaukur, kúrbítur og kartöflur í krans I STAÐ þess að vera með hefðbundinn aðventukr- ans þetta árið hvemig væri að búa hann til úr því sem til er í eldhúsinu? Það er í tísku að hafa kransana sem náttúrulegasta og kannski ekki úr vegi að nota t.d. lauka og kartöflur. Kolbrún Jónsdóttir eigandi blómabúðarinnar Irpu í Kópavoginum brást vel við þegar við fóram þess á leit við hana að hún leiðbeindi lesendum hvemig nýta mætti það sem fínnst í eldhúsinu við gerð aðventukransa. Hún sagðist ekki hafa gert slíkan aðventukrans áður þó svo að hún not- aði ýmislegt úr eidhúsinu í veggkransa. „Að- ventukransamir í ár era náttúralegir og stundum bæði grófír og fínlegir, þ.e.a.s. blandað er saman náttúralegu efni og fínlegu eins og t.d. gylltum slaufum. Síðan era margir sem vilja bara hafa kransinn sinn hefðbundinn og rómantískan í rauðu og grænu.“ Það sem þarf í kransinn • hálmhringur eða frauðhringur (oasis) • blómavir • mosieðagreni • tómstundalakk • 4 kertahöldur • þurrkaðar kúrbítsneiðar • þurrkaðar perusneiðar • þurrkaðar kartöflur • þurrkaðar rauðrófur ef vill • kanilstangir • þurrkaðar appelsínusneiðar • rauðlaukur - • hvítlaukur • hnetur • litlir leirpottar ef vill Hvítlaukur og kúrbítur „Það er margt í eldhúsinu sem má nota í skreyt- ingar á við þessa, þurrkaður kúrbítur er tilvalinn, appelsínusneiðar, þurrkaðar perar, kartöflur, rauð- rófur, kanilstangir, rauðlaukur, hvítlaukur og til dæmis hnetur." Kolbrún segir að það megi með góðum árangri þurrka ýmislegt og nota. Hún nefnir appelsínu-, sítrónu-, og greipsneiðar, perasneiðar, kúrbít, kartöflusneiðar, rauðrófur, chilipipar og ferskar ananassneiðar. Það má bæði þurrka sneiðamar á dagblaðapappír eða á miðstöðvarofni, í miðstöðv- arherbergi þar sem heitt er eða jafnvel skella ávöxtunum niðurskomum í bakaraofn ef hitinn er ekki mikill. Það sem þarf í kransinn • hálmhringur eða frauðhringpir (oasis) • blómavir • mosieðagreni • tómstundalakk • 4 kertahöldur • þurrkaðar kúrbítsneiðar • þurrkaðar perusneiðar • þurrkaðar kartöflur • þurrkaðar rauðrófur ef vill • kanilstangir • þurrkaðar appelsínusneiðar • rauðlaukur • • hvítlaukur • hnetur • litlir leirpottar ef vill • mosi • myrtugreinar • eikarlauf • galaxblöð • 4 kerti Allt úðað með tómstundalakki Sem undirstöðu er hægt að nota krans úr hálm- stráum eða jafnvel frauðhring (oasis). Hringurinn er hulinn með greni eða mosa eins og í þessu til- felli og best að vefja honum utan um og festa hér og hvar með blómavírslykkjum ef þarf. Allt hráefnið úðaði Kolbrún með lakki og hún segir að lesendur geti keypt svipað lakk og hún Morgunblaðið/Ásdís AÐ VENTUKR AN SINN tilbúinn. notar, svokallað tómstundalakk, í byggingarvöra- verslunum. Blómavír er notaður til að festa allt niður í krans- inn og Kolbrún gerir úr blómavímum litlar lykkjur sem hún stingur síðan niður þegar þarf að festa hluti. Margir eiga límbyssur og þær koma að góð- um notum þegar búa á til skreytingu sem þessa. Aðventukransinn má geyma til næstu aðventu. Það eina sem þarf að endumýja ef mosi er notað- ur sem undirlag eru hvítlaukurinn og rauðlaukur- inn og síðan auðvitað kertin. Sé notað greni í skreytinguna þarf að endurnýja það að ári. Það á að merkja vörur með mæli- einingarverði ÖLL fyrirtæki sem selja vörur til neyt- enda eiga að merkja vörur sínar með mælieiningarverði auk söluverðs. Mælieiningarverð er verð vöra miðað við tiltekna mælieiningu, svo sem kíló, lítra og metra. Þegar söluverð vöra er birt í ritaðri eða prentaðri auglýs- ingu á líka að tilgreina mælieiningar- verð. M.ö.o. þegar til að mynda mat- vöraverslanir auglýsa tilboð á vörum sínum á kílóverð alltaf að koma fram iíka. Þetta kemur fram í reglum um mælieiningarverð sem tóku gildi á sl. ári og eru í samræmi við það sem kveðið er á um í samningum um Evrópska efnahagssvæðið. Að sögn Kristínar Færseth, deild- arstjóra hjá Samkeppnisstoftiun, gef- ur mælieiningarverð neytandanum möguleika á að bera saman vöraverð og kemur t.d. að góðum notum við val á milli pakkningastærða sömu vöru eða við samanburð á vöruverði frá mismunandi framleiðendum sömu vörategundar. Mikil kjarabót „Það era ákveðnar verslanir sem þegar veita þessar uppiýsingar en enn er langt í land með að allar búðir hafí tekið við sér,“ segir hún. Hún segir starfsfólk Samkeppnisstofnunar hafa gert lítið af því ennþá að ýta við þeim verslunum sem ekki hafa sinnt þessum reglum. Það verði hugað að því á næstunni. Kristín segir að verslanir þurfí að fara eftir þessum reglum og þegar verðmerkingar eru komnar í lag bendir hún á að slíkt verði mikil kjarabót fyrir neytendur. „Full- trúar fmnskra neytendasamtaka taka svo djúpt í árinni að segja að mælieiningarverð- ið sé mesta kjara- bót finnskra neyt- enda í áratugi.“ Strikamerk- ingar Rúnstykki eðn brauð - reiknaðu dæmið til enda ■ BflNSTVKKI 60* 42 kflóverð Vppiýiífwfí' Ó'» veníurim- 709 BUAI Ð 500 g 160 hilóveið Uyt)tiú{i#u f> (ir vtavíaana S20 fjöl'.kylda borðar c*tt 500 g brauð 4 dag koMar }>að 4.800 krónur á tnánuðú Kau|it fjðbkyWaií Mna* tttagit af rúdstykkjum ko*t*r hana 10.500 kr. Margar versl- anir eru komnar með svokallaðar strikamerkingar. Ekki þarf þá að verðmerkja hvem hlut fyrir sig og segir Kristín að fyrir bragðið sé erfið- ara en áður að fylgjast með verði. í athugunum Samkeppnisstofnunar hefur komið í ljós að stundum vantar verðmerkingar framan á hillur og hefur gætt misræmis á verði í hillum og við afgreiðslukassa, einkum á til- boðsvöram. „Víða eru strikamerking- ar alltaf í lagi en annars staðar þarf að gera betur. í könnunum á þessu ári voru gerðar athugasemdir við 5% af vörum í matvöruverslunum, þ.e. varan var óverðmerkt eða misræmi á milli verðs á hillu og kassa. Ástandið fer þó batnandi.“ Kristín segir starfsfólk Samkeppn- isstofnunar vilja hvetja neytendur til að bera saman annarsvegar tilboðs- verð og hilluverð og hinsvegar verð við afgreiðslukassa og vekja athygli starfsfólks á því ef verðmerkingu vantar á hillubrún. Islenskir geisladisk- ar í Bónus BÓNUS selur þessa dagana nýja íslenska geisladiska á töluvert lægra verði en tíðkast annars staðar. Um er að ræða 13 ís- lenska titla og ýmsa erlenda. Ætlunin er að vera alla jafna með 15 vinsælustu titlana. Þessa vikuna er t.d. geisla- diskurinn með Bubba á tilboði, kostar 1.397 kr. Geisladiskurinn með Páli Óskari er á 1.559 kr. og tvöfaldur diskur með lögum Gunnars Þórðarsonar kostar 1.927 kr. Þá er geisladiskur með Ragga Bjarna á 1.497 kr. og Pottþétt lög, tvöfaldur diskur á 2.395 kr. „Auk þessara 13 íslensku titla í Bónus í Holtagörðum erum við með erlenda titla sem eru líka ódýrari en gengur og gerist," segir Jón Asgeir Jóhannesson í Bónus. - Hvernig getið þið selt geisladiskana á þessu verði? „Ég panta þokkalegt magn og hef sanngjarna álagningu," segir Jón Ásgeir. Hann segir að taka þurfi líka með í reikninginn að geisladiskarnir í Bónus eru seldir beint af brettum og ekki boðið upp á þá þjónustu þar sem hægt er að fá í hljómplötuversl- unum. Piparkökur og glögg FYRIRTÆKIN Sól hf. og Ó. Johnson & Kaaber hafa ákveðið að selja í samvinnu jólaglögg og piparkökur fyrir jólin. Sól hf. hóf í fyrra að fram- leiða jólaglögg sem seld er í femum og fyrirtækið Ó. Johnson & Kaaber hf. hefur um skeið flutt inn sænskar piparkökur frá Paagens. Starfsmannafélög og aðrir hópar geta því fengið jóla- glögg og piparkökur á sama staðnum og mun Sól hf. sjá um söluna. Náttúrulegir munndropar MUNNDROPARNIR Del One Drop frá bandaríska mat- vælafyrirtækinu Food Co. fást nú hér á landi. í fréttatilkynn- ingu frá AHHA hf. heildverslun, sem flytur drop- ana til landsins segir að þeir innihaldi aðeins náttúraleg efni, svo sem blað- grænu, hunang og mentol. Þá séu þeir án vín- anda. Dropamir era í 7 ml plast- brúsum og aðeins þarf einn dropa af efninu í hvert skipti. í fréttatilkynningunni segir að Del One Drop hafí notið mikilla vinsælda í Bandaríkj- unum. Klasi hf. dreifir dropun- um hér á landi og eru söluaðil- ar flest apótek, söluturnar og Essóstöðvar. Verð á brúsa er um 290 krónur. Sól framleið- ir viðbit fyrir Bónus SMYRILL nefnist nýtt viðbit sem Sól hf. hefur hafið fram- leiðslu á fyrir Bónus-verslan- irnar. Smyrill inniheldur 40% fitu og á að vera mjúkur beint úr kæliskápnum. Viðbitið hentar ekki til steikingar, gengur í bakstur en er aðal- lega ætlað til að smyija með brauð. Smyrillinn er í 400 gramma pakkningum og verður á tilboðsverði fram að jólum eða á 79 krónur. Hain Pure
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.