Morgunblaðið - 25.11.1995, Page 29

Morgunblaðið - 25.11.1995, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ VIKU K LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1995 29 Afhverju eru neglur ójafnar? MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spurning: Hvernig stendur á því að neglurnar á mér eru ójafnar? Þær eru með upphleyptum röndum, langsum, og eru eitthvað svo harð- ar. Þetta byrjaði skyndilega á þum- alfingri annarrar handar og er nú komið á allar neglur beggja handa. Hver er skýringin? Svar: Lýsingin bendh- einna helst til sveppasýkingar. Sveppasýkingar í nöglum eru algengai-, einkum á tá- nöglum. Slíkar sýkingar eru ekki hættulegar á neinn hátt, þeim fylgja Bpp’su Svepp'asýking- WgsjL ar algengar yfirleitt engin eða einungis mjög væg óþægindi en það sem fólk setur einkum íyrir sig er að þessar neglur eru ljótar. Þai- að auki má nefna að þetta getur smitað aðra. Ef um sveppasýkingu er að ræða, þá lækn- ast hún ekki af sjálfu sér. Hægt er að lækna þetta með lyfjum en sú meðferð tekur langan tíma og er dýr. Rétt er að fara til læknis til að fá örugga sjúkdómsgreiningu og ræða við hann möguleika á meðferð. Hættan mest á fyrsta ári Spurning: í framhaldi af spum- ingu og svari læknisins í blaðinu um daginn varðandi eyrnabólgu hjá börnum langar mig til að spyrja hvenær eðlilegt sé að börn vaxi upp úr þessum kvilla? Svar: Málið varðar lögun kokhlust- arinnar, sem eru göngin er tengja saman miðeyra og nefkok. í unga- WBMM Hættan mest á fyrsta ári bömum eru þessi göng víð, stutt og bein en með aldrinum lengjast þau, þrengjast og fá á sig beygju. í unga- börnum eiga þvi sýklar tiltölulega greiðan aðgang úr nefkoki og út í miðeyra en með áðurnefndri breyt- ingu á lögun kokhlustarinnar með aldri verður miðeyrað betur varið. Þessi breyting gerist hægt og hægt og ekki er unnt að draga mörk við ákveðinn aldur; hættan á miðeyma- bólgum er mest á fyrsta ári og full- orðnir fá hana sjaldán. I flestum til- vikum fer þetta að lagast um 3-4 ára aldur, en stundum gerist það fyrr og stundum síðar. • Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækninn um það sem þeim liggur á hjarta og er tekið á móti spurningum á virkum dögum á milli klukkan 10 og 12 í síma 5691100. BJOLLLJHLJOMUR Hafa hinir sönnu Bítlar snúið aftur? EINS OG flestum tónlistaráhugamönnum er kunnugt, hafa hinir eftirlifandi Bítlar, George Harrison, Ringo Starr og Paul McGartney, tekið upp undirleik og söng við gamlar upptökur Johns Lennons að lögunum „Free as a Bird“ og „Real Love“. Þetta uppátæki þeirra hefur verið umdeilt meðal bítlaaðdáenda um heim allan. Sumir vilja meina að um hálfgert „guðlast“ sé að ræða og það sé svartur blett- ur á annars óaðfinnanlegum ferli Bítlanna. Aðrir eru mjög ánægðir með að Bítlarnir skuli hafa tekið upp samstarf á ný. Sumir halda því jafnvel fram að nýtt bítlaæði sé skollið á. Við ræddum við fjóra íslenska Bítlaaðdáendur, Ásmund Jónsson útgáfustjóra hjá Japis, Óttar Felix Hauksson framkvæmdastjóra, Þorgeir Ástvaldsson dagskrárgerðarmann og Sigurberg Sigsteinsson íþróttakennara,og spurðum þá álits á tiltæki hinna eftirlifandi Bítla og hvernig þeir hefðu upplifað bítlatímabilið. Ásmundur Bítlarnir höfðu sérstöðu um tvennt. Annars vegar var það að sjálf- sögðu tónlistin, en hins vegar voru það persónurnar sjálfar. Þeir voru skemmtilegir og það var alltaf spennandi að fylgjast með þeim í fjölmiðlum. Það sem varð til þess að þeir virkuðu sem leiðandi afl í popptónlistinni á sjöunda áratugnum var fyrst og fremst það að þeir tóku inn það sem var að gerast í þjóðfélaginu og gerðu að sínu. Fólk fylgdi þjóðfélagsstraumum í gegnum Bítlana. Þeir voru mjög snjallir lagasmiðir og einstakir að því leyti að þeir gátu hrist fram úr erminni nýjan smell á þriggja mánaða fresti svo árum skipti. Eg var mjög ungur þegar þeir komu fyrst fram. Manni fannst þetta mjög spennandi og nýstárlegt, án þess að maður beint flyti með straumnum. En plötukaupin byrjuðu að vissu leyti þegar þeir komu fram á sjónarsviðið, þrátt fyrir að ég hafi verið meiri Bítlamaður á seinni hluta ferils þeirra, eftir 1965. Fyrirfram var ég mjög ósáttur við þetta uppátæki að spila og syngja ofan í gamlar upptökur Lennons. Og eftir að hafa heyrt lag- ið er ég enn sama sinnis. Mér finnst ferill þes- sarar hljómsveitar vera einstakur og full- kominn eins og hann var. Þeir hefðu getað gert þessa þáttaröð og plötu án þessa lags. Bítlatímabilið er liðið og það kemur aldrei aft- ur. Hins vegar finnst mér þessi þriggja diska útgáfa löngu tímabær og ég fagna henni. Úttar Felix Imínum huga voru Bítlarnir á hátindi fer- ils síns frá ársbyrjun 1963 og til vors 1964. Þá höfðu þeir mest áhrif á mig, en ég var 13 ára þegar ég heyrði íyrst í þeim. Eftir 1964 var akurinn í bresku músíklífi orðinn mjög fjölskrúðugur og Bítlarnir léku ekki eins stórt hlutverk í mínum huga. Þá var komið annað uppáhaldsband, Rolling Stones. Að vísu var alltaf stór viðburður þegar ný plata kom frá Bítlunum, eins og Revolver 1966, Stg. Peppers 1967 og Hvíta albúmið 1968, svo eitthvað sé nefnt, sem skutust beint á toppinn og höfðu mikil áhrif tónlistarlega. Og Bítlarnir höfðu vissulega mikil áhrif á ltfs- stíl, útlit og tísku unglinga allan þennan tíma. - Þú varðst hálfgerð þjóðsagnarper- sóna eftir að hafa séð fyrstu bítlamynd- ina 30 sinnum? „Þetta vgr létt auglýsingabrella af hálfu Tónabíós. Ég sá myndina þrisvar eða fjórum sinnum, eins og svo margir aðrir unglingar. En þetta var gott trix og það virkaði. Sumarið sem myndin var sýnd var ég í sveit og þegar auglýsingabrellan var gerð var ég ekki búinn að vera í bænum nema í viku eða tíu daga og gat því elcki hafa séð myndina 30 sinnum. Það er líka sniðug auglýsingabrella að koma fram með þetta nýja bítlalag núna. Ég er viss um að besti hluti tónlistar Bítlanna mun lifa um ókomna framtíð, en þetta nýja lag er ekki í þeim hópi að mínu mati. Langt í frá. Ég er alveg sannfærður um, að ef John Lennon væri á lífi hefði hann ekki valið þetta lag á A-hlið á sinni plötu, það hefði kannski fengið að fljóta með sem uppfylling á LP- plötu. Þurgeir Tákn heillar kynslóðar, það voru þeir vissulega. Bítlarnir voru í forsvari fyrir nýja kynslóð, þeir breyttu tíðarandanum, ruddu róttækri félagslegri byltingu braut og menningai-áhrif þeirra eru ótvíræð. Áhrifin á mig urðu hin sömu og hjá mörgum jafnöldrum mínum. Við skilgreindum okkur sem einstaklinga í gegnum þá. Bítlaæðið mitt lýsti sér í því að bjástra við bítlalögin í bíl- skúrum í Álfheimunum. Spila í bflskúrs- hljómsveit og fylgjast með því þegar bítla- plötumar komu í Fálkann. Hlusta á lögin mörg hundruð sinnum, nema hvern tón og hvert orð. Þrotlausri leit að blöðum og tímaritum þar sem fjallað var um Bítlana. Myndir af þeim héngu á veggjunum í her- berginu mínu. Bítlarnir urðu í mínum huga partur af fjölskyldunni. Þeir tóku óbeint þátt í minni gleði og sorgum. Hvað varðar þetta uppátæki eftirlifandi Bítla að spila og syngja inn á gamlar upptökur með Lennon finnst mér það allt í lagi. Það breytir nákvæmlega engu um afstöðu mína til Bítlanna. Þeir vom eitthvað sem var og kem- ur ekki aftur. Þetta er sjálfsagt ágætt sölu- bragð og ég hrökk ekkert við þegar ég heyrði lagið fyrst. Að mínu mati hefði þó mátt vera meira „bítl“ í því. En helst vildi ég að ekki yrði gert of mikið af þessu. Það er óþarfi því mikið er til af góðum bítlalögum, sem ekki þarf að breyta eða bæta á nokkurn hátt. Sigurbergur Loksins kom að því. Mér finnst þetta mjög gott og þarft framtak, að koma Bítlunum saman með þessum hætti. Góð hugmynd og að mínu mati er allt í lagi að gera svona nokkuð svo lengi sem fólk hefur gaman af því. í mínum huga var það tónlistin, númer eitt, tvö og þrjú, sem gerði Bítlana alveg einstaka. Þessar ljúfu melódíur. Imyndin var líka sérstök, bæði hvað varðar klæðnað og hár- greiðslu. Það er engin spurning að þeir höfðu mikil áhrif á vestræna menningu. Til dæmis fór hver hljómsveitin á eftir annarri að herma eftir þeim og reyna að feta í fótspor þeirra. Þeir sköpuðu tískuna, bæði hvað varðar föt og lífsviðhorf. Ég var í Vogaskólanum þegar Bítlaæðið skall á æskunni. Þá keypti maður sér rúllukragapeysur og lakkrísbindi og fór að safna hári. Svo má ekki gleyma Bítlaskónum, þessum svörtu támjóu með háum hælum." - Getur einhver komið í stað Lennons í Bítlunum? Það kemur náttúrulega enginn í stað hans, en maður hefur oft velt fyrir sér möguleikanum á að Julian Lennon kæmi inn í þetta. Maður hefur oft ruglast á honum og föður hans, bæði hvað útlit og rödd varðar. En ég get vel ímyndað mér að Bítlarnir hefðu komið saman á ný ef Lennon væri á lífi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.