Morgunblaðið - 25.11.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 25.11.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1995 35 AÐSENDAR GREIIMAR Hollvínasamtök Háskóla íslands Á FULLVELDIS- DAGINN, l.desember, verða stofnuð við hátíð- lega athöfn í Háskóla- bíói samtök áhugafólks um lærdóm og vísindi í Háskóla íslands. Nafnið á samtökunum er Holl- vinasamtök Háskóla ís- lands. Markmið samtak- anna eru af tvennum toga. Eins og nafnið gef- ur til kynna, þá er sam- tökunum ætlað að skapa Háskólanum öflugan bakhjarl, sem ekki veitir af í sívaxandi samkeppni þjóðanna á sviði þekk- ingar. Og hins vegar er það tilgangur samtak- anna að gera fjölbreytta starfsemi skól- ans opna og aðgengilega öllum þeim sem viija kynnast henni og njóta. Fullt hús fræða Háskóli íslands er þjóðskóli í bestu merkingu þess orðs. Hann er háskóli þjóðarinnar, vísindastofnun og fræða- setur. Svona hús, uppfullt af fræðum og visku, á að vera opið öll kvöld og nætur, svo maður noti líkingamál. Hollvinasamtök Háskóla íslands er lykillinn að þessu markmiði. Samtökin verða öllum opin og árgjald til þeirra verður lágt, eða 1.500 kr. á ári. í Háskólanum er gefinn út á hveiju Guðmundur Steingrímsson ári fjöldinn allur af áhugaverðum blöðum og bókum af öllu tagi. Fé- lagsstofnun stúdenta rekur metnaðarfyllstu og stærstu bókaverslun landsins með fræðilegt efni og erlendar bækur. Endurmenntunarstofnun Háskólans býður upp á vandað námskeiðahald um hina fjölbreytileg- ustu hluti. I Háskólanum eru haldnir fyrirlestrar og alls kyns ráðstefnur í hundraðatali og þar er einnig margvísleg menn- ingarstarfsemi. Þar eru stundaðar rannsóknir á öllu milli himins og jarðar. Starfsemi af þessu tagi á ekki að vera lokuð innan veggja. Með stofnun Hollvinasamtakanna verður hún að- gengileg. í stuttu máli má segja, að félagsmönnum gefist kostur á því að fylgjast með. Þeir fá upplýsingar um starfsemi skólans, geta valið úr það sem þeim finnst áhugavert og njóta sérkjara þar sem slíkt á við. Útskrifaðir kandídatar frá Háskól- anum fá með þessum hætti tækifæri til þess að halda tengsium við sinn gamla skóla og sitt fræðasvið. Við erlenda háskóla er mikið lagt upp úr slíkum tengslum skólans við fyrrum Hollvinasamtök Háskóla íslands verða stofnuð 1. desember, sefflr Guðmundur Steingrímsson, en þau eiga að verða skólanum öflugur bakhjarl. nemendur sína. Hér hafa slík sam- skipti að mestu verið í mýflugumynd. Markmiðið er að bæta úr þessu sam- skiptaleysi Háskólans, og þá jafnt við útskrifaða nemendur sína sem og aðra velunnara lærdóms og vísinda. Áhrif samtakanna Tekjur Hollvinasamtakanna munu renna til uppbyggingar náms og rannsókna í Háskóla íslands. Þjóð- arátak stúdenta fyrir bættum bóka- kosti, sem verður slitið formlega sama dag og Hollvinasamtökin verða stofnuð, er dæmi um samhent og vel heppnað átak í þágu brýnna úrbóta. Bókakaup eru aðeins eitt dæmi af mörgum um úrbótamál sem Hollvina- samtökin geta einbeitt sér að, og lát- ið þar með gott af sér leiða. Eg vil leggja jafnmikla áherslu, ef ISLENSKT MAL Vinur minn og félagi til margra ára, Friðrik Þorvaldsson mennta- skólakennari, sendi mér eftirfar- andi lesmál sem mér þótti betur fengið en ófengið og þarf ekki viðbóta né athugasemda (og þó: fleiri skilríkir íslendingar segjast hafa heyrt slíkt tal óþægilega nærri sér): „Kæri vinur Gísli! Hér á eftir er ofurlítið stílfærð frétt úr virtu sænsku dagblaði 18. okt. sl. „... Hér er mikið um kúltúrella aktívíteter. Ég fór á lunchkonsert í gær. Fékk billjett á specíal red- úseruðum prís. Þessi konsert var tótal succé fyrir Óla ög Benna, sem höfðu svo lengi verið neglisj- eraðir af massmedía. Óli söng og Benni assisteraði með gítarak- kompanjemang. Það er kútým hér, að artistar gefi intervjú eftir svona kúltúrella evenemangs. Þá er resónerað og debatterað og argúmenterað. Óli er melódískt póet, hann skrifar dikt, essei og rómana og hefur públíserað fyrir teater. Ég sá rekommenderað pjes eftir hann í fyrra, sem var fullt af nostalgíu og mjög exalterað, stundum írón- ískt, en hafði pósitívt effekt. Þetta var ekkert absúrd teater á ein- hveiju lágu nívói, nei, þetta var fenómenal upplevelse. Þeir kammeratar Óli og Benni hafa enormt góðar merítur og elímínera ekki, að þeir muni gera karijer, en eru enn ekki búnir að etablera rejala kon- takta og þá skortir líka ekónó- mískar resúrsur. En þeir eru töff og kapabel og imponerandi og optímistískir. Þeir hafa grandíósar ídeur, en konkúrr- ensinn er kolossal á svona rel- atívt háu músíknívói. Ég á pamflett um þá í portfölj- inni minni, sem ég pósta þegar ég er búinn að jobba. Hei!! P.S. Móna Sahlín var intervjú- uð í gær og krítiseruð fyrir að vera móralískt nonchalant og fyr- ir að bagatellísera misbrúkun á kontókorti sínu.“ Heiður sé þeim snillingum, sem forðuðu okkur frá svona ósköp- um. Margblessaður." Urasjónarmaður Gísli Jónsson 824. þáttur Um skeið var hann betri en Biblían, en brátt settist þoka og nif! í ’ann; ég sé stundum Tímann, en það sest ekkert í mann, það sárvantar Jónas frá Hriflu í ’ann. (Jóhann S. Hannesson.) ★ Guttormur Helgi Jóhannesson í Reykjavík hefur stundum sent mér ærinn fróðleik um orð, og fer hér á eftir gott dæmi sem ég þakka honum kærlega: „Heill og sæll Gísli. Til að halda nú málstað orð- sifjafræðinnar, eða etymolog- íunni, á lofti langar mig til að fjalla eilítið um upptök hins sér- kennilega hugtaks „keisaraskurð- ur“, sem í fyrstu virðist rammís- lenskt. Eins og kunnugt er merk- ir keisaraskurður uppskurð (á leg- vegg) til að bjarga fóstri sem móðirin er ófær um að fæða. Á latínu var þetta kallað sectio caesarea og íslenska heitið er því bein þýðing á latnesku nafngift- inni (sectio = skurður og caesar = Sesar/keisari, caesarea er því lýsingarorð). Áður en lengra er haldið er við hæfi að rýna betur í orðið keis- ari, en það er talið elsta tökuorð af iatnesku bergi brotið í germ- önsku tungumálaættinni. Orðið er dregið af tignarnafni róm- verska „keisarans" Gajus Júlíus- ar, Caesar (latn. framb.: kesar). Þróunin varð sú, að rómverskir keisarar, sem komust til valda eftir daga Sesars, tóku að nota auknefnið Caesar. Caesar varð því þegar fram liðu stundir sam- heiti fyrir drottnara ríkja og þann- ig breikkuðu germanir merking- arsvið þessa sérnafns, sem upp frá því merkti „keisari“, „drottn- ari“, sbr. þýska Kaiser, norska keiser, hollenska keizer, sænska kejsare, gotneska (út- dautt) kaisar og til gamans má nefna finnsku keisari! Ennfrem- ur er hinn gamli rússneski valda- titill tsar runninn af sömu rót. í þessari alhæfðu merkingu lif- ir orðið hinsvegar ekki í rómönsku tungumálunum, sem héldu fast við rómverska titilinn imperator = (keisari), sbr. franska emper- eur, spænska emperador og jafnvel enska, emperor, sem fell- ur undir germönsku málaættina, en er þó í raun mitt á milli þeirr- ar germönsku og rómönsku. Uppruni hugtaksins „keisara- skurður" er tengdur ofangreindri skilgreiningu, en þó nokkuð skondnari og er fyrir að þakka rómverska sagnaritaranum Plín- íusi eldri (23-79 e. Kr.). í risa- vöxnu alfræðiriti hans, Historia Naturalis (37 bindi), má lesa frá- sögnina af fæðingu Júlíusar Ses- ars. Samkvæmt henni kom hann í heiminn fyrir tilstilli keisara- skurðar, árið 100 f. Kr. Hvort læknavísindi fomaldar hafí haft næga þekkingu á valdi sínu til að framkvæma jafn flókna aðgerð og keisaraskurð, skal ósagt látið, en þó má leiða getum að því að frá- sögn Plíníusar sé tilraun til að útskýra nafngiftina „Caesar“. Sögnin caedere á latínu merkir nefnilega „að sjá, skera“ og er þá stutt yfir í keisaraskurð Sesars. Á gmndvelli þessarar (þjóð)sögu notaðist læknisfræði miðalda við latneska heitið sectio caesarea, keisaralegur skurður, til að tákna títtnefnda skurðaðgerð og í tímans rás tileinkuðu evrópsku tungumál- in sér þetta heiti og ber þýs. Kais- erschnitt, enska Caesarean section, fr. opération césar- ienne, norska keisersnitt - og íslenska keisaraskurður vott um það. Jafnvel slavnesku málin nota sama orð yfir þessa aðgerð." Umsjónarmaður minnir auk þess á hina miklu ritgerð meist- ara síns, próf. Halldórs Halldórs- sonar, um sama efni í Örlögum orðanna (1958). ★ Salómon sunnan kvað: Jörðin er höfug af hrímingu, Huld er á kafi í rýmingu, Kata að djúsa með Kálflækjar-Fúsa og karlinn að fara á límingu. ★ Auk þess fær Hjördís Finn- bogadóttir fréttamaður stig fyrir að segja: „ef hann [Javier Solana] brygði á það ráð að fara fyrir sósíalistum ...“ Auðvitað á hann ekki „að leiða“ þá. ekki meiri, á þann stuðning sem Holl- vinasamtökin geta gefið háskóla- menntun í landinu og verður ekki beinlínis falinn í krónum. Gert er ráð fyrir að í kjölfar stofnunar Hollvina- samtakanna verði stofnsett í deildum, skorum eða námsbrautum í Háskólan- um einstök hollvinafélög. Félagsmenn í Hollvinasamtökunum geta tekið þá ákvörðun að láta meginhluta síns ár- gjalds renna til slíks félags. Á þennan hátt er líka viðbúið að félagsmenn komist í meiri nálægð við skólann. Með þessari nálægð skapast forsendur til samskipta milli Háskólans og fé- lagsmanna. Á vegum hollvinafélaga í deildunum má t.d. stofna hollráð, sem yrðu ráðgefandi og gagnrýnandi sam- komur háskólamanna og meðlima fé- lagsins. Bakhjarl af þessu tagi er ómetan- legur. Það hefur oft verið vakin at- hygli á því, að þjóðimar í kringum okkur leggja gríðarlega áherslu á menntun og rannsóknir. Á íslandi er einn víðtækur rannsóknarháskóli. Hann gegnir lykilhlutverki í lífsaf- komu þjóðarinnar á komandi árum. Starfsemi háskóla er uppbyggingar- starf, eins mikilvægt og það hlýtur að vera, og um slíka starfsemi skora ég á landsmenn að fylkja sér. í raun- inni snýst stofnun Hollvinasamtak- anna um mjög einfalda spumingu og jafnframt svarið við henni. Þessa spurningu má orða nokkuð skilmerki- lega með óbeinni tilvitnun í íslands- klukkuna eftir Halldór Laxness: Á minn herra vin? Höfundur er formaður Stúdenta- ráðs Háskóla íslands. Frábærir 45 peru Ijosabekkir sem laga sig að líkamanum. Berglind Úlafsdóttir, snyrtifræðingur Harpa Guðmundsdóttir, nuddari Viltu ná allt að 42% betri árangri á sjö Ijósatímum. Kynntu þér þá hið einstaka þriggja þrepa kerfið frá California Tan. SO°/o afal. tll Húðfræðingur kynnir í dag taugard. frá kl. 14-17. 200 kr. innborgun á iitun þakka frábærar viðtökur á ár % \ \ af öðrum vörum. % % v \\ « \ ^ \ Gildlrtill5.des.1995. ’ W 'S' W- W r s V w, s? GUdirtil ir>.dc<>. 1995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.