Morgunblaðið - 25.11.1995, Side 40

Morgunblaðið - 25.11.1995, Side 40
40 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1995 MIIMNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ELÍN GUÐJÓNSDÓTTIR + Elín Guðjóns- dóttir fæddist á Eyrarbakka 9. maí 1898. Hún lést á Hrafnistu 20. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Ingunn Guðmundsdóttir, f. 20.6. 1857,, d. 1.2. 1940, Þorsteinsson- ar, járnsmiðs í Eimu á Eyrarbakka, og Þórunnar Þorvalds- dóttur úr Grafningi og Guðjón Þor- steinsson, f. 27.7. 1865, d. 19.8. 1898, Jónssonar, sem bjó í Gröf í Hrunamanna- hreppi og Guðrúnar Jónsdóttur frá Núpstúni. Onnur böm Ing- unnar og Guðjóns vom Jóhanna Sigríður, f. 30.11. 1890, d. 7.4. 1987, Guðmundur, f. 17.3. 1892, d. 4.1.1970, og Kristrún, f. 18.6. 1894, d. 14.6.1976. Guðjón fórst 19. ágúst 1898 er hafnsögubáti hvolfdi við Eyrarbakka. Elín ólst upp hjá móður sinni á Eyr- arbakka. Arið 1923 fluttust þær til Reykjavíkur og vann Elín þar við ýmis störf, einkum á heimilum. Hinn 1. desember 1931 giftist Elín Stefáni J. Guðmundssyni, f. 26.10. 1899, d. 29.10. 1988, húsasmíðameistara og bæjar- fulltrúa í Neskaupstað. Arið 1936 fluttust þau til Hveragerð- is og áttu þar heima þar til þau fluttust á dvalarheimilið Hrafn- istu í Reykjavík í ágúst 1987. Stefán lést þar 29. október 1988. Elíns og Stefán eignuðust fimm syni og eina dóttur, sem lést á 1. ári. Synir þeirra em: Árni Geir, lektor, f. 3.11. 1932, kvæntur Aðal- björgu Árnadóttur, hjúkmnarfræðingi. Börn þeirra eru Gerður Aagot, læknir, Elín Huld, söngkona og kenn- aranemi, Kristín Sif, hjúkrunarfræð- ingur, og Stefán Baldur, nemi í bók- menntafræði. Unn- ar, viðskiptafræð- ingur, f. 20.4. 1934, kvæntur Maríu Ól- afsdóttur, próf- arkalesara. Þeirra börn eru Kristján Már, frétta- maður, Stefán Öra, viðskipta- fræðingur, og Elín Björk, veð- urfræðingur. Guðmundur, hljóðfærasmíðameistari, f. 5.10. 1937, kona hans er Erla K. Valdimarsdóttir, sjúkraliði, og dóttir Sigríður, nemi. Sonur með Fanneyju Þórðardóttur, er Ragnar Daníel, vélfræðingur. Guðjón Ingvi, verkfræðingur, f. 3.3. 1939, kvæntur Guðrúnu Broddadóttur, hjúkmnarfræð- ingi. Þeirra börn: Elín, banka- starfsmaður, Þorbjörn, læknir, og Stefán Broddi, nemi í sljórn- málafræði. Atli Þorsteinn, tæknifræðingur, f. 11.12. 1942, ókvæntur. Elín var fyrsti for- maður Kvenfélags Hveragerðis og gegndi því starfi í yfir 20 ár. Hún var í byggingamefnd Hveragerðiskirkju óg sat í hreppsnefnd 1969-1970. Þá var hún í mörg ár umboðsmað- ur happdrættis Háskólans, DAS og SIBS. Elín verður jarðsungin í Hveragerðiskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 14.00. AMMA í Hveragerði er dáin. Langri ævi merkrar konu er lokið, hún var hvíldinni fegin. Hún átti góða ævi þótt ekki færi hún varhluta af sorg- um og erfiðleikum lífsins. Ung missti hún föður sinn og litla dóttur missti hún. Hún var samt hamingju- rík kona og miðlaði okkur af lífi sínu og gleði. í Hveragerði bjó hún mestan hluta ævi sinnar. Þar byggðu þau afi yndislegt hús og þar dvöldum við oft. Afi og amma gengu í hjóna- band 1931. Um þann atburð sagði amma; „ég giftist ekki, ég gekk í hjónaband.“ Þessi orð lýsa ömmu vel. Hún var vel gefín, sjálfstæð, drífandi og dugleg kona og hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum. Henni var umhugað um velferð þeirra sem minna máttu sín. Hún var ákaflega vinnusöm og gerði allt vel sem hún tók sér fyrir hendur. Umfram allt var hún þó hlý og traust. Hún elskaði fjölskyld- una sína meira en allt annað. Hún fylgdist vel með barnabörnunum og var annt um hag okkar. Hún hafði metnað fyrir okkar hönd og vildi að við stæðum okkur vel. Við hvem unninn áfanga óskaði hún okkur til hamingju og þakkaði okk- ur einnig fyrir að vera henni til sóma. Hún var mjög ánægð og stolt þegar við stelpumar hófum há- skólanám hver af annarri en sagði þó eitt sinn að við mættum ekki Sérfræðingar í blóimiskiwlingiini við öll tækilæri 01 blómaverkstæði ISlNNA* Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 19090 gleyma því að eignast böm , „því það er lífið“. Hennar ijársjóður var fjölskyldan, því vildi hún miðla til okkar. Amma var mikil hannyrðakona. Hún saumaði út, heklaði og pijón- aði og allt var það listavel gert. Púðar og fleiri listmunir eftir hana prýða heimili afkomendanna. Hún bjó til tuskudúkkur, „Línur“, handa barnabömunum ásamt viðeigandi fatnaði og sængurfötum. Síðustu árin pijónaði hún bangsa og kisur handa langömmubörnunum sem urðu mikil uppáhalds leikföng. Við krakkarnir eigum yndislegar minningar frá Hveragerði en þar dvöldum við oft á sumrin. Oft brá við að lítilli hönd var stungið í hönd- ina á ömmu og rölt út i Reykja- foss. Þar var síðan keypt „kókó- pöff“ 'og fleira sem litlum krökkum þótti gott. Ekki kunni hún amma endilega nöfnin á þessari nýstárlegu uppáhaldsfæðu bamanna en flest var þó látið eftir þeim og fengum við ýmislegt hjá ömmu í Hvera- gerði sem ekki fékkst heima. í sum- ardvöl hjá ömmu var farið í sund oft á dag, amma hafði nóg að gera við að fylgja bömum í og úr sundi og þurrka handklæði og hár. Hjá afa og ömmu var nóg að gera. Uppi á lofti vora leikföng og bækur og þar gátum við dvalið daglangt við leik og lestur. Engum leiddist í Hveragerði, það var alltaf gaman hjá afa og ömmu. Þegar gist var hjá afa og ömmu var farið snemma í háttinn. Oft var lesið í rúminu á kvöldin. Amma kom síðan, settist á rúmstokkinn og söng fyrir okkur „Nú legg ég augun aft- ur“. Hún söng á sinn sérstaka hátt, röddin titraði á þann hát.t sem ógleymanlegt er. Þessi sáímur mun alla tíð tengjast ömmu í huga okk- ar, tengslin þar á milli eru óijúfan- leg. Það er við hæfí að ljúka þessum orðum með þessum fallega sálmi. Eftir stendur minning um hlýja og yndislega konu. Hún umvafði okkur öll með ást sinni og hlýju og mikið þótti okkur vænt um hana. Hún er kvödd í dag með virðingu og sökn- uði. Nú legg ég augun aftur ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. Gerður Aagot Árnadóttir. í dag verður til moldar borin frá Hveragerðiskirkju móðursystir mín frú Elín Guðjónsdóttir en hún and- aðist á Hrafnistu aðfaranótt mánu- dagsins 13. þ.m. á 98. aldursári. Elín var fædd á Eyrarbakka 9. maí 1898, dóttir hjónanna Ingunn- ar Guðmundsdóttur og Guðjóns Þorsteinssonar, en þau vora kennd við Eimu á Eyrarbakka. Guðjón faðir hennar drakknaði við lend- ingu á Eyrarbakka frá fjórum börnum í ómegð og Elín, sem var þeirra yngst, varð síðasta aðstoð ekkjunnar, hin börnin öll voru far- in að heiman, þar á meðal móðir mín, Kristrún. Þegar ég svo fædd- ist var það þrautalendingin að amma, Ingunn, tæki við mér til umönnunar. Því var það að Elín leit jafnan á mig sem nokkurs konar fósturson sinn. Hefur þessi aukakrógi á heimilinu vafalítið valdið þeim mæðgum ýmsum erfið- leikum umfram venju, því móðirin var lömuð, hafði farið úr liði á vinstri öxl og ekki hafði tekist að kippa í liðinn í tæka tíð svo að hún var lömuð til æviloka. En ekki var gefist upp. Elín var með okkur næstu 6-7 árin eða þar til hún fór til Reykjavíkur í vist til Konráðs læknis Konráðssonar. Þegar amma svo fluttist til Reykjavíkur 1923 nálguðumst við hvort annað að nýju og m.a. fyrir Elínar aðstoð fékk ég vinnu sem sendill í verslun Gunnþórannar & Co en á þeim árum lágu þessi störf ekki á lausu. Áfram lágu leiðir okkar saman 1933, en þá hafði hún gifst Ste- fáni Guðmundssyni bygginga- meistara frá Neskaupstað. og sá til þess að ég fengi sumarvinnu við byggingu prestsseturs í kaup- staðnum. Það var svo tveim árum síðar að þau hjónin fluttu hingað á Suðurlandið og settust að í Hveragerði þar sem þau byggðu sér hús og þar bjuggu þau svo öll þeirra starfsár eða þar til þau 1987 fengu rými á dvalarheimili aldr- aðra í Reykjavík, Hrafnistu. Stefán andaðist í oktober 1983 en hún hefur dvalið þar síðan. Jafnframt því að Stefán varð leiðandi maður í sínu nýja sveitar- félagi og virkur byggingameistari víðsvegar um Suðurland, varð Elín einnig athafnasöm í félagslífinu í Hveragerði. Hún var fyrsti formað- ur kvenfélags staðarins, átti sæti í byggingamefnd Hveragerðis- kirkju auk þess að hafa um árabil með höndum umboð fyrir stóru happdrættin í Reykjavík. Hún var þannig í beinu sambandi við flesta bæjarbúa og fylgdist vel með öllu. Þau Elín og Stefán eignuðust sex böm. Eina dóttur, hana misstu þau á fyrsta ári, og fimm syni, sem allir era vel menntaðir, hver á sínu sviði; lektor, viðskiptafræðingur, hljóðfærasmíðameistari, verkfræð- ingur og tæknifræðingur. Alltaf var yndislegt að koma á heimili þeirra hjóna, þau áttu nota- legt og fagurt heimili. Elín stund- aði handavinnu eftir því sem tíminn leyfði og var hún smekkvís í því efni sem öðru. Sambúð þeirra hjóna var til fyrirmyndar og heim- sóknir til þeirra skildu ævinlega eftir hlýjar minningar. Jólagjafim- ar, sem frá henni bárast til barn- anna okkar voru í raun þær, sem ætíð komu mest á óvart, gagnlegar og skemmtilegar. Hún hélt andleg- um kröftum að mestu óskertum til hinstu stundar og bar aldurinn vel eins og ætt hennar hefur ætíð gert. Börnum hennar og fjölskyldum þeirra vottum við hjónin innilega samúð, minningin um góða móður og traustan félaga mun lifa um ókomna framtíð. Ragnheiður og Erlingur Dagsson. BJARNI NIKULÁSSON + Bjarni Nikulás- son, bifreiða- stjóri á Selfossi, fæddist að Gislakoti í Vetleifsholts- hverfi í Holtum 10. ágúst 1910. Hann andaðist á Sjúkra- húsi Suðurlands 19. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar Bjarna voru Nikulás Bjarnason, sjómað- ur, f. 9.8.1885, d. 22.10.1953, ættaður af Stokkseyri, og Filippía Gestsdóttir, húsmóðir, f. 5.11.1877, d. 14.1.1930, frá Vetleifsholtsparti. Bjarni flutt- ist með foreldrum sínum að Stokkseyri þriggja ára gamall og bjuggu þau lengi í Unhól. Systkini Bjarna: Guðjóna, f. 24.7.1907, d. 25.12.1980, Guð- ríður, f. 24.2.1909, dvelur nú á Droplaugarstöðum, Stefán, f. 6.7.1913, býr í Kópavogi, Sig- ríður, f. 18.7.1914, d. 15.5.1973, og Tryggvi sem lést á fyrsta ári 1921. Bjarni kvæntist 9. júní 1935 eftirlifandi konu sinni Sesselju Guðjónsdóttur, f. 27.12.1912 sem dvelur nú á Sólvöllum á Eyrar- bakka. Sesselja fæddist á Leiðólfs- stöðum en ólst upp í Grímsfjósum á Stokkseyri frá 9 ára aldri. Börn þeirra eru: 1) Kristjana, f. 9.3. 1936, húsmóðir Breiðanesi, Gnúp- veijahreppi. Eigin- maður hennar er Loftur S. Loftsson, tónlistarkennari, og börn þeirra eru Sesselja, Gunnhild- ur, Helga Guðrún, Hrafnhildur og Loftur Signrður. 2) Bragi, f. 7.12.1937, bílasmiður, Mána- vegi 3, Selfossi. Eiginkona hans er Sigrún Ásgeirsdóttir, lækna- ritari, og börn þeirra eru Bjarni, Leifur, Ásgeir Jóhann og Adólf Ingvi. 3) Halldóra Margrét, f. 29.10.1949, hjúkr- unarfræðingur, Holtagerði 56, Kópavogi. Eiginmaður hennar er Ágúst Guðmundsson, jarð- fræðingur, og börn þeirra eru Arnar og Hörður. Útför Bjarna verður gerð frá Selfosskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.30. BJARNI Nikulásson ólst upp á Stokkseyri og stundaði í uppvexti sínum ýmsa vinnu, eins og þá var títt. Hann réðst 15 ára háseti til hins kunna formanns Karls í Haf- steini, sonar Magnúsar Teitssonar, sem víðkunnur var fyrir kveðskap sinn. Um sumarið fór hann á síld til Siglufjarðar, þar sem hann reri með Sighvati Bjarnasyni, frægum formanni úr Vestmannaeyjum. Hjá Karli reri hann þrjár vertíðir og vertíðina 1927 hjá Eyjólfi í Björg- vin á áraskipi, Hafrenningi, með færi og línu og fiskuðu ágætlega. Sumarið 1928 var Bjarni í vega- vinnu í Andakýlsbrautinni í Borgar- fírði, en um haustið réðst hann til Sigurðar Jóelssonar bifreiðarstjóra í Reykjavík, sem átti Ford- vörubíl, 1 tonns. Sigurður var illa farinn af liðagigt og lét Bjarna keyra bílinn, þótt próflaus væri, en var alltaf með honum. Við þetta var Bjarni í tvö ár, akstur byggingarefnis í hús og gerð Shellbrautarinnar í Skeijafirði. Árið 1930 tók Bjarni bílpróf hjá Steingrími á Strönd, keypti bílinn af Sigurði og stundaði næstu þijú árin ýmsan akstur á Stokkseyri og til Reykjavíkur. Á þessum árum vann hann mikið víð húsasmíðar, bæði með Guðmundi Siguijónssyni á Sunnuhvoli og Jóni Þ. Ingimund- arsyni á Sólbakka m.a. við byggingu bamaskólans og endurnýjun kirkj- unnar. Stóð hugur hans mjög til þess að gera smíðar að ævistarfi sínu. HJALTI SIGURÐSSON + Hjalti Sigurðs- son fæddist 22. mars 1920 að Flugu- mýrarhvammi í Akrahreppi, Skaga- firði, en ólst upp í Stokkhólma í sömu sveit. Hann lést á Dvalarheimili Sauð- árkróks 18. nóvem- ber síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Einarsson, fæddur 4. septem- ber 1891, dáinn 16. apríl 1963, og Mar- grét Þorsteinsdótt- ir, fædd 8. janúar 1889, dáin 10. nóvember 1989. Þau bjuggu 3 ár á Hjaltastöðum, síðan 1 ár í Flugumýrarhvammi, árið 1921 fluttu þau í Stokk- hólma og árið 1941 fluttu þau aftur í Hjaltastaði. Systkini Hjalta eru: Þorsteinn, Pétur, Leifur, Halldór og Jórunn. Hjalti kvæntist 28. maí 1949 Ingibjörgu Kristjánsdóttur, fædd 8. febrúar 1928. Börn þeirra eru: Unnur, fædd 10. október 1948, maki Jóhannes Þorkelsson. Margrét Sigrún, fædd 16. febrúar 1950, maki Jón Ásmundsson. Arnbjörg Kristín, fædd 17. febrúar 1951, maki Hartmann Ásgrímur Hall- dórsson. Oddný, fædd 26. maí 1952, maki Árni Bergmann Pét- ursson. Herdís Svava, fædd 6. október 1953, maki Ástmundur Norland. Eva, fædd 26. febrúar 1958, maki Björn Jó- hannesson. Svala, fædd 1. maí 1959, maki Ingvar R. Hár- laugsson. Sigurður, fæddur 14. apríl 1963, maki Úlfhild- ur Sigurðardóttir. Kristján, fæddur 24. mars 1966, maki Kolbrún Ólafsdóttir. Hlynur, fæddur 31. mars 1968, maki Ingibjörg B. Sigur- jónsdóttir. Sonur Hjalta og Júlíönu Sigurðardóttur var Ólafur Freyr, fæddur 19. janúar 1950, dáinn 27. mars 1968. Barnabörn- in eru 19 og barnabarnabörnin 3. Hjalti stundaði nám við Bændaskólann að Hólum vet- urna 1936-1938 og við íþrótta- skólann í Haukadal veturinn 1940. Iljalti byrjaði búskap sinn í Reykjavík, en fluttist norður 1950 og keypti Hjaltastaði með föður sínum og bræðrum. Árið 1963 flutti hann með fjölskyld- una að Hjalla, þar sem hann byggði nýbýli frá Hjaltastöðum og bjó þar til ársins 1986 er hann flutti á Dvalarheimili Sauð- árkróks og bjó þar til dauðadags. Útför Hjalta fer fram frá Flugumýrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. MINNINGABROT um Hjalta föður- Þar dvaldist ég ásamt bræðrum mín- bróður minn tengjast flest í mínum um og frændsystkinum að sumarlagi huga gamla bænum á Hjaltastöðum. frá fímm ára aldri til fermingar. « • ••

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.