Morgunblaðið - 25.11.1995, Side 47
KÍN
— leikur að læra!
Vinningstölur 24. nóv. 1995
4 •10*11 »12 •21*22* 29
Eldri úrslit á slmsvara 568 1511
Gæði og hreinleiki
Gustavsberg blöndunar- og hreinlætistækin eru stílhrein og endingargóð.
Kynnið ykkur fjölbreytta og fallega hönnun fyrir eldhús og baðherbergi.
þar sem gæði og hreinleiki skipta máli
Fæst í öllum helstu byggingavöruverslunum
Innflutningsaðili Gustavsberg á Islandi: Krókháis hf. Sími 587 6550
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1995 47
FRETTIR
Erindi um lifnaðar-
hætti loðnunnar
SÍÐASTI fræðslufundur Hins ís-
lenska náttúrufræðifélags á þessu
ári verður mánudaginn 27. nóvem-
ber. Fundurinn verður að venju
haldinn í stofu 101 í Odda, Hugvís-
indahúsi Háskólans. Á fundinum
flytur dr. Hjálmar Vilhjálmsson,
fiskifræðingur á Hafrannsóknar-
stofnun, erindi sem hann nefnir:
Loðnan og hlutverk hennar í fæðu-
keðju norðlægra hafsvæða.
í erindinu fjallar Hjálmar um
niðurstöður rannsókna á lífsskilyrð-
um og lifnaðarháttum loðnunnar
og hlutverki hennar i vistkerfum
norðlægra hafsvæða en þær hefur
hann stundað í mörg ár. Erindið
kynnir hann á eftirfarandi hátt:
„Loðnan er lítill kaldsjávarfiskur
af laxakyni og víða algeng á norð-
lægum hafsvæðum. Loðnan er svif-
æta og torfufiskur og vegna hins
gífurlega fjölda er hún afar mikil-
vægur hlekkur í fæðukeðjunni á
flestum eða öllum þeim svæðum
sem hún byggir.
Allt þar til á sjöunda áratugnum
var lítið veitt af loðnu. Um og upp
úr 1970 hófust stórfelldar loðnu-
veiðar, fyrst í Barentshafi og svo
við ísland og Nýfundnaland. Síðan
hefur gengið á ýmsu, bæði að því
er varðar loðnuna sjálfa og þær
dýrategundir sem á henni lifa.
Reynt verður að bregða upp mynd
af vistkerfum miðanna út af Ný-
fundnalandi, við ísland og í Barents-
hafi sem svipar að sumu leyti saman
en erú þó ólík. Þetta á ekki hvað
síst við um loðnuna og áhrif hennar
upp á við í fæðukeðjunni. Það er
síðan ástæða þess að menn umgang-
ast loðnuna með nokkuð ólíkum
hætti á þessum hafsvæðum.11
Fræðslufundir HÍN er öllum opn-
ir og aðgangur ókeypis.
INDVERSK börn á munaðarleysingjaheimili og öll eiga íslenska stuðningsforeldra.
ABC hjálparstarf með opið hús í dag
Jólakort
Barnahjálp-
ar SÞ komin
í sölu
JÓLAKORT Barnahjálpar Sam-
einuðu þjóðanna, UNICEF, eru
komin á markaðinn. UNICEF
hefur selt jólakort til fjáröflunar
fyrir starfsemi sína síðan 1949.
Fyrsta UNICEF kortið var mynd
eftir tékkneska stúlku, en hún
sendi mynd sína í þakklætisskyni
fyrir þá aðstoð sem þorpið henn-
ar varð aðnjótandi í kjöifar síð-
ari heimsstyrjaldarinnar.
Allar götur síðan hafa UNIC-
EF kortin verið listaverkamynd-
ir, bæði verk meistaranna, nú-
tímalist, höggmyndalist og
klippimyndir. Þessi listaverk eru
frá yfir 200 þjóðlöndum en ágóð-
inn af sölunni fer allur til starf-
semi Barnahjálparinnar meðal
barna víða um heim.
Hér á íslandi er það Kvenstúd-
entafélag Islands sem sér um
sölu jólakorta Barnahjálparinn-
Jólakort KFUM og
KFUK komin út
Aflar fjár til
hjálpar indversk-
um götubomum
Fé til tölvukaupa
FÉLAG hjartasjúklinga á
Reykjavíkursvæðinu hefur fært
Hjarta- og lungnaskurðdeild
Landspítalans að gjöf fé til
tækjakaupa og var ákveðið að
festa kaup á tölvuhugbúnaði frá
ACI sem kostaði rúmlega 230
þúsund krónur.
Þann 1. nóvember 1995 var
gjöfin afhent forinlega. Á mynd-
inni sést Grétar Ólafsson, yfir-
læknir deildarinnar, þakka Jóni
Þór Jóhannssyni, formanni fé-
lagsins, fyrir gjöfina. í bak-
grunni eru fulltrúar frá félaginu
og starfsfólk á deildinni.
KFUM og KFUK í Reykjavík hafa
gefið út jólakort til styrktar starfi
félaganna. Kortin eru íjögur talsins
og prýða þau vetrarmyndir, teknar
í Vatnaskógi.
KFUM og KFUK í Reykjavík
starfa í vetur á 13 stöðum með 30
deildir meðal barna og unglinga ef
Suðurnesin eru meðtalin. Að auki
eru aðaldeildarfundir hvors félags
fyrir sig í hverri.viku og almennar
samkomur á sunnudögum, þar sem
fjölskyldan getur komið saman. Ný
Ten-Sing deild, sem er söngstarf
meðal unglinga, hóf störf í húsi
félaganna við Holtaveg í haust.
Rúmlega hundrað sjálfboðaliðar
leggja barnastarfinu lið.
Jólakortin eru seld á skrifstofu
KFUM og KFUK á Holtavegi.
ABC hjálparstarf á íslandi verður
með opið hús í dag, laugardag,
milli klukkan 13.00 og 17.00 að
Sigtúni 3, annarri hæð. Samtökin
standa nú í stórræðum, sem er
bygging heimila og skóla fyrir götu-
börn á Indlandi.
Samtökin, sem stofnuð voru árið
1988 sem samkristilegt hjálpar-
starf, hafa nú fest kaup á fjórum
hekturum lands í suðurhluta Ind-
lands þar sem áætlað er að byggja
heimili og skóla fyrir um 500 ind-
versk götubörn. Til að standa
straum af kostnaði hafa verið gefin
út dagatöl, jólamerkimiðar og jóla-
kort bæði fyrir fyrirtæki og ein-
staklinga og segir Guðrún Margrét
Pálsdóttir, framkvæmdastjóri ABC,
að ef upplagið myndi seljast, þá
nægði andvirðið fyrir landkaupum
og byggingum.
Allt starf ABC er unnið í sjálf-
boðavinnu og renna framlög óskert
til hjálpar bágstöddum í löndum
þar sem fátækt og hörmungar
ríkja, en samtökin hafa aðallega
HAFIN er sala á jólakortum.
vegna fjáröflunar á land-
kaupum og byggingum.
starfað í Úganda, Indlandi,
Kambódíu, Filippseyjum, Bangla-
desh og Laos. I þessum löndum
eru samtals um 1.700 börn á fram-
færi íslenskra stuðningsaðila í
gegnum ABC.
Þeir, sem gerast stuðningsaðilar
við eitt barn á Indlandi, greiða
1.450 kr. á mánuði. Fyrir þá upp-
hæð fær barnið húsnæði, umönnun,
læknishjálp, fatnað, fullt fæði og
síðast en ekki síst menntun.
JÓLAKORT Barnahjálpar
Sameinuðu þjóðanna
árið 1995.
ar. Skrifstofa félagsins er á
Hallveigarstöðum, Túngötu-
megin og er er opin fram að
jólum milli kl. 16 og 18. Þar er
hægt að nálgast jólakortin og
aðra hluti sem Barnahjálpin sel-
ur, auk þess sem kortunum hef-
ur verið dreift í allar helstu
bókabúðir landsins.
Eldhús-
raftæki í
Ikea
VERSLUN IKEA hefur hafið
sölu á eldhúsraftækjum frá
Bræðrunum Ormsson. Til sölu
eru ofnar, helluborð, eldavélar,
kæliskápar, uppþvottavélar og
viftur frá ÁEG og Indesit.
Tækin eru til sýnis og sölu í
innréttingadeild IKEA og gefst
nú viðskiptavinum IKEA tæki-
færi til að kaupa eldhúsinnrétt-
ingar og nauðsynleg eldhústæki
á einum stað.
Kvöldguðs-
þjónusta í
Laugar-
neskirkju
KVÖLDGUÐSÞJÓNUSTA
verður í Laugameskirkju sunnu-
dagskvöldið 26. nóvember og
hefst kl. 20.30. Guðsþjónustu-
formið verður einfaldara en í
hefðbundinni guðsþjónustu og
tónlistin lífleg. Kór Laugames-
kirkju syngur undir stjóm org-
anistans, Gunnars Gunnarsson-
ar, en einnig verður leikið á gít-
ar, bassa og trommur.
Orri og Krist-
ín á Tveim-
ur vinum
KRISTÍN Eysteihsdóttir og Orri
Harðarson halda sameiginlega
tónleika á Tveimur vinum 29.
nóvember næstkomandi.
Kristín gaf nýverið út sína
fyrstu sólóplötu sem ber nafnið
Litir og mun jafnung stúlka
ekki áður hafa gefið út sólóplötu
með frumsömdu efni.
Orri Harðarson er hins vegar
að gefa út aðra sólóplötu sína
og ber hún nafnið Stóri draum-
urinn. Fyrsta platan kom út fyr-
ir tveim ámm.
Bæði eru þau sjálfstæðir út-
gefendur en Japis sér um dreif-
ingu.
■ BÚSETI á höfuðborgar-
svæðinu heldur kynningu á fé-
laginu í Hafnarfirði sunnudag-
inn 26. nóvember. Búseti á 12
ára afmæli þennan dag og býð-
ur í afmæliskaffi frá kl. 14-18
í Suðurhvammi 13. Búnaðar-
bankinn kynnir nýjan búsparn-
aðarreikning og nýjar íbúðir
félagsins verða til sýnis við
Engihlíð 3a í Hafnarfirði.
Búseti rekur 300 íbúðir á höfuð-
borgarsvæðinu og eru félags-
menn á þriðja þúsund talsins.
|