Morgunblaðið - 25.11.1995, Page 60

Morgunblaðið - 25.11.1995, Page 60
MORGl'SBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL(iXENTRUM.IS / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Skattrannsóknar- menn og lögregla Rannsókn á fimm veit- ingastöðum RANNSÓKNARMENN skattrann- sóknarstjóra ríkisins gerðu fyrir- varalausa rannsókn með aðstoð lög- reglu á fímm veitingahúsum á höf- uðborgarsvæðinu í fyrrakvöld. Hjá embætti skattrannsóknar- stjóra ríkisins hefur að undanförnu verið í gangi rannsókn á veitinga- starfsemi sem gaf tilefni til aðgerða í umræddum veitingahúsum vegna gruns um skattsvik, samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins. Mikil leynd hvíldi yfir undirbún- ingi aðgerðanna, en talsvert á þriðja tug skattrannsóknar- og lögreglu- manna tóku þátt í þeim. Fóru þeir í hópum, ijórir eða fimm saman, samtímis inn á umrædda veitinga- staði til að rannsaka starfsemina. Skúli Eggert Þórðarson skatt- rannsóknarstjóri staðfesti í samtali við Morgunblaðið í gær að embættið hefði veitingahús til skoðunar og að rannsókn væri hafin á starfsemi fimm aðila. Aðspurður vildi Skúli ekki tjá sig um hvort grunur væri um stórfelld skattsvik hjá umrædd- úm aðilum. Morgunblaðið/RAX Olíumengun við stálþilið Hallinn á frystingiumi orðinn 2,5 milljarðar króna SAMKVÆMT útreikningum Sam- taka fiskvinnslustöðva er botnfisk- vinnslan nú rekin með 7,5% halla sem á heilu ári þýðir tæplega briggja milljarða króna halla. Hall- inn í frystingunni er um 2,5 millj- arðar króna en í söltuninni um 450 milljónir króna. í útreikningunum er byggt á úttekt Þjóðhagsstofnun- ar frá í september þar sem halli á botnfískvinnslu mældist 4%, og miðað við hráefniso og afurðaverð í dag. Að sögn Arnars Sigurmundsson- ar, formanns Samtaka fiskvinnslu- stöðva, eru hreinar hráefnishækk- anir helsta ástæðan fyrir auknum halla. Þær megi að hluta rekja til sjómannaverkfallsins í vor og úr- skurða úrskurðarnefndar um físk- verð sem hafí leitt af sér hækkun í nokkrum tilvikum. „Þarna er hreinlega komin fram hráefnisverðshækkun, sem kemur verr niður á frystingunni þar sem afurðir hennar hafa ekkert hækkað á tímabilinu og í raun örlítið lækk- að. Á móti hefur orðið hækkun á saltfiskafurðunum og þar kemur skýring á því að hallinn í söltuner minni en í frystingu," segir Arnar. Hann segir að hráefnisprósentan sé nú komin í 64% og það þoli fisk- vinnslan einfaldlega ekki. Greini- legt sé að sjómenn hafi í sumum tilfellum náð fram umtalsverðum launahækkunum í gegnum úr- skurðarnefnd á sama tíma og laun hjá öðrum hhafi ekki breyst. Nauð- synlegt sé í a.m.k. sumum tilfellum að lækka hráefnisverðið til vinnsl- unnar, en það sé hægara sagt en gert. Miðað við óbreytta afkomu telur Arnar viðbúið að mörg fyrirtæki lendi í verulegum erfiðleikum í kringum áramótin og spurning hvort þau komist af stað aftur eftir hátíðarnar. Hann sagðist alveg sannfærður um að ef það yrði i ofanálag ófriður á vinnumarkaði og gengið fram með stórfelldar launa- breytingar þá gerðist það sjálfkrafa að gengið myndi falla þar sem ljóst væri að ýmislegt annað myndi gefa sig um leið og fiskvinnslan. „Menn reka ekki fyrirtæki í hefð- bundinni botnfískvinnslu i marga mánuði að óbreyttu. Við erum bún- ir að gera kjarasamninga út næsta ár og ég er ekki með þessu að segja að við eigum að komast út úr þeim samningum. Fjölmörg fyrirtæki í frystingunni eiga ekki möguleika á að fara í söltun og ég sé ekki ann- að en að þau muni stöðvast í kring- um áramótin ef ekkert gerist,“ seg- ir Arnar Sigurmundsson. STARFSMENN Trévangs hf. eru langt komnir með vinnu við nýtt stálþil sem rekið hef- ur verið niður í bátahöfnina á ísafirði. Gamla þilið var orðið ónýtt og var þilið sett aðeins utar. Fyrirhugað er að fylla upp með grjóti og mulningi úr Breiðadals- göngunum. Töluverð olíu hef- ur verið í höfninni undanfarin ár enda er jarðvegurinn á bak við gamla þilið mikið olíu- mengaður, væntanlega vegna leka við olíulöndun. Ekki hef- ur verið ákveðið hvort mölin verður grafin upp. Starfs- menn Trévangs voru að sjóða og steypa polla í fyrradag. > * ASI og VSI endurnýja samkomulag um lífeyrissjóðakerfið Vilja samræmingu við almannatryggingar ASÍ og VSÍ hyggjast leita eftir því við ríkið að lífeyrisréttindi lífeyris- sjóða og almannatrygginga verði samræmd, þannig að kerfin vinni saman sem ein lífeyrisheild. Farið verði yfir alla bótaflokka og mögu- lega verkaskiptingu milli almanna- trygginga og lífeyrissjóða. í þessu sambandi verði sérstaklega kann- aðir möguleikar á því að gera elli- lífeyrisréttindi að sameign hjóna. Þetta kemur fram í drögum að samkomulagi ASÍ og VSÍ um líf- eyrismál sem kynnt var á aðal- fundi Sambands almennra lífeyris- sjóða í gær. ASÍ og VSÍ ítreka þar þá stefnu að launþegum verði áfram skylt að greiða í lífeyrissjóð viðkomandi starfsstéttar eða starfshóps. Hins vegar verða nú settar sam- ræmdar reglur fyrir allt almenna lífeyrissjóðakerfið þar sem strang- ar kröfur verða gerðar til uppbygg- ingar og reksturs sjóðanna. Þannig verður lífeyrissjóði óheimilt að taka við iðgjöldum nema eignir sjóðsins dugi fyrir lífeyrisskuldbindingum. I drögum að hinum nýju reglum er í fyrsta sinn gerð sú krafa til lífeyrissjóða að þeir geti staðið undir ákveðnum lágmarksréttind- um. Þeir sjóðir sem starfa á grund- velli þeirra skulu tryggja hverjum sjóðfélaga rétt til ellilífeyris, end- urhæfingar- og örorkulífeyris, makalífeyris og barnalífeyris gegn greiðslu samningsbundins iðgjalds. Ennfremur er kveðið á um stór- hert eftirlit með rekstri og upp- byggingu lífeyrissjóðanna ásamt því að upplýsingaskylda verði auk- in til muna. ■ Skylduaðild verður áfram/4 Paula eftir Allende í 1. sæti bóksölulista FÉLAGSVÍSINDASTOFNUN Háskóla íslands gerir könnun fyr- ir Morgunblaðið, Ríkisútvarpið, Félag íslenskra bókaútgefenda og Félag bóka- og ritfangaverslana á bóksölu fyrir jólin 1995. Um er að ræða lista yfir 10 söluhæstu bækurnar í þremur bókaflokkum og heildarlista yfír 10 söluhæstu bækurnar. Þrettán bókaverslanir á höfuðborgarsvæðinu og sjö á landsbyggðinni tóku þátt í fyrstu könnuninni, sem nær frá 1.-21. nóvember. Samkvæmt henni skip- ar Paula, bréf móður til sjúkrar dóttur, eftir Isabel Allende efsta sæti bóksölulistans. Mál og menn- ing gefur bókina út. I öðru sæti listans er María, konan bak við goðsögnina, sam- talsbók eftir Ingólf Margeirsson. Vaka-Helgafell gefur bókina út. Bókin lýsir ævi Maríu Guðmunds- dóttur, ljósmyndafýrirsætu og ljósmyndara. Þriðja sæti listans skipar bók Guðrúnar Helgadóttur, Ekkert að þakka, barnabók sem Vaka-Helgafell gefur út. Fram til jóla verður könnunin gerð vikulega og búist er við því að enn fleiri bókaverslanir taki þátt í næstu samantekt, sem gerð verður næstkomandi miðvikudag. Listarnir eru birtir í heild í blað- inu í dag. Einn listinn er heildar- listi, annar tekur til skáldverka, íslenskra og þýddra og ljóða, sá þriðji nær til bóka almenns efnis og úórði listinn til barna- og ungl- ingabóka, íslenskra sem þýddra. ■ Bóksölulisti/4

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.