Morgunblaðið - 26.11.1995, Síða 4
4 SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
VIKAN 19/11 -25/11
►DAVÍÐ Oddsson for-
sætisráðherra hleypti
Stoð 3 formlega af stokk-
unum á föstudagskvöldið
með aðstoð Úlfars Stein-
dórssonar sjónvarps-
stjóra. Tæknibúnaður
stöðvarinnar er einn sá
fullkomnasti sem völ er á.
►ÍSIENSKIR tvíburar
sem fæddust tveimur
mánuðum fyrir timann
voru sóttir í sjúkraflugi til
Grænlands í vikunni þar
sem grunur lék aað annar
þeirra væri kominn með
sýkingu. Var hann í önd-
unarvél á leiðinni til ís-
lands og fyrst eftir kom-
una á vökudeild Landsp-
ítalans, en báðum tvíbur-
unum heilsast nú vel.
► BORGARRÁÐ hefur
samþykkt að selja Tómasi
A. Tómassyni Pósthús-
stræti 9 fyrir 54 milljónir
króna. Við undirritun
kaupsamnings greiðast 2
milljónir króna og í tíu
mánuði greiðist milijón á
mánuði. Eftirstöðvar
greiðast á 12 tíl 15 árum.
►SAMKVÆMT útreikn-
ingum Seðlabanka íslands
drógust tekjur af ferða-
þjónustu saman um 1% á
háannatímannm \ júlí-
september miðað við sama
tíma í fyrra. Þróunin hef-
ur snúist við frá fyrra
helmingi ársins þegar
gjaldejristekjur í grein-
inni jukust um 25% en
tekj uaukningin fyrstu niu
mánuðina nemur 14%.
►ÓVÆNT úrslit urðu í
16-liða úrslitum bikar-
keppninnar í körfuknatt-
vík, KR sigraði Keflavík,
Valur sló Skallagrím út
og Skagamenn lögðu ÍR-
inga. Önnur úrsiit urðu
þau að Þór vann lið Snæ-
fells, Selfoss lagði Leikni
og Breiðablik vann b-lið
NjarðvOcur.
Flugnmferðarþjón-
ustan úr landi?
SLITNAÐ hefur upp úr viðræðum
samninganefndar ríkisins við flugum-
ferðarstjóra, sem að sögn samninga-
nefndar ríkisins hafa frammi 55% bein-
ar launakrðfur og aðrar kröfur sem
nema 27%. Halldór Blöndal samgöngu-
ráðherra hefur lýst því yfir að hann
tæki uppsagnir flugumferðarstjóra til
greina og störfín yrðu auglýst innan-
lands og erlendis eftir helgina. Ekki
er talið útilokað að flugumferðarþjón-
usta flytjist úr landi til annarra aðila
fáist ekki flugumferðarstjórar til
starfa.
ASÍ vill þjú þúsund
króna hækkun
ALÞÝÐU SAMBAND íslands vill að
félagsmönnum ASÍ verði bættur upp
sá mismunur sem sé á samningum
landssambanda ASÍ og samningum
sem ríkið hefur gert við opinbera
starfsmenn. Er það mat ASÍ að laun
félagsmanna þess þurfi að hækka um
u.þ.b. 3.000 krónur á mánuði til þess
að þeir fái jafnmikið út úr sínum samn-
ingum og aðrir sem sömdu síðar.
Hallinn í botnfisk-
vinnslu 3 milljarðar
BOTNFISKVINNSLAN er nú rekin
með 7,5% halla sem á heilu ári þýðir
tæplega þriggja milljarða króna halla.
Hallinn í frystingunni er um 2,5 millj-
arðar en í söltuninni 450 mflljónir.
Helsta ástæða versnandi afkomu í
greininni er hækkandi hráefnisverð,
m.a. vegna úrskurðar úrskurðanefiidar
um fiskverð og sjómannaverkfallsins
sl. vor.
Björk söngkona
ársins
BJÖRK Guðmundsdóttir var kosin
söngkona ársins 1995 í Evrópukeppni
MTV, stærstu tónlistarsjónvarpsstöðv-
ar heims, og tók Björk við verðlaunun-
um á tónlistarhátíð i París. Björk hefur
tekið sér frí frá tónleikahaldi fram yfir
áramót en þá fer hún í hljómleikaferð
um Bretlandseyjar og eftir hana fer
hún í tveggja mánaða tónleikaferð um
Austurlönd flær.
Friður saminn
í Bosníu
FORSETAR Serbíu, Króatíu og Bos-
níu, þeir Slobodan Milosevic, Franjo
Tudjman og Alija Izetbegovic, náðu
á þriðjudag samkomulagi um frið í
stríðinu í Bosníu sem staðið hefur
slðan vorið 1992 og kostað um
250.000 mannsiíf. Á samningafund-
um sem farið hafa fram fyrir tilstuðl-
an Bandaríkjamanna í Dayton í Ohio
gætti Serbíuforseti hagsmuna Bos-
níu-Serba. Refsiaðgerðum gegn
Serbíu var aflétt á miðvikudag.
Bosnía verður sambandsríki en í
tveim hlutum, annars vegar ríki músl-
ima og Króata, hins vegar ríki Serba.
Sarajevo verður áfram óskipt og
stjómarsetur. Um 60.000 manna
herlið frá allt að 25 ríkjum mun verða
sent til Bosníu á næstu mánuðum til
að gæta þar fríðar, þar af verða um
4.500 frá Norðurlöndunum. Bill Clin-
ton Bandaríkjaforseti hefur heitið að
senda 20.000 manna lið.
Tveir helstu leiðtogar Bosníu-
Serba, Radovan Karadzic og Ratko
Mladic, hafa báðir verið ákærðir fyr-
ir stríðsglæpi en í samningunum er
tekið fram að stríðsglæpamenn fái
ekki að taka þátt í stjómmálum vænt-
anlegs sambandsríkis Bosníu. Fyrstu
viðbrögð leiðtoga Bosníu-Serba við
samningunum voru neikvæð, þeir
sökuðu Milosevic um svik en á
fimmtudag tókst Serbíuforseta að
telja þeim hughvarf. Hann hét því
að reynt yrði að semja á ný um þau
mál sem Bosníu-Serbar lýstu
óánægju með.
► ALEKS ANDERKwasni-
ewski sigraði Lech Walesa
í forsetakosningunum í
Póllandi um síðustu helgi,
fékk 51,7% en Walesa
48,3%. Kwasniewski boðar
lýðræði og markaðshag-
kerfi og viD aðild að Atl-
antshafsbandalaginu og
Eyrlpuflnfa—dha, Hann
var um hríð ráðberra á
stjómarárum kommúnista
og er leiðtogi flokks sem
reistur var á rústum
kommúnistaflokksins. Wa-
lesa var í forystu þeirra
er hnekktu einræði
kommúnista. Hann hefur
sakað menn Kwasniewsk-
is uffl kosningasvik.
►DÍANA prinsessaaf
Wales ræddi opinskátt um
hjónabandsvandamál sín,
andlega erfiðleika, fram-
tíð Karls prins og meintar
tilraunir andstæðinga
sinna til að ýta sér af opin-
berum vettvangi í sjón-
varpsviðtali á mánudags-
kvöld.
►HARÐURjarðskjálfti
varð í Miðausturlöndum á
miðvikudag, a.m.k. sex
manns biðu bana og víða
greip mikil skelfing um
sig.
►BRESKIbankamaður-
inn Nick Leeson, sem tal-
inn er hafa komið Bar-
ingsbanka á hausinn, var
sendur til Singapore á
fimmtudag frá Þýska-
landi.
FRÉTTIR
Sendir Stöðvar 3 er
á Húsi verslunarinnar
Sendir
eruppi
kuggasvæði
útsendinga
Fjölvarpsins
eru að miklu
eyti þausömu
Fj arskiptaeftirlitið vildi
ekki sljóma af hörku
MIKIL samkeppni er hafin í sjón-
varpssendingum á örbygjusviði með
tilkomu hinnar nýju Stöðvar 3 á sjón-
varpsmarkaðnum. Þórarinn Ágústs-
son tæknistjóri Stöðvar 3 segir að
ýmis tæknileg vandkvæði hafi komið
upp, sem sé afleiðing þess hvemig
úthlutun á rásum hafi verið háttað.
Hannes Jóhannsson tæknistjóri ís-
lenska útvarpsfélagsins tekur undir
þetta og segir að komast hefði mátt
hjá þessu með því að hafa sendana
á sama stað. Fjarskiptaeftirlitið tók
þá afstöðu, segir Guðmundur Ólafs-
son, forstöðumaður þess, að stýra
tæknihlið þessara mála ekki með
harðri hendi.
Þórarinn Agústsson, tæknistjóri
stöðvar 3, segir að þessi staða sé
afleiðing af því hvemig úthlutun á
tíðnisviði fyrir sjónvarpsútsendingar
hafi verið stjómað. Á VHF-tíðnisvið-
inu sé takmörkuð rásaskipting og
ýmsir ókostir fylgi UHF-tíðnisviðinu.
Órbylgjusviðið hafi verið í notkun í
Bandarílqunum í nokkur ár. Því fylgi
óneitanlega ákveðin vandamál vegna
þess að loftnetin taki við þessari háu
tíðni og breyti henni í móttækilegt
sjónvarpsmerici á VHF, UHF eða
svokölluðu s-bandi. J>ar sem sendar
eru fyrir, hvort sem þeir em á VHF
eða UHF, kemur fram ákveðin trufl-
un. Mér sýnist að yfirvöld hafi ekki
hugsað þessa útbreiðslu alveg tfl
enda. Fjarskiptaeftiriit ríkisins út-
hlutar tíðni til þeirra aðila sem reka
sjónvarpsstöðvamar, þegar þær eru
f loftinu, en um leið og farið er að
dreifa merkinu innanhúss, er afstað-
an sú að þeim komi málið ekki við,“
segir hann.
Mikið er um skuggasvæði í ör-
bylgjuútsendingum stöðvanna.
Sendir Stöðvar 3 er í Húsi verslunar-
innar í Kringiunni en sendir Fjöi-
varpsins í húsi Pósts og síma I Öskju-
hlíð.
Þegar Stöð 2 var að hefja starf-
semi var ráðgert að sendir hennar
yrði I Húsi verslunarinnar. Guð-
mundur Ólafsson, forstöðumaður
Fjarskiptaeftirlitsins, segir að eftir-
litið hafi þá gert þær kröfur að sent
yrði út frá stað þar sem aðilar sem
síðar hæfu sjónvarpsrekstur gætu
einnig sent út frá.
„Þetta var hugsað út frá hags-
munum neytandans. Við vildum
forðast að hann þyrfti að kaupa tvö
loftnet sem beindust hvort í sína
áttina, ætlaði hann að ná útsending-
um beggja stöðva,“ sagði Guðmund-
ur og bætti því við að á þessum tíma
hefði ekki verið vitað að stöðvamar
nýju gæfu loftnetin til áskrifenda.
„Stöð 3 kaus að fara í Hús versl-
unarinnar og var ég þá minntur á
mínar fyrri yfirlýsingar. Það skiptir
miklu máli að þessir tveir staðir em
nálægt hvor öðrum og ég skaut á
að fyrir 95% af notendum á Reykja-
víkursvæðinu nægði að hafa aðeins
eitt loftnet. Það dygði að láta loftnet-
ið stefna á milli sendanna og þá
væri sendistyrkurinn nægur frá báð-
um,“ sagði Guðmundur.
Sameiginlegur staður hefði
sparað milljónir
„Það kom okkur mjög á óvart að
Fjarskiptaeftirlitið skyldi leyfa upp-
setningu á sendi Stöðvar 3 í Húsi
verslunarinnar. Við vorum búnir að
renna hým auga til þessa staðar en
Fj arskiptaeftirlitið lagði mikla
áherslu á að sendirinn yrði þar sem
ailir gætu sæst á að vera, líka þeir
sem síðar hæfu sjónvarpsrekstur um
örbylgju. Fyrir þrýsting frá eftirlit-
inu völdum við því okkar stað í
Öskjuhlíð," sagði Hannes.
Hannes sagði að með því að hafa
útsendingar stöðvanna frá sama stað
hefði verið hægt að notast við eitt
sendiloftnet í stað tveggja nú. Með
sama hætti hefði Fjarskiptaeftirlitið
átt að beita sér fyrir því að stöðvam-
ar tvær sameinuðust um uppsetn-
ingu á endurvörpum til að eyða
skuggasvæðum sem hefði verið
betra frá sjónarhóli notenda og spar-
að stöðvunum milljónir króna.
Fjarskiptaeftirlitið gaf Fjölvarp-
inu ogStöð 3 heimild til sjónvarpsút-
sendinga á örbylgju og lét markaðn-
um eftir að velja sér móttökuloftnet
sem tíðnibreytti annaðhvort á UHF--
eða s-band. Hannes kvaðst ávallt
hafa verið mótfallinn því að nota
UHF-tíðnina því margt væri í loftinu
á þeirri tíðni og nefndi hann sérstak-
lega sjónvarpsstöðina Omega sem
er með stóran sendi á UHF-tíðni.
Hannes segir þennan sendi trafla
UHF-tíðnibreytingo víðast hvar.
Þórarinn segir að áður en hann
tók við núverandi starfi hafi honum
skilist að það lægi skýrt fyrir að
þeim aðila sem færi fyrstur í loftið
yrði gert skylt að byggja upp að-
stöðu sem aðrir gætu nýtt sér. „Ég
kann ekki skýringu á því af hveiju
þessu var ekki framfylgt. Við rekum1
stöðina í dag með lágmarksmann-
skap og leitum leiða til þess að reka
sjónvarpsstöðina á sem einfaldastan
og ódýrastan hátt og reynum að
koma í veg fyrir aukakostnað sem
hlýst af því að flytja merki frá einum
stað til annars, en sú þjónusta er
raunverulega á hendi Pósts og síma
og er dýr. Þess vegna var brugðið
á það ráð að senda út frá Húsi versl-
unarinnar, sem var mjög farsæl
lausn að mínu mati. Við erum þar
með góða dreifingu," segir hann.
Litlir sendar út um allan bæ
„Núna er verið að vinna um allan
bæ í þessu máli af meira kappi en
forsjá. Við fáum margar hringingar
þar sem heilu íjölbýlishúsakerfin eru
komin I rúst,“ segir Hannes.
„Sé örbylgjuloftnet með UHF-
tíðnibreytingu sett upp þar sem
venjulegt loftnet er fyrir getur það
gerst að það fari að geisla út í venju-
lega loftnetið. Þar með er kominn
lítill sendir á UHF-tíðnisviði. Ég hef
sent Fjarskiptaeftiriitinu bréf þess
efnis að það sé að verða til fjöldinn
allur af litlum sendum um allan bæ
sem senda út á UHF-tíðni og valda
truflunum," sagði Hannes.
Guðmundur segir að Fjarskipta-
eftirlitið taki ábendingum af þessu
tagi mjög alvariega og þetta mál
verði skoðað. „Okkar grundvallaraf-
staða er sú að við aðhöfumst ekkert
ef húseigandi lætur gera eitthvað í
sínu húsi sem traflar aðra íbúa í
sama húsi. Fari það hins vegar að
vaida truflun í næsta húsi heyrir
málið undir Fjarskiptaeftirlitið,"
sagði Guðmundur.
Hannes líkir ástandinu við knatt-
spymuleik sem dómari flautar á en
gengur síðan af leikvelli og segir
leikmönnunum að ljúka leiknum.
„Ég er tæknimaður og mér finnst
jákvætt að samkeppni ríki í sjón-
varpsmálum en það er engum til
gagns, og allra síst notendum, að
tæknimálunum sé klúðrað. Þarna
hefur Fjarskiptaeftirlitið algjörlega
brugðist skyldum sínum," sagði
Hannes.
Guðmundur kveðst vera sammála
Hannesi í því að það sé tæknilegt
klúður að hafa örbylgjusendana á
tveimur stöðum. „Ég var hins vegar
mjög hikandi sem embættismaður
að ætla mér að stýra með harðri
hendi hins opinbera hvemig menn
ætluðu sér í slaginn," sagði Guð-
mundur. Þórarinn segir að ákveðin
vandamál hafi komið upp í íjölbýlis-
húsum og raðhúsum þar sem magn-
arakerfi húsa séu viðkvæm og ekki
byggð fyrir þessa tíðni. „En það
þarf að stilla Ioftnetskerfi fyölbýLis-
húsa. Hinu má ekki gleyma að ör-
bylgjkn hefur mun fleiri kosti en
galla við dreifínguna og möguleika
á að senda út margar rásir," segir
Þórarinn. Guðmundur segir að aðili
sem setti upp loftnet á hús fyrir
aðra hvora stöðina gætti þess að i
sjálfsögðu vel að merki þeirrar
stöðvar sem hann ynni verkið fyrir
væri í lagi en hugaði lítt að því að
merki frá báðum stöðvunum væri í
lagi. „Hefðu sendamir verið á sama j
stað hefði ekki verið hægt að laga
aðstæður til móttöku frá annarn
stöðinni án þess að laga aðstæður
til móttöku frá hinni. Ef hlutverk
hins opinbera væri að hafa vit fyrir _
mönnum hefði þetta ekki orðið neitt
vandamál, en nú era menn í mikilli
samkeppni og það býður vandamáli
af þessu tagi heim,“ sagði Guðmund-
ur.