Morgunblaðið - 26.11.1995, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 1995 11
200"
Heimlínur á starfsmann
Kostnaður við3 mín.
£ innanbæjarsímtöl
3
35 Fiárfestinaai
í símakei"
IS N
Tekjur af símarekstri
40rrr— áíbúai
IS N
D F ÍS N S
Tölurnar eru fengnar úr samantekt Alþjóða símamálastofnunarinnar. Allar tölur eru frá árinu 1994.
D = Danmörk, F = Finnland, IS = Island, N = Noregur og S = Svíþjóð.
A töflunni má meðal annars sjá að þriggja mínútna innanbæjarsímtal er ódýrast í Finnlandi og Svíþjóð,
en dýrast í Danmörku. Einnig má sjá að flesta starfsmenn þarf á hverja heimlínu á íslandi, en þar eru
fjárfestingar líka hæstar, en tekjur af símarekstri minnstar. Farsímanotendur eru aftur á móti fæstir
á Islandi, en flestir í Svíþjóð, þar sem samkeppni er mikil í simarekstri.
Breytt rekstrarform og
einkavæðing símafélaga
Land
Reglur um evrópsk símafélög
íjúlí 1995
Árleg heildarlækkun á Hvernig Samkeppni i
gjaldskrá sem krafist er framfyigt grunnþjónustu
; Frakkland -4,57-6,0% 1995-98 A 1998
Þýskaland -8,07-10,0% 1996 & 1998 A 1998
Ítalía -5,5% til 1997 A 1998
Spánn -1,0% til 1997 Áriegir samningar 1998
Bretland -7,5% til 1997 Sjálfstæð eftirlitsnefnd Fyrir hendi ■
Holland -1,0% til 1997 A 71996
Belgía Ekki tilgreint A 1998
Sviss Ekki tilgreint A 1998
Svíþjóð -1,0% til 1997 Sjálfstæð eftirlitsnefnd Fyrir hendi
Danmörk -3,0% til 1997 Sjálfstæð eftirlitsnefnd 71996
Portúgal -2,0% til 1997 Sjálfstæð eftirlitsnefnd 2000
Finnland A A: Eftirlitsnefnd sem heyrir undir viðkomandi ráðherra Hefmild: FT/ Daiwa Instltute of Reasercfi. 1998
SAMGÖN GURÁÐUNEYTIÐ
er að leggja lokahönd á
frumvarp um breytt
rekstrarform Pósts og síma. Að
sögn Jóns Birgis Jónssonar ráðu-
neytisstjóra verður frumvarpið
tilbúið af ráðuneytisins hálfu fyr-
ir jól, en ekki er ljóst hvortþað
verður lagt fram á Alþingi fyrr
en eftir áramót vegna anna í
þinginu. Samkvæmt frumvarp-
inu er lagt til að Pósti og síma
verði breytt í hlutafélag í eigu
ríkisins. Fyrirtækið fengi sjálf-
stæða stjórn sem valin yrði af
eiganda hlutafjárins, þ.e. ríkinu,
og réði sér framkvæmdastjóra,
líkt og önnur hlutafélög.
Víða um heim er verið að losa
um hömlur sem verið hafa á
rekstri fjarskiptafyrirtækja og
breyta eignarhaldi á símafyrir-
tækjum sem verið hafa í ríkis-
eigu. Þannig stendur til að
breyta um rekstrarform og
einkavæða símafyrirtæki í Belg-
íu, Grikklandi, HoIIandi, Ítalíu,
Spáni, Tékklandi, Ungverjalandi,
Israel, Indónesíu og Suður-Afr-
íku. Nýlega seldi portúgalska
ríkið 28% hlut í símafyrirtæki
landsins fyrir936 milljónir
bandaríkjadala og hafa ríkis-
stjórnir ýmissa landa aflað sér
verulegra tekna á þennan hátt á
undanförnum árum. Ráðgert er
að einkavæða símafyrirtæki í
Austurríki, Frakklandi, Irlandi,
Perú, Tyrklandi, Sri Lanka og
Venesúela á næstu 18 mánuðum,
að því er nýlega kom fram í
fréttabréfi Handsals hf. Símafyr-
irtæki eru eftirsótt fjárfesting
og þykir reynslan sýna að einka-
væðing þeirra leiði til aukinnar
hagkvæmni.
Einkavæðing hraðar
uppbyggingu
Nokkur efnalítil lönd hafa
gripið til þess ráðs að einkavæða
símarekstur til að greiða fyrir
örari uppbyggingu fjarskipta.
Þannig er reiknað með að á
næstu tveimur árum verði síma-
þjónusta einkavædd í Ghana,
Guíneu, Panama og Póllandi.
Sum ríki hafa leyft einkarekstur
þráðlausra símkerfa til að mæta
þörf sem hefðbundin símafélög
hafa ekki getað mætt.
I Svíþjóð ríkir meira frelsi á
símamarkaði en dæmi eru um á
meginlandi Evrópu, að því er
sagði í frétt Financial Times 20.
september sl. Þar segir að víða
í Evrópu líti menn til Svíþjóðar
sem einskonar tilraunastofu í
hvernig fara má að því að aflétta
hömlum af fjarskiptaþjónustu.
Alþjóðleg símafyrirtæki á borð
við British Telecom (BT), AT&T
og France Telecom berjast um
skerf af kökunni. Sífellt fjölgar
frumheijum sem bjóða sérhæfð-
ari og oft ódýrari þjónustu en
þeir sem fyrir eru. Sænska síma-
félagið Telia, sem er hlutafélag
í opinberri eigu og hafði áður
einkarétt á talsímarekstri, tapar
markaðshlutdeild og horfir fram
á minnkandi arðsemi. Hagnaður
Telia á fyrri árshelmingi þessa
árs minnkaði um 60% miðað við
sambærilegt tímabil í fyrra og
var harðari samkeppni kennt um.
Það var um mitt ár 1993 að
losnaði um hömlur á rekstri fjar-
skiptafélaga í Svíþjóð. Sam-
keppni hefur harðnað í kjölfarið,
ekki síst hvað varðar fyrirtækja-
þjónustu. í maí síðastliðnum
stofnuðu BT, Tele Danmark og
Telenor í Noregi símafélagið
Telenordia. Þessi samsteypa ráð-
gerir að veija tæpum 20 milljörð-
um króna til að verða næst-
stærsta fjarskiptafyrirtæki Sví-
þjóðar. France Telecom kynnti
nýlega áætlun um að veija sem
svarar 10 milljörðum króna til
að byggja upp almenningssíma-
þjónustu í Stokkhólmi, Gauta-
borg og Málmey. Þá er ekki síður
gróska í rekstri kapalfélaga, far-
símafyrirtækja og svonefndrar
„call-back“ þjónustu sem af-
greiðir millilandasímtöl. Nú er
talið að um 40 fyrirtæki í Svíþjóð
sérhæfi sig í afgreiðslu slíkra
millilandasímtala. Gjöld fyrir
millilandasímtöl hafa lækkað um
ein 30% í kjölfarið og Telia hefur
tapað um þriðjungi markaðshlut-
deildar á innan við tveimur árum.
Eins er hart sótt að Telia á sviði
farsímaþjónustu, gagnaflutninga
og reksturs símkerfa.
Norðurlönd ífremstu röð
Telia hefur brugðist hart við
samkeppninni. Starfsfólki hefur
fækkað um 18 þúsund frá 1991
og nú starfa um 30 þúsund manns
lijá fyrirtækinu. Teiia hefur
stofnað til bandalags með þrem-
ur evrópskum ríkissímafélögum,
á Spáni, í Hollandi og í Sviss, og
hafa þau myndað Unisource sam-
steypuna sem ætlað er að keppa
á alþjóðlegum markaði. Uniso-
urce hefur leyfi til að annast
millilandasímtöl frá Bretlandi og
á hlut í farsímarekstri í Litháen,
Ítalíu og Ekvador.
Þrátt fyrir harðari samkeppni
sagðist talsmaður Telia, Bertil
Thorngren, fagna breyttu
rekstrarumhverfi. Því fylgdu ný
viðhorf og starfshættir. Það væri
betra að veita viðskiptavinum
umbeðna þjónustu en að þeir
ættu ekki annars úrkosta en að
skipta við félagið.
Farsími til fyrirmyndar
Financial Times segir að Norð-
urlöndin hafi verið fyrst til að
samþykkja sameiginlegan staðal
fyrir farsíma (NMT). Sú ákvörð-
un hefur stuðlað að grósku í
smíði farsímakerfa og farsíma.
Fyrirtækin Ericsson í Svíþjóð og
Nokia í Finnlandi þykja standa
framarlega á heimsvísu á því
sviði. Hvergi í heiminum munu
farsímar vera almennari en á
Norðurlöndunum.
Frétt Financial Times lýkur á
þeim orðum að það sem unnist
hefur með auknu frelsi á fjar-
skiptamarkaði geti verið skýr-
ingin á því hvers vegna Norður-
löndin eru að losa um hömlur á
öðrum sviðum. Það sé engin til-
viljun að Svíþjóð, Finnland og
Noregur séu að undirbúa sam-
eiginlegan raforkumarkað á
næsta ári, líkt og þau komu á fót
sameiginlegum farsímastaðli
fyrir 14 árum.
Hvatt til breytinga í
Þýskalandi
í Þýskalandi hafa verið uppi
ráðagerðir um að aflétta einka-
leyfi Deutsche Telekom AG (DT)
á símaþjónustu í árslok 1997. Það
er í samræmi við þá stefnu Evr-
ópusambandsins að öll fjarskipti
verði gefin fijáls 1998. „Vitring-
arnir fimm“, það er fimm manna
hópur sjálfstæðra efnahagsráð-
gjafa þýsku ríkisstjórnarinnar,
segja í nýrri ársskýrslu um þýskt
efnahagslíf að aflétta beri einka-
leyfi DT fyrr en ætlað var til að
örva samkeppni og hvetja til
nýjunga á sviði fjarskipta og
símaþjónustu. „Frá efnahagslegu
sjónarmiði er engin ástæða til
að leyfa Telekom að hafa einka-
leyfi til ársloka 1997. Telekom
þarfnast ekki aðlögunartima til
að ráða við samkeppni á sviði
reksturs símaneta eða þjónustu."
Telekom hefur haldið því fram
að félagið þurfi að laga sig að
hinum frjálsa markaði og ef sam-
keppni á þessu sviði hefjist of
snemma muni það hafa neikvæð
áhrif á markaðssetningu hluta-
bréfa í DT sem ráðgerð var á
næsta ári.
Vitringarnir fimm telja hins
vegar að áratugagamall einka-
réttur DT tryggi félaginu ráð-
andi markaðsstöðu í talsímaþjón-
ustu og rekstri netkerfa um
mörg ókomin ár.
Vitringarnir vara við því að
DT kunni að misnota sterka
stöðu sína á markaðnum og
krefjast því strangrar reglusetn-
ingar. Þeir mæla með því að sam-
keppnisyfirvöldum verði falið
eftirlit með fjarskiptamarkaðn-
um í stað þess að setja á stofn
sérstaka eftirlitsstofnun.
leggur grunn að fjarskiptabylting-
unni. Nýlega hófst samstarf Pósts
og síma, Kerfisverkfræðistofu Há-
skóla íslands og Nýherja hf. við
svonefnt AMUSE-verkefni sem
styrkt er af fjarskiptasviði fjórðu
rammaáætlunar Evrópusambands-
ins (ACTS). AMUSE verkefnið er
á sviði gagnvirkrar margmiðlunar
en aðrir þættir ACTS lúta að gerð
ljósleiðarakerfa; þróun háhraðaneta
sem eru forsenda myndsíma og
fleira; þróun nýrra þráðlausra fjar-
skiptatækja; þróun gervigreindra
boðskiptakerfa þar sem notandinn
getur sjálfur skilgreint þjónustuna;
nýjar leiðir til að tryggja áreiðan-
leika og öryggi rafrænna boðskipta.
Vinna við AMUSE-verkefnið
hófst af fullum krafti 1. september
og starfa að því fjórir sérfræðingar
undir stjórn Ebbu Þóru Hvannberg.
Stjórnvöld ráða ferðinni
Afstaða stjórnvalda ríkja heims-
ins mun ráða miklu um hve ört og
hve víða áhrifa fjarskiptabyltingar-
innar gætir. Víða má sjá merki
þess að ríkisreknar einokunarstofn-
anir og ríkisstjórnir geri sitt besta
til að varðveita einokunaraðstöðuna
og standi gegn því að rekstur sím-
ans verði jafn frjáls og sala sím-
tækja. The Economist telur að á
meðan þessir varðmenn fortíðar-
hagsmuna beijist' gegn hinu óum-
flýjanlega muni aðrar þjóðir hagn-
ast. A1 Gore, varaforseti Bandaríkj-
anna, dró saman í hnotskurn þær
breytingar sem væntanlegar eru
þegar hann sagði: „Það verða tíma-
belti jarðar, en ekki kostnaður, sem
helst standa í vegi fyrir því að
menn verði í sambandi."
A öld upplýsingatækninnar mun
staðsetning margra fyrirtækja og
stofnana skipta litlu máli varðandi
markaðshæfni þeirra. Það sem
skiptir máli verður hvaða stefnu
stjórnvöld í hvetju landi taka í fjar-
Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir
NÚ ER unnið að því að setja upp eftirlitsstöð á vegum gervihnatta-
símafélagsins Iridium við Snjóholt, um 10 km norðan við Egils-
staði. Þessi stöð er ein af 4 í heiminum sem eiga að fylgjast með
gervihnattaskotum og sporgöngu gervihnatta Iridium um jörðu.
skiptamálum. Það verður auðveld-
ara að veita þjónustu af ýmsu tagi
á milli heimsálfa, með tilstilli öfl-
ugra fjarskipta, en að flytja vörur
sömu vegalengd. Þvi fjær sem land
eða landsvæði er frá hringiðu efna-
hagslífsins því meira getur það
beinlínis hagnast á fjarskiptabylt-
ingunni.
The Economist telur að aukið
flæði upplýsinga muni veita al-
menningi meiri völd og áhrif en
hann hefur nú. Sú staðreynd geti
ógnað veldi stjórnvalda og stórfyrir-
tækja. Kjósendur og neytendur
munu eiga auðveldara með að bera
saman þá kosti sem í boði eru, afla
sér upplýsinga, sniðganga girðingar
og hliðverði sem hingað til hafa
stjórnað upplýsingaflæðinu.
Það er því margt sem styður það
að fjarskiptabyltingin verði einn
helsti áhrifavaldur þjóðfélagsþróun-
arinnar um mest allan heim á kom-
andi árum.