Morgunblaðið - 26.11.1995, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 26.11.1995, Qupperneq 12
12 SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Meiri ögrun, fleiri tækifæri Sigrún Guðmundsdóttir dansari hjá íslenska dansflokknum hefur fengið góða dóma fyrir frammistöðu sína í sýningunni Sex ballett- verk á einu kvöldi. Orri Páll Ormarsson ræddi við hana um ferilinn, draumana og vanda listgreinarinnar. AÐ VAR hrein unun að horfa á hana. Þama fór allt saman, tækni, mús- ikalitet, útlit og síðast en ekki síst rík stíltilfinning ... hún er greinilega stjörnuefnið í dansflokkn- um í dag.“ Með þessum orðum lýsir Þórhildur Þorleifsdóttir listdans- gagnrýnandi Morgunblaðsins frammistöðu Sigrúnar Guðmunds- dóttur dansara hjá íslenska dans- flokknum í sýningunni Sex ballett- verk á einu kvöldi í Borgarleikhús- inu. Sigrún er enginn nýgræðingur í faginu. Hún steig sín fyrstu skref í Ballettskóla Eddu Scheving sjö ára gömul en þaðan lá leiðin í Listdans- skóla íslands. Á unglingsárum sótti Sigrún fjölmörg sumamámskeið er- lendis áður en hún hóf framhalds- nám við Konunglega ballettskólann í Lundúnum. Þaðan brautskráðist hún 1982, 18 ára gömul, og gekk þegar í stað til liðs við íslenska dans- flokkinn. Tveimur árum síðar-var Sigrún fastráðin hjá flokknum og hefur nær allar götur síðan starfað á þeim vettvangi. Listdans hefur löngum átt- undir högg að sækja hér á landi og hefur ferill Sigrúnar öðrum þræði mótast af þeirri staðreynd. „íslendingar hafa alltaf haft takmarkaðan áhuga á listdansi," segir hún. „Hann er ekki hluti af menningu þjóðarinnar. Hópurinn sem fylgist með starfi ís- lenska dansflokksins er að vísu traustur en að sama skapi fámenn- ur. Fjölmargir íslendingar hafa aldr- ei heyrt á íslenska dansflokkinn minnst. Það er kannski ekkert skrít- ið þar sem sýningar eru fáar og starfsemi flokksins lítil út á við.“ Bágborinn fjárhagur íslenski dansflokkurinn var stofn- aður árið 1973 og starfaði lengi inn- an vébanda Þjóðleikhússins. Nú er flokkurinn hins vegar sjálfstæð ein- ing. Sigrún segir hins vegar að fjár- hagurinn sé bágborinn og hafi sett flokknum þröngar skorður. Samn- ingsbundnir dansarar séu til að mynda einungis ellefu um þessar mundir. „Flokkurinn þarf að borga Iaun og húsaleigu og það er einfáld- Iega lítill peningur eftir til að setja upp sýningar. Fyrir vikið eru þær ekki eins veigamiklar og flokkurinn hefði kosið.“ íslenski dansflokkurinn hefur ver- ið gagnrýndur nokkuð á liðnum misserum og einkum verið legið á hálsi fyrir skort á stefnu, stíl og vönduðum sýningum. Sigrún kveðst skilja þessa gagnrýni að vissu leyti. „Sýningarnar eru auðvitað alltof fáar. Stjóm flokksins vill þjóna sem fléstum stefnum og fyrir vikið eru þessar fáu sýningar mjög blandaðar af stíl og stefnu. Persónulega hef ég ekki alltaf verið sátt við verkin sem flokkurinn hefur verið að setja upp og finnst eðlilegra að hann haldi sig við tiltekin stíl. Kosturinn við þetta fyrirkomulag er hins vegar sá að allir dansararnir fá tækifæri til að láta ljós sitt skína.“ Haustið 1989 ákvað Sigrún að freista gæfunnar á erlendri grund og skrifaði undir samning við dans- flokk óperunnar í Bonn í Þýska- landi. „Ástæðan fyrir því að ég vildi reyna fyrir mér erlendis var fyrst og fremst sú að ég var ósátt við íslenska dansflokkinn. Ég var ung og kraftmikil og átti erfitt með að bíða eftir nýjum verkefnum. Þess vegna langaði mig að kynnast lífi dansara í stórum dansflokki erlend- is.“ Dansflokkurinn ytra nýtur mikill- ar virðingar en í honum eru sextíu dansarar. Þar kynntist Sigrún gjör- ólíku andrúmslofti. „Starfsemin var í blóma. Aðstæður frábærar og vinn- an mikil og stöðug, sem er nauðsyn- legt fyrir ballettdansara enda njóta þeir mikillar virðingar í Þýskalandi." Iðrast einskis Engu að síður sneri Sigrún heim vorið 1990. „Það var ómetanlegt að kynnast starfseminni, aganum og vinnubrögðunum í Þýskalandi og framan af var ég í sjöunda himni. Þegar líða fór á veturinn fannst mér Booker-verðlaunin til Pat Barker PAT Barker heillaðist af sögum afa síns. Eftir- leikur stríðsins HEIMSSTYRJÖLDIN fyrri er yrkisefni bresku skáldkonunn- ar Pat Barker en hún hlaut Booker-verðlaunin bresku fyrr í mánuðinum fyrir bók sína, „The Ghost Road“. Hún segist ekki geta skýrt að fullu ástæðu þess að hún hrífst af tímabilinu að öðru leyti en því að hún hafi heiilast af sögum afa síns, sem barðist I stríðinu og iifði það af að vera rekinn í gegn með byssusting. Verðlaunin sem Barker hiaut nema um 2 milijónum kr. „The Ghost Road“ er þriðja og síðasta bókin í röð verka Barker um heimsstyrjöldina fyrri og eftirleik hennar. Aðal- persóna bókanna þriggja er Biliy Prior, hermaður úr verkamannastétt, glaðlyndur daðrari, sem mætti örlögum sínum í lokaorrustunni um Sambre-Oise. Auk þess koma við sögu taugasérfræðingur á geðsjúkrahúsi fyrir hermenn pg skáldið Siegfried Sassoon. í niðurstöðu dómnefndar segir að Barker „beini sjónum sínum að einstaklingunum en bókin veiti þó snilldarlega og yfir- gripsmikla sýn á heimstyrjöld- ina fyrri.“ Verkið sé mögnuð sálfræðileg greining, þrungin tilfinningu fyrir söguefninu. Barker segist hafa gert sér grein fyrir því eftir að hún lauk við fyrstu bókina af þrem- ur, að hún yrði að taka þráðinn upp að nýju, til að komast að því hvernig færi fyrir söguhetj- unum. Svo heilluð varð hún af þeim, ekki síst hermanninum unga, að því er segir í viðtali við hana í The Independent. Mikið hefur verið skrifað um heimsstyrjöldina fyrri í heima- iandi Barker, mun meira en um seinna stríðið. Barker segir Breta hrylla við og heillast í sömu andrá af heimsstyijöld- inni fyrri. Ástæðan sé líklega sú að eftir að henni lauk hafi menn einfaldlega neitað að gera sér grein fyrir því hvaða áhrif hryllingur heimsstyijald- arinnar hafði á þá sem börðust í henni. Afi hennar hafi verið einn af þeim sem ekki hafi beðið þess bætur. Sögu- og hag- fræðikennari Barker er 52 ára og kenndi sögu og hagfræði áður en hún gerðist rithöfundur. Hún sendi fyrstu bókina, „Union Street“ frá sér þegar hún er 39 ára en í kjölfarið fylgdu m.a. „Blow Your House Down“ og „The Eye In The Door“ sem vann til bókmenntaverðlauna The Guardian fyrir tveimur árum. Morgunblaðið/Einar Falur SIGRÚN Guðmundsdóttir sneri heim eftir einn vetur hjá dans- flokki óperunnar í Bonn. „Það hefði örugglega enginn sagt þessu starfi upp nema ég.“ ég hins vegar þurfa á meira frelsi að halda auk þess se_m ég saknaði vina og vandamanna. Ég var einfald- lega of fjarri heimahögum. Það hefði örugglega enginn sagt þessu starfi upp nema ég. Engu að síður iðrast ég einskis - mig langaði að koma heim.“ Sigrún segir að ef til vill hafi ekki verið_ nógu mikill metnaður til staðar. „Ég hef að vísu alltaf haft metnað til að standa mig á æfingum og sýningum en þegar ég hef verið að bíða eftir nýjum verkefnum hef ég oft hugleitt hvort ég ætti ekki að fara að snúa mér að einhveiju öðru. Biðstaðan á milli sýninga og verk- efnaóvissan eru mjög erfið fyrir dansarana hér heima. Það reynir á þolrifin að þurfa stöðugt að halda sér í þjálfun án þess að vita hvað tekur við. í raun má segja að við séum í vinnu án þess að fá, langtím- um saman, tækifæri til að sýna.“ En skyldi þetta viðhorf ekki mót- ast öðru fremur af þeim aðstæðum sem Sigrún hefur búið við? Er hún ekki hreinlega fórnarlamb þeirra? „Örugglega. Starfsferill minn hefði að minnsta kosti þróast öðru- vísi ef stjórn íslenska dansflokksins hefði haft ákveðnari stefnu, vinnan verið stöðugri og sýningarnar fleiri. Ég hefði þroskast fyrr, öðlast meiri reynslu og verið fyrr tilbúin að tak- ast á við stærri og erfiðari verkefni. Auðvitað langar mig að dansa enda hef ég menntað mig til þess. Sama gildir um hina dansarana í flokknum. Það er því sorglegt að við skulum ekki fá fleiri tækifæri til þess.“ „Mann langar að hún fái að spreyta sig sem fyrst á sem flestu," segir ennfremur í dómi listdans- gagnrýnanda Morgunblaðsins. Hvað með framtíðina? „Auðvitað væri gaman að íslenski dansflokkurinn hefði burði til að setja upp sígild og ekki síður ný spennandi verk svo maðu'r fengi tækifæri og ögrun til að takast á við metnaðarfull hlut- verk enda hef ég öðlast mikla reynslu. Reynslan er nefnilega mjög mikilvæg og maður vinnur öðruvísi úr hlutverkunum á þessu stigi ferils- ins en áður. Tæknin er ekki það eina sem gildir í þessu fagi.“ Margrét sýnir olíumálverk í Gerðarsafni MARGRÉT Elías- dóttir heldur sýningu á olíumálverkum í Listasafni Kópavogs - Gerðarsafni, dag- ana 25. nóvember til 17. desember. Margrét á sjö ára listnám að baki, þar af fjögur ár í Mynd- lista- og handíða- skóla Islands og tveggja ára fram- haldsnám við Konstfackskolan í Stokkhólmi, þaðan útskrifaðist hún árið 1974 úr hönnunar- deild fyrir keramik og gler. Eftir það vann hún m.a. sem „freel- ance“ við fatahönn- un og innréttingar, einnig var hún kenn- ari við listaskóla í nokkur ár. Síðan 1985 hefur Margrét aðal- lega fengist við málverkið og hald- ið margar sölusýningar í fyrir- tækjum í Svíþjóð. Árið 1991 dvaldist hún í Banda- ríkjunum í boði Pacific Art Center Seattle, W.A. sem „artist in resid- ence“. Margrét er búsett í Stokk- hólmi, en síðan 1992 hefur hún haft til umráða vinnustofu og heimili að Bræðraborgarstíg 7 í Reykjavík. Margrét hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.