Morgunblaðið - 26.11.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.11.1995, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 1995 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Bosníu skípt milli Króata og Serba? Samningamir um frið í Bosníu sýna svo ekki verður um villst, að það er aðeins til Morgunblaðið/Sverrir BOSNÍU-Króatar í flóttamannabúðum í Split í Króatíu, þar sem fólkið hefur dvalið í allt að fjögur ár. Samkvæmt friðarsamkomulaginu um Bosníu er ölíum flóttamönnum heimilt að snúa aftur til síns heima en slíkt er afar flókið og óvíst að allir vilji snúa heim, marga dreymir um að komast til Ameríku. eitt stórveldi, sem stendur undir nafni, Bandaríkin. I þessari grein Sveins Sigurðs- sonar segir einnig, að fyrir Evrópusamband- ið eða Evrópuríkin sé niðurstaðan sú, að þau séu smáríki, sem séu á kafí í sama hreppa- rígnum og þau hafa verið um aldaraðir. SAMNINGUNUM um stríðs- lok i Bosníu hefur verið fagnað um allan heim og vonast er til, að nú sjái fyrir endann á hörmungunum í gömlu Júgóslavíu. Þær hafa staðið í fjögur ár og kostað um 250.000 manns lífið og milljónir manna hafa flosnað upp frá heimilum sín- um og átthögum. Að vísu er ágreiningur meðal Bosníu-Serba um afstöðuna til samkomulagsins en treyst er á, að Slobodan Mi- losevic, forseti Serbíu, sjái um að halda aftur af þeim. Fyr- irhugað er að senda 60.000 manna herlið, grátt fyrir járnum, til að fylgjast með því, að við samningana verði staðið og mun líklega ekki af veita. Þótt kalt raunsæi einkenni samningana, þá er að sumu leyti látið í veðri vaka, að unnt sé að snúa aftur til þess ástands, sem ríkti áður en ófriðurinn braust út. Eitt af atriðum samninganna, sem leiðtogar Bosníu, Króatíu og Serbíu undirrituðu í Dayton, var, að flóttafólk fengi að snúa aftur til síns heima. Það þarf þó barna- lega bjartsýni til að halda, að fólk muni setjast aftur að innan um þá nágranna sína, sem breyttust í morðóða blóðhunda strax og ófrið- urinn braust út. Bosníustjórn barð- ist þó fyrir því alla tíð, að ríkið yrði áfram sameiginlegt heimili allra þjóðarbrotanna en það verður það bara á pappímum. í ratun verð- ur það líkara víggirtum herbúðum, aðskildum gagnkvæmu hatri og tortryggni. Talsmenn Sameinuðu þjóðanna og vestrænir embættismenn eru samt vongóðir um,-að vel takist til um friðargæsluna, að komið verði á öruggu vopnahléi að minnsta kosti. Hermenn Atlants- hafsbandalagsins, NATO, og frá Rússlandi munu gæta fjögurra km breiðs svæðis á „landamærunum" innan Bosníu en á sumum stöðum verður gæslan erfiðari en annars staðar. Mesti höfuðverkurinn verð- ur höfuðborgin, Sarajevo, sem flestir telja, að verði aldrei söm og áður, og Posavina-hliðið en því máli hefur verið vísað til alþjóðlegs gerðardóms. Annars konar her Annað erfitt svæði er Mrkonjic Grad í vesturhluta Mið-Bosníu. Bosníski stjórnarherinn náði því á sitt vald í haust en á nú að af- henda það Serbum. Við því er mik- il andstaða innan hersins en von- ast er til, að vígvélar NATO-hers- ins geti talið herforingjana á að ganga ekki í berhögg við þá samn- inga, sem hinir pólitísku leiðtogar hafa gert. Því er trúað, að stríð- andi fylkingar í Bosníu líti dálítið öðrum augum á NATO- herliðið, sem verður skip- að þrautþjálfuðum úr- valssveitum, en á 'létt- vopnað friðargæslulið Sameinuðu þjóðanna, sem var þar að auki bundið í báða skó. Þótt hætt verði að beijast í Bosníu er ekki þar með sagt, að friður sé runninn upp í landinu. SAMNINGARNIR um Bosníu voru ákaflega flóknir, einkum skipting landsins milli sam- bandslýðveldanna tveggja, og hugsanlegt er, að þeir hefðu aldrei náðst ef ekki hefði komið til sú tölvutækni, sem Banda- ríkjamenn beittu við samninga- gerðina. „Geta okkar til að reikna út breytingar á kortinu niður í smæstu smáatriði á innan við klukkustund skipti líklega sköp- um,“ sagði Warren Christopher, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, á fyrsta blaðamannafundi sínum eftir að samningar tókust. Við þetta voru notaðar öflug- ar tölvur í svokölluðu kortaher- bergi en þar fengu oddvitar samninganefndanna að kynnast sýndarveruleikanum, farið var með þá í „flugferð" yfir Bosníu, yfir fjöll og daii, og þeim sýnt hvernig landið lá í bókstafiegum Eitt mikilvægasta atriðið í samn- ingunum er ákvæði um, að kosn- ingar skuli halda innan sex eða níu mánaða frá því að lokasam: komulag hefur verið undirritað. í þeim á að kjósa sambandsstjórnina í Bosníu og stjórnvöld og helstu embættismenn í sambandslýðveld- unum tveimur, í því króatíska- múslimska annars vegar og serb- neska hins vegar. I viðræðunum í Dayton vakti það athygli, að leiðtogarnir þrír, Franjo Tudjman, forseti Króatíu, Slobodan Milosevic, forseti Serbíu, og Alija Izetbegovic, forseti Bosn- íu, töluðust aldrei við og forðuðust jafnvel að horfa hver til annars. Það sýnir hve erfitt það verður fyrir þessa oddvita stríðsreksturs- ins að vinna að sáttum meðal manna en bandarískir og evrópskir höfundar friðarsamninganna vona, að í kosningunum muni koma fram nýir leiðtogar, að minnsta kosti í Bosníu, sem túlkað geti óskir fólks- ins um frið. Flóknar kosningar Ljóst er, að framkvæmd kosn- inganna verður miklum vandkvæð- um bundin. Hvernig á til dæmis að setja saman kjörskrárnar og hvaða áhrif mun það ákvæði í samningunum hafa, sem kveður á um, að flóttafólk megi kjósa í sinni upphafiegu byggð? Líklega eru níu mánuðir allt of skammur tími til að undirbúa kosn- skilningi. Áður höfðu Banda- ríkjamenn „tölvutekið" Iandið meira eða minna. Hliðið til Gorazde Christopher sagði, að þetta hefði haft veruleg áhrif á af- stöðu samningamannanna því að þarna hefðu þeir séð ná- kvæmlega hvar rétt var að setja strikið og hvar óhætt var að gefa eftir. Mestu skipti þetta í deilum um veginn til múslima- héraðsins Gorazde. Bandaríkjamennirnir héldu því fram, að að landræman eða hliðið, sem tengir Gorazde við meginsvæði múslima, yrði að vera breiðari og nýjan veg yrði að leggja í hæðadrögum fyrir sunnan hliðið. Á það vildu Serb- ar ekki fallast en þegar „flogið“ var með þá yfir svæðið féllust þeir á, að rökin fyrir nýju vegar- lagningunni væru rétt. ingar og að þeim loknum er við- búið, að mörg önnur vandamál komi upp. í nýju stjórnarskránni segir, að þingið skuli vera í tveim- ur deildum, sem skipaðar verði í samræmi við þjóðarbrotin í land- inu, og auk þess verður forsætis- nefndin sett saman með þeim hætti, skipuð þremur mönnum, Króata, múslima og Serba. Hugsanlegt er, að þingið verði vettvangur nýrra átaka á milli þjóðarbrotanna þótt með öðrum hætti verði en áður. Á móti kemur hins vegar, að líklegt er, að Vestur- veldin og olíuauðug arabaríki muni verða örlát á fé til uppbyggingar í Bosníu og það mun fljótt segja til sín í efnahags- og atvinnulífinu. Eiginlegur friður kemst þó aldrei á fyrr en fólkið sjálft getur farið að treysta hvert öðru. Alvarleg lexía fyrir Evrópu Ef horft er framhjá hörmungun- um þeirra, sem orðið hafa fyrir barðinu á ófriðnum, þá er Bosníu- stríðið afar lærdómsríkt fyrir margra hluta sakir. Það er fyrsta meirihátt- arstríðið í Evrópu eftir síðari heimsstyijöld og í ljós kom, að Evrópusam- bandið eða Evrópuríkin eru alls ófær um að koma sér saman um eina stefnu þegar eitthvað liggur við. Öil aðildarríkin höfðu sína eig- in sýn á ófriðnum og þau eða hern- aðarráðgjafar þeirra voru aðeins sammála um eitt, að halda sig fyr- ir utan. Evrópuríkin tóku þann kost að skýla sér á bak við Sameinuðu þjóðirnar og brugðust þar með þeirri skyldu sinni að bera sjálf ábyrgð á friði í álfunni. Loks voru það Bandaríkjamenn, sem tóku af þeim ráðin svo gersamlega, að þeir hirtu varla um að leyfa ríkis- stjórnum Evrópuríkjanna að fylgj- ast með því, sem fram fór í samn- ingaviðræðunum í Dayton. Fyrir- litning Bandaríkjamanna á ráð- leysinu í Evrópu lýsir sér líka í því, að þeir eru á móti Ruud Lubb- ers, fyrrverandi forsætisráðherra Hollands, sem framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins vegna þess, að þeir telja ekki öruggt, að hann muni sjálfkrafa framfylgja stefnu Bandaríkjastjómar í Bosníu. Það voru ekki sérstakir hags- munir Bandaríkjastjórnar í Bosníu eða á Balkanskaga, sem réðu því, að hún tók frumkvæðið í sínar hendur. Ástæðuna má að nokkru rekja til innanlandsmála, það eru forsetakosningar í Bandaríkjunum á næsta ári, en hún er fyrst og fremst sú, að Bandaríkin eru eina stórveldið nú á dögum og þar með eina ríkið, sem hefur einhveija stefnu í heimsmálunum. Ekki ósvipað og var með Bretland á síð- ustu öld. Evrópuríkin og önnur ríki yfirleitt sjá ekki út fyrir túngarðinn heima hjá sér. Pax Americana Vegna efnahagslegs og hernað- arlegs styrks síns geta Bandaríkja- menn haft áhrif um allan heim og þeir telja það hagsmuni sína að viðhalda því jafnvægi eða þeirri stöðu, sem upp hefur komið eftir að Sovétríkin hrundu. Á Banda- ríkjaþingi eru repúblikanar með nokkurt andóf gegn því að senda hermenn til Bosníu en það er eins og þeir og flestir aðrir séu búnir að gleyma því, að nú í nokkur ár hefur bandarískt herlið verið á Balkanskaga. Það er í Makedóníu, nokkurs konar aðvörun til stríðs- herranna á þeim slóðum. - Friðarsamningarnir um Bosníu eru fyrsta árangursríka tilraunin til að viðhalda Pax Amerícana, „hinum ameríska friði“, nú á dög- um. Alija Izetbegovic, forseti Bosníu, lét svo ummælt eftir að hafa undirritað samning- ana í Dayton, að þeir væru ef til vill ekki rétt- látir og það er ekki fjarri sanni. Þeir voru ekki byggðir á réttlæti, heldur á köldu raunsæi að flestu leyti. Friðurinn var knúinn fram með því að hræða Serba með viðskiptaþvingunum og með því að styðja Króata, sem hefðu aldrei unnið sigra sína á víg- vellinum að öðrum kosti. Þrátt fyrir allar yfirlýsingar um að styðja stjórnina í Sarajevo með vopnasendingum og öðru, þá er hennar hlutur verstur í friðarsamn- ingunum. Hún er nokkurs konar viðauki við króatíska-múslimska sambandslýðveldið en megintil- gangurinn með því er koma í veg fyrir frekari fjöldamorð og brott- rekstur fólks og viðhalda formleg- um landamærum ríkisins. Að flestu öðru leyti hefur Bosníu í raun ver- ið skipt milli Króata og Serba eins og þeir Tudjman og Milosevic eru sagðir hafa viljað. Grimmdarverkin, sem unnin voru í Júgóslavíu í síðari heims- styijöld, ólu á hatri milli þjóðar- brotanna í landinu og hætt er við, að fjöldamorðin, sem framin hafa verið í Bosníustríðinu, gleymist ekki á næstunni. Fyrir Evrópurík- in, sem sum hver vilja standa uppi í hárinu á Bandaríkjunum, er nið- urstaðan sú, að í álfunni er ekkert stórveldi að finna, aðeins smáríki, sem eru á kafi í sama hrepparígn- um og þau hafa verið um aldarað- ir. Evrópa er jafn háð Bandaríkjun- um nú og hún var 1941 þegar Winston Churchill skoraði á þau að skakka leikinn í Gamla heimin- um. Bosnía bara á papp- írnum Samið með aðstoð sýndarveruleika Ekki rétt- læti, heldur raunsæi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.