Morgunblaðið - 26.11.1995, Side 30

Morgunblaðið - 26.11.1995, Side 30
30 SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Ljósm. Sören Hallgren 1971 JÓN Stefánsson hleypur með hest í taumi upp jökultröppurnar. • Ljósm. Laufey Lárusdóttir 1967 FRÁ vinstri: Stefán Benediktsson, Ragnar, Anna, Stefán Pálsson. Helga K. Einarsdóttir segir frá því í formála að nokkuð hafi vafist fyrir sér hvemig enda ætti bókina. Hún var svo að vinna einn daginn við bókina þegar umslag með nafni hennar datt upp úr hand- ritsmöppunni. Þar var þá kominn lokakafli bókarinnar. Hann hafði Ragnar skrifað snemmsumars 1994 og líklega ætlað að senda Helgu en ekki orðið af. Kaflinn er birtur óbreyttur í bókinni. Hér á eftir er gripið niður í bókinni á þremur stöð- um. Vínsaga frá bannárunum Það var einhvem tíma á árunum eftir 1920, að skúta strandar hér "•austur á Hnappavallafjörum. Á þessari skútu var eitthvað af mat- vælum og talsvert af víni. Þó nokkr- ar tunnur komu í land. Aðallega mun það hafa verið rauðvín, má vel vera svolítið af koníaki líka. Vín- tunnunum var skipað á land eins og öðru og þegar lokið var að ná úr strandinu því sem náðist til með góðu móti, var dagur að kvöldi kom- inn og ekki hægt að vinna meira að svo stöddu. Morguninn eftir var von á sýslu- manni til að ganga frá málum, og verki hreppstjóra, sem var Ari Hálf- danarson, var því lokið í bráð. Hann hafði fengið fyrirmæli um að bjarga því helsta sem bjargáð yrði úr skip- inu, en vínbirgðum sem í því voru skyldi hellt niður því nú var komið vínbann í landið. Um kvöldið segir Ari við uppskip- unarmenn, að nú sé eftir að hella þessu niður sem í tunnunum sé. Sjálfur hafí hann farið snemma að heiman í morgun og eigi mörgu eftir að sinna, gegningum og öðru slíku, og fari nú að halda heimleið- is. Ætli hann því að sýna þeim hvemig best sé að vera fljótur að hella víninu niður. Hann tekur barefli og slær gjarð- ir af einni tunnunni, síðan sló hann botninn úr og velti tunnunni á hlið- ina og vínið sem í henni var rann rautt og fallegt út í svartan sandinn. „Jæja, svona má nú fara að því að eyða þessu víni, og ég vil að því sé lokið þegar sýslumaður kemur. Ef einhverjir ykkar mega vera að því að gera þetta fyrir mig þætti mér vænt um það,“ sagði Ari. Þessu var lofað. Það féll nú svo að menn freistuð- ust til að taka fáeinar tunnur með heim til bæja, án vitundar hrepp- stjóra. Mér sem krakka er það minnis- stætt að það var komið með slatta í tunnu inn að Skaftafelli. Þessari tunnu mun hafa verið skipt milli Svínfellinga og Skaftfellinga, að ég held. Skaftfellingar sóttu í Svínafell það sem þeir áttu þar og komu með inn að Brekkum. Þaðan var það borið heim til bæja í fötum. Vegur- inn upp brekkumar var þá ekki svo gcður að hægt væri með góðu móti að /ara þar upp með vagn. Ég man að það stóð skjóla frammi í búri foreldra minna og hátt í henni Ragnar í Skaftafelli Komin er út bókin Ragnar í Skaftafelli - Frásagnir og endurminningar sem Helga K. Einarsdóttir hefur skráð eftir honum og Hörpuútgáfan gefur út. Ragnar Stefáns- son var sem kunnugt er bóndi og þjóðgarðs- vörður um árabil. Handrit bókarinnar hafði að miklu leyti tekið á sig endanlegt form sl. haust nema aðeins var eftir að skrifa lokakaflann. Áður en af því yrði, varð Ragn- ar bráðkvaddur, hinn 1. september 1994. Ljósm. Robert Andrault 1955 RAGNAR með verkað selskinn. af rauðvíni. Þeir fengu sér bragð eftir matinn, faðir minn, Jón afi minn og kannski bræður mínir og síðan var haldið til útiverka og þessu ekki meira sinnt. En Jón afi minn segir við mig þegar hann er búinn úr bollanum sínum: „Heyrðu góði minn. Heldurðu að þú viljir ekki skreppa fyrir mig fram í búr og sækja fyrir mig í bollann aftur. Mig langar að fá mér svolítið meiri lögg. Þetta er svo gott.“ Jú, jú. Ég hljóp til og hafði gam- an af að vera svo mikíll maður að geta fært afa minum þetta. Ég kom fram í búrið og setti í bollann og hugsaði með mér að það væri nú gaman að smakka á þessu fyrst það væri svona gott. Ég drakk úr boll- anum, fyllti hann svo aftur og færði afa mínum. Eftir nokkra stund fór ég víst að skrafa allmikið við hann og var margt sem ég hafði við hann að segja. Ég man þetta ekki almenni- lega en man þó að ég talaði mjög mikið. En ailt er þetta nú í rökkri og reyk fyrir mér og ég man það eitt að afí tók mig í fang sér, bar mig að legubekk sem var þarna inni, lagði mig á hann og sagði að nú skyldi ég bara sofna, en ég vildi tala meira við hann. Að því kom svo að ég fór að kasta upp og þá minn- ist ég þess að ég hugsaði að líklega væri þetta ekki neitt ágæti að vera að drekka þetta sem þeir kölluðu vín. Það væri kannski best að passa sig á því eftirleiðis. Ég gleymdi mér svo algjörlega og sofnaði og svaf allt til kvölds. Ég heyrði að móðir mín var að tala um það við Jón afa minn hvort það gæti ekki verið vont fyrir mig að hafa drukkið þetta. Hann bara hló og sagði: „Nei, það gerir stráknum ekki nokkurn skapaðan hiut til. Hann er jafn góður fyrir því.“ Þetta reyndist satt vera. En ég smakkaði ekki meira á víninu og var það þó örlítið í gangi næstu vik- umar á eftir. Það hefur nú fallið svo að þetta er í eina skiptið á ævinni sem ég hef drukkið mig verulega fullan og þá var ég sjö ára. Símaviðgerð að vetrarlagi Ég ætla að segja hér frá einni ferð, svona til glöggvunar á því hvað þarna var um að ræða. Að vetri til lágu oft ísskarir frá landi og langt út í ána. Þá varð að hafa með sér stöng og brjóta með henni skarð nægilega langt inn til að ekki yrði of hátt fyrir hestinn að komast út í og upp úr. Þetta var stuttu fyrir jól 1952 eða 3. Tíðarfar hafði alllengi verið mjög rysjótt, rigningar miklar en þess á milli byljir og frost. Skeiðará rann milli skara, og þó talsvert vatn í henni enn, og skarimar krepptu sumsstaðar nokkuð að. Það var eig- inlega aðeins á einum stað sem ég taldi að áin væri þokkalega fær. Þegar þetta gerðist var fámennt heima, aðeins Anna, kona mín, og faðir minn sem þá var orðinn slapp- ur til heilsu, hélt sig alveg innan- dyra og var öðru hveiju við rúmið. Jón bróðir minn var í einhverri smíðavinnu fyrir mann í sveitinni. Mér er tilkynnt að síminn sé bil- aður. Ég fer snemma af stað, strax eftir að ég er búinn að prófa að bilunin er fyrir vestan mig en ekki fyrir austan. Ég var lausríðandi en reið hesti sem Brúnn hét og ég átti lengi. Hann var afbragðs vatnahest- ur, sterkur og þolinn. Það er aðeins farið að birta þegar ég kem vestur 'að Skeiðará. Ég byij- aði á því að bijóta niður skörina austan megin og koma góðu skarði í ísinn, sem myndast hafði út frá öldunni austan við ána. Það var dálítið hátt upp á skörina þó ég væri búinn að bijóta, en átti þó ekki að vera vandi fyrir klárinn að ná sér þar upp. Síðan fór ég vestur yfír og braut niður skörina vestan megin. Þarna reyndist vera ágætt brot. Nú, ég fer vestur sandinn og þræði meðfram símalínunni til að finna bilunina. Síminn var lagður mjög ofarlega á sandinn, langt fyrir ofan sæluhúsið. Þarna voru háar og miklar jökulöldur og seinfarið. Þegar ég átti eftir nokkurn spöl vestur á móts við sæluhúsið er kom- ið strekkingsrok af austri og hijóta úr rigningardropar öðru hveiju. Ég held áfram ferð minni og þegar ég er kominn langleiðina vestur yfir það svæði sem mér tilheyrði, fínn ég loks bilunina. Það var mikill snjór á jörð. Það tafði heldur fyrir mér og dagurinn var stuttur og óneitanlega var liðið of langt á daginn til að ég væri öruggur með að hafa bjart yfir Skeiðará. Ég geri nú við þetta, það tók dálitla stund. Síðan held ég til baka í sæluhúsið og drekk þar kaffi- sopa sem ég hafði með mér og fleygði smá heytuggu fyrir klárinn svo hann fengi ofurlitla hressingu líka. Veðrið fór versnandi, það var komin beljandi rigning og snjórinn á jörðinni var orðinn að krapaelg. Lækir voru farnir að renna í öllum farvegum. Þetta var ekkert glæsi- legt og ég hugsaði mitt ráð örstutta stund, en ákvað að halda áfram hvernig sem mér gengi yfir Skeið- ará, ég vissi að hún mundi vaxa fljótt og vatnið í henni aukast. En það var fámennt heima og ég gat ekki hugsað mér að vera að heiman yfir nótt og svo gat líka næsti dag- ur orðið vafasamur. Núpsvötnin yrðu tæpast fær þó ég vildi fara í vesturátt. Ég reið greitt austur, klárinn var viljugur og stórstígur og mér mið- aði fljótt austur veginn. Ég ætlaði að sjá til hvort ég fengi ekki svo- litla birtuglætu til að komast yfir ána. Það var sama óveðrið alla leið- ina, beljandi rok og vatnsveður, óveður af versta tagi. Það segir ekki af ferðum mínum fyrr en ég kem austur að Skeiðará. Eg tek stauraskóna af hestinum. Ég hafði venjulega band á milii skónna og lagði þá yfír hnakkinn. Ég skildi þá eftir við næsta staur, þar var ég vanur að geyma þá yfir veturinn til þess að þurfa ekki að flytja þá yfir ána. Ég held svo áfram og kem að brotinu sem ég fór um morguninn, því ég átti ekki von á öðrum færum stað á ánni og þarna vissi ég best hvernig brotið lá. Það var orðið svo skuggsýnt að ég sá yfír vatnið en lítið meira. Ég ríð út í. Það var heldur undan aust- ur yfír og hentugra fyrir mig. Ég sá að það hafði hækkað mikið við skörina austan megin. Það var spurning hvort orðið væri svo djúpt þar að hesturinn stæði það ekki af sér. Ég held nú hægt og rólega áfram og er kominn út í miðjan ál- inn þegar klárinn snarstoppar. Er kyrr eins og klettur. Ég lít í kringum mig og dálítið ofar sé ég að kemur fram ísstykki, stórt rekald, það hafði brotnað niður ísskör og var að renna þama fram. Klárinn hafði séð meira til hliðar en ég, ég einblíndi á brot- ið framundan og landtökuna hinu- megin en klárinn hafði horft meira í allar áttir. Ég ætlaði að víkja hon- um til baka en það gekk ekki, hann stóð fastur eins og klettur. Þegar ísstykkið nálgast okkur er sýnilegt að það stefnir aðeins austar og mun ekki lenda á klárnum. Hann var

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.