Morgunblaðið - 26.11.1995, Side 32
32 SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
MUNAÐARLEYSINGJAHEIMILIÐ Little Lights á Indlandi og
allir í skólabúningum fyrir tilstilli stuðningsforeldra.
SKUGGI eins trésins er látinn duga þegar kemur að skrifstofuað-
stöðu skólasljórans í Úganda.
Byggt yfir 500
götubörn á Indlandi
ABC hjálparstarf á íslandi stendur nú í stór-
ræðum við byggingu heimila og skóla fyrir
götuböm á Indlandi. Til að standa straum
af kostnaði, em vonir bundnar við jákvæðar
undirtektir landsmanna gagnvart fjáröflun-
^ arleiðum samtakanna. Jóhanna Ingvars-
dóttir kynnti sér starfsemi ABC.
AÐ GEFA bömum, sem búa við
eymd, menntun, von og framtíð er
ein meginhugsjón ABC hjálpar-
starfsins á íslandi. í þeim anda hafa
samtök þessi starfað frá stofnun
árið 1988. Samtökin standa um
þessar mundir í stórræðum, sem eru
fjármögnun og bygging skólahús-
næðis og heimilis fyrir 500 götubörn
á Indlandi, en að sögn Guðrúnar
Margrétar Pálsdóttur, fram-
kvæmdastjóra ABC hjálparstarfsins,
er þörfín fyrir slíkt starf nær óend-
anleg mjög víða í heiminum. Sam-
fcökin reka nú tvö heimili á Indlandi
fyrir munaðarlaus og yfirgefin börn
og stefnt er að frekari uppbyggingu.
Ástand indverskra götubama er_
mjög dapurlegt og barnaþrælkun er
þar algeng, að sögn Guðrúnar.
Margir foreldrar deyja frá ungum
bömum vegna örbirgðar og sjúk-
dóma og börnin enda þá oftast á
götunni þar sem þau beijast fyrir
lífi sínu með betli og öðm tilheyr-
andi. ABC hjálparstarfið fékk beiðni
um aðstoð í upphafi árs 1994 frá
kristnum Indveija, sem frekar af
vilja en mætti, þar sem föst stuðn-
ingsframlög vom engin, stofnaði
heimili fyrir munaðarlaus böm þann
30. maí 1992. Hann gat ekki lengur
horft upp á börn líða hungur og sjúk-
dóma á götum úti án þess að nokk-
ur sýndi þeim umhyggju eða sinnti
þeim. Allt var unnið í sjálfboðavinnu
og treysta þurfti á örlæti þeirra, sem
vissu af starfinu þama í kring til
LÍTILL drengur á Filippseyjum opnar afmælisgjöf frá íslandi.
að geta keypt það nauðsynlegasta,
fæði, klæði, og lyf handa börnunum.
„Við byijuðum strax á því að borga
með 25 bömum í tvo mánuði til að
létta undir með þeim og smám sam-
an fóru að koma inn íslenskir stuðn-
ingsaðilar, sem tóku að sér ákveðin
börn úr hópnum.“
1.450 kr. á barn
Heimilið, sem heitir Little Lights
Orphanage, er í Gannavaram rétt
við borgina Vijayawada í Andra
Pradesh fylki á austurströnd Ind-
lands. Við stofnun heimilisins voru
tekin inn 40 börn og voru þau orðin
73 þegar neyðarkall barst til ís-
lands. Nú búa á heimilinu rúmlega
300 börn, en um miðjan júlí sl. flutti
heimilið í stærra húsnæði, sem einn-
ig er orðið of lítið, og em bygginga-
framkvæmdir hafnar við annað hús
þar. Annað heimili fyrir götubörn
var síðan opnað í byijun september
sl. í Madras þar sem um 50 nauð-
stödd börn hafa fengið inni. Það er
einnig rekið af kristnum Indveija.
Öll börnin, sem dvelja á þessum
heimilum, em styrkt frá íslandi í
gegnum ABC hjálparstarf, en
ákveðnir stuðningsaðilar sjá um
hvert og eitt barn. Kostnaður á
mánuði við eitt barn nemur 1.450
krónum. Fyrir þessa upphæð fá
börnin húsaskjól, umönnun, læknis-
hjálp, fatnað og fullt fæði, almenna
menntun og verklega þjálfun í ein-
hverri iðn svo þau standi sem best
að vígi þegar þau fara af heimilinu.
Þeir, sem gerast stuðningsaðilar, fá
að fylgjast með sínum börnum og
geta verið í bréfasambandi við þau.
ABC hjálparstarf hefur nú fest
kaup á fjórum hekturum lands í
Gannavaram, þar sem áætlað er að
byggja heimili og skóla fyrir um 500
börn. Að sögn Guðrúnar kostar land-
ið þijár og hálfa milljón kr. og kostn-
aður við heimilið, sem nú er í bygg-
ingu, er áætlaður upp á 1,7 milljón
kr. Til að fjármagna byggingu heim-
ila og skóla fyrir götubörn á Ind-
landi hafa verið gefin út jólakort og
dagatöl og segir Guðrún að ef allt
upplagið myndi seljast ' fyrir jól,
myndi andvirðið nægja fyrir land-
kaupunum og byggingunni.
Sjálfboðavinna
Allt starf ABC er unnið í sjálf-
boðavinnu og koma þar margir að.
Skrifstofa samtakanna er opin frá
9-17 alla virka daga og þegar mikið
er að gera, er stundum unnið á
kvöldin og jafnvel fram á nætur.
Sjálf segist Guðrún Margrét hafa
farið í hnattferð ein síns liðs fyrir
um tíu árum og þá fengið að kynn-
ast eymdinni víða.
Það var svo árið 1988 að Guðrún
og sex aðrir kristnir einstaklingar
ákváðu að stofna ABC hjálparstarf,
sem eru íslensk, samkirkjuleg hjálp-
arsamtök. Markmið þess er að veita
bágstöddu fólki í þriðja heiminum,
börnum jafnt sem fullorðnum, hjálp,
sem kemur að varanlegu gagni. Með
aðstoð samstarfsaðila erlendis og
stuðningsaðila á íslandi, er starfið
þegar farið að skila mjög góðum
árangri og verður það sífellt um-
fangsmeira, að sögn Guðrúnar. Öll
framlög renna óskert til hjálpar bág-
stöddum í löndum þar sem fátækt
og hörmungar ríkja, en samtökin
hafa aðallega starfað í Úganda, Ind-
landi, Kambódíu, Filippseyjum,
Bangladesh og Laos. í þessum lönd-
um eru samtals um 1.700 börn á
framfæri íslenskra stuðningsaðila í
gegnum ABC.
„Sjálf sé ég ekki eftir einni ein-
ustu mínútu í þetta sjálfboðaliða-
starf mitt þau sjö ár sem ég hef
gefið í þetta,“ segir Guðrún Mar-
grét, en fyrir utan það að vinna í
sjálfboðavinnu daginn út og inn,
leggja þau hjónin til skrifstofuhús-
næði undir starfsemina leigulaust
og njóta góðrar aðstoðar ýmissa
fyrirtækja við að reka starfið.
Vil gefa bömum von
um betra líf
„í DAG væri ég örugglega á götum
Kalkútta ef ég hefði ekki verið svo hepp-
inn að eignast á unga aldri stuðningsfor-
eldra sem kostuðu mína skólagöngu allt
fram á fullorðinsár,“ segir Róbert
Solomon, sem nú er 32 ára gamall Ind-
veiji, lærður bókari og búsettur í Houst-
on í Texas. Hann fluttist til Bandaríkj-
anna árið 1983 og er nú kvæntur„yndis-
legri bandarískri konu“, eins og hann
orðar það, sem er prófessor við lækna-
skóla í Houston.
Róbert var sex ára að aldri þegar
hann fyrst var styrktur til náms af kan-
adískri konu, sem ákvað að gerast stuðn-
ingsforeldri barns á Indlandi í gegnum
bandarísku hjálparsamtökin Mission of
Mercy. Róbert er fæddur og uppalinn í
Kalkútta á Indlandi og segir fjölskyldu
sína hafa verið mjög fátæka. „Við vorum
sjö í fjölskyldunni, mamma, pabbi og
fimm börn og bjuggum í um það bil tíu
fermetra húsnæði."
„Pabbi minn var mjög örvæntingar-
Lullur maður, allt þangað til hann kynnt-
ist kristinni trú þegar ég var sex ára.
Hann leitaði að Guði alls staðar. Hann
var um tíma hindúatrúar, þá búddisti
og einnig múhameðstrúar, en hann fann
ekki svör í neinum þessara trúarbragða
svo að hann ákvað að tilbiðja Satan til
að fá frið. Það gekk heldur ekki eftir.
Hann var líka mikið í drykkju á þessum
árum og kom alltaf heim með tvær hend-
ur tómar. Hann drakk fyrir þá litlu pen-
inga, sem honum áskotnuðust, og vasar
hans voru alltaf tómir þegar mamma
leitaði þar að peningum,“ segir Róbert.
„Einn daginn þegar pabbi minn var á
gangi heim á leið, heyrði hann fallega
tónlist óma út úr einu húsinu. Hann fór
inn, settist niður og hlustaði á fagnaðar-
erindið um Jesús. Hann ákvað að breyta
til í lífi sínu og gaf hjarta sitt á vald
Jesús Kristi. Faðir minn breyttist upp
frá þessu. Hann fól líf sitt í hendur
Guði. Hann hætti drykkju, fékk vinnu
sem hann hélt og hóf að starfa innan
kirkjunnar. Fjölskyldan fór reglulega til
kirkju og þar með var fjölskyldunni
borgið. Upp frá því fékk ég mína mennt-
un og öll mín systkini, sem eru fjögur
að tölu.“
Róbert segist vera í góðu sambandi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
RÓBERT Solomon fæddist og ólst upp
við fátækt á Indlandi, en fékk menntun
með aðstoð kanadískra
stuðningsforeldra.
við systkini sín og foreldra, sem enn búa
í Kalkútta. „Ég á þessu hjálparstarfi að
þakka það sem ég er í dag og hef ákveð-
ið að helga líf mitt þessu starfi. í þeim
tilgangi er ég nú á Islandi. Ég ferðast
um heiminn og afla stuðningsforeldra
fyrir önnur börn, sem eiga um sárt að
binda. Ég var í vinnu þjá olíufyrirtæki
í Houston allt þar til í byrjun október
að ég ákvað að hætta þar til að geta
helgað mig þessu starfi, sem gerði svo
mikið fyrir mig. Ég vil gefa öðrum börn-
um von um betra líf.“ Róbert heimsækir
bæði skóla og kirkjur auk þess sem hann
heldur heldur fjölda tónleika enda góður
söngvari. Og hann spyr: „Ef hindúismi
er trúarinnar virði, hvers vegna eru svo
mörg börn á Indlandi án vonar og deyj-
andi?“
Indland allt er einn þriðji af lands-
svæði Bandaríkjanna. Fólksfjöldi Banda-
ríkjanna er aftur á móti um 260 milljón-
ir á meðan að íbúar Indlands teþast í
dag vera 901 milljón manns og því er
spáð að um aldamótin muni íbúafjöldinn
verða yfir milljarð manns. í Kalkútta,
sem er ein fátækasta borg Indlands, búa
nú um átján miHjónir manna. Lands-
svæðið er á stærð við flugvöllinn í Dall-
as eða um níu mílur á lengd og sex míl-
ur á breidd. 80% íbúa Kalkútta búa í
fátækrahverfum. „Til að lýsa ástandinu
má nefna að um þúsund íbúar eru um
hvern vatnskrana og 500 manns um
hvert klósett. Fátæktin er þvilík að dæmi
eru um að foreldrar selji börn sín fyrir
upphæð sem nemur 50 íslenskum krón-
um,“ segir Róbert að lokum.