Morgunblaðið - 26.11.1995, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ
ALDARMINNING
SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 1995 35
BJÖRN
ÓLAFSSON
Á ALDARAFMÆLI
Björns Ólafssonar,
stórkaupmanns, for-
stjóra og ráðherra, hinn
26. þessa mánaðar, er
við hæfí að Ferðafélag
íslands minnist hans á
þessum vettvangi, en
Björn var hinn helsti
forgöngumaður um
stofnun þess árið 1927,
síðar forseti þess um
nokkur ár og æ síðar
mikill velunnari félags-
ins. Það var vel ráðið
og verðskuldað þegar
félagið gerði Bjöm, þá
þjóðkunnan mann, sem verið hafði
aðalhugmyndasmiðurinn við fé-
lagsstofnunina og mótandi félags-
starfsins fyrstu árin, að heiðursfé-
laga sínum á aldarfjórðungsafmæli
félagsins 1952. Hætt er þó við, að
með árunum fenni yfír gengin spor
forystumanna - þótt enn fari því
fjarri að Björn sé gleymdur meðal
Ferðafélagsmanna - og því þykir
rétt að nota þetta tækifæri til að
minna almenning á störf þessa
mæta manns, einkum þó að Ferða-
félagsmálum, sem vissulega snerta
almannahagsmuni. Æskilegt væri
að aðrir verði til að fjalla um ýmsa
þá þætti í ævi og starfi Björns, sem
hér verða lítt gerðir að umræðu-
efni, en þar er sannarlega af nógu
að taka, því að víða kom hann við
á sínum merka ferli og skildi eftir
sig varanleg ummerki í íslensku
stjórnmála- og atvinnulífi.
Eins og mörgum mun kunnugt
var Ferðafélag íslands stofnað
haustið 1927, nánar tiltekið hinn
27. nóvember það ár. Ekki fer á
milli mála, að Björn Ólafsson - þá
ungur athafnamaður í Reykjavík
með trausta reynslu af ferðum um
land okkar, jafnt í byggðum sem
óbyggðum - var í reynd frumkvöð-
ull að stofnun þess og að starfsemi
félagsins fyrstu árin mæddi hvað
I mest á honum. í ávarpi, sem Björn
hélt af tilefni afmælishátíðar fé-
'lagsins 1952, upplýsti hann þó, að
| snemma árs 1927 hafí Sveinn
Björnsson, þá sendiherra í Kaup-
mannahöfn en síðar forseti íslands,
vakið máls á því við sig, að hér á
landi yrði stofnað félag, er hefði
svipað hlutverk og ferðafélög
áhugamanna á Norðurlöndum.
Segir Björn, að Sveinn hafi tekið
af sér loforð um að hann beitti sér
fýrir stofnun þess konar félags, en
á. það er að líta, að á þessum tíma
* átti Sveinn óhægt um vik með að
I vinna sjálfur að þessu máli sökum
þess að hann var þá búsettur er-
lendis. Þótt Bjöm hafí þannig ekki
átt frumhugmyndina að félags-
stofnuninni, þarf hins vegar engum
blöðum um það að fletta, að hann
tók þegar að vinna að því að hrinda
henni í framkvæmd; fékk hann
fjjótt til liðs við sig ýmsa mæta
i menn, sem sumir hveijir höfðu
| reyndar verið félagar hans í
á óbyggðaferðum árum saman þótt
* vart verði sagt, að þar hafí verið
um formlegan félagsskap að ræða.
Undirbúningsfundir að félagsstofn-
un fóru fram í skrifstofu Björns;
hann var sá, er fyrstur ritar undir
ávarp það til almennings, sem und-
irbúningsnefndin sendi frá sér fyrir
stofnfund, og það var hann, sem
4 hafði framsögu um lög og stefnu
félagsins á stofnfundinum, er hald-
€ inn var í Kaupþingssalnum í
4 Reykjavík síðdegis sunnudaginn
27. nóvember 1927. Ekki er heldur
að efa, að Björn hefur einkum
mótað og fært í letur þá stefnu,
sem birtist í hinum fyrstu félags-
lögum, er samþykkt voru á þeim
fundi, en þar segir að tilgangur
félagsins sé m.a. „að vekja áhuga
landsmanna á ferðalögum um land-
ið, sérstaklega þá landshluta, sem
4 lítt eru kunnir almenningi, en eru
~ fagrir og sérkennilegir." Þá segir
1 og: „Félagið beitir sér fyrir bygg-
ingu sæluhúsa í óbyggðum, stærri
og fullkomnari en nú
tíðkast hér á landi. Það
gengst fyrir því, að
ruddir séu og varðaðir
fjallvegir og hefur gát
á að slíkum leiðum sé
við haldið. Félagið ger-
ir eftir föngum ráð-
stafanir til þess að
meðlimir þess geti
ferðast ódýrt um land-
ið... [og] gengst fyrir
því að kynna mönnum
jarðfræði landsins og
jurtaríki og sögu
ýmissa merkra staða.“
Hefur síðan verið
byggt á svipuðum stefnumiðum
þótt orðalag hafí breyst nokkuð í
félagslögunum.
Á stofnfundi Ferðafélags íslands
var Jón Þorláksson verkfræðingur,
sem þá hafði nýlega látið af emb-
ætti forsætisráðherra, kosinn fyrsti
forseti félagsins, en Björn Ólafsson
varaforseti. Tók Björn síðan við
forsetaembættinu árið 1929 og
gegndi því um fjögurra ára skeið,
til 1933. Á þessum fyrstu starfsár-
um félagsins var lagður grunnur
að framtíð þess, ferðastarfsemi
skipulögð og fyrsta sæluhúsið
byggt, í Hvítámesi, sem enn stend-
ur með sóma og mörgum þykir enn
í dag fegursti skáli félagsins. Eftir
að Bjöm lét af forsetastarfinu mun
hann lítt hafa tekið þátt í daglegum
störfum Ferðafélagsins en hafði þó
æ síðan mikinn áhuga á félaginu
og efldi hag þess á margan veg.
Þegar Sveinn Bjömsson sneri sér
til Björns Ólafssonar með hvatn-
ingu um að stofna ferðafélag, hefur
val Sveins á viðmælanda til þeirra
hluta verið vel gmndað því að þá
þegar var Björn orðinn kunnur
ferðamaður - í senn áræðinn og
traustur svo sem reyndar einkenndi
öll hans störf á lífsleiðinni - og
hafði einnig sýnt djörfung og
framfarahug í viðskiptastörfum
sínum sem og annars staðar á opin-
bemm vettvangi. Á ungum aldri
tók Bjöm að leggja stund á ferðir
um óbyggðir landsins, oftast í hópi
annarra ungra manna, sem hann
hafði forystu fyrir, og fór hann þá
m.a. um ýmis svæði, sem áður
höfðu lítt verið könnuð. Kunn varð
t.d. för hans ásamt nokkrum félög-
um í Þórisdal, suðvestanundir
Langjökli, sumarið 1918, en sá jök-
uldalur var þá enn sveipaður dulúð
þjóðsagnanna og mátti heita ók-
annaður. Ritaði Björn ágæta grein
um þessa landkönnunarferð í Eim-
reiðina sama ár.
Um áratuga skeið var Björn í
hópi forystumanna í íslensku þjóð-
lífi, einkum á sviði viðskipta og
stjórnmála, en jafnframt margvís-
legra félagsmála annarra. Hann
rak sjálfur stórtæk viðskipti í inn-
flutningsstarfsemi og síðar iðnaði,
var kunnur stjórnmálamaður og
þar í fararbroddi um skeið; fór
hann ekki varhluta af gagnrýni og
stormum sinnar samtíðar en kom
þó heill frá þeirri orrahríð, enda
heilsteyptur maður og grandvar.
Ótaldar eru þær opinberu nefndir
og stjórnir, er hann átti sæti í, þ.á
m. nefndir um viðskiptasamninga
við önnur ríki. Þá sat hann í stjórn-
um ýmissa fyrirtækja, sumra
stórra, og stofnaði m.a. hlutafélag-
ið Vífilfell, sem brátt varð þjóð-
kunnugt, en Bjöm var forstjóri og
aðaleigandi þess fyrirtækis. I
stjórnum Verslunarráðs íslands og
Félags íslenskra stórkaupmanna
sat hann árum saman og kvað þar
mikið að honum. Á árunum 1922-
1928 átti hann sæti í bæjarstjórn
Reykjavíkur en 1948-1959 var
hann alþingismaður Reykvíkinga.
Fjármála- og viðskiptamálaráð-
herra var hann í utanþingsstjórn-
inni 1942-1944, en síðan fór hann
með sama ráðherraembætti 1949-
1950, þar til hann tók við embætti
ráðherra menntamála og viðskipta-
mála, sem hann gegndi fram til
1953. Hann átti hlut að stofnun
ýmissa almennra félaga auk Ferða-
félagsins, svo sem Rauða kross
íslands og Bálfarafélagsins. Þrátt
fyrir öll þessi margbrotnu umsvif
og athafnasemi, sem að sjálfsögðu
hafa verið honum ofarlega í huga,
er hann leit til baka, lét þó Bjöm
svo um mælt á aldarfjórðungsaf-
mæli Ferðafélagsins, er hann var
kominn hátt á sextugsaldur, að
fátt væri honum hugstæðara frá
síðustu áratugum í lífi sínu en
stofnun þess félags. Um hugsjón
sína, er leiddi til stofnunar félags-
ins, sagði hann við sama tækifæri:
„Ég taldi þá og tel enn höfuðnauð-
syn að glæða áhuga æskulýðsins
fyrir ferðalögum um landið, svo að
hann geti kynnst hinni fögru og
stórbrotriú náttúru þess. Þetta land
kann enginn að meta sem skyldi,
fyrr en hann hefur séð það og hin
sterku áhrif náttúrunnar hafa mót-
ast í sál hans. Þetta þóttist ég
hafa numið af minni eigin
reynslu ... Ég efast um, að til sé
nokkur annar félagsskapur í land-
inu, sem getur sagt með sama rétti
og Ferðafélagið, að það sé félag
allra landsmanna. Það stendur ofar
öllum deilum stétta og stjórnmála.
Það vinnur að því, sem best getur
sameinað okkar sundurlyndu þjóð,
að kenna henni að þekkja og meta
það, sem allir landsmenn eiga sam-
eiginlega: fegurð, tign og mátt ís-
lenskrar náttúru.“
Bjöm Ólafsson var fæddur á
Akranesi 26. nóvember 1895 og
var því 78 ára að aldri, er hann
andaðist í Reykjavík 11. október
1974, eftir langvinn veikindi. For-
eldrar hans voru Guðmundur Ólafs-
son, útvegsbóndi á Akranesi, og
síðari kona hans, Ingibjörg Ólafs-
dóttur, en bæði voru þau hjónin
upprunnin í Mýra- og Borgarfjarð-
arsýslum. Sex ára að aldri missti
Björn föður sinn og fluttist ári stð-
ar með móður sinni til Reykjavíkur
þar sem hann ól síðan aldur sinn.
Um skólanám var ekki að ræða
utan fáa vetur í bamaskóla og
þrettán ára hóf hann störf við póst-
þjónustuna í Reykjavík og naut þar
brátt trúnaðar þótt ungur væri að
ámm. Á áranum 1916-1918 var
hann verslunarfulltrúi í Reykjavík
en síðan lengst af stórkaupmaður
og iðnrekandi að aðalstarfí.
Eiginkona Bjöms var Ásta Pét-
ursdóttir, er andaðist 1968. Gengu
þau að eigast í nóvembermánuði
1929 eða um sama bil og Bjöm
gerðist forseti Ferðafélags Islands.
Björn varð með ágætum sjálf-
menntaður, svo að orð var á gert,
enda ætíð bókhneigður og fróð-
leiksfús. Ritaði hann fagurt og
kjammikið mál og hafði þar forn-
sögur að bakhjarli. Mest ritaði hann
um viðskipta- og stjómmál, svo sem
við var að búast, en batt sig þó eigi
við þau svið, sbr. m.a. greinar hans
urn ferðalög og ferðaslóðir. Einnar
þeirra var áður getið, en jafnframt
má benda á árbók Ferðafélags ís-
lands 1929, sem fjallar um Kjalveg,
en þar átti Bjöm góðan kafla. Skap-
fastur og skoðanafastur var hann
að mati flestra þeirra, er áttu við
hann náið samneyti, stórhuga og
áræðinn en jafnframt drenglyndur
og hjálpsamur þeim, sem hann vildi
veita lið. Að margra mati var hann
einþykkur og „dansaði ekki eftir
hvers manns pípu“. í eftirmælum
um Bjöm komst Geir Hallgrímsson
svo að orði um þennan samheija
sinn úr stjórnmálabaráttunni: „Um
nokkurt árabil stóð töluverður styr
um Björn Ólafsson innan Sjálfstæð-
isflokksins. Hann var ekki viðmæl-
andi allra við fyrstu kynni, þótti
stundum þurr á manninn, jafnframt
því, sem hann var ákveðinn í skoð-
unum. Við frekari kynni ávann
Bjöm sér þó slíkt traust og virðingu
að mikil eftirsjá þótti, þegar hann
hætti afskiptum af stjórnmálum ...
Björn Ólafsson var íþróttamaður,
höfðinglegur í framgöngu og setti
svip á umhverfi sitt. Hann var sjálf-
um sér samkvæmur í lífi sínu og
skilaði landi sínu slíku starfi, að
lengi verður minnst.“
Páll Sigurðsson, forseti
Ferðafélags íslands.
t
Ástkær móðir okkar,
ÞÓRDÍS GUÐJÓNSDÓTTIR,
Digranesvegi 80,
Kópavogl,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
mánudaginn 27. nóvember kl. 10.30.
Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu
er vinsamlegast bent á líknarstofnanir.
Fyrir okkar hönd og annarra vanda-
manna,
Unnur Jakobsdóttir,
Kristmundur Jakobsson.
t
Fóstri minn,
JÚLÍUS GEIRSSON,
Laugarásvegi 66,
Reykjavfk,
verður jarðsunginn frá Áskirkju mánu-
daginn 27. nóv. kl. 13.30.
Fyrir hönd aðstandenda.
Ólöf Ólafsdóttir.
t
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
VILHJÁLMUR ALBERT LÚÐVÍKSSON,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni
þriðjudaginn 28. nóvember kl. 13.30.
Oddný Vilhjálmsdóttir,
Gissur Vilhjálmsson, Bryndís Sigurðardóttir,
Lúðvík Vilhjálmsson, Ingveldur Fjeldsted,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Útför föður míns og fósturföður,
tengdaföður, mágs, afa og langafa,
SIGURÐAR SIGBJÖRNSSONAR,
Stangarholti 16,
Reykjavík,
sem andaðist á Hrafnistu 17. nóvember
sl., fer fram frá Fossvogskirkju þriðju-
daginn 28. nóvember kl. 15.00.
Þorsteinn B. Sigurðsson, Ingunn Sigurðardóttír,
Guðmundur Elíasson, Ragnheiður Briem,
Guðmunda Guðmundsdóttir,Elfn Guðmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Við viljum þakka öllum þeim, sem sendu
kærleiksríkar kveðjur og sýndu stuðning
við andlát og útför okkar ástkæru eigin-
konu, móður, tengdamóður og ömmu,
MARGRÉTAR MATTHÍASDÓTTUR,
Sólvallagötu 33,
Reykjavík.
Hjálmtýr E. Hjálmtýsson,
Ásdís Hjálmtýsdóttir,
Sigrún Hjálmtýsdóttir, Þorkell Jóelsson,
Lucinda Hjálmtýsdóttir, Gfsli Helgason,
Matthfas B. Hjálmtýsson, Guðrfður Loftsdóttir,
Jóhanna St. Hjálmtýsdóttir, Michael Dean Pollock,
Arnar Gunnar Hjálmtýsson,
Páll Óskar Hjálmtýsson
og barnabörn.
Lokað
Skrifstofa okkar verður lokuð eftir hádegi mánu-
daginn 27. nóvember 1995 vegna jarðarfarar
LILLYJAR SVÖVU SNÆVARR.
Lögmenn Garðastræti 6.
Bergsteinn Georgsson hdl.
Sigurður Georgsson hrl.