Morgunblaðið - 26.11.1995, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 1995 37
i
I
.
i
I
\
I
(
I
i
I
i
I
i
I
I
gagnvart hinum æðri máttarvöld-
um. Fráfall Lillyjar Svövu var
ótímabært og hennar verður sárt
saknað.
Ef ég ætti að lýsa Lilly í nokkrum
orðum koma í huga mér glaðværð
og bjartsýni, umhyggjusemi og
hlýja. Fyrstu minningar mínar af
henni eru nátengdar dætrum henn-
ar og þá sérstaklega Brynju og
Svövu, en við erum- á svipuðu reki
og hefur alltaf verið góð vinátta á
milli okkar. Því má að miklu leyti
þakka hversu sterk tengsl eru á
milli systranna Snævarr. Þegar ég
hugsa til baka er margt sem kemur
mér í huga. Minningar frá Kapló
og svo síðar í Granaskjólinu, þar
sem ég bjó sumarið 1981 á meðan
við ijölskyldan bjuggum enn í
Bandaríkjunum. En fyrir utan sam-
skipti mín 'við Lilly innan fjölskyld-
unnar þá vann ég hjá henni á Póst-
gíróstofunni á sumrin alla mína
menntaskóla- og háskólagöngu og
var það mér mikils virði. Ég veit
að Lilly bar sterkar taugar til systra
sinna og fjölskyldna þeirra og lét
sig varða um hag okkar systrabarna
sinna. Það sýndi hún í verki. Hún
frænka mín var mikil stemmninga-
manneskja og hafði yndi af því að
bjóða heim og þótti gaman að gera
sér dagamun þó tilefnið væri -ekki
endilega merkilegt. Ég minnist þess
að fyrir nokkrum árum héldu Lilly
og Sverrir boð í tilefni af fermingar-
afmæli sínu. Þetta þótti mér stór-
kostleg hugmynd. Tilefnið var ekki
það sem skipti máli, heldur að hafa
fjölskyldur og vini í kringum sig.
Éitt af því sem var einkennandi
fyrir Lilly, sem hún ásamt systrum
sínum hefur smitað okkur yngri
kynslóðina af, er að gleðjast yfir
að hittast, hvort sem það er í stúd-
entaveislum, á þorrablótum og í
garðboðum á 17. júní í Granaskjól-
inu, að ógleymdri KR-hátíðinni sem
hún bytjaði að halda í fyrrasumar.
Lífsgleðin og bjartsýnin skein alltaf
í gegn hjá henni frænku minni og
hafði áhrif á alla sem henni kynnt-
ust. Þannig mun ég muna hana.
Við Þórður og Assa Borg vottum
Sverri og stelpunum, barnabörnun-
um og tengdasyni innilegustu sam-
úð. Missirinn er mikill en minning-
arnar lifa áfram í huga okkar.
Helga.
Fjarri Fróni bárust mér þær
fréttir að Lilly Svava frænka mín
væri látin. Andstæðar tilfinningar
fylltu hugann, annars vegar harmur
og söknuður og hins vegar léttir
yfir að farinn líkami hefði fengið
hvíld. Fjarlægðin gerði tómið svo
óendanlegt. Jafnt og þétt kvistar
dauðinn niður trén í skógi lífsins
og hér féll stofn, sem vænst var
að standa mætti og njóta sín miklu
lengur.
Við þessi vegaskil streyma fram
minningar liðinna áratuga og jafn-
framt þakklæti til forsjónarinnar
fyrir að hafa átt hana að. Bernsku-
minningar mínar eru um myndir
af fallegu, broshýru frænkunni sem
átti heima syðra og sendi um hver
jól pakka sem innihéldu gersemar
og í framhaldi af því um það, er
fundum okkar bar fyrst saman hér
í Reykjavík fyrir tæpum 50 árum.
Hún var þá álfaprinsessan á
Laufásveginum, síkát, síkvik og
verkaði eins og segull á leikfélagana
í hverfinu og eflaust hefur það ekki
spillt fyrir að eiga heima í þessu
dulúðuga og glæsilega húsi, Galta-
felli, sem alltaf stóð opið öllum skar-
anum. Dvöl mín þá á Galtafelli, í
sumarbústaðnum Stiklastöðum við
Þingvallavatn og ferðir í Nýja bíó
að vild, voru í huga sveitastúlkunn-
ar óraunhæfur veruleiki. Veröldin
breyttist. Áður þekktar stærðir voru
ekki lengur viðmiðun, ný vídd hafði
opnast.
Á Galtafelli bjuggu þá tvær fjöl-
skyldur, foreldrar Lillyjar Svövu,
þau Árni Snævarr verkfræðingur
og Laufey Bjarnadóttir, svo og for-
eldrar hennar þau Sesselja Guð-
mundsdóttir og Bjarni Jónsson,
kenndur við Nýja Bíó. Galtafells-
heimilið var annálað fyrir glæsi-
mennsku, húsráðendur beggja
hæða miklir listunnendur, málverk
meistaranna prýddu þar veggi og
listaverk bróðurins, Einars Jónsson-
ar, skipuðu öndvegi. Húsbúnaður
var að miklu leyti valinn erlendis
og féll að þeim ramma, sem hér
hefur verið lýst.
í þessu umhverfi ólst Lilly Svava'
upp við mikið ástríki og allsnægtir.
Hún bar nöfn móðursystra sinna
tveggja, sem dóu á sama ári í blóma
lífsins. Engum blandaðist hugur um
að hún var yndi og eftirlæti fjöl-
skyldunnar allrar, sem auk þess
hefur trúlega að nokkru fundið í
nöfnum hennar sefa við þeirri sorg
sem hún hafði þurft að bera. Lilly
Svava var elst fjögurra dætra þeirra
Bíbíar og Árna og frá fyrstu tíð
var mikill samgangur milli heimil-
anna — stundum eins og eitt heim-
ili — og því bjó hún að mótandi
áhrifum stórfjölskyldunnar.
Á æskuárum mínum naut ég
þeirra forréttinda að vera heima-
gangur á báðum búum. Þar var
mikill gestagangur og veislur mikl-
um, mun meiri en almennt gerðist,
og voru húsráðendur hrókar alls
Lokað Skrifstofa okkar verður lokuð mánudaginn 27/11 frá kl. 13 til 15 vegna jarðarfarar LILLÝJAR SVÖVU SNÆVARR. Lögmenn, Skólavörðustíg 12.
Lokað Vegna jarðarfarar LILLYJAR SVÖVU SNÆVARR verður skrifstofa okkar lokuð frá hádegi á morg- un, mánudaginn 27. nóvember. Endurskoðunarstofan, Skólavörðustíg 12.
Lokað Stofan verður lokuð mánudaginn 27. nóvember milli kl. 13 og 15 vegna útfarar LILLYJAR SVÖVU SNÆVARR. Lögmannsstofa Jóns Steinars Gunnlaugssonar, hrl., ehf., Skólavörðustíg 6b, Reykjavík.
MINIMIIMGAR
fagnaðar og veitulir gestgjafar. Það
merlar á margar minningar frá
þessum árum.
Á milli okkar Lillyjar var nokk-
urra ára aldursmunur og því lágu
leiðir okkar ekki samsíða á tíma-
bili. En frá þeim tíma, að Sverrir
kom inn í hennar líf og þau eignuð-
ust fyrsta sólargeilsann sinn, hana
Unni, þá urðum við jafnöldrur og
meira en það, því vinátta hennar
og trygglyndi hefur verið í þeim
mæli að seint verður þakkað. Við
hittumst oft, við heyrðumst oft og
síðar fóru báðar að vinna utan
heimilis. Með tilkomu þess varð
minni tími til tengsla, hveiju við
undum illa. Til að ráða bót á þessu
ákváðum við fyrir margt löngu að
bjóða þessari tímaleysisþróun sam-
tímans birginn og höfum um ára-
raðir hitst annað slagið í hádeginu
á einhveijum veitingastað og kallað
það litlu „lönsana“ okkar. Þær
stundir voru hveiju sinni tilhlökkun-
arefni og þær stundir voru nýttar
til hins ýtrasta. Margt vár rætt og
mikið hlegið, hún Lilly hló svo smit-
andi. Hún var fundvís á broslegu
hliðar lífsins, en undir bjó heilbrigt
lífsviðhorf, skapfesta og seigla.
Lífsgæðakapphlaup og lífsgræðgi
voru henni fjarri og ládeyðu og
lognmollu var ekki að finna í henn-
ar persónuleika. Henni varð tíðrætt
um að lifa lífinu hratt og hún lifði
lífinu hratt. „Við getum verið dáuð-
ar þá“, sagði hún stundum, hló og
pírði augun. Og nú höfum við ræki-
lega verið á það minnt, að ekki
dugir alltaf að hugsa seinna. Það á
enginn morgundaginn vísan.
Þau Lilly og eiginmaður hennar,
Sverrir Ingólfsson viðskiptafræð-
ingur og löggiltur endurskoðandi,
voru samhent í því að rækta sinn
vinagarð og taka á móti gestum.
Oft var margt manna hjá þeim. Þá
sem endranær mátti skynja áhrif
uppvaxtarins — hún Lilly var svo
galtfellsk. En þau hjón kunnu ekki
síður að meta gott og rólegt fjöl-
skyldu- og heimilislíf. Hún hafði
yndi af garðinum sínum og oft var
sagt frá góðum stundum, sem
tengdust heita pottinum er þar
hafði verið komið fyrir.
Lilly Svava fékk heilablæðingu í
júlíbyijun og komst aldrei til með-
vitundar. Það hefur verið mikil þol-
raun Sverri og dætrum þeirra,
Unni, Brynju og Svövu, svo og öðr-
um hennar nánustu, að standa við
sjúkrabeð hennar allan þennan
tíma. Þau hafa öll sýnt fádæma
stillingu og gert sér grein fyrir að
einungis á einn veg gat farið. Megi
allar þær björtu minningar, sem þau
eiga um hana og sú lífsgleði sem
henni var gefin verða þeim styrkur
I sárri sorg.
Vegir skiljast nú um stund. Ég
kveð þig frænka í þeirri vissu, að
við munum hittast á landi hinnar
eilífu æsku, þar s'em sá þráður, sem
nú hefur verið slitinn, verður aftur
upp tekinn.
Birna Stefánsdóttir.
Fáein kveðjuorð
frá æskuvinkonu
Það er nóvember, ferðamánuður
okkar vinstúlknanna Lilly Svövu,
Arndísar, Önnu Lár., Maríu og und-
irritaðrar. Á seinni árum höfum við
farið saman í helgarferðir til nokk-
urra stórborga í Evrópu, farið á
söfn og á vertshús og notið náinna
samvista hver við aðra. Margar slík-
ar ferðir voru fyrirhugaðar og var
búið að ákveða að fara árlega af
bæ. Okkur leið svo vel saman, það
var alltaf gaman og lífið var dásam-
legt, og okkur fannst við verða að
nota allar þær stundir, sem okkur
væru gefnar. Engin okkar var já-
kvæðari, léttari í lund og jafnlynd-
ari en Lilly Svava, og henni var
alltaf alveg sama, hvert við færum,
bara ef við færum eitthvað saman.
Og nú er hún farin ein í þessa nóv-
emberferð, sem ekki var fyrirhug-
uð.
Ferð okkar Lilly Svövu í gegnum
lífið varði í 50 ár. Við hittumst fyrst
í Grænuborg, barnaskóla ísaks
Jónssonar, við Miklatorg, þá 5 ára
gamlar. Okkur varð strax vel til
vina og bundumst á þessum unga
aldri sterkum vináttuböndum, þótt
ólíkar værum, hún svo fínleg og
prúð, ég stór og fyrirferðarmikil.
Við gengum ekki í sömu skóla eftir
að dvölinni í Isaksskóla lauk, en
vorum alltaf í nánu sambandi, not-
uðum flest tækifæri til að vera sam-
an og njóta tilveru æsku- og ung-
lingsáranna og á vináttu okkar bar
aldrei skugga. Vinkvennahópurinn
var stór, sem dreifðist víða um lönd
og í Bandaríkjunum hafa búið um
árabil Anna Lár., Svava Þóris, Lára
Bernhöft og Rangý Hjaltested.
Heimili foreldra hennar stóð öllum
vinum opið og hvatti það enn frek-
ar til vinafunda. Ég lauk mínum
námsferli í MR, en hún fór austur
í sveitir og tók stúdentspróf frá
Menntaskólanum á Laugarvatni.
Þar kynntist Lilly Svava sínum
Sverri. Brúðkaup þeirra var haldið
á heimili fjölskyldu hennar í Galta-
felli við Laufásveg árið 1960 og
síðan hafa þau gengið sama lífsveg-
inn. Marga stundina hefur hópurinn
notið gestrisni og átt glaðar stund-
ir á heimili þeirra í gegnum árin.
Þau eignuðust þijár dætur, Unni,
Laufeyju Brynju og Guðlaugu
Svövu, sem allar bera aðalsmerki
foreldra sinna, góðar gáfur, elsku-
semi og glaðværð.
Eftir að Lilly Svava veiktist svo
skyndilega og vægðarlaust í byijun
júlí í sumar hefur skuggi hvílt yfir
vinahópnum og samverustundir
verið gleðisnauðar. Hennar ljúfu
SJÁ NÆSTU SÍÐU
Núern
þið s/ca
Gleymii
jólauna
AGUSTU OG HRAFNS