Morgunblaðið - 26.11.1995, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 26.11.1995, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS mimti iimtiii mii mii Þjóðarbókhlaðan Vannýtt Þjóðar- bókhlaða! Svar vegna greinar- jgerðar Islands- banka hf.: Frá Vilhjálmi Inga Árnasyni: HÉR í blaðinu hefur birst greinar- gerð frá stjórnendum íslandsbanka hf. þar sem fullyrt er að ég hafi á undanförnum mánuðum lagt- mig fram við að koma óorði á bankann. Ég hef við upphaf tveggja annarra neytendamála fengið sendar svipað- ar yfirlýsingar frá sömu aðilum, en úrskurðir Bankaeftirlits Seðlabank- ans og Hæstaréttar hafa jafnan sent þær aftur til föðurhúsanna. ég vil þó að gefnu tilefni taka fram, að á þessu tímabili hafa hinir al- mennu starfsmenn bankans sýnt mér einstaka lipurð í samskiptum utan banka sem innan. Álit bústjóra Tilefni greinargerðar stjórnenda íslandsbanka hf. er 26 blaðsíðna greinargerð ásamt ábendingum, sem „Samstarfshópur um bætt við- skiptasiðferði" vann og send var til Gests Jónssonar hrl. skipaðs bú- stjóra þrotabús A. Finnssonar hf. Gestur hafði á fundi með kröfuhöf- um og lögmanni þeirra, lýst þeirri skoðun sinni, að „svo virðist sem til þessa fyrirtækis hafi verið stofn- að, eingöngu til að minnka þá þeg- ar orðið tap íslandsbanka hf.“ Kröfuhafarnir voru sammála Gesti, og ábendingarnar voru unnar til að rökstyðja þessa yfirlýsingu hans. Meiðyrði í greinargerð íslandsbanka hf. er haft eftir Guðjóni Steindórssyni, útibússtjóra á Akureyri, að ég fari með rangt mál og ósannindi. Ég mun af því tilefni höfða einkamál á hendur Guðjóni Steindórssyni, og kalla í vitnastúku þá aðila sem ummælin eru eftir höfð, til að dóm- ari fái eiðsvarna staðfestingu, og geti fellt dóm um fullyrðingu Guð- jóns. Yfirlýsingar undirverktaka I greinargerð Islandsbanka hf. er vitnað til skriflegra yfirlýsinga ijögurra undirverktaka A. Finns- sonar hf. um að ummælin sem ég hef ritað eftir þeim séu „rangar staðhæfingar“ og „óstaðfestar sögusagnir". Athyglisvert er, að í þessum yfir- lýsingum er hvergi sagt að ég hafi ranglega eftir, lieldur einungis að þær upplýsingar sem mér voru gefnar séu rangar. Ég hef nú feng- ið í hendur undirritaðar yfirlýsing- ar, meðal annars úr hópi þessara fjögurra verktaka, sem staðfesta skrif mín. Þvinganir Ég álít að hinir skuldsettu verk- takar hafi verið þvingaðir til að breyta framburði sínum, og í ljósi þeirra vinnubragða tel ég að það hafi verið rétt ákvörðun að ég einn bæri ábyrgð á birtingu þessara gagna. Réttmæti þess álits er síðan fýrir Bankaeftirlit Seðlabanka ís- lands að dæma um. VILHJÁLMURINGIÁRNASON. frá morgiti til kvölds! -kjarni málsins! Frá ÖRNU HA UKSDÓTTUR: EITT ár er nú liðið síðan Þjóðarbók- hlaðan var tekin í notkun. Þar með var lokið langri bið eftir bókasafni sem væri bókaþjóðinni miklu sam- boðið. Það lá fyrir að bygging Þjóð- arbókhlöðunnar yrði kostnaðarsöm. En þegar vegin voru saman kostn- aður af byggingunni og þau not sem þjóðfélagið allt hefði af safninu, var engum vafa undirorpið að rétt væri að ráðast í byggingu bókhlöðunnar. Bygging safnsins tók lengri tíma en í fyrstu var ráð fyrir gert og því var opnunar þess beðið með mikilli eftirvæntingu. ’ Það hefur sýnt sig að mikil þörf er fyrir Þjóðarbókhlöðuna, gleggst má sjá það á notkun stúdenta við háskóla og framhaldsskóla á safn- inu. Allur almenningur hefur not af safninu og það er ljóst að þeim ijármunum sem varið var í bókhlöð- una var vel varið. En ljóst er að safnið er engan veginn full nýtt. Opnunartími þess er nú of stuttur. Safnið lokar kl. 19.00. virka daga og kl. 17.00. á laugardögum. Safnið er lokað á sunnudögum. Til þess að nýta safn- ið og þar með þá ijármuni sem í það voru lagðir, er nauðsynlegt að * Bændur! Verðandi bændur! Starfsfólk í sveit! Umhverfið krefst: ...meiri gœðal .-..lægra búvöruverðs! ...meiri samkeppni! "Þekking, hæfni og reynsla eru leiðimar til þróunar og framfara". Nautgriparækt Hrossarækt Sauðfjárrækt o.fl. lengja opnunartíma þess. Háskóla- stúdentar þurfa að hafa lesaðstöðu á kvöldin og um helgar. Einnig ber að hafa hugfast að almenningur lýkur að öllu jöfnu vinnu á milli kl. 17.00. og kl. 19.00. og hefur því takmarkaðan tíma til að nýta sér safnið. Kostnaður við að lengja opnunartímann umtalsvert er talinn nema um 5 milljónum á ári. Með þeim peningum mætti nýta Þjóðar- bókhlöðuna mun betur en nú er gert. Stjórnvöld gerðu vel í því að byggja bókhlöðuna. Það gerðu þau fyrir fé almennings og því er þeim skylt að tryggja að peningar skatt- greiðenda nýtist að fullu. Lengri opnunartími Þjóðarbókhlöðunnar er ódýr leið fyrir stjórnvöld til að tryggja að svo verði. Vaka f.l.s. stendur nú fyrir undir- skriftasöfnun til að skora á stjórn- völd að lengja opnunartíma Þjóðar- bókhlöðunnar. Það er von mín að allir stúdentar setji nafn sitt undir þessa kröfu og að með sameinuðu átaki takist okkur að koma Þjóðar- bókhlöðunni að fullu í notkun. ARNA HAUKSDÓTTIR Stúdentaráðsliði og varaformaður Vöku. Viljið þið hefja búfræðinám um áramót, eða bæta við búfræðiþekkinguna? Innritun á vorönn 1996 stendur yfir. Hafið samband í síma 437 0000 og fáið frekari upplýsingar. Bændaskólinn á Hvanneyri er ykkar skóli! Rosenthal - þegnr Pú velW' S’°f Glæsilegar gjafavörur Matar- oe kaffistell (7) Wv Ái o í sérflokki Verð við nllrn hæfi Laugavegi 52, sími 562 4244. SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 1995 43 í trUnuhjalla herbergja íbúð á 3. hæð í litlu fjölbýlishúsi. Vönduð og notaleg íbúð fyrir þá sem gera kröfur. Allar innréttingar eru sérsmíðaðar, parket og flísar. Stórar suðursvalir, frábært útsýni. Ekki missa af þessari íbúð. FJARFESTIN6 Fasteignasala, Borgartúni 31 sázni 562 4250 hrAunhamar FASTEIGNA & SKIPASALA Bæjarhraun 22 - Hafnarfirði - 5654511 Opið hús f rá kl. 14-17 í dag Langholtsvegur 180, Rvk. - Snekkjuvogsmegin Nýkomin falleg 80 fm 3ja herb. lítið niðurgrafin íbúð í góðu þríbýli. Sérinng. Nýtt rafmagn, Danfoss o.fl. íbúðin er nýmáluð. Laus strax. Verð 5,9 millj. Halla tekur vel á móti ykkur. Sóleyjarhlíð 1 - Hfj. Glæsilegar 3ja herb. íbúðir á góðu verði Eigum til afh. strax nokkrar glæsil. 90,4 fm brúttó íb. sem afh. tilb. u. trév. eða fullb. án gólfefna. Sameign og lóð frág. Teikn. á skrifst. Verð frá kr. 6,4 millj. Bygg- ingaraðili Magnús Guðmundsson. Klettagata - Hf. Ljósaberg - Hf. Nýkomið í sölu sérlega glæsilegt 305 fm pallabyggt einb. með innb. tvöf. bílsk. 4 svefnherb. Góð vinnu- aðstaða (mögul. á herb.). Parket. Arinn. 27 fm suðursv. Fráb. stað- setn. í hrauninu. Paradís Hafnar- fjarðar. Verð 18,9 millj. Hæðarhverfi - Garðabæ Nýkomið í sölu nýl. vandað ca 170 fm raðhús á þessum eftirsótta stað. Innb. bílsk. 3-4 svefnherb. Fráb. útsýni. Áhv. 6 millj. húsbr. Verð 14,2 millj. Skipti möguleg. Nýkomið í einkasölu glæsil. palla- byggt einb. með innb. tvöf. bitsk. samtals ca 300 fm. 6-7 svefnherb. Arinn. Fullb. eign í sérfl. Skipti mögul. Brekkubyggð - Gb. - útsýni Nýkomin í einkasölu falleg ca 65 fm 3ja herb. vel staösett íbúð. Nýl. flís- ar á gólfum. Hús nýmálað að utan. Fráb. útsýni. Áhv. ca 3 millj. byggsj. og húsbr. Verð 6,4 millj.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.