Morgunblaðið - 26.11.1995, Side 44
4 SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Nytt tölublað
á næsta blaðsölustað
María Sigurðardóttir
skyggniIýsingamiði11 í víðtali.
Kombúkha-sveppurinn.
Nýir tímar, vandað
tímarit um það sem skiptir máli.
Áskriftarsími:
581-3595.
Áskriftartilboð:
Bókin um áruna eftir Edgar Cayce.
IDAG
AKUREYRARBÆR
ATVINNUMALANEFND AKUREYRAR
Styrkveitingar
Atvinnumálanefnd Akureyrar mun tvisvar á ári veita
styrki til einstaklinga og fyrirtækja á Akureyri sem
vinna að atvinnuskapandi verkefnum. Styrkirtil ein-
stakra verkefna geta numið allt að 50% af
áætluðum kostfiaði við framkvæmd hvers verkefnis.
Hámarks styrkupphæð er kr. 400.000.
Styrkirnir eru fyrst og fremst ætlaðir smærri rekstrar-
aðilum. Aðilar, sem vilja koma til greina til styrk-
veitingar, verða aðfullnægja skilyrðum atvinnumála-
nefndar um nýsköpunargildi verkefnisins, auk þess
að leggja fram skýr gögn um viðskiptahugmynd,
vöruþróun, markaðssetningu, rekstraáætlun og fjár-
mögnun.
Umsóknareyðublöð liggja fyrir á skrifstofu atvinnu-
málanefndar, Strandgötu 29, sími 462 1701.
Umsóknarfrestur er til 20. desember 1995.
Ábendingaró mjólkurumbiidum, nr. 34 uf60.
Fólk og
fjalir!
Smiðir þekkja þann vanda að láta fjalir falla vel saman.
Sumar virðast hvergi eiga heima en aðrar geta fallið hvar
sem er. Þegar talað er um að einhver sé ekki við eina fjölina
felldur er átt við að sá geti brugðið sér í ýmis líki, fallið að
mörgu. Slíkur maður er oft talinn viðsjárverður, jafnvel
óheiðarlegur eða fjöllyndur í ástum.
Tungan er skemmtilega tvíræð.
MJÓLKUHSAMSALAN
BRIPS
Umsjón Guðm. I’ á 11
Arnarson
SUMIR fengu tíu slagi í
þremur gröndum, flestir þó
aðeins níu, en einn sagn-
hafí tapaði spilinu. Sá
gleypti hraðabeituna og lét
hafa af sér heiðarlega svín-
ingu, sem gekk. Þetta var
í stórmóti Bridsfélagsins
Munins í Sandgerði fyrr í
mánuðinum.
Illllll Suður gefur, enginn
rhI hættu. Norður ♦ Á932
V 97
♦ DG ♦ ÁD843
Vestur
♦ KG1085
V 1086
♦ 9842
♦ 6
Austur
+D6
IIIIH VKG5
ÓKG75
♦G1075
Suður
♦ 74
▼ ÁD432
♦ Á63
♦ K92
Vestur Norður Austur Suður
- - - 1 hjarta
Pass 2 lauf Pass 2 grönd
Pass Pass 3 grönd Pass Pass
Útspil: Spaðakóngur?!
í vöminni voru Rúnar Ein-
arsson og Bjöm Þorláksson,
en Ingi Agnarsson var sagn-
hafí. Rúnar var heppinn með
frumlegt útspilið, því eftir
sögnum að dæma var engan
veginn útilokað að suður
ætti DXX í spaða og makker
ásinn. En hann komst upp
með glæpinn. Ingi dúkkaði
spaðakónginn og aftur
næsta spaða, sem Bjöm átti
á drottninguna. Þessir tveir
fyrstu slagir höfðu tekið
nokkum tíma og Bjöm var
tilbúinn í huganum með
hjartagosann þegar að hon-
um kom. Inga þótti þetta
ótrúleg snerpa og ákvað að
staðsetja hjartakónginn í
vestur - stakk upp ásnum.
Ekki er öll nótt úti enn,
þ.e.a.s. ef sagnhafí skiptir
um skoðun varðandi hjarta-
kónginn. En Ingi var sann-
færður um að vestur ætti
kónginn. Hann spilaði þrem-
ur efstu í laufi og Qórða lauf-
inu. Bjöm átti þann slag á
gosann, tók hjartakóng og
spilaði meira hjarta, og fékk
síðan fimmta slag vamarinn-
ar á tígulkóng í lokin.
Með morgunkaffinu
Ást er
TM Refl. U.S. P«t. Off. — aH righta resorved
(c) 1995 Los Angeies Tlmes 8yndk*te
VELVAKANDI
Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16
frá mánudegi til föstudags
Athugasemd við
sj ónvarpsstöðvar
KRISTÍN Þorsteinsdóttir
hringdi og vildi koma
með þá fyrirspurn til
sjónvarpsstöðva hvort
ekki væri hægt að breyta
afruglurum á þann veg
að hægt sé að horfa á
fleiri en eina stöð á heim-
ilinu. Afruglarinn hjá
Stöð 2 og Sýn virkar
nefnilega þannig að ekki
er hægt að horfa á mis-
munandi þætti á heim-
ilinu þrátt fyrir að fleiri
sjónvarpstæki séu til
staðar. Kristín hringdi
upp á Stöð 2 og var tjáð
að það þyrfti að borga
fleiri afnotagjöld til þess
að hægt væri að horfa á
mismunandi efni. Þetta
er bagaiegt þar sem
unglingamir á heimilinu
vilja t.d. horfa á annað
efni en hún. Er ekki til
einhver nýrri tækni sem
gerir fólki kleift að hafa
aðeins eitt áskriftargjaid
en geta þó horft á mis-
munandi stöðvar fyrst
verið er að bjóða upp á
margar stöðvar í einum
pakka, Stöð 2, Sýn og
Fjölvarpið? Eins fínnst
Kristínu undarlegt að
engin af þessum nýju
sjónvarpsstöðvum skuli
bjóða upp á kvikmyndir
á morgnana, því sumir
em heima á þeim tíma
og eðlilegt væri að dreifa
þessu meira yfír daginn
heldur en að allar stöðv-
amar keppist um að hafa
kvikmyndir á sama tíma,
á kvöldin.
Eldra fólk og þeir sem
af einhverjum ástæðum
þurfa að vera heimavið
myndu eflaust þiggja
þessa þjónustu með
þökkum.
Athyglisverð
grein
MARGRÉT hringdi og
vildi vekja eftirtekt ies-
enda á mjög svo ágætri
grein eftir Hrafn Sæ-
mundsson í Morgunblað-
inu fimmtudaginn 23.
nóvember. Greinin heitir
Skrýmslið og er sannar-
lega eftirtektarverð
grein og orð í tíma töluð.
ÁÐUR en við höldum
lengra, ungi maður,
er rétt að þú vitir að
ég var orðin sjúkling-
ur áður en þú varst
orðinn svo mikið sem
blik í áugum foreldra
þinna.
íslenskufrœðsla á mjólkurumbúðum er samstarfsverkefhi Mjólkursamsölunnar,
ístenskrar málnefndar og Málrœktarsjóðs.
-
ÞETTA er reikningur
frá herrafataverslun-
HÉLT læknirinn að
þetta væri blóðeitrun?
Þú hefur líklega bitið
þig í tunguna.
SKAK
Umsjðn Margeir
Pctursson
SVARTUR leikur
og vinnur
Staðan kom upp á Metro
mótinu, Skákþingi íslands,
sem lýkur í dag. Rúnar Sig-
urpálsson (2.285) hafði
hvítt, en Helgi Áss Grétars-
son (2.440), stórmeistari,
var með svart og átti leik.
Hvítur hefur fórnað skipta-
mun og á hættuleg færi á
kóngsvæng. Síðast lék hann
28. b2-b3. Það duga nú
engin vettlingatök fyrir
svart:
28. - Hxa2!! 29. Hxa2
- cxb3 30. Hb2 - Rd6
31. e4?(Vonlaus leikur
í tímahraki, en hvíta
staðan var töpuð. Besta
tilraunin var 31. g4, en
eftir 31. - Rc4 32.
Hxb3 - Hxb3 33. Rf5
- a5! 34. h7 - Hb8 36.
h8=D - Hxh8 37. Bxh8
— a4 verður svarta a
peðið ekki stöðvað. 31.
— dxe4 32. d5 — a5
33. g4 - a4 34. g5 -
fxg5 35. Bd4 - Kg8
36. Rg6 - a3 37. Rf8
- Kxf8 38. h7 - Rf7 og
hvítur gafst upp.
Ellefta og síðasta um-
ferð íslandsmótsins fer
fram í dag í fundarsal Þýsk-
íslenska, Lynghálsi 10, og
hefst taflið kl. 17. Stór-
meistaramir Jóhann Hjart-
arson og Hannes Hlífar
Stefánsson tefla innbyrðis.
Víkverji skrifar...
VÍKVERJI er eindregið hlynntur
þeim ströngu skilyrðum, sem
starfshópur heilbrigðisnefndar
Reykjavíkur leggur til að áfram
verði sett fyrir því að menn fái að
halda hund í Reykjavík. Víkveiji sér
ekkert á móti því að afmörkuð séu
svæði, þar sem hundar megi ganga
lausir og önnur, þar sem hundar
eru alfarið bannaðir. Hundabannið
er auðvitað fyrst og fremst hrein-
lætisatriði. Því miður er ekki hægt
að treysta öllum hundaeigendum til
að sjá til þess að þrífa eftir hunda
sína á götum eða í almenningsgörð-
um. Hver getur hugsað sér að stíga
eða setjast í hundaskít á gotu eða
grasbletti?
xxx
SLÆM reynsla Víkverja af hundi
nágrannans ræður kannski
einhvetju um afstöðu hans til
hundahalds í borginni. Granninn
leyfir hundi sínum að gera stykki
sín hvar sem er í nágrenninu, þar
á meðal í garð Víkveija og á gang-
stéttina fyrir framan húsið. Það er
ekki bezta byrjun á deginum, sem
skrifari getur hugsað sér, að stíga
í úrgang frá hundi, sem virðist á
stærð við folald, þegar gengið er út
í bílinn að morgni dags! Víkveija
finnst ekki nema sjálfsagt að sekta
fólk fyrir að sleppa hundum sínum
lausum með þessum hætti.
xxx
ALLT tal um að viðhorfið til
hundáeigenda sé eins og „til
litaðra í Suðurríkjum bandaríkjanna
á síðari hluta nítjándu aldar“, eins
og einhver af fundarmönnum á
opnum fundi heilbrigðisnefndarinn-
ar síðastliðinn fímmtudag orðaði
það, finnst Víkveija út í hött. Það
er ekki verið að setja reglur um að
hundaeigendur megi bara vera á
ákveðnum svæðum og öðrum ekki
— þeir mega vera víðast hvar í
borginni svo fremi að þeir séu ekki
í samfylgd hundanna sinna.
XXX
TALANDI um viðhorf á seinni
hluta 19. aldar má hins vegar
rifja upp hvemig ástandið í Reykja-
vík var á þeim tíma. Þá voru kúa-
hjarðir reknar um götur bæjarins
og hestar gengu lausir. í lögreg-
lusamþykkt frá 1890 var fyrst
bannað að hafa fjóshauga á al-
mannafæri — nema í steinlímdum
þróm — og lausaganga hrossa var
bönnuð. Fjölmargir borgarar héldu
kýr og hross í kofum að húsabaki.
I Sögu Reykjavíkur eftir Guðjón
Friðriksson er vitnað í skrif úr Fjall-
konunni í nóvember fyrir réttum
hundrað árum: „Sóðaskapurinn á
götunum keyrir oft fram úr öllu
hófi, þær eru aldrei sópaðar á sumr-
in, og treðst því ofan í þær hrossa-
tað og kúamykja og mikið af heyi.
Við aðalgötur bæjarins eru opnar
forir og mykjuhaugar (t.d. við Lat-
ínuskólann) sem ódauninn leggur
af langar leiðir. F'allegasta svæðið
í miðjum bænum (Austurvöllur)
hefir bæjarstjórnin leigt út og hefur
verið borinn á það foraráburður á
vorin svo að ódauninn leggur um
allan miðbæinn, einkum þó í Alþing-
ishúsið og kirkjuna."
Er nema von að Reykvíkingar
vilji halda götunum hreinum?