Morgunblaðið - 02.12.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.12.1995, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Stöð 3 setur upp endurvarpsbúnað tll að eyða „skuggasvæðum“ María Ellingsen sem Katrín mikla Stúdentar fagná fullveldi STÚDENTAR við Háskóla íslands héldu full- veldisfagnað í gær, líkt og þeir hafa gert frá 1922. Að þessu sinni var fagnaðurinn jafn- framt stofnfundur Hollvinasamtaka Háskóla íslands og þjóðarátaki háskólastúdenta fyrir bættum bókakosti Þjóðarbókhlöðu var form- lega slitið. Markmið Hollvinasamtakanna er að auka tengsl Háskólans við útskrifaða nem- endur sína og aðra þá, sem bera hag skólans fyrir brjósti, auk þess að vera stuðningssamtök Háskólans. Dagskrá fullveldishátíðar stúdenta hófst með messu í kapellu Háskólans kl. 11 og buðu guðfræðinemar til kaffisamsætis að henni lok- inni. Kl. 12.30 lagði Kamilla Rún Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Stúdentaráðs, blómsveig að leiði Jóns Sigurðssonar í kirkjugarðinum við Suðurgötu og Illugi Jökulsson rithöfundur mælti fyrir minni Jóns. Þjóðarátaki fyrir þjóðbókasafni var formlega slitið í Þjóðarbókhlöðunni kl. 13. Þar fluttu ávörp Skúli Helgason, fyurrverandi fram- kvæmdastjóri átaksins, Einar Sigurðsson landsbókavörður og Dagur Eggertsson, fyrr- verandi formaður Stúdentaráðs. Háskólastúd- ent framtíðarinnar, Davíð Stefánsson, 7 ára, afhjúpaði þakkarskjöld með nöfnum 25 stórra gefenda. Hátíð í Háskólabíói hófst kl. 14 og setti hana Guðmundur Steingrímsson, formaður Stúdentaráðs. Ólafía Hrönn Jónsdóttir og tríó Tómasar R. Einarssonar flutti gestum jasstónl- ist og því næst mælti Guðrún Erlendsdóttir hæstaréttardómari fyrir stofnun Hollvinasam- taka Háskóla íslands. Gestir á stofnfundinum, þar á meðal forseti íslands, skráðu sigí sérstak- ar bækur sem lágu frammi í anddyri Háskóla- bíós og urðu þar með stofnfélagar í Hollvina- samtökunum. Stúdentar ekki aðeins þiggjendur Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, varð fyrsti félagi og jafnframt heiðursfélagi Hollvinasamtakanna. Hún sendi stúdentum kveðju á fullveldisdaginn og vék þar að þjóðará- taki til eflingar Þjóðarbókhlöðu á síðasta ári. Þá segir: „Nú ári síðar blása stúdentar til nýrr- ar sóknar með því að koma á fót Hollvinasam- tökum Háskóla íslands 1. desember 1995 þar sem safnað verður fé með árgjöldum sem renna skulu til þeirra góðu verka að efla lærdóm og rannsóknir við Háskóla íslands. Þannig sýna stúdentar í verki að þeir vilja ekki aðeins vera þiggjendur heldur einnig veitendur til heilla háskóla sínum og íslenskri þjóð. Ég óska stúdentum árangurs í hinu nýja átaki sem efla á Háskóla íslands og íslenskt menntasamfélag og megi gifta fylgja æsku landsins um alla framtíð." Arfleifð sem vegarnesti Matthías Johannessen, skáld og ritstjóri, flutti hátíðarræðu fullveldisfagnaðar og talaði um arfleifð íslendinga sem vegarnesti inn í framtíðina. FLEST bendir til þess að María Ellingsen leikkona leiki eitt aðalhlutverkið í kvik- mynd um Katrínu miklu. Auk hennar leikur m.a. í myndinni Faye Dunaway. Kvikmyndin verður tekin í Pétursborg í Rússlandi og Búdapest í Ung- veijalandi. Framleiðandi og leikstjóri verður Bob Gucci- one, ritstjóri tímaritsins Play- boy. Kvikmyndin á að kosta 30-40 milljónir dollara í framleiðslu. Guccione gerði kvikmynd- ina um Kaligúia Rómarkeis- ara árið 1979 sem vakti mikla athygli og umtal á sínum tíma. Höfundur handrits er Nichol- as Roeg, sem m.a. gerði kvik- myndirnar The Man Who Fell to Earth og Don’t Look Now. Fréttir um þetta birtust í fréttaskeytum Reuter-frétta- stofunnar í gær en María kveðst sjálf ekki hafa fengið ' staðfestingu á þessu. „Roeg skrifaði handritið að þessari mynd þar sem meiri áhersla er lögð á hana sem konu en pólitískt afl. Ég fór í viðtal í New York við Gucci- one í júlí. Ég hafði áhyggjur af nektarsenum og vildi fá að vita nákvæmlega hvernig þær yrðu áður en ég samþykkti að vera með. Það kom í ljós að hann ætlar ekki að endur- gera Kaligúla og mér létti nú við það,“ sagði María. Faye María Dunavay EUingsen María sagði að notaðir yrðu staðgengiar í nektaratriðum myndarinnar. „Vinna við myndina átti að hefjast í haust en ég hef ekki heyrt eitt orð um þetta fyrr en nú. Ég var því búin að afskrifa myndina." Kvikmyndin fjallar eins og fyrr segir um ævi Katrínar miklu, og hana leika, sam- kvæmt fréttum Reuters, fjór- ar leikkonur sem túlka per- sónu hennar á mismunandi æviskeiðum. Faye Dunaway leikur hana frá fertugu og upp úr. María segir að hún myndi leika í tveimur þriðju hlutum myndarinnar. „Þetta er mynd um djarfa konu og hún verður mjög umdeild, ef hún verður þá einhvern tíma gerð. Meira veit ég ekki,“ sagði María. María hefur umboðsmenn í New York og Los Angeles en hlutverkið í Katrínu miklu kom í gegnum umboðsmann hennar í London sem hún hef- ur nýlega gengið til Iiðs við. HÁSKÓLAKÓRINN flutti stúdentum og gestum þeirra Íslandsvísur eftir Gylfa Þ. Gísla- son, fyrrverandi menntamálaráðherra, og hátiðardagskránni lauk með ávarpi Svein- björns Björnssonar, háskólarektors. Morgunblaðið/Sverrir FINNBOGI Guðmundsson, fyrrverandi landsbókavörður, var á meðal þeirra sem gerðust stofnfélagar Hollvinasamtakanna. Skuggalaust fyrir 1. mars STÖÐ 3 hefur ákveðið að setja upp endurvarpsbúnað fyrir öll þekkt skuggasvæði á Stór-Reykjavíkur- svæðinu. Að sögn Úlfars Steindórs- sonar, framkvæmdastjóra Stöðvar 3, er gert ráð fyrir þvi að búnaðurinn verði settur upp í nokkrum áföngum og að allir íbúar á þessum svæðum geti náð útsendingum stöðvarinnar fyrir 1. mars 1996. Hann segir að gert sé ráð fyrir því að fyrsta áfanga verði lokið þann 21. desember og mun hann spanna stóran hluta þeirra skuggasvæða sem nú eru á útsendingarsvæði Stöðvar 3. Á meðfylgjandi korti má sjá hvaða svæði eru í fyrsta áfanga. Stöð 3 í kapal í Hafnarfirði Þá hefur Stöð 3 gengið frá samn- ingum við Rafveitu Hafnarfjarðar um afnot stöðvarinnar af kapalkerfi því sem rafveitan rekur. Að sögn Úlfars er hér um rúmlega 1.500 heimili að ræða sem framvegis geta náð útsendingu stöðvarinnar með þessum hætti. Hann segir að dag- skrárrásin verði komin inn á kapal- kerfið fyrir 15. desember nk. og reiknað sé með því að gervihnatta- rásimar verði komnar inn fyrir ára- mót. í ljós hefur komið að eldri sjón- varpstæki geta í sumum tilfellum ekki tekið á móti útsendingu Stöðvar 3. Úlfar segir að hér sé um und- antekningartilfelli að ræða og vanda- málið sé að auki svæðisbundið. „Þetta á alls ekki við um öll eldri sjónvarpstæki en við bendum fólki á að það geti leitað upplýsinga hjá okkur um hvort að þeirra sjónvarps- tæki nái útsendingunum stöðvarinn- ar eða ekki.“ Uppsetning endurvarpsbúnaðar fyrir skuggasvæði Stöðvar 3 í Senðir Stöðvar 3 er á Húsi verslunarinnar Garðabær: Bæjargil og Vífilsstaðir Kópavogur: SuOurhlíðar Reykjavík: Efra-BreiOholt, Fossvogur-Blesugróf og Foldahverfi í Grafarvogi Mosfellsbær: Austurhluti Akranes: Norðurhluti # Önnur skuggasvæði -DVkannar fylgi lista í Reykjavík Sjálfstæð- isflokkur fengi meiri- hluta á ný FYLGI meirihluta Reykjavík- urlistans í Reykjavík hefur minnkað mikið og myndi list- inn missa völd í höfuðborg- inni til Sjálfstæðisflokks yrði gengið til kosninga nú, sam- kvæmt skoðanakönnun, sem birtist í Dagblaðinu Vísi í gær. 51,2% aðspurðra í könnun DV kváðust myndu greiða Sjálfstæðisflokki atkvæði ef kosið yrði nú, en flokkurinn fékk 47% atkvæða í borgar- stjómarkosningunum í maí í fyrra. 33,2% aðspurðra kváð- ust myndu veita Reykjavíkur- listanum fylgi, en listinn fékk 53% fylgi í kosningunum. Fylgi Sjálfstæðis- flokksins 60,7% 12,4% aðspurðra í könnun- inni sögðust vera óákveðin og 3,2% gáfu ekki upp af- stöðu sína. Þegar aðeins er tekið mið af þeim, sem tóku afstöðu, er fylgi D-lista Sjálf- stæðisflokks 60,7%, en R- lista Reykjavíkurlista 39,3%, ef marka má könnun DV. Úrtakið í könnun blaðsins var 434 kjósendur í Reykjavík og sagði að skekkjumörk í slíkri könnun væru um fjögur prósentustig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.