Morgunblaðið - 02.12.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.12.1995, Blaðsíða 1
96 SIÐUR LESBOK/C/D mmnUfi^l^ > STOFNAÐ 1913 276. TBL. 83. ARG. LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Réttað í Baringsbankamálinu Sleppur Leeson með 2-4 ár? Singapore. Reuter. NICK Leeson játaði sig sekan í gær um svik í tengslum við samninga, sem ollu því, að Baringsbanki tapaði um 90 milljörðum ísl. kr. og varð gjaldþrota. Viðurlögin eru allt að átta ára fangelsi en margt bendir til, að hann fái eitthvað mildari dóm. Búist er við honum í dag. Við réttarhöld í gær kom fram, Herlið til Bosníu Brussel, París. Reuter. SENDIHERRAR aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins sam- þykktu í gær að senda 2.600 hermenn til Bosníu og þeir eiga að undirbúa friðargæslu 60.000 manna herliðs undir stjórn bandalagsins. Fyrstu hermennirnir verða sendir til Bosníu í dag og gert er ráð fyrir að þeir verði allir komnir þangað snemma í næstu viku. Hermennirnir 2.600 verða frá ýmsum NATO-ríkjum, m.a. 700 frá Bandaríkjunurh og 500 frá Bretlandi. að Leeson hefði veðjað á gengisþró- unina á japanska verðbréfamarkað- inum en á 30 mánaða tímabili fram til síðustu áramóta hefði' stöðugt hallað undir fæti fyrir honum. Sagði saksóknarinn, að Leeson hefði falið tapið með fölskum reikningum og jafnvel falsað bréf í sama skyni. Ákæruatriðum fækkað Saksóknarinn hefur hins vegar fallið frá 9 af 11 upphaflegum ákær- um vegna samvinnuJ Leesons við rannsókn málsins. Þær tvær, sem eftir eru, geta varðað átta ára fang- elsi mest. Haft er eftir heimildum, að Leeson verði hugsanlega dæmdur í tveggja til fjögurra ára fangelsi. Verjandi Leesons sagði, að skjól- stæðingur sinn hefði ekki hagnast sjálfur á spákaupmennskunni og óförum bankans og ekki stæði til að gera neina Hollywood-kvikmynd um sögu hans eins og flogið hefði fyrir. Reuter Flugumferð raskast í París FLUGVTRKJAR franska ríkis- flugf élagsins Air France, sem starfa á Orly-flugvelli, lögdu niður vinnu í gær í mótmæla- skyni við efnahagsstefnu stjórn- valda. Flykktust þeir út á flug- brautir og ollu verulegri röskun á flugumferð, einkum innan- landsflugi og flugi til Banda- ríkjanna. Flugi til vallarins var beint til Charles de Gaulle-vall- arins þar sem starf semi var með eðlilegum hætti. Starfsmenn fjarskiptafyrir- tækja, skattsins, tollsins, vöru- flutningafyrirtækja, heilbrigð- isþjónustunnar og kennarar hafa ákveðið að leggja niður vinnu á mánudag. Talsmaður stjórnarinnar varaði starf s- menn samgöngufyrirtækja við í gær og sagði að áframhald- andi aðgerðir af þeirra hálfu þýddu að Ioka yrði fyrirtækjum og segja upp starfsfólki. Myndin var tekin af mótmæl- um járnbrautarstarfsmanna í Marseille í gær og þar klæddust sumir jólasveinabúningi. 500 km umferðarhnútur/18 NATO-ríki velja nýjan framkvæmdastjóra Samstaða næst um Javier Solana Brussel, Kaupmannahöfn, Madrid. Reuter, SENDIHERRAR að- ildarríkja Atlantshafs- bandalagsins (NATO) samþykktu í gær sam- hljóða að mæla með því að Javier Solana, utan- ríkisráðherra Spánar, yrði framkvæmdastjóri NATO. Gert er ráð fyr- ir að Solana verði skip- aður í embættið á fundi utanríkisráðherra ríkja NATO á þriðjudag. Þetta verður í fyrsta sinn sem fram- kvæmdastjóri NATO kemur frá ríki sem hef- ur ekki að fullu verið fært undir herstjórnar- kerfi bandalagsins. Sendiherra Spánar, Carlos Mir- anda, sem stjórnaði fundi sendiherr- anna, fagnaði valinu. „Þetta er góð- ur og mikilvægur dagur fyrir Spán- verja." Malcolm Rifkind, utanríkisráð- herra Bretlands, sagði Solana hafa hæfileika og reynslu til að standa sig vel í embættinu. Klaus Kinkel, utanríkisráðherra Þýskalands, tók í sama streng. „Javier Solana er fyrsta flokks val. í honum samein- Javier Solana ast evrópsk viðhorf og stuðningur við náið samstarf við Bandarík- in, auk leiðtogahæfi- leikanna. Þetta hefur hann sýnt sem forseti ráðherraráðs Evrópu- sambandsins," sagði Kinkel. Nokkrum mínútum áður en skýrt var frá valinu tilkynnti Uffe Ellemann-Jensen, fyrr- verandi utanríkisráð- herra Danmerkur, að hann drægi sig í hlé sem frambjóðandi. „Ég óska gamla starfsbróð- ur mínum til ham- ingju," sagði hann. „Ég læt í ljósi þá von að hann noti embættið til að stuðla að sterkari tengslum Evr- ópu og Norður-Ameríku og styrkja evrópska stoð NATO." Samstaða náðist smám saman um Solana eftir að Bandaríkjamenn höfnuðu Ruud Lubbers, fyrrverandi forsætisráðherra Hollands, sem Bretar, Frakkar og Þjóðverjar studdu. Frakkar neituðu hins vegar að styðja Ellemann-Jensen. Spænski utanríkisráðherrann tekur við af Willy Claes, sem sagði af sér 20. október vegna meintrar aðildar að mútuhneyksli í Belgíu á síðasta áratug. Var andvígur NATO í fyrstu Ákvörðuninni var fagnað á Spáni. „Þetta er í fyrsta sinn sem Spánverji gegnir svo mikilvægu hlutverki á alþjóðavettvangi," sagði talsmaður Þjóðarflokksins, stærsta stjórnarandstöðuflokksins. Solana og félagar hans í Sósíal- istaflokknum voru andvígir aðild Spánar að NATO þegar landið gekk í bandalagið. Hálfu ári síðar, eða 1982, komst flokkurinn til valda og sneri við blaðinu. Flokkurinn studdi aðildina þegar efnt var til þjóðaratkvæðis um hana árið 1986. Solana er 53 ára og hefur getið sér gott orð sem ráðherra í öllum stjórnum spænskra sósíalista frá árinu 1982. Solana hefur verið tal- inn eini maðurinn sem gæti tekið við af Felipe Gonzalej forsætisráð- herra sem leiðtogi Sósíalistaflokks- ins og bundið enda á deilurnar inn- an hans. Fréttaskýrendur sögðu það því nokkurt áfall fyrir spænska sós- íalista að Solana skuli vera á leið til Brussel. Reuter Irar hylla Clinton BILL Clinton, forseti Bandaríkj- anna, ávarpaði í gær írsku þjóð- ina í miðborg Dyflinnar að við- stöddum 100.000 manns sem fögnuðu honum ákaft. „írar hafa lagt sitt af mörkum til að sigrast á myrkum öflum tortímingar út um allan heim," sagði forsetinn meðal annars. „Þið blásið heims- byggðinni friðaranda í brjóst. Þið hafið sveipað friðinn hetju- h'óma." Clinton ávarpaði einnig írska þingið og hét því að Bandaríkja- stjórn myndi styðja tilraunir Ira og Breta til að koma á varanleg- um friði á Norður-f rlandi. Hann sagði hins vegar ekkert hæft í vangaveltum um að hann myndi knýja á írska lýðveldisherinn (IRA) um að láta vopn sín af hendi áður en friðarviðræður hæfust. írskir fjölmiðlar fóru lofsam- legum orðum um Clinton sem „forseta friðarins" og honum var tekið sem „syni írsku þjóðarinn- ar", enda er móðir hans, Virgin- ia Cassidy-Kelly, af írsku bergi brotin. Clinton kvaðst stoltur af írsku ætterni sínu og kom við á krá í Dyflinni sem ber sama nafn og fjölskylda móðurinnar, Cassidy, þótt kráin tengist henni ekki að öðru leyti. Á myndinni heldur Bill Clinton á írskum bjór með Marien G. Kakebeeke, framkvæmdastjóra ölgerðarinnar Murphy's Brew- eries.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.