Morgunblaðið - 02.12.1995, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 02.12.1995, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ GUÐJÓN KRIS TJÁNSSON + Guðjón Krist- jánsson, kennari og bóndi fæddist á Eldjárnsstöðum á Langanesi 16. októ- ber 1903. Hann lést á heimili sínu að Nausti á Þórshöfn 25. nóvember síð- astliðinn. Guðjón var eldri sonur hjónanna Kristjáns Jónssonar, bónda frá Hóli á Langa- nesi, f. 8. apríl 1874, og konu hans, Matt- hildar Jóhannes- dóttur frá Eldjárnsstöðum, f. 5. mars 1880. Yngri sonur þeirra hjóna, Sigmar, fæddist 17. maí 1912 og lést hinn 9. jan- úar 1993. Guðjón var ókvæntur og barnlaus. Hann stundaði nám í Alþýðuskólanum á Eiðum 1925 til 1927. Hann var kennari í Sauðanesskólahéraði frá 1930 til 1936 og heimiliskennari á Þórshöfn 1936 til 1941. Auk þess stundaði Guðjón tímakennslu og nutu margir ungl- ingar tilsagnar hans. Hann var rit- ari ungmennafé- lagsins 1938 til 1950, ritstjóri Ein- herja á árunum 1938 til 1948 og var stjómarmaður lestrarfélagsins. Hann sat í hrepps- nefnd Sauðanes- hrepps, var safnað- arfulltrúi, formaður sóknar- nefndar, var meðhjálpari og sat í skattanefnd og fasteignamats- nefnd um skeið. Eftir að Guðjón fluttist til Þórshafnar hafði hann mikil afskipti af verka- lýðsmálum. Útför Guðjóns fer fram frá Sauðaneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. MINN góði vinur, Guðjón Kristjáns- son, lést síðastliðinn laugardag og fékk hægt andlát. Hann kvaddi þennan heim saddur lífdaga og ég er nokkuð viss um að hann hefur verið hvíldinni feginn. Þó kunni hann vel að meta það sem fyrir hann var gert á Nausti og sagði mér síðast þegar ég kom til hans að þar vildu allir allt fyrir hann gera. En tilfínning mín var sú að honum þætti alltof mikið fyrir sér haft, enda Guðjón einstaklejga hóg- vær og lítillátur maður. Eg fann að hann saknaði Sigmars bróður síns mikið, enda voru þeir bræður samferðamenn í gegnum lífíð og höfðu mikinn stuðning hvor af öðr- um. Þegar þeir brugðu búi á Eldjárns- stöðum og fluttust niður á Þórshöfn héldu þeir heimili með móður sinni þar þangað til hún lést og bjuggu þar síðan einir allt þar til að þeir fluttust á dvalarheimilið Naust sem varð heimili þeirra eftir það. Á meðan þeir höfðu heilsu til fóru þeir margar ferðir upp að Eldjárns- stöðum og yljuðu sér þar við gaml- ar minningar enda af mörgu að taka. Þegar ég heimsótti Guðjón síðast, árið 1994, treysti hann sér því miður ekki til að koma með okkur á æskustöðvarnar og fannst mér það mjög miður. Við bræður, Ámundi, Oddur og ég, ásamt kon- um okkar, fórum hins vegar upp að Eldjámsstöðum og með í för var faðir okkar, Þórður Oddsson, sem var héraðslæknir á Þórshöfn á árun- um 1942 til 1950. Leiðsögumaður okkar í þessari eftirminnilegu ferð var Sigfús vinur okkar Jóhannsson frá Gunnarsstöðum. Það er skemmst frá að segja að þama helltust yfír mig kærar minn- ingar frá dvöl minni með því góða fólki sem bjó á Eldjárnsstöðum árið 1949, en þá höfðu foreldrar mínir beðið Guðjón og heimilisfólk hans að taka mig í fóstur á meðan faðir minn stundaði framhaldsnám úti í London. Og ein fyrsta minning mín frá þessari dvöl var sú að ég sá skip sigla í átt frá Þórshöfn, og hvort sem foreldrar mínir vom um borð í því eða ekki, ímyndaði ég mér að minnsta kosti að svo væri og horfði saknaðaraugum á eftir því þar til það hvarf á haffletinum. Leiðindin viku fljótlega í faðmi þessa indæla fólks sem hreinlega . t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, GUÐMUNDAR JÓNASSONAR, Álftamýri 4. Sérstakar þakkir til heimahlynningar Krabbameinsfélagsins og starfsfólks A-3, Borgarspítala. Svava Jónsdóttir, Skúii Guðmundsson, Jóhanna Guðbjörnsdóttir, Sonja Guðmundsdóttir, Jón Hjaitalín Magnússon, t-iija Guðmundsdóttir, Reynir Kristinsson og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda slTmúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, ÞÓRDÍSAR GUÐJÓNSDÓTTUR, Digranesvegi 80, Kópavogi. Sérstakar þakkirtil starfsfólks Hrafnistu í Reykjavík. Unnur Jakobsdóttir, Bjarni Bentsson, Kristmundur Jakobsson, Ástdfs Gisladóttir, Kristin Kristinsdóttir, Bent Bjarnason, Anna Þ. Bjarnadóttir, Jakob Bjarnason, Þórdís Kristmundsdóttir, Auður Kristmundsdóttir, Kristín Kristmundsdóttir, Guðbjörg Jakobsdóttir, Þórður Jakobsson, Jón K. Jakobsson og barnabarnabörn. “1 ( MINNINGAR bar mig á höndum sér og við tók mikill þroskatími fyrir þennan litla patta frá Þórshöfn. Heyannir, sil- ungsveiði, mótekja og annað amst- ur fullorðna fólksins varð hluti af tilverunni og þar á milli nægur tími til leikja með legg, skel og fleira. Og án þess að á nokkurn sé hallað reyndist Guðjón mér hinn besti fé- lagi og kennari og fékk mig til að hugsa um ýmsa hluti sem fjarri höfðu verið mér fyrr. Ég hlustaði með mikilli athygli á hvert orð sem út úr gamla rafhlöðuútvarpstækinu kom og útvarpsmenn þess tíma urðu góðkunningjar mínir. Meira að segja veðurfréttirnar, sem auð- vitað gegndu miklu hlutverki í sveit- inni, urðu mér svo hjartfólgnar að ég kunni utanað veðurathugunar- staði og annað það sem fram kom í veðurfregnum. Allt þetta rifjaðist upp sumar- daginn góða árið 1994 þegar við gengum um gamla bæinn á Eld- jámsstöðum. Eg tók myndir í tuga- tali í þessu fallega yfírgefna húsi og við hveija mynd bættist önnur í huganum frá því árið 1949. Með miklum söknuði kveð ég minn kæra vin Guðjón frá Eldjáms- stöðum. Það verður öðm vísi að koma á Langanesið næst, fegurðin verður væntanlega sú sama, en síð- asti lífshlekkurinn frá bænum góða á Eldjámsstöðum er kvaddur í dag. Ég veit að minning hans lifír og hún er björt hjá öllum þeim sem kynntust mannkostum hans og KRISTJÁN KRISTJÁNSSON + Kristján Kristjánsson var fæddur í Reykjavík 15. júní 1939. Hann lést í Reykjavík 28. september síðastliðinn og fór útförin fram 13. október. KRISTJÁN Kristjánsson fæddist í Reykjavík og bjó þar alla sína ævi. Hann gekk í Málleysingjaskólann á ámnum 1944-1957. Við Kristján vomm ekki á sama tíma í skólanum því það vom 20 ár á milli okkar, en við kynntumst á vinnustað okkar í Gamla kompaníinu árið 1981. Þangað kom Kristján í nýja vinnu með góðri hjálp sr. Miyako Þórðar- son, prests heymarlausra. Fyrir vomm við þrír heymarlausir starfs- menn, ég, Gunnar og Fúsi, og hjálp- uðum við Kristjáni að komast inn 4 vinnuna og héldum hver öðrum félagsskap í matar- og kaffitímum. Kristján vann við samsetningu í hópi Gústa verkstjóra, en við hinir voram í vélasalnum. Kristján vann sem ungur maður á bílaþvottastöð og lærði þar að þrífa bíla, og sást það vel á hjólinu hans, sem var alltaf hreint og vel með farið- Kristján var duglegur að hjóla, hann hjólaði alltaf milli heimilis og vinnustaðar, hress og kátur. Hann hjólaði líka í bæinn, m.a. til að heimsækja starfsfólk Félags heymarlausra og fá sér sterkt svart kaffí og spjalla við skólasystkini sín og þá sem yngri vom. Ef ég kom heim til hans og hann var ekki heima, mátti oft fínna hann í Múlakaffi, þar sem hann sat með heyrandi gestum, leigu- og flutningabflstjómm. Síðustu árin bjó hann þar skammt frá, hjá Vemd á Laugateigi 19. Þar sem ég var liðsmaður Krist- jáns á vegum Félagsmálastofnunar Reykjavíkur, fylgdi ég honum á ýmsa staði og viðburði, t.d. á bingó, spilakvöld og fræðslukvöld í félags- heimili Félags heymarlausra. Hon- um fannst gaman að spila bingó og vann oft. Við tókum líka þátt í fundum heyrnarlausra á aldrinum 30-70 ára, t.d. var haldið lokahóf í Fjömkránni í Hafnarfírði sl. vor. Við fórum saman í verslunarferðir í bæinn, fómm á kaffihús, í Kola- portið, í messu fyrir heymarlausa, heimsóttum elliheimili heyrnar- lausra og heimsóttum skólasystkini hans, fómm í bfltúra og gönguferð- ir, fómm að Reynisvatni að fylgjast með veiðiskap og sóttum bæna- stundir fyrir atvinnulausa heyrnar- lausa. Við sóttum líka íþróttavið- burði og í byijun september sl. fór- um við i hópferð heyrnarlausra í FJÓLA AÐALS TEINSDÓTTIR + Fjóla Aðalsteinsdóttir var fædd í Hafnarfirði 4. apríl 1945. Hún fórst í snjóflóðinu á Flateyri 26. október síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Víðistaðakirkju 6. nóvem- ber síðastliðinn. OKKUR langar að minnast elsku- legrar vinkonu okkar sem fórst í snjóflóðinu á Flateyri 26. október sl. ásamt manni sínum og dóttur. Þvílíkar hörmungar sem dynja yfir þjóðina skilur enginn og megi guð almáttugur styrkja alla aðstandend- ur. Okkar setti hljóða að hún skyldi fara á svona hörmulegan hátt eins og hún var hrædd við skriður og snjóflóð eftir að hún flutti á Seyðis- fjörð. Oft spurði hún, stelpur er engin hætta á snjóflóði núna þegar kominn var nokkuð mikill snjór. Við eigum margar góðar minn- ingar um Fjólu. Hún var alltaf hress Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar end- urgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjóm blaðsins í Kringl- unni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akur- eyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfí í númer 691181. Það em vinsamleg tilmæli blaðsins að lengd greinanna fari ekki yfír eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd. — eða 3600-4000 slög. Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmark- ast við eitt til þijú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skímar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar em birtar afmæl- isfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tví- verknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá em ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. hjartahlýju. Fánastöngin fagur- skreytta sem þeir bræður gerðu og gáfu mér fyrir mörgum ámm gefur ekki færi á að flagga í hálfa stöng. íslenski fáninn skartar þar sínu fegursta í dag jafnt sem aðra daga og kassinn góði sem fylgdi er ekki fullur af skartgripum, en í hvert skipti sem ég sé hann og fer um hann höndum minnist ég bræðr- anna góðu og þær minningar eru skartgripum æðri. Ég sendi sér- stakar kveðjur til sambýlisfólks Guðjóns á Nausti og er viss um að mér er óhætt að þakka því í hans nafni fyrir vináttu og hjálpsemi alla á kyrrlátu ævikvöldi hans. Blessuð sé minning Guðjóns Kristjánssonar. Óli H. Þórðarson. Þórsmörk. Við gengum mikið þessa helgi og Kristján var mjög duglegur og hress og sagðist hafa gaman af því að ganga á fjöll og njóta 'útsýnisins. Við heimsóttum einnig systur Kristjáns og mann hennar og svona mætti lengi telja. Helgina 22.-24. september var haldið upp á dag heyrnarlausra með listsýningu, opnu húsi og messu og tókum við Kristján þátt í dag- skránni. Að kvöldi sunnudagsins 24. september heimsóttum við svo dvalarheimili aldraðra heyrnar- lausra. Það var síðasti vinnutíminn hjá mér, ég sá Kristján ekki aftur því ævi hans lauk 28. september, allt of snemma. Ég hef starfað með Kristjáni undanfarin tvö ár og mér fannst oft eins og hann væri pabbi minn. Ég kveð nú starfsmenn Verndar og mennina sem búa á Laugateign- um. Ég vil þakka Kristjönu, ráð- gjafa hjá Félagi heyrnarlausra, fyr- ir gott samstarf og aðstoð, einnig Ellenu Júlíusdóttur hjá Félagsmála- stofnun Reykjavíkur og sr. Miyako Þórðarson. Kristján átti góðan vin í Halldóri Garðarssyni, sem aðstoð- aði hann og studdi af heilum hug. Ekki má gleyma Magnúsi Sverris- syni, sem var liðsmaður Kristjáns á undan mér, og gerði margt gott með honum. Ég votta systkinum Kristjáns og öllum ættingjum mína dýpstu samúð og bið Guð að blessa minningu Kristjáns. Jónas Jóhannsson. og kát sama hvað gekk á, aldrei lét hún bugast. Við unnum allar með henni í Fiskvinnslunni á Seyðisfirði þegar þau Maggi bjuggu hér. Margt var nú brallað og oft var fjörugt í kringum Fjólu. Fjóla gat búið til vísur og var hún oft fengin til að semja fyrir árshátíð Fiskvinnslunn- ar. Við spurðum hana einhvern tím- ann hvort hún héldi ekki vísunum sínum til haga. Jú, hún sagðist gera það. Þegar einhver vinkona átti afmæli var oft vísa látin fylgja með í kortinu. Síðast kom Fjóla til Seyðisfjarðar í fyrrasumar og þá hittum við hana flestar. Enga okkar grunaði þá að við ættum ekki eftir að sjá hana aftur. Við minnumst Iíka Magga og Lindu en öll voru þau svo sam- rýnd og vildu helst vera nálgæt hvort öðru. Elsku Fjóla vinkona, Maggi og Linda, við kveðjum ykkur í þeirri von að ykkur líði vel þar sem þið eruð. Ykkar er sárt saknað en minningin um ykkur lifír í hjört- um okkar allra. Elsku Kalli, Toni, Magga og fjölskyldur. Við vottum ykkur dýpstu samúð okkár á erfið- um stundum. Einnig viljum við senda innilegar samúðarkveðjur til allra þeirra sem eiga um sárt að binda vegna hamfaranna á Flateyri. Kom, huggari, mig hugga þú, kom, hönd, og bind um sárin, kom, dögg, og svala sálu nú, kom, sól, og þerra tárin, kom, hjartans heilsulind, kom, heilög fyrirmynd, kom, ljós, og lýstu mér, kom, líf, er ævin þver, kom, eilífð, bak við árin. (V. Briem.) Ingibjörg, Elsa og Dagbjört, Seyðisfirði. c! v,: I I c c í i ' i ( i i ( i ( I I I I I I I I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.