Morgunblaðið - 02.12.1995, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 02.12.1995, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1995 47» ÁSLAUG ÞORSTEINSDÓTTIR + Áslaug Þor- steinsdóttir frá Dýrastöðum fædd- ist í Reykjavík 12. febrúar 1919. Hún lést á sjúkrahúsi Akraness 28. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar: Guð- rún Hermanns- dóttir frá Fremstu- húsum í Dýrafirði, f. 23.1.1891, d. 4.2. 1972, og Þorsteinn Ágústsson, smiður frá Torfufelli í Eyjafirði, f. 8.10. 1874, d. 24.6. 1938. Systkini: Torfi, f. 18.7. 1915, d. 1975, Guðrún, f. 13.6. 1917, Hermann Valdimar, f. 7.10. 1921, Ágúst Marinó, f. 18.10. 1925, og Erla, f. 11.7. 1927. Fyrri maður Áslaugar var Guðbergur Jónsson, d. 1951, seinni maður hennar Halldór Finnur Klemensson, bóndi, f. 9.10. 1910. Börn af fyrra hjónabandi: Þorsteinn, f. 22.9. kv. Þuriði Ingimundardóttur, þau eiga einn son. Siguijón Gunnar, f. 10.4. 1940, hann á tvö börn. Börn af seinna hjónabandi: Krist- ín, f. 6.5. 1948, g. Guðmundi Lind Egilssyni, á 4 börn. Haukur, f. __ 26.9. 1950, kv. Ástríði Björk Steingríms- dóttur, þau eiga 2 börn. Klemenz, f. 12.4. 1953, kv. Ragnheiði Steinunni Hjörleifs- dóttur, þau eiga tvo syni. Guð- rún, f. 5.11. 1955, d. mai 1956. Guðrún, f. 19.7. 1958, g. Óðni Sigurgeirssyni, þau eiga tvær dætur. Útför Áslaugar verður gerð frá Borgarneskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13. Jarðsett verður í heimagrafreit að Dýrastöðum. Þegar ævirððull rennur rökkvar fyrir sjónum þér. Hræðstu eigi, hel er fortjald, hinum megin birtan er. Höndin, sem þig hingað leiddi, himins til þig aftur ber. Drottinn elskar, Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (S.Kr. Pétursson) Elskuleg móðir mín er látin. Hún fékk lausn frá þessu lífi og lang- vinnu heilsuleysi árla morguns 28. nóvember sl. Þeirri líkn getum við ástvinir hennar fagnað nú, meðan sorg og eftirsjá blandast öllum kæru minningunum sem við eigum um hana. Sorgin og gleðin eru syst- ur og enginn getur glaðst af hjarta nema sá sem hefur kynnst sorg- inni, stendur einhvers staðar. Og er það ekki einkennilegt að aðeins góðu minningarnar lifa. Ef eitthvað er til af öðrum toga þá er eins og miskunnsamri blæju gleymskunnar sé sveipað um þær svo þær hverfa sjónum. Það er líka þannig að þeg- ar þessi gestur kveður dyra, sem alla heimsækir að lokum og enginn fær umflúið, þá er eins og allt ann- MINNINGAR að verði léttvægt og ekkert skipti máli nema þetta sem var og við áttum sameiginlegt með þeim ást- vini sem horfinn er yfir á land eilífð- arinnar „meira að starfa Guðs um geim“. Það er sárt að skiljast við móður, manneskjuna sem gaf mér lífíð, sem ól mig í þennan heim, nærði á eigin líkama, kenndi bænimar og faðir- vorið, kom mér á legg og til nokk- urs þroska. Síðan tók lífíð og tilver- an við að slípa og móta manngerð- ina. En alltaf fylgdist hún með og var reiðubúin að rétta hjálpandi hönd, ef hún var þess megnug. Helst vildi hún halda alla tíð utan um hópinn sinn og gleði hennar var mikil þegar allir voru heima saman eins og í skólafríum og á hátíðum. Þá kom stundum fyrir að við fengum kakó í rúmið, sérstaklega á rauðu dögunum eins og þeir hétu hjá henni, sunnudagamir og aðrir frí- dagar. En svo lét hún okkur ekki liggja of lengi í rúminu, því það var alltaf nóg að gera á sveitaheimili á þeim tímum þegar við vomm að alast upp. Hún mamma var fædd og uppal- in Reykvíkingur og var það lengi í hjarta sínu. Þar gifti hún sig fyrra sinni og bytjaði búskap við erfíð skilyrði á erfíðum tímum, átti tvo syni, skildi við manninn sinn og var um tíma ein með drengina sína tvo. Svo kom að því að hann faðir minn var að taka við búi á föðurleifð sinni. Hann vantaði ráðskonu og auglýsti. Og mamma sá auglýsinguna og sló til að fara í Borgarfjörðinn, að Dýra- stöðum í Norðurárdal. Þar bjuggu þau allan sinn búskap, eignuðust fimm börn og misstu af þeim eina stúlku á fyrsta ári sem þau söknuðu sárt og lengi. Hin uxu úr grasi og vöndust við alla þá vinnu sem þurfti að leggja fram við sveitabúskap á þeim tímum. Hennar mikla lífsstarf var í því fólgið að búa okkur öllum gott heimili, ala okkur upp, hugga og hirta eins og góð móðir gerir, elda, baka, þvo og þrífa endalaust. Þetta var og er hlustskipti hús- mæðra fyrr og síðar við misjöfn skilyrði. Sennilega getur enginn gert sér í hugarlund nú á tímum tækni og vísinda, við hvaða skilyrði var unnið á heimilum án allra þæg- inda okkar tíma, án rafmagns og á stundum án vatns, því stundum vildi vatnið þrjóta á sumrin og ftjósa á veturna. Þessa minnist ég vel, t.d. var ég oft að hjálpa til við að skola þvott úfy í bæjarlæknum og annað ámóta. Ég man líka hversu mikil umskipti urðu í bænum þegar raf- magnið kom, þá var ég sextán eða sautján ára. Allt um það, þá undi hún brátt hag sínum svo vel í Norðurárdalnum að þaðan vildi hún sig ekki hreyfa. Þegar á leið ævi hennar þurfti hún oft að beijast við erfiðan sjúkleika, sem lá þó á stundum niðri og þá naut hún sín vel, því í eðli sínu var hún félagslynd og naut þess að blanda geði við aðra. Ekki hvað síst var hún afar barngóð og blíð við þá sem af einhveijum ástæðum áttu erfítt uppdráttar í lífinu. Réttlætis- kennd hennar var rík og í raun og veru mátti hún ekkert aumt sjá. Börn voru hennar líf og yndi, enda naut hún þess innilega þegar barna- börnin fóru að koma við sögu í líf- inu og þau elskuðu að vera í sveit- inni hjá afa og ömmu, sofa í „millinu“, spjalla við ömmu og spila marías og rússa, fara í fjósið og fjárhúsin með afa, láta afa lesa sög- ur á kvöldin áður en Óli Lokbrá lokaði augum þeirra, borða bestu flatkökur í heimi, sem amma bakaði á gashellunni sinni, og fleira og fleira sem þau geyma nú í dýrmæt- um minningasjóði. En þar kom að þessum þætti lauk. Heilsa hennar bilaði alvarlega og löng sjúkrahúsvist tók við. Að lokum stóðum við frammi fyrir því að vista- skipti urðu ekki umflúin. Þau fengu inni á Dvalarheimili aldraðra í Borg- arnesi, einmitt á þeim tíma sem þörfín var mest og síðan hefur heim- ili þeirra verið þar. Hann var löngu tilbúinn að flytja, vildi raunar fara fyrr þegar kynslóðaskipti urðu á Dýrastöðum og sonur þeirra tengdadóttir tóku við búi. Henni veittist erfiðara að sætta sig við nýja heimilið en þegar fram liðu stundir lagaðist það. Þau tæp fímm ár sem þai' hafa átt heima þar hafa þau og sér í lagi hún notið mikillar og góðrar umönnunar sem við viljum nú þakka af alhug. Síðustu tvö árin hafa reynst þeim allgóð og er gott að minnast þess nú, þegar breyting er á orðin. í haust er leið þurfti hún að fara á sjúkrahús og átti þaðan ekki afturkvæmt. Hún fékk hægan og fallegan viðskilnað, eins og þeg- ar kertalog slokknar. Faðir minff?* vék ekki frá henni síðustu sólar- hringana. Fyrir sérstakan velvilja starfsfólks á A-deild Sjúkrahúss Akraness var honum gert kleift að líkna henni í síðasta stríðinu henn- ar. Við systkinin skiptumst síðan á að vera hjá þeim eftir því sem unnt var. Það kom í minn hlut að vera hjá þeim nokkrar nætur og nú minn- ist ég þess með þakklæti að hafa fengið að hlusta á þau sofa. Það var eitthvað sem snerti ákveðinn streng í bijóstinu. Mér veittist líka sú blessun að fá að vera henni ná- læg síðustu andartökin og halda í höndina hennar á meðan. í dag verður hún flutt heim í .. dalinn sinn, að Dýrastöðum sem hjarta hennar var hugfólgnastur staða og lögð til hinstu hvfldar við hlið litlu dótturinnar sem hún missti. Sofðu rótt, móðir mín góð, vertu Guði falin og hjartans þakkir okkar allra fyrir líf þitt og starf. Guð minn gefðu þeim frið gleddu og blessaðu þá sem að lögðu mér lið ljósið kveiktu mér hjá. (Herdís Andrésdóttir) Þín, Kristín. ER FEGURSTA KIRKJAN Á fSEANDI f FEGURSTU KIRKJUNNI ÁÍSEANDI? Hallgrímskirkja á vígsludegi? Bænhúsið á Núpsstað? Prýði Norðurlands? Djásnið á hálsi Kópavogs? Því svarar þú einn. Ljóðabók, myndabók og fræðibók eftir Jón Ögmund Þormóðsson um fjársjóði kirknanna, kristninnar og sögunnar okkar. Fjörutíu Ijóð í einum Ijóðaflokki um nokkrar fegurstu kirkjur íslands. Stór litljósmynd tengist hverju Ijóði. Skýringar, t.d. um fyrirmyndina að turni Hallgrímskirkju og fjölda flísanna í altaristöflunni í Skálholti, tilvitnanir í Biblíuna og aðrar trúarheimildir, svo sem hvar sagan um eyri ekkjunnar sé geymd, ítarleg orðaskrá, vandaður útdráttur á ensku o.fl. Ort um áttundu hverja kírkju, skrifað um fjórðu hverja kirkju. FRÓDI BÓK4 & BLAÐAÚTGÁFA W'fÓK Á kærleiksstundu getur hjarta þitt verið fegursta kirkjan á íslandi. \
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.