Morgunblaðið - 02.12.1995, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 02.12.1995, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Guðmunda Svanborg Jóns- dóttir var fædd að Þæfusteini, Nes- hreppi ytri, í Snæ- fellsnessýslu 26. september 1926. Hún var dóttir hjón- anna Jóns Bjama- sonar, f. 1889 á Kirkjuhóli, d. 1946, og Lilju Guðmunds- dóttur, f. 1901 að Litla-Kambi, d. 1968. Svanborg giftist eftirlifandi eigin- manni sinum, Helga Elías Aðal- geirssyni, fv. skipsljóra og út- gerðarmanni, í mars 1945. Hann er fæddur 23. október 1925. Þau hjónin eignuðust fímm böm; Guðgeir Svein- björn, f. 13. nóvember 1946, giftur Þóreyju Gunnþórsdóttur og eiga þau þijár dætur; Hilm- ar Eyberg, f. 22. september 1949, giftur Rögnu Valdemars- dóttur og eiga þau fímm börn; Kristín Rut, f. 30. nóvember 1957, gift Þorsteini Jónassyni og eiga þau þijá syni; Hafdís, f. 4. júli 1959, ógift, á einn son. Lilja Björk, f. 8. nóvember 1967, gjft Almari Þór Sveins- syni og eiga þau eina dóttur. Ætt Svanborgar: Jón Bjarna- son var fæddur á Kirkjuhóli í Staðarsveit, elstur tíu systkina. Lilja Guðmundsdóttir var fædd Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi. Hin Ijúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi. Og gæfa var það öllum er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) að Litla-Kambi í Breiðuvíkurhreppi. Foreldrar Jóns vom Bjami Bjarna- son og Valgerður Benónýsdóttir, en foreldrar Lilju vom Guðmundur Magnússon og Svanborg Guð- mundsdóttir. Sam- búð Lilju og Jóns hófst með þeim hætti að Lilja réðst til hans sem ráðs- kona að Þæfusteini en Jón hafði þá misst fyrri konu sína, Valgerði, af bamsfömm. Attu þau einn son, Bjama f. 1918, d. 1980. Jóni og Lilju varð ellefu bama auðið. Stefán, d. 1983, Sigurbjöm, d. 1994, Svanborg, d. 1995, Friðrik, d. 1946, Krist- ín Rut dó tveggja ára, Hall- grímur, d. 1976. Á lífí era: Valgerður, Lýður, Hreinn, Sæ- bjöm og Jón sem fæddur er 1946, nokkrum dögum eftir að Jón faðir þeirra dó. Lilja og Jón bjuggu lengst af á Þæfusteini og ólst Svan- borg þar upp i stómm systkina- hópi. Þæfusteinn var hjáleiga frá Ingjaldshóli, sem var og er enn kirkjustaður Hellis- sandsbúa. Utför Svanborgar verður gerð frá Grindavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Hún Svanborg tengdamóðir mín er látin eftir langvarandi og erfið veikindi, og vil ég reyna að kveðja hana með örfáum orðum. Fyrstu kynni mín af Svönu, eins og hún var oftast kölluð, voru árið 1972 þegar hún og tengdafaðir minn komu í heimsókn á Hraunbraut 42 í Kópavogi, þar sem ég og sonur þeirra, Hilmar, höfðum stofnað heimili ásamt Qögurra ára dóttur minni, Guðbjörgu Önnu, sem ég átti fyrir. Ég kveið fyrir að hitta þau en sá kvíði reyndist ástæðulaus, því þau tóku mér eins og þau hefðu þekkt mig alla tíð. Ylur og hlýja streymdi frá þeim eins og ætíð síð- an, litlu dóttur minni tóku þau sem sínu bamabami enda fór hún fljót- lega að kalla þau afa og ömmu og hefur gert síðan. Svana var hljóðlát, dul og tilfinn- ingarík kona, en átti til skemmti- legan húmor, gaman var að tala við hana og gott að vera í návist hennar, gott að eiga hana að vini og hún var elskuleg tengdamóðir. Er maður kom í heimsókn var tek- ið fagnandi á móti manni, alltaf sama hlýjan og viðmótið. Við Hilmar eignuðumst dreng sem skírður var Helgi í höfuðið á afa sínum og gladdi það hana mjög mikið því það var fyrsta bamabarn- ið sem var drengur, síðar eignuð- umst við soninn Valdemar og dæt- umar Svanborgu og Guðrúnu Sif. Svönu þótti mjög vænt um bamabömin sín, en eins og gefur að skilja gat hún minna samband haft við þau eftir að heilsan var orðin léleg og hún mikið á sjúkra- húsi. Bömin skilja ekki af hveiju guð tekur ömmu frá þeim, skilja ekki að guð sem er svo góður geri slíka hluti. Við sem eldri erum skiljum ekkert heldur, verðum bara að sætta okkur við það sem okkur finnst ótímabær vinamissir. Ég kveð elskulega tengdamóður, þakka henni samfylgdina, hlýjuna og velvildina sem hún sýndi mér. Votta tengdaföður mínum, bömum hans og öðmm ættingjum dýpstu samúð. Megi guð græða sorgar sárin. Ragna Valdemarsdóttir. Mig langar til að kveðja hana ömmu mína og nöfnu með nokkr- um fátæklegum orðum. Hana ömmu mína sem alltaf var til stað- ar, sama á hveiju gekk. í vitlausu veðri fóm hún og afí inn í Kefla- vík svo að hún gæti verið viðstödd fæðingu mína. Hún var sú fyrsta sem sá þennan rauða koll, fyrstu tönnina og heyrði fyrstu setning- una. Eftir að ég flutti í sveitina kom hún oft í heimsókn. Stoltur sýndi ég henni fyrsta hestinn minn og fyrstu lömbin, en af þeim hafði hún mjög gaman. Amma hafði alltaf gaman af því að koma í íjárhúsin. Þar undi hún sér vel við hin ýmsu verk bæði á vorin og á haustin enda var hún sjálf uppalin í sveit og kunni því vel til verka. Elsku afi. Það verður tómlegt hjá okkur núna þegar hún amma er farin, en við reynum að fylla tómarúmið með öllum fallegu minningunum sem við eigum. Eg bið góðan guð að styrkja okkur á þessari sorgarstundu. Leiddir þú forðum lítinn dreng. Titrar við ómur af tregastreng. Safnast í vestri svipþung ský. Veturinn nálgast með veðurgný. Berst fyrir laufsegli ljóð til þín: Kemst yfir hafið kveðjan mín. (Ólafur Jóhann Sigurðsson) Elsku amma. Takk fyrir allt. Guðmundur Helgi. Crfisdrykkjur racMH-mn Slmi 555-4477 | + Þóra á Fjalli, eins og hún var oftast nefnd, fædd- ist á Miðgmnd í Blönduhlíð í Skaga- firði 17. apríl árið 1918. Hún lést á Sjúkrahúsi Skag- fírðinga 21. nóvem- ber siðastliðinn. Foreldrar hennar, Una Gunnlaugs- dóttir og Þorkell Jónsson, hófu bú- skap sinn á Mið- gmnd, en fluttust skömmu síðar að Miðsitju í sömu sveit og þar ólst Þóra upp. Systkini Þóm era Nikólína, f. 1920, búsett á Akureyri, gift Rögnvaldi Árna- syni; Helga, f. 1922, býr í Reykjavík, hún var 'gift Sigurði Sigfússyni; Ingimar, f. 1930, búsettur á Akureyri, kona hans er Ósk Óskarsdóttir. Þóra var um skeið í unglingaskólanum á Sauðárkróki en veturinn 1937-38 var hún á Héraðsskól- anum á Reykjum í Hrútafirði. Eftir það vann hún einn vetur á saumastofu i Reykjavík hjá Dýrleifu Ármann. Árið 1941 giftist hún Halldóri Benedikts- ÞÓRA á Fjalli er nú látin eftir lang- varandi veikindi. Fyrir tæpum 40 árum kom ég að Fjalli til sumardval- ar hjá Þóru og Halldóri frænda mínum. Margrét dóttir þeirra var þá tíu ára, litlu eldri en ég, og Grétar frændi Halldórs 14 ára. Hann hafði komið nýfæddur að Fjalli til ömmu sinnar, Sigurlaugar, eftir að móðir hans lést. Sigurlaug var enn á heimilinu þegar hér var komið, en Halldór og Þóra löngu tekin við búrekstri. Á sumrin var jafnan nokkur fjöldi barna á Fjalli sem „send höfðu verið í sveitina“. Ef ég man rétt voru stundum hjá Þóru aðkomubörn að vetrinum einnig. Hún átti erfitt með að neita kunningjum um greiða og mun jafnvel hafa boðist til að létta und- ir með fólki ef hún vissi að erfiðleik- ar voru fyrir og börnin þurftu að fá örugga vist um skeið. Sumrin hjá Halldóri og Þóru áttu eftir að verða fleiri, og þama kynntist ég skagfirsku sveitalífí eins og það gerðist upp úr miðri þessari öld. Gamii tíminn var ennþá nálægur. Kýrnar voru handmjólk- aðar enda rafmagnið ekki komið, og dáðist ég að því hvað Þóra var fljót að mjólka og hve vel freyddi í fötunni hjá henni. Hrífan var enn- þá mikilvægt verkfæri í heyskapn- um og minnisstætt er mér hve rösk- lega Þóra beitti henni. Hún var dugnaðarforkur utanhúss sem inn- an og þoldi enga leti og lognmollu í kringum sig. Oft verður mér hugs- að til uppeldisaðferða hennar. Hún átti það til að spyija, þegar kúas- malinn kom inn í bæ, hvað hann hefði nú verið að gera. Ef vel hafði verið unnið og jafnvel hugkvæmni beitt gat maður verið viss um að fá hrósyrði. Það stóð t.d. ekki á lofí þegar kúasmali sagðist eitt sinn hafa endumýjað halaböndin í fjós- inu. Aftur á móti fannst Þóru minna til þess koma þegar við Grét- ar lágum undir bæjarvegg á sólrík- um degi og tefldum. „Það er aldeil- is vita voðalegt hvemig þú spillir drengnum," sagði hún og beindi orðum sínum til Grétars. Þó hún gæti verið hvöss í orðum í amstri dagsins var stutt í gamansemina og hún gat gert góðlátlegt grín að sjálfri sér og öðrum. Reyndar var hún afar næm á hagi annarra. Berdreymin virtist hún vera, og mér fannst stundum sem hún sæi gegnum holt og hæðir. Hitt er víst að húnfylgdist vel með öllum hrær- ingum sem í sjónmáli voru. Þannig var vissara að bera sig vel í göngu- lagi þó maður væri staddur langt suður á túni. syni á Fjalli í Sæ- mundarhlíð i Skagafirði. Þau bjuggu Qögur ár í Varmahlíð og störf- uðu á vegum Varmahlíðarfélags- ins en settust síðan að á Fjalli og bjuggu þar í hálfan fjórða áratug. Þau tóku að sér kjör- dótturina Margréti Sigurbjörgu (f. 1946; d. 1992). Mar- grét var gift Ólafi Þ. Ólafssyni vél- stjóra og eignuðust þau þijú böm, Þóm Halldóru, Bryndisi og Jakob Benedikt. Á Fjalli ólst einnig upp systursonur Hall- dórs, Grétar Benediktsson (f. 1942) sem búsettur er á Akur- eyri. Kona hans er Eraa Bjamadóttir, og eiga þau tvö börn, Benedikt og Sigurlaugu. Árið 1980 bmgðu Þóra og Hall- dór búi og fluttu í Varmahlíð. Halldór lést árið 1990. Siðasta áratuginn dvaldi Þóra á Sjúkra- húsi Skagfirðinga. Útför Þóm fer fram frá Víði- mýrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. En glettni Þóru og hvassar gáfur gerðu það að verkum að margir vildu sækja hana og þau hjónin heim, enda Halldór öðlingsmaður og ljúfmenni; gestrisni þeirra var einstök. Þóra hafði sérstakt lag á að tala við fólk og fínna umræðu- efni við hæfí. Oft komu gestir langt að og virtist þeim líða vel í litlu vistarverunum á Fjalli þó þeir ættu að venjast stórum söium. Þar má nefna Vestur-íslendinginn og frænda Þóru, Soffanías Þorkelsson og enska stangveiðimanninn Fort- esque, en hann kom á hveiju sumri í Sæmundarhlíðina og fékk m.a. að steikja sveppina sína á kokselda- vélinni hennar Þóru. Best virtist Þóra njóta sín þegar eklhúsið var orðið fullt af gestum sem eins og fyrir tilviljun hafði borið að garði: sr. Gunnar í Glaumbæ á bláa Landróvemum sínum, Benni á Vatnsskarði á Skjóna, Pála í Skarðsá á Rauð og Dúddi á Skörð- ugili á þeim leirljósa. Þá þraut nú ekki umræðuefnið. Mér hefur kom- ið í hiig að Þóru hefði fallið vel að vera nær þjóðbrautinni en raunin varð á. Ekkert hefði hún heldur haft á móti því að ferðast meira. Víst er a.m.k. að hún skemmti sér vel þegar hún fór í bændaferð til Kanada árið 1975 og heimsótti m.a. gamla kúarektorinn sinn í Winnipeg. Hann hafði víst ekki dreymt um það í sveitinni í gamla daga að sá dagur kæmi að hann færi með Þóm á Fjalli í dýragarð í Ameríku og drykki með henni á eftir krús af öli á gamalli indíán- akrá. „Það er nógur tími að sofa í gröfínni," sagði Þóra eitt sinn þeg- ar henni þótti illa ganga að vekja fjósamann. Það er eins og mig minni að þessi athugasemd hafí hrifið fljótt og vel og satt að segja hefur hún oftsinnis síðan drýgt morgunverkin þegar freistandi hefði verið að snúa sér upp að vegg og tialda áfram að sofa. Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst Þóm og öllu því fólki sem var á Fjalli. Þar minnist ég meðal annarra móður Þóra, merkiskon- unnar Unu Gunnlaugsdóttur, sem kom á hveiju sumri til dóttur sinn- ar og dvaldi hjá henni um skeið. Erfið voru síðustu árin hjá Þóru og sárt var að þurfa skömmu eftir lát Halldórs að sjá einnig á bak dótturinni Margréti sem hafði reynst henni og þeim hjónunum svo vek Ég votta ættingjum og vensla- fólki Þóm á Fjalli samúð mina. Baldur Hafstað. t Ástkær eiginmaður minn, WALTER GILLIES BREMNER, lóst í Norwich, Englandi, þann 30. nóv- ember. Kristm Kjaran Bremner. t Elskuleg 'móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, JÚLÍANA EGILSDÓTTIR, áðurtil heimilis á Skúlagötu 78, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu mánudaginn 4. desember kl. 13.30 Guðfinna S.H. Þorgeirsdóttir, Kristinn Ágústsson, Guðný J. Kristinsdóttir, Sóley D. Kristinsdóttir, Einar M. Kristinsson, Hlynur F. Jónsson, Kristján H. Þorgeirsson, Styrmir H. Þorgeirsson, Friðþjófur H. Þorgeirsson, Jón H. Þorgeirsson. t Innilegustu þakkir til aflra þeirra, sem sýndu okkur hlýhug og samúð vegna fráfalls elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, DANHEIÐAR ÞÓRU DANlELSDÓTTUR, Bjarmalandi, Grindavik, sfðast til heimilis á Hrafnistu, Hafnarfirði. Sólveig Guðbjartsdóttir, Agnar Guðmundsson, Ólafur Guðbjartsson, Anna Kjartansdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. GUÐMUNDA SVAN- BORG JÓNSDÓTTIR GUÐRÚNÞÓRA ÞORKELSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.