Morgunblaðið - 02.12.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.12.1995, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Sauðárkrókur Fólksbíll og rúta í árekstri TVÆR konur slösuðust, þar af önnur alvarlega, þegar fólksbíll og rúta lentu í árekstri á Dalsárbrú í fyrrakvöldi. Slysið varð um kl. 20 og að sögn lögreglu var mjög hált þegar bílarn- ir skullu saman við brúarendann. Tækjabíl þurfti til að losa konurnar úr fólksbílnum og voru þær báðar fluttar á sjúkrahúsið á Sauðar- króki. Skömmu fyrir miðnætti var önnur þeirra flutt þaðan til Akur- eyrar, þar sem meiðsl hennar voru alvarieg. Samkvæmt upplýsingum sjúkrahússins á Sauðárkróki er hún þó ekki í lífshættu. Engan í rútunni sakaði. ------------- Jóladagskrá í verslunum á Húsavík ANNAÐ árið í röð hafa verslunar- eigendur á Húsavík ákveðið sam- eiginlega jóladagskrá. Fyrsti langi laugardagurinn verður 2. desember en nú er verið að leggja síðustu hönd á skreytingar í verslunum. Alla laugardaga fram til jóla verður dagskrá í bænum fyrir yngri kynslóðina með söng, hljóðfæraleik, skemmtunum, leikjum og ýmsum öðrum gjörningum. Þessi hátíðar- höld eru samstarf margra um lif- andi bæ. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson LANGVÍUUNGINN kafar eftir æti. KOMINN upp með loðnu í gogginum. Tók við hlut- verki karl- fuglsins KRISTJÁN Egilsson safnvörð- ur tók að sér hlutverk horfinna foreldra langvíuunga sem verið hefur gestur í Náttúrugripa- safni Vestmannaeyja undan- farna mánuði. Með vinnu og þolinmæði hefur honum tekist að kenna unganum að kafa og veiða sér til matar. Nú má langvíuunginn ekki af Kristjáni missa og varð umkomulaus að sjá þegar reynt var að sleppa honum. Kristján segir að unginn hafi SYNDIR sæll og saddur í búrinu sínu. orðið dottið úr hreiðri eða orð- ið viðskila við foreldra sína á annan hátt í sumar og hafi hon- um verið komið í fóstur á safn- inu. Þar hefur hann verið í besta yfirlæti og haft fiskabúr til afnota. í náttúrunni sjá for- eldrarnir um uppeldið, aðallega þó karlfuglinn, og kenna ung- unum að kafa eftir fæðu. „Eg varð að taka það hlutverk að mér,“ segir Kristján. Hann gerði það með því að festa ætið á stöng sem hann gaf honum fyrst kost á að éta við yfirborð- ið og færði siðan sifellt lengra á kaf í vatnið. Segir hann að það hafi tekið þónokkurn tima að venja fuglinn á þetta en það hafi tekist og taki hann nú 4-5 loðnur í kafi. Fuglinn hefur þrifist vel, að sögn Krisfjáns. Hann hefur fjórfaldað þyngd sína og er nú orðinn um kíló að þyngd en það er algeng þyngd fullorðinnar langvíu. Kristján segist einu sinni hafa reynt að sleppa fugl- inum en hann hafi hræðst hljóð náttúrunnar, fuglagargið og sjávarniðinn, og stokkið til baka úr fjörunni. Vonast hann þó til þess að geta sleppt honum síðar í vetur þegar langvíurnar fari að láta sjá sig aftur. Opið kl. 10 - 16 Verið velkomin a-lk 4 '■*, i' í glæsilegri '96 árgerðinni frá ARCTIC CAT er að finna fjölda athyglisverðra nýjunga sem enginn áhugamaður um vélsleða ætti að láta fram hjá sér fara. Nú fara aðstæður að verða prýðilegar til sleðaferða og því tilvalið að láta drauminn rætast og eignast glænýjan og kraftmikinn vélsleða Mikiö úrva/ af fallegum fatnaði til vélsleðaferða s.s. gallar, bomsur, blússur, hanskar, hjálmar og margt fleira. ÁRMÚLA 13 SÍMI: 568 1200 BEINN SÍMI: 553 1236 Umboðsaðilar: Ólafsfjörður: Múlatindur • Akureyri: Straumrás, Furuvöllum 3 • Egilsstaðir: Bílasalan Ásinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.