Morgunblaðið - 02.12.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 02.12.1995, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR Alþjóðadagur fatlaðra Á ALLSHERJARÞINGI Samein- uðu þjóðanna 1992 fór fram um- ræða sem markaði endalok áratug- ar fatlaðra. Á þinginu var sam- þykkt að gera 3. desember að al- þjóðlegum degi fatlaðra. 1994 samþykktu Sameinuðu þjóðirnar síðan „Grundvallarreglur" í málefnum fatlaðra. í reglum þess- um, sem eru 22, er fjallað um flesta þætti réttinda fatlaðra. Landssamtökin Þroskahjálp skora á stjórnvöld að fylgja reglum þessum og í samvinnu við fjölmiðla að standa að kynningu á þeim, enda fjallar fyrsta reglan um þá skyldu aðildarríkjanna að dreifa upplýsing- um um réttindi fatlaðra. ísland er aðili að fleiri alþjóðleg- um samþykktum og yfirlýsingum sem banna mismunun fatlaðra og ófatlaðra. Því olli það nokkrum vonbrigðum þegar Alþingi íslend- inga gat ekki fallist á þá ósk heild- arsamtaka fatlaðra að fatlaðra væri getið með öðrum minnihluta- hópum sem ekki mætti mismuna á neinn hátt í mannréttindakafla stjórnarskrárinnar. Ástæða þess að samtökin fóru þess á leit við Alþingi að ákvæði þetta væri fest í stjórnarskrá er sú að víða um heim og einnig á íslandi eru sam- tök fatlaðra að hverfa frá þeirri stefnu að fötluðum verði tryggður réttur með sérlögum heldur telja æskilegra að þeirra réttindi verði tryggð með almennri löggjöf. Því er talið mikilvægt að fatlaðir hafi ákvæði um réttarstöðu sína í grunn- lögum ríkisins. Hliðstæð ákvæði eins og samtök fatlaðra á íslandi fóru fram á er nú að fínna í stjórnar- skrám t.d. Finnlands, Þýskalands og Kanada. Tímamót í mál- efnum fatlaðra Málefni fatlaðra á íslandi eru á margan hátt á tímamótum í dag. Fjögur reynslusveitarfélög, Reykja- vík, Akureyri, Vestmannaeyjar og Vesturbyggð, hafa óskað eftir að taka að sér þjónustu við fatlaða frá 1. jan- úar 1996. Mjög mikil- vægt er að þessi til- flutningar verkefna takist sem best og að honum verði staðið þannig að traust sé á milli allra aðila, þ.e.a.s. ríkis, sveitarfélaga og notenda þjónustunnar. Ýmsar blikur virðast á lofti varðandi þennan tilflutning og nú þegar 4 vikur lifa af árinu 1995 er t.d. ennþá óvíst hvort og þá hvenær Reykjavíkurborg yfir- tekur þjónustu við fatlaða. Með öðrum orðum fatlaðir Reykvíkingar vita ekki hvort þeir eiga að sækja nauðsynlega þjónustu ríil ríkis eða borgar eftir 4 vikur. Öllum ætti að vera ljóst að slíkt ástand er óviðun- andi og jaðrar við virðingarleysi við fatlaða. Landssamtökin Þroska- hjálp skora á samningsaðila að ljúka samningagerð hið allra fyrsta. Lögbundið framlag skert, engin ný þjónusta Á fleiri sviðum virðast málefni fatlaðra standa á tímamótum, þannig er frumvarp til Ijárlaga fyr- ir árið 1996 að margra mati tíma- mótafrumvarp hvað fatlaða varðar. Því miður boðar það ekki betri tíma fötluðum til handa heldur virðist svo sem með frumvarpinu eigi að binda enda á þá uppbyggingu sem verið hefur í málefnum fatlaðra allt frá árinu 1980. Þetta er gert með tvennum hætti. Annars vegar með því að hluti af tekjum Erfðafjársjóðs sem lögum skv. hefur runnið óskiptur til Fram- kvæmdasjóðs fatlaðra rennur nú beint í ríkissjóð. Allt frá því að tekj- ur Erfðafjársjóðs voru eyrnamerktar málefnum fatlaðra hefur það aldrei gerst að tekjur þess sjóðs hafí runn- ið til annarra verkefna en fyrirfram skilgreindra verkefna í þágu fatlaðra. Hinsvegar er ekki að fínna í frumvarpinu nein teikn um að auka eigi þjónustu við fatl- aða á því herrans ári 1996. Að vísu tekur félagsmálaráðuneytið yfír þjónustu við ein- staklinga sem koma til með að flytja frá End- urhæfingardeild Landspítalans í Kópa- vogi og í sambýli en þessir einstaklingar njóta þjónustu nú og því verður um sam- bærilegan sparnað hjá heilbrigðis- ráðuneytinu að ræða. Þar er því verið að þjónusta sömu einstakling- ana fyrir sama fjármagn. Verði frumvarp til fjárlaga fyrir árið 1996 að lögum verður það í fyrsta sinn allavega í 15 ár sem slíkt frumvafp er samþykkt án þess að gert sé ráð fyrir nýrri þjónustu við fatlaða á fjárlagaárinu. Eins og sést á framansögðu er Frumvarp til fjárlaga tímamóta- frumvarp hvað fatlaða varðar. Söguskoðun eða framtíðarsýn? En er þá ekki einfaldlega komið að tímamótum? Var ekki orðið tíma- bært að stöðva aukningu á þjónustu fatlaðra? Hefur þjóðin efni á að veita þessa þjónustu? Er ekki staða fatlaðra öll önnur en hún var fyrir t.d. 15 árum? Svör við þessum spurningum erú vafalaust mismunandi og fara eftir lífssýn hvers og eins. Landssamtök- in Þorskahjálp hafa aldrei borið á móti því að aðbúnaður fatlaðra hef- ur stórbatnað á undanfömum ámm. Samtökin hafa hinsvegar bent á að ástand þessara mála fyrir 1980 var þannig að allir voru sammála um að gera þyrfti stórátak í þessum málaflokki. Samtökin hafa einnig Friðrik Sigurðsson 3. desember er al- þjóðadagur fatlaðra. Friðrik Signrðsson skrifar um málefni fatlaðra á íslandi. bent á að þegar kemur að málefnum fatlaðra virðist það einna helst vera sagnfræðilegur samanburður sem stjómvöld ástunda, það er hvernig staða fatlaðra er í samanburði við fyrri ár. Aldrei er tilgreint t.d. hvort hærra hlutfall þjóðartekna á íslandi fer til þjónustu við fatlaða en hjá þeim löndum sem við berum okkur gjarnan saman við. Aldrei birtar tölur um hvort málefni fatlaðra fá í sinn hlut óeðlilega hátt hlutfall af ríkisútgjöldum miðað við sömu lönd. Innlend sagnfræði er nánast það eina sem stjórnvöld leggja til þessarar umræðu. Landssamtökin Þroskahjálp telja að ekki sé komið að þeim tímamót- um sem fjárlagafrumvarpið boðar. Biðlistar eftir búsetuúrræðum og á margan hátt ófullnægjandi þjónusta em ólygnust hvað það varðar. Hafa ber einnig í huga að fyrir u.þ.b. 20 ámm urðu straumhvörf hvað varðar búsetu fatlaðra bama. Fram að þeim tíma var ekki óalgengt að böm væm vistuð á stofnunum reknum af ríkinu. Með tilkomu hugmynda- fræði sem byggist á að skapa sem eðlilegust lífsskilyrði fötluðum til handa lagðist slík vistun af. Eins eðlilegt og það er að búa í foreldra- húsum sem barn er það að hafa möguleika á að flytja að heiman sem fullorðinn einstaklingur. Nú er kom- ið að því að bömin sem alist hafa upp í heimahúsum em orðin fullorð- in, þá má það ekki gerast að stjórn- völd standi ekki við seinni hlutann af hugmyndafræðinni. Samningsbundnar greiðslur eða skömmtun I fjárlagafmmvarpinu fyrir árið 1996 er að finna fleiri atriði sem teljast nýmæli og snerta fatlaða sérstaklega. í fmmvarpinu er gert ráð fyrir að tjúfa tengsl bóta- greiðslna lífeyrisþega við kaupgjald í landinu. Þetta nýmæli er rökstutt með því að stefna stjórnvalda sé sú að afnema alla sjálfvirka teng- ingu ríkisútgjalda við verðlag og kaupgjald. Lífeyrisþegar em ekki öflugur þrýstihópur sem gæti sagt upp samningum og þannig skapað usla í samfélaginu með aðgerðum sínum. I dag hafa þeir skjól í kjarasamning- um á vinnumarkaði og þannig er verkalýðshreyfíngin óbeinn viðsemj- andi við ríkið hvað varðar kjör lífeyr- isþega. Verði tillaga sú sem boðuð er í fjárlögum lögfest, er það ríkis- valdið sem ákveður einhliða upphæð bótagreiðslna til lífeyrisþega. Óháð því hvort þetta nýja fyrir- komulag leiðir til kjararýrnunar fyrir lífeyrisþega, eins og ráðgert var, þó þessa stundina líti út fyrir að ríkisstjórnin hafi hætt við þau áform sín, þá er slíkt ákvæði óvið- unandi vegna þess óöryggis og þeirrar skerðingar á samningsrétti og mannlegri reisn sem það leiðir af sér. Mannlega reisn er það sið- asta sem stjórnvöld ættu að taka af lífeyrisþegum. Viðurkenning í atvinnumálum Ekki er það svo að á þessum alþjóðadegi fatlaðra sé ekkert já- kvætt að gerast í málefnum fatl- aðra. Þannig hafa Landssanitökin Þroskahjálp ákveðið að veita einu fyrirtæki sem þykir hafa skarað fram úr hvað varðar atvinnustefnu vinsamlega fötluðum viðurkenn- ingu. Leitað var eftir tilnefningum um allt land og voru fimm fyrir- tæki og stofnanir tilnefnd. Eitt þessara fyrirtækja mun síðan vera útnefnt og er það sérstök nefnd skipuð fulltrúum Þroskahjálpar og aðilum vinnumarkaðarins sem út- nefnir það fyrirtæki. Þær tilnefn- ingar sem bárust voru þess eðlis að hver og einn hefði verið vel að verðlaununum kominn. Höfundur er framkvæmdíistjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar. Eitt samfélag fyrir alla? Alþjóðadagnr fatlaðra Á MORGUN, 3. des- ember, er alþjóðadagur fatlaðra. Það var í kjölfar áratugs fatlaðra sem lauk árið 1991 að Allsheijarþing Samein- uðu þjóðanna var helg- að málaflokki fatlaðra og umfjöliun um stöðu fatlaðra í heiminum. Allsheijarþingið tók þá ákvörðun á þessu þingi að í aðildarríkjum skyldi 3. desember helgaður fötluðum og jafnframt var ákveðið að skipa umboðsmann fatlaðra hjá Sameinuðu þjóðunum. Það er Bengt Lindquist fyrrver- andi félagsmálaráðherra Svía sem hefur verið skipaður til þess starfs, en Bengt Lindquist er fatlaður, hann er blindur. Með umboðsmanni starfar ráðgjafamefnd skipuð full- trúum frá heimssamtökum fatl- aðra, en honum er ætlað að ferð- ast um aðildarríki Sameinuðu þjóð- anna með kynningarstörf. Fyrsta ráðstefna Sameinuðu þjóðanna eftir að áratug fatlaðra lauk var haldin í Reykjavík og þar kynnti hinn nýráðni umboðsmaður grundvallarreglur Sameinuðu þjóð- anna um jöfn tækifæri fatlaðra við ófatlaða einstaklinga. í tilefni af þeirri ákvörðun Alls- heijarþings Samein- uðu þjóðanna að helga 3. desember málum fatlaðra fór Þroska- hjálp þess á leit við þáverandi félagsmála- ráðherra að hinn 3. desember ár hvert yrði Alþingi gefín skýrsla um stöðu málaflokks- ins og með því væri hvatt til umræðu á Alþingi um málefni fatlaðra, en það var einmitt markmiðið með degi fatlaðra að beina kastljósi að stöðu málaflokksins. Mikilvæg lagasetning Þegar lögin um málefni fatlaðra voru endurskoðuð 1992 voru þau takmörkuð við félagslega þáttinn og þar með falla lögin eingöngu undir félagsmálaráðuneytið. Áður tóku lög fatlaðra til heilbrigðis- og menntamála, en í heilbrigðis- og menntamálum gilda almenn lög fyrir fatlaða með sama hætti og um aðra þjóðfélagsþegna. Stjórnarnefnd um málefni fatl- aðra er ekki lengur samræmingar- afl þriggja ráðuneyta, hún er ráð- gefandi fyrir félagsmálaráðuneytið og fer auk þess með stjórn Fram- kvæmdasjóðs fatlaðra. Fram- kvæmdasjóður fatlaðra fjármagnar Rannveig Guðmundsdóttir framkvæmdir við stofnanir fyrir fatlaða auk þess sem heimild er fyrir því að sjóðurinn fjármagni rekstrarþætti sem létta á stofnana- þjónustu en eru mikilvægir fyrir lífskjör fatlaðra. Lög um félagsþjónustu sveit- arfélaga sem sett voru 1991 eru einnig mikilvæg fötluðum, þau kveða á um rétt íbúa í sveitarfélagi til félagslegrar þjónustu. Stækkun sveitarfélaga og sameining sveitar- félaga hefur aukið möguleika sveit- arfélaga til að taka að sér stærri verkefni sem nú eru á vettvangi í tilefni alþjóðadags fatlaðra óskar Rann- veig Guðmundsdóttur fötluðum velfarnamað- ar og hvetur alla lands- menn til að gefa stöðu þeirra gaum. ríkisins og það má segja að við endurskoðun laganna um málefni fatlaðra 1992 hafi stefna verið tek- in á það að færa málaflokkinn til sveitarfélaga í fyllingu tímans. Mikilvægt atriði í þeim lögum sem ég hef hér vísað til er að í þeim felst fráhvarf frá stofnana- þjónustu til stoð- og stuðningsþjón- ustu sem er rauður þráður í gegnum lögin um málefni fatlaðra. Með stoð- þjónustu er átt við margháttaða þjónustu við fatlaða sem búa utan stofnana og er til þess ætluð að stuðla að sem eðlilegustu lífi þeirra. Aukin stoðþjónusta er í nánu samhengi við þá hugmyndafræði að flytja málaflokk fatlaðra til sveitarfélaga, en stoðþjónusta svo sem heimaþjónusta er rótgróinn þáttur í félagsþjónustu sveitarfé- laga. Ný þróun hefur orðið í búsetu- málum fatlaðra. Sambýli eru ekki eins ofarlega á baugi, þó kveðið sé á um að halda uppi áætlun um byggingu þeirra, en stefnt er að því að þeir sem geta fái tækifæri til að búa sjálfstætt í félagslegri íbúð með nauðsynlegri þjónustu. Réttur til liðveislu, sem ætlað er að liðsinna fötluðum innan heim- ilis sem utan, og stuðla einnig að því að þeir geti búið sjálfstætt og tekið þátt í lífinu. Það má segja að framtíðarsýnin í búsetumálum fatlaðra sé að efla og standa vörð um þessa braut. Menntun og atvinna - leið til jafnréttis Við höfum fest í sessi þau úr- ræði sem skapa nánasta umhverfi hins fatlaða, búsetu og félagslega þjónustu. En til að vera virkur þjóðfélagsþegn þarf fleira að koma til. Þar vega bæði menntun og at- vinnumál þungt. Það er ljóst að vegna hinnar miklu áherslu sem búsetumál hafa haft að undanförnu hafa atvinnumál fatlaðra ekki verið sett eins á oddinn, en úr því er mikilvægt að bæta. Það er mjög mikilvægt að vera með virka atvinnuleit þannig að fötluðum sé fundin vinna á almenn- um vinnumarkaði og þeim sé veitt viðeigandi aðstoð og ráðgjöf. Það hefur dregið úr þeirri stefnu að byggja verndaða vinnustaði þrátt fyrir að gert sé ráð fyrir þeim í lögum um málefni fatlaðra og þeir verði til staðar sem afmarkað úr- ræði. Sérstök nefnd á vegum félags- málaráðuneytis um atvinnumál fatlaðra benti á mikilvægi þess að skilgreina hin ýmsu úrræði í dag- vistar- og atvinnumálum fatlaðra betur, gert verði mjög ljóst hvað teljist raunveruleg atvinna og hvað flokkist undir hæfír.gu og þjálfun, lögð verði aukin áhersla á starfs- þjálfun fatlaðra, bæði á vemduðum vinnustöðum og sérstökum starfs- þjálfunarstöðum. Nefndin hefur lagt fram tillögur um uppbyggingu í atvinnumálum fatlaðra sem mikil- vægt er að fylgt verði fram. Aukið aðgengi Þegar litið er til framtíðar er hægt.að draga stefnumörkun sam- an í eina setningu: „Aukið aðgengi að þjóðféiaginu." í því felst að í okkar þjóðfélagi verði fötluðum gefíð ákveðið forskot og það sé lit- ið til þess til hvaða úrræða þurfi að grípa svo gefa megi þeim kost á að vera virkir þjóðfélagsþegnar. Það er margt. smátt og stórt sem skapar það aðgengi sem hér er talað um. Þar má nefna atriði eins og sérstaklega vel merkta seðla fyrir blinda. Það hefur verið bent á að táknmálið og viðurkenning þess sem tungumáls heyrnarlausra sé aðgengi þeirra að samfélaginu og það er alveg ljóst að menntun fatlaðra þarf að taka til gagngerrar endurskoðunar til að auka mögu- leika þeirra á vinnumarkaði. Fram að þessu hafa tekjur ör- yrkja verið settar í samhengi við þróun launa- og kaupmáttarstigs í landinu. Það er alvarlegt umhugs- unarefni fyrir alla að nú skuli vera uppi tillögur um að frá þessu sé horfið og það er afturför ef til þess kemur að stjórnvöld ákveði að geð- þótta hveiju fötluðum verði skammtað hveiju sinni. Mikið velt- ur á hvemig haldið verður á þessum málum í framtíðinni. í tilefni alþjóðadags fatlaðra óska ég fötluðum velfarnaðar og hvet alla landsmenn til að gefa stöðu þeirra gaum. Höfundur er alþingismaður fyrir Alþýðuflokk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.